Þjóðviljinn - 29.02.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.02.1948, Blaðsíða 4
I Þ JÖÐyiL JINN Sunnudagur 29. febrúar 1948. IIJÓÐVILilNN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magnús Toríi Ólafsson, JónasÁrnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á>mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja ÞjóðvUjans h. f. Sósíallstaflokkurinn. Þórsgötu 1 Sími 7510 (þrjár línur) Barnahjáípin í bæklingi frá barnahjálp sameinuðu þjóðanna eru þess- ar línur: Hve oft hefur þú gefið drengnum þínum munnsopa af mjólk? Það er meira en hann fengi á heilum degi ef hann ætti heima sumstaðar í Varsjá. Eða ketti fulla undirskál ? Það er þriggja daga skammtur barns. * Máltíð sem þú gæfir hundi — gætirðu hugsað þér átta börn á hnjánum rífandi hana í sig? Það væri meiri næring en þau átta böm fengju í Aþenu allan daginn. Hún væri einnig ólíkt lystugri. Hefurðu nokkurntíma hnotið um tuttugu bamslíkami á götunum á heimleið að kvöldi? Það yrði ef þú ættir heima í Kanton eða Sjanghaj. Um ruslaskjóluna í eldhúsinu hjá þér yrði slegizt i Rangún. I Evrópu einni eru um f jörutíu milljónir barna og ung- linga yngri en 18 ára sem hafa brýna þörf matvæla- og meðalahjálpar. Þó er Asía enn ver stödd en Evrópa. Talið er að 29 milljónir barna í Kína, jmgri en 14 ára þarfnist stöðugrar hjálpar og auk þeirra séu 64 milljónir bama er geti átt líf sitt undir því að þau fái aukaskammt af matvæliun og nauðsyuíeg lyf. í Afríku em ótaldar milljónir barna sem þarfnast mat- væla og meðalahjálpar. Um allan heim eru hjálparvana böm, sem þarfnast mikillar hjálpar. Um allan heim velta örlög þessara bama að miklu leyti á því hvemig tekst til með söfnun bamahjálpar sameinuðu þjóðanna. BÆJARP0ST1RINN tJr byggingarvinnunni á eyrina Verkamður við höfnina sltrif- ar mér eftirfarandi: ,,Eg ætla að biðja Þjóðviljann að birta eftirfarandi línur. Eg er einn af þeim sem hef unnið við byggingarv., og á síðastliðnu hausti stöðvaði fjárhagsráð og stjórn Stefáns Jóhanns í sam- einingu þær byggingar sem við unnum við. Þá urðum við að fara á eyrina eins og aðrir sem við byggingavinnu hafa unnið. Laust fyrir klukkan 8 fai’a verkamenn að streyma að úr öllum áttum. Fastir starfsmenn eru mikið færri en þeir sem fá vinnu dag og dag. Nú safnast flestir saman hjá horninu skammt frá afgreiðslunum. Svo lætur höfuðpaurinn sjá sig, gengur í gegnum hópinn og skimar til beggja hliða og tínir einhverja úr, helzt þá sem bún ir eru að vaka við síldarvinnu, því það er hans gengi, eins og það er kallað. ★ Sex vinnudagar í febrúar „Þolinmæði verkamanna er mikil; ennþá bíða þeir í von um að verða teknir, og stundum er það svo, að þegar flestir eru famir heim, þá er farið að smala mönnum saman. Aldrei erum við látnir vita það hvort við fáum vinnu eða ekki. Og nú í febrúar hefur það farið hríð- versnandi, oftast verið þannig, að sárafáir hafa verið teknir : sem hafa komið. Eg hefi komið alla daga niður að höfn í febr. en vinnudagamir eru 6 en heim ferðimar 14 og eins er það hjá mörgum. í dag stöndum við í 2 tíma á bakkanum og um kl. 10 fara margir heim. Þá vantar menn og smalamennskan byrj- ar. ★ Finnur hælir sér af stöðvun byggingarvinn- unnar „Egget ekki annað en fyllzt gremju þegar ég hugsa til ræðu Finns Jónssonar þegar hann síð ast með sinni alkunnu rödd út- málaði það að Fjárhagsráð hefði unnið eitthVert meistara- verk við að sjá um að nógur mannafli fengist á nýsköpunar- tækin. Þessvegna hefði verið nauðsynlegt að stöðva bygging- ar eins og gert hefui’ verið. En þessi mannræfill ætti að ltoma niður að höfn þegar ekki er því meira af skipum og sjá mönn- um fyrir atvinnu á nýsköpimar- tækjunum sem hann var að tala um. En ég býst við að það verði bið á því að hann láti sjá sig. Dagsbrún ætti að boða til fundar um vinnu- miðlun „Eg ætla ekki að tala um það firin Qf'm hlv7.f- af hPAAii fl.uk þess hvað það er niðurdrepandi. fyrir verkamenn að búa við þetta. Eg viðurkenni að margir hafa alltaf vinnu ög jafnvel meiri, en þeir hafa gott af, en það er ekki nóg þegar fleiri hafa. ekki ofan í sig. Mín tillaga er sú að Dagsbrún taki stjórn’vinn- unnar í sínar hendur eftir því sem fært er, eða að Dagsbrún hefði maim sem skrifaði alla þá menn sem ekki fá vinnu þenn- an daginn og fengju þeir svo vinnu daginn eftir. Eg held að stjórn Dagsbrúna rætti að boða til fundar um atvinnumálin og að verkamenn, þeir sem ekki hafa fasta vinnu, ættu sem flest ir að mæta. ★ Verum þess minnugir verkamenn „Eg fyrir mitt leyti tel mig sama sem atvinnulausan þrátt fyrir þetta snatt, og oft og ein- att hefur mér kólnað við að bíða. Eg treysti Dagsbrúnar- stjóminni til hins bezta. Og svo að endingu þetta: Við verka- menn, verum minnugir við næstu kosningar þeirra mamia sem eru valdir að því að við stöndum og höngum eða hím- um eða hvað það á að kallast. Eg á enga ósk heitari en að ís- lenzkur verkalýður hrindi þeim mönnum af valdastóli sem með ráðstöfunum sinum gera olckur lífið súrt. Eg hefði ekki ritað þetta nema vegna þess að ég hefi heyrt að ég sé að verða slæpingi, því að sumir eru þannig gerðir að kenna mönnum um að þeir nenni ekki að vinna þegar þeir fá ekki vinnu. Verkamaður“. Að sjálfsögðu ætlast barnalijálp sameinuðu þjóðanna pkki til þess að þessi orð hennar séu skilin svo að fjársöfn- un, þó framkv. sé um allan heim, ráði bót á öllu böli þeirra tuga ef ekki hundruð milljóna barna, sem nú líða skort í heiminum. Þeim sem standa að barnahjálpinni er það fylli- lega ljóst að rætur þess böls að börn fá ekki liið allra nauð- synlegasta til að geta lifað og dafnað og orðið heilbrigðir menn eru dýpri en sem þvi svarar. En auk þeirra þjóðfé- lagshátta sem dæma mikinn hluta mannkynsins til skorts hefur nú farið um heiminn ægivaldur styrjaldar og heraáms og skilið heil lönd eftir í rústum og fólk bjargarlausara en svo að Islendingar síðustu áratuga að minnsta kosti geti gert sér það í hugarlund. Og söfnun barnahjálpar samein- uðu þjóðanna er svo viðtæk, að hún getur vafalaust orðið það sem hún ætlar sér, hjálp til sjálfshjálpar, fyrir milljón- ir baraa og unglinga, „brúað bilið milli þess sem þau fá og lágmarks þeirra iífsnauðsynja sem þau þurfa til að lifa“, þann tíma sem eymdin er mest. Hugmynd Norðmannsins um að allir launþegar , heimi gefi eins dags laun í þemian sjóð, atvinnurekendur eins dags gróða, og aðrir eitthvað tilsvarandi hefur fengið ágætar undirtektir hvar sem hún hefur verið borin frarn, og er ekki aö eia að söfnunin nær inn miklum fjárfúlgum. ★ Einnig hér á íslandi hefur barnahjálp sameinuðu þjóð- anna verið mjög vel tekið. Fjölmennustu félagasamtök þjóð- arinnar hafa tekið höndum saman um skipulagningu söfnun- arinnar og hún hefur hafizt um allt land með þeim myndar- skap, sem einkennt hefur fiársafnanir til mannúðarmála hér á landi undanfarandi ár. Dagurinn í dag, sunnudagurinn 29. febrúar er um all- an heim helgaður bamahjálp sameinuðu þjóðanna, og er vel til fallið að láta þann óvenjulega mánaðardag ýta við mönnum í þessu máli. 1 dag verour leitað til íslendinga eins og annarra, og er þess að vænta að árangur dagsins verði mikill. Ur öllum álfum heims mæna hungruð börn eftir hjálp og í dag gefst Islendingum tækifæri til að svara nokkrum jþeirra. Þar kastaði fll- þýðublaðið mörsiðrinu Margt hefur gerzt undanfarið sem valdið hefur þeim Alþýðu- blaðsmönnum sviða og gremju. Helzta ráð þeirra liefur þá ver- ið að skamma Dagsbrún, — Al- þýðublaðsmönnum er nefnilega mjög illa við Dagsbrún, því eng- ir hafa tekið eins litið mark á Alþýðublaðinu og Dagsbrímar- menn. Þrátt fyrir hina hörmu- legu reynzlu heldur Alþýðublað ið í gær áfram að birta „sigur- fréttir“! í þetta sinn frá Ólafs- firði. Þótt Alþýðublaðsmenn hafi fá tækifæri látið ónotuð til að auglýsa fávizku sína í málum verkalýðsins er of mikið að ætla þeim að þeir viti ekki betur um Ólafsfjörð. Það sem gerðist var i þetta: Fráfarandi stjórn í Ólags- fjarðarfélaginu lýsti því yfir í byrjun kosningar að engir hefðu kosningarrétt sem væri innan 16 ára. Hófst svo kosn- ing, sem stjórnin hafði umsjón með. Þegar talningu var lokið og sósíalisti liafði sigrað ])ótti stjórninni málið taka að vand- ast, greip hún til þess ráðs að J ógilda kosninguna á þeirri for- í sendu að einhvef innan 16 ára j myndi hafa greitt atkvæði — k icElkwrf'' oti ifeiáfei Jft vilfelfeðfelfefelfe sffl’sltsfe AÐALFUNDUR Farsæls Hofsósi Á aðalfundi verkamannafé- lagsins Farsæll á Hofsósi voru þessir menn kosnir í stjórn: Formaður: Kristján Ágústs- son. Varaformaður: Guðmund- ur Steinsson. Ritari: Björn Jónsson. Gjaldkeri: Jón Stefáns son. Meðstjórnandi: Bjöm Þor grímsson. ---★---- AÐALFUNDUR V erkamannaf élag Raufarhafnar Verkamannat'élag Raufarhafn ar hélt aðalfund sinn seint í jan. s.I. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Ölafur Ágústsson. en meðan þvælt var um þetta voru sendir út smalar til að ná í atkvæði. Var svo kosið að nýju og fékk þá samfylking stjórnarflokkanna 45 atkvæði en sameiningarmenn 44. Mir nú stjórnin ekki sein á sér að lýsa kosninguna lögmæta! Þetta er framhald á 7. síðu. Varaformaður: Ágúst Nikulás- son. Ritari: Lárus Guðmunds- son. Gjaldkeri: Stefán Guð- mundsson. Meðstjórnandi: Ein- ar Borgfjörð. ---★---- AÐALFUNDUR Varnar Bíldudal Verkalýðsfélagið Vörn á Bíldudai hélt aðalfurid sinn 22. þ. m. Þessir vcru kosnir í stjórn: Formaður: Ingimar Júlíus- son. Varaform., Guðmundur Árason. Ritari: Kristján Ás- geirsson. Gjaldkeri: Gunriar Valdimarsson. Meðstjómandi: Guðný S. Guðmundsdóttir. ---★---- ÍAÐ ALFUNDUR (V erkalýðsf élags Ólafsfjarðar Verkalýðsfélag Ólafsfjarðar hélt aðaifund sinn 22. þ. m. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Gunnar Steindórs son. Ritari: Georg Þorkelsson. Gjaldkeri: Sigurður Ringsted. Meðstjórnendur: Guðmundur Steinsson og Víglundur Niku- lásson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.