Þjóðviljinn - 14.03.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.03.1948, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. marz 194S. ÞJÓÐVILJINN é Á HVÍLDARDAGINN Eitt helzta verkefni dag- blaða ætti að vera að flytja glöggar og heiðarlegar frétt- ir, svo að lesendurnir geti gert sér skýra grein fýrir w burðum j.eim sem gerast og mesta athygli vekja. Að sjálf sögðu getur j)að oft komið fyrir að blöð birti rangar fréttir, en flest blöð sjá sóma sbm í því að leiðrétta þær og liafa það heldur er sannara reynist. Jafnframt meta biöð fréttirnar eftir afstöðu siuni í þjóðmálum, draga af þehn ályktanir, en sjálf fréttafrásögnin á að vera slík, að lesendurnir geti met- ið hana samkvannt einka- skoðunum sínum, og dregið af henni þær ályktanir sem þeim sjálfum sýnist. ★ Sé stsersta blað landsins, Morgunblaðið, skoðað í þessu ljósi kemur í ljós að það birt- ir svo að segja enga erlenda f-rétt; hinar svonefndu „frétt ir“ þess sem eru oftast á- lyktanir, áróður og sleggju- dómar. Fyrirsagnir þess eru oftast af þessari gerð: „Yfir gaugsstefna kommúnista ógn ar öllum heiminum“ og text- inn í samræmi \ það. Megin reglan er sú að hlífa Iesend- I unum við sjálfstæðri hugsun, tyggja allt ofan í þá, hirta þeim dóma Ivars Guðmunds- " sonar og hinna erlendu yfir- boðara lians í stað heiöar- legrar atburðafrásagnar. Með j>essu móti á að koma í veg fyrir j»að, að almenning- ur beiti þekkingu sinni og skynsemi, en láti sér í stað- inn megja þekkingu og skyn semi ívars Guðmundssonar; hann á að vera sá mikli spek ingur sem dregur ályktanir fyrir íslenzku þjóðina. ★ Sjaidan hefur þetta komið eins vel í ljós og' af „frétta- burði“ Morgimblaðsins frá Tékkóslóvakíu síðustu vik- urnar. „Fréttir“ þess blaðs hafa verið eitt samfellt ösk- ur, upphrópun á upphrópun ofan, dómur eftir dóm. Um sjálfa atburðarásina hafa les endurnir fengið næsta lítið að vita, en hitt hefur þeim verið sagt dag eftir dag að fólk þar eystra sé samsafn illmenna, fanta og fúlmenna og hvatir þess og áform af svívirðilegasta tagi. En inn- an um þennan fúkyrðaflaum hefur verið dreift örfáunt at- burðttfrásögnum, sem áttu að vera undirstaða hinna hörðu dónta. Séu þessar at- burðafrásagnir athugaðar kemur brátt í Ijós að þær eru að mjög verulegu le.vti al ger ósannindi, falsanir eða bleltkingar. ★ Dæmi um alger ósannindi: Morgunblaðið skýrði frá því að fimm tékkneskir stúdcnt- ar hefðu verið skotnir til bana á götu af lögregluþjón- tint og talaði í því sambandi urn réttarmorð og fleira þess legt. Dessi frétt var birt unt allan heim og er ekki sök Morgunblaðsins. En hún var einnig leiðrétt um allan heint — nema í Morgunblaðhiu. Það kont sem sé í ljós að enginn stúdent hafði verið skotinn til bana. Hins vegar hafði einn stúdent særzt á fæti í óeirðum sem urðu rnilli hóps stúdenta og lögreglu- þjóna fyrir utan bústað Ben- esar forseta. Má það að vísu kallast leiðhidaatburður en getur þó vart talizt til stórtíðinda, eins og' nú er á- statt í heiminum. Þessi lyga- frétt — sem Morgunblaðið sveikst vitandi vits um að leiðrétta — mim vera undir- staða hinna hvatvíslegu á- lyktana sem samþykktar hafa verið á tveim fundum og þeirra hörðu dóma sem Morgunblaðið fellir um „stúd entaofsóknir“ í Tékkóslóvak- íu. ★ Dæmi um auðsæilegar fals anir: Morgunblaðið skýrði frá því að ströng ritskoðun hefði verið sett á alla er- lenda fréttaritara í Tékkó- slóvaldu og öll skeyti þeirra yrðu að smjúga gegnum kommúnistísk nálaraugu. Seinna var „fréttinni" breytt þannig að fréttariturunum hefði \erið skipað að senda aðeins opinberár stjórnartil- kynningar. En allt til þessa hefur Morgunblaðið engu sið ur birt löng Reutereinka- skejii frá Prag sem sannar- lega eru engar opinberar til- kynningar, heldur mest megn is áróður, ályktanir og dóm- ar. Sé „fréttin“ um ritskoð- unina sönn, hljóta einka- skeytin að vera fölsuð frá rótum. Dæmi um blekkingar: Morgunblaðið heldúr því sein kunnugt er fram af miklu offorsi að Rússar standi á balc við j»að sem gerzt liefnr í Tékkóslóvakíu „og hafi j>eir einnig tekið að sér stjórn framkvæmdanna“ Litlar tilraunir eru gerðar til að styðja þennan sögu- burð líkum og j»ó var pauf- azt við j)að einu sinni á þessa leið: „Er á það bent í þessu sambandi, að Valerian Zorin, aðstoðarutanríkisráð- herra Rússa, hefur verið í Tékkóslóvakíu s. I. 1Ú daga — eða allt frá því að síjórn- arkreppan hófst, og hvarf ekki heimleiðis fyrv en í dag (laugardag).“ Zorin þessi, sem á að vera sönnunargagn ið um ágengni Bússa, var sem kunnugt er sendiherra Sovétríkjanna í TékkósJóvak- íu, þegar þessir atburðir gerð ust! Samkvæmt „l'i't'Uajsjon • ustu“ Morgunblaðsins uin al- burðina í Tékkóslóvakíu ætti j)á þarvist Péturs Bene- diktssonar sendiherra að vera sönnun þess að Islend- ingar ásundi íhlutun i mál- efni Tékka „og hafi j»eir einn ig tekið að sér stjórn fram- kvæmdanna.“! Og þannig mætti lengi telja. Sá snefill atburðafrá- sagnar sem finna má í Morg- unblaðinu innan um ópiii og öskrin hvílir á slíkum stoð- um sannleiksástar og heiðar- leika. Og sé litið yfir „frétta flutning“ Morgunblnðsins í heild og vinzaður frá áróður inn auk hinna lognu og föls- uðu frétta, verður næsta lít- ið eftir. Því sannleikurinn er sá að sjaldan áður munu stór- atburðir hafa gerzt á jafn á- rekstralítinn og stórslysalaus an liátt. Tékkar hafa stigið stórt skref í áttina til sósíal- isma og hefur það að sjáff- sögðu bitnað á auðstétt landsins og sérréttindum hennar, en sú þróun hefur orðið friðsamleg og næsta róleg, vegna þess hve alþýðu- samtökin eru sterk og sá meirililuti mikill scm að stjórninni stendur. ★ I j»jóðsögum er sagt frá því hvernig skessur tældu til sín mennska menn og reyndu að trylla þá. Sá verknaður fór þannig fram að skessurn ar orguðu í eyru liins ólán- sama og sviptu Jiann þannig vitinu. Urðu menn aldrei sam ir eftir slíkar aðfarir, þó þeir kæmust til manna, glötuðu jafuvel barnatrú sinni og kváðust trúa á „trunt, trunt og tröllin í íjöllunuin.“ Morg unblaðsmenn hegða sér eins og hinar illu skessui:. Þeir orga og æpa allt livað af tek ur í eyru lesenda sinna, rejma að svipta þá ráði og rænu, viti, jækkingu og dóm- greind. Tilgangurinn er sá, að þeir sem leggja við h!ust- ir verði aldrei samir eftir og játi jafnvel trú sína á trunt, trunt og bamlaríska dollara. qgpgr SKAK Ritstjóri Guðmundur Amlaugsson II .h-h-I-H. I 1 I H-i-H-i-H- •H-HftfH-H-i-H-H-H-H REYKJAVÍK—AKUREYRI J Loks hefur bætzt nýr þáttur í olckar fáskrúðuga skáklíí': Akur eyri hefur skorað á Reykjavík í kapptefli á tveimur borðum. Rétt er að geta þess strax vegna þeirra sem þreyttir cru orðnir á sívaxandi gríni og lirað skákaæði að liér er engin léttúð á ferðinni. Tveir traustir menn standa hvorum megin að hvorri skák og liai'a sólarhrings frest til umhugsimar og samráða um hvern leik. Má því gera ráð fyr- ir að skákirnar standi næstu tvo ti! fjóra mánuði. Leikirnir eru gerðir eyrum kunnir í útvarpi jafnóðum, og menn geta glöggv að sig á tafistöðunurn í gluggun u mhjá Val Norðdahl og í Sport vöruhúsinu. Sú hugsun hefur flogið að ýmsum að töflin í gluggunum séu til sölu, en það er misskilningur: töfl eru ekki til sölu á íslandi í dag og eng- inn veit hvenær þau verða það. Ýmsir lesendur skákdálkanna liafa beðið um að fá skákirnar birtar hér og er sjálfsagt að verða við þeirri bón. Á fyrra borðinu tefla Ásmund ur Ásgeirsson og Guðm. S. Guð mundsson fyrir hönd Reykjavík ur en á því siðara bræðurnir Áki og Sturla Péturssynir. Af hálfu Akureyringa tefla Jóhann SnoiTason og Jón Ingimarsson á síðara borðinu en Guðmundur Jónsson og Július Bogason á hinu. Júlíus varð skákmeistari Norðurlands í ár en Jóhann annar. Komnir em þessir leikir: Borð I, Ásmundur og Guðm. S. hvítt: 1. d2—d4 Rg8—f6 2. Rgl—f3 g7—g6 3. Rbl—d2 d7—d5 4. e2—e3 Bf8—-g7 5. Bfl—d3 0—0 6. 0—0 ðorö II, Jóhann Snorrason og Jón Ingimarsson hvítt: 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 Rb8—c6 3. Rgl—f3 c7—e6 4. Rbl—c3 Bf8—b4 5. a2—a3 Bb4xRc3f Skákþingið í Haag Þegar þessar línur eru ritaðar er fyrsta fjórðungi heimsmeist- arakeppninnar lokið. Standa leikar þannig er hver keppandi hefur teflt fjórar skákir: 1. Botvinnik 3 \A 2. Reshevsky 2Vé 3. -4. Keres og Smysloff 2 hvor 5. Euwe 0. Hilversum útvai-par fréttum frá keppninni rétt fyrir kl. 23 á hollenzku og kl. ca. 1.45 á ensku, bylgjulengdin er 32 m. Hollenzki skákmeistarinn Prins skýrir frá skákunum og einnig hafa verið viðtöl við keppend- urna. Þarna eru samankomnar ýmsar skákkempur og blaða- menn sem áhorfendur og lýsend ur þingsins. Meðal þeirra eru Tartakower og Wood, Flohr og Ragozin. Keppendur hafa teflt af geysi legri hörku. Af 10 skákurn hafa elcki nema tvær orðio jafntefii en það er alveg óvenjulega lít- ið. Mesta athygli vekur það live Euwe hefur brugðist vonum manna. Iiann er áreiðanlega miður sín. Prins sagði frá því að hann hefði verið búinn að ná yfirburðastöðu gegn Smysloff, en verið of óþolinmóður og fórn að til sóknar, reiknað vitlaust og tapað, og er það ólíkt Euwe. Margt fleira hefur borið til tíð- inda. Þannig munaði litlu að af- staða Botvinniks og Reshevsky snerist við, því að Reshevsky var með unnið tafl að kalla mátti gegn Botvinnik en lék af sér í tímahraki. Keppendurnir hafa 214 klukkustund á hverja 40 leiki en það svarar til 16 leikja á klukkustund. • Keres tefldi glæsilega vel gegn Smysloff og vann í 27- leikjum. Aftur á móti var hann liikandi og óákveðinn í skák- inni gegn Botvlnnik, er Prins kallaði „a mysterious game“. Hann hefur aldrei unnið skák af Botvinnik og Botvinnik hafði heldur aldrei unnið skák af Euwe fyrr en nú. Smysloff sem er yngstur kepp endanna og óreyndastur hefur staðið sig vonura betur. Að vísu var hann með næstum tapstöðu gegn Euwe en aftur á móti var hann nærri búinn að vinna Bot- vinnik. Smysloff er fæddur 1921. Fao ir hans var verkfræðingur, góð ur skákmaður. Hann dó í heim- styrjöldinni. Smysloff lærði að tefla 6 ára gamall og tók skjót- um framförum. 1937 komst hann í meistaraflokk og ári síðar tók hann fyrsta sinni þátt í skákþingi Moskvu og vann sigur. Þá varð öllum ljóst að hér var mikið skákmannsefni á ferðinni. 1944 tók Smysloff þátt í skákþingi Sovétríkjanna. Hann byrjaði glæsilega,' hlaut 6V2 vinning úr 7 fyrstu umferð- Framhald á 7. síðu KVIKíftYHWR Austurbæ jarbíó: Sagan af Ziggy Brennan Sagan fjallar um vandræða- fólk, konur, karla og börn. Upp eldi stúlkunnar Ziggy er hagað á þann veg að hún verði sem á- gætust vændiskona. Móðir henu ar er ágætur kennari, og nem- andinn tekur viðfangsefnið föst um tökum, sækist námið vel, og kemst snemma í fyrirmynd- ar glæpafélagsskap. En þá kemur mórallinn til sög'unnar í gerfi leiðindaskarfs ofan úr sveit. Ziggy giftist honum og verður þunguð. Sveitamaðurinn fer í stríðið og fellur þegar í stað, áhorfendum til mikillar gleði. Síðan hallar undan fæti, og allt verður átakanlegra, en myndinni líkur þó á því að vandræðafólkið byrjar nýtt og betra líf, og leggur fyrir sig barnauppeldi á kristilegan hátt. Eins og sjá má er hoðskaii- ur myndarinnar siðferðilegS eðlis, en hann missir alvcg marks. Persónurnar cru ósann- | ar, og hegðun þeirra með þeint I ólíkindum, að úr þessu v.erðmj Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.