Þjóðviljinn - 17.07.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.07.1948, Blaðsíða 6
ÞJÓSVIL JINN Laugardagur 17. júli 1945. 21. Falsarar söoannar (Sögulegt yíirlit) blaðinu „Ce Soir“ sumarið 1939. Það væri aðeins ein skýr- íng á því, hvernig samkomulagsumleitanir Breta og JFrakka við Sovétríkin væru dregnar á langinn, sagði hann: „Neville Chamberlain, Halifa.v og'John Simon kæra sig alls ekki um að neinir samningar náist við Sovétríkin". Skiljanlegt er að það sem var augljóst fyrir Lloyd George ~var jafnaugljöst valdamönnvm Hitlers-Þýzkalands, er skildu fullvel að Vesturveldin ætluðu sér ekki að gera neitt samkomulag við Sovétrikin, heldur stefndu að allt öðru markmiði. Ætlun þeirra var að fá Hitler til að hraða árásinni á Sovétríkin með þvi að bjóða honum eins og : -verðlaunaskyni að koma Sovétríkjunum í hina erfiðustú aðstöðu ef til stríðs við Þýzkaland kæmi. Vesturveldin héldu áfram að draga samningsumleitan- irnar við Sovétríkin endalausc á langinn, og reyndu að drekkja aðalmálinu í sæg af minniháttar breytingartillög- um og gagntillögum. 1 hvert skipti sem koVn að áþreif- aniegum skuldbindingarákvæðum, tóku fulltrúar Vestur- veldanna á sig undrunarsvip og þóttust ekki skilja upp né niður. Þegar leið að maílokum, báru Bretland og Fralckland fram nýjar tillögur, sem voru heldur til bóta frá fyrri tillögunum, en sem enn komu ekki nærri jafn mikilvægu máli fyrir Sovétríkin og ábyrgð á Eystrasaltsríkjunum jmemur, er land áttu að Sovétr;kjunum norðvestanverðum. Þannig héldu stjórnir Bretlands og Frakklands fast við fyrri stefnu, enda þótt þeir létust slaka til vegna þunga almenningsálitsins heima fyrir og hengdu í tillögur sín- ar fyrirvara, sem þeir vissu að hlutu að gera þær óað- gengilegar fyrir Sovétríkin. Framkoma brezku og fönsku fulltrúanna í samkomu lagsumleitunum í Moskvu var svo óþolandi að V. M. Molotoff lýsti yfir 27. maí 1939 við brezka sendiherrann Seeds og setta franska sendiherrann Payard, að uppkast "þeirra um sameiginlegar gagnaðgerðir við friðrofi Evrópu fæli ekki í sér neina áætlun um skipulagningu gagnkvæmrar áðstoðar Sovétrikjanna, Bretlands og Frakklands og það benti hvergi til þess að ríkisstjórnum Bretlands og Frakklands væri það nokkurt áhugamál að gera slíkan samning við Sovétríkin. Því var ennfremur skýrt yfir lýst, að brezk-frönsku tillögurnar vektu ekkí þá hugmynd að Bretlandi og Frakklandi væru samninga- umleitanir meira áhugamál en samningurinn sjálfur. Ve’. gæti verið að samningsumleitar.ir þessar væru Bretum og Frökkum þarflegur í einhverju eiginhagsmunaskyni. Hver tilgangurinn vséri vissi sovétstjórnin ekki. En sovétstjórn- inni væri ekkert áhugamál að talað vær um sáttmála, held- ur skipulagning gagnkvæmrar aðstoðar Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands gegn friðrofi í Evrópu. Fulltrúar Bretlands og Frakklands voru varaðir'við því að Sovét ríkin ætluðu sér ekki að taka þátt í samniíigaumleitunum er miðuðu að einh.verju er savétstjóniinnni væri ókunn- ugt um, og gætu ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands fundíð hæfari félaga til slíkra viðræðna én sovétstjórnina. Samningaumleitanirnar í Moskva'drógust endalaust‘á Janginn. Londonarblaðið Times glopraði út ’ástæðunnni fyrir þessum ófyrirgefanlega dræiti er það lét svo um- mælt: „Afdráttarlaust og sterkt-baridalag við Sovétrikin kynni að spilla fyrir öðrum samningum". ,,Times“ .var a.ugsýnilega að ympra á samníngaumieitunum sem brezki utanríkisráðherrann-, Robert Hudson, átti þá í við efna- Louis Mr&mfield 21. DAGUE STUNÐIR. sleikjur og meira að segja auðvirðilegar heldn- mannasleikjur. Það var úpp með sér af því að þekkja frú Towner og véra gestir á heimili hennar í Park Avenue. Þetta vissu allir nema Fanney. Hann fór að tala við sjálfan sig upphátt, fannst hann vera glæsilegur og snjall, fullur af viti og heilbrigðri skynsemi. Upphátt sagði hann: „Það versta er að flestir þeirra eru jafn sóðalegir inn- vortis og útvortis. Af hverju fá, þeir sér ekki heil- brigoa kynferðisútrás í ,’taðinn fyrir að vera alltaf að tala um þessi auðvirðilegu ástarævintýri sín ? Eg kæri mig ekkert um að heyrg um þau.“ ' Hann sagði við sjálfan sig að þeir væru í slag- togi við ömurlegustu kvinnur, glamrandi af ómerki- legum skartgripum, og segðu manni síðan frá öllu saman, eins og manni væri ekki fjandans sama hvað fyrir þau bæri. Sumar af veizlum Fanneyjar minntu hann á þvottasnúi-ur fullar af illa þvegnu líni sem blakti í vindinum. Þetta var hálfbakað, annars flokks fólk, og Fanney iiélt að það væri allt glæsi- legt og gáfað. Nú, ef til vill var einn af fimmtíu einhvers virði, en hinir fjörutíuogníu voru litilmót- legt pakk, eða ef til vill var hann ekki nógu greind- ur sjálfur til að skilja vitsmuni þess. Við hverju var að búast 'þegar konan manns hafði mætur á þess- háttar lífi, en maður Jiafði sjálfur mætur á hest- um......og .... fögru kvenfólki ef til vill um of ? Við St. Thomas hornið fór hann gætilega yfir götuna og tók óljóst eftir því að snjórinn var þegar kominn í háar hrannir við fagrar kirkjudyrnar. Hann staulaðist áfram og hélt áfram að spyrja sig hvað hefði komið fyrir Fanneyju. Hún var ekki svona þegar þau giftust. Hún var ekki einu sinni orðin svona fyrir fáein\im árum þegar hún var komin yfir þrítugs aldur og hefði átt að fara að stillast. Það var ekki fyrr en upp á síðkastið að hún fór að tala um hve líf hennar væri innihalds- laust, eins og tvö börn og eiginmaður og allir vinir hennar meðal góðs, menntaðs fólks ættu ekki að nægja til að fylla líf hennar. I miðjum hugsunum hans hrópaði einhver ein- hversstaðar: „Halló, Jim'“ Hann sneri sér við en sá engan, og svo kom hann óljóst auga á-mann hand- an við götuna sem gekk hratt í öfuga átt. Hann reyndi dauflega að þekkja hann en mistókst vegna fannkomunnar og sneri sér hægt við og hélt áfram leiðar sinnar. - Þau Fanney yrðu að tengjast nánari böndum éftir- leiðis, hvað svo.sem fyrir bæri, annars myndu þau bæði fara til fjandans, aðeins vegna þess að hún var að nálgast fer-tugsaldur og fannst hún verða að láta' hendur standa fram úr ermum, Nú þegar virt- ist hún ekkert tillit taka til þess hvað fólk segði eða'hugsaði um hana. Maðurinn sem hafði kallað til hans, hver svo sem það var haffii ver-ið, myndi sennilega ganga uni á morgun og segja: „Það er leiðinlegt með hann Jim Tovvner. Eg sá ha.nn aftur í gærkvöld, keng- fullan.“ Hann sagði við sjálfan sig að hann vært í raun og veru ekki drukkinn. En það var ein- kennilegt hvernig gróusögurnar gátu breiðzt út uni jafn stóra borg og New Ýork. Samt hafði énginn heyrt um Rósu. Hann hafði ástæðu til að vera þakklátur fyrir það. Rósa var góð stúlka. Hún kunni að gera mann hamingjusaman, og atlot henn- ar voru liið eðlilegasta í'yrirbæri lifsins. Hún hag- aði sér ekki eins og Fanney, eins og það væri eitt- hvað að skammast sín fyrir. Hann hægði á sér og einblíndi á framhliðar brúnna steinhúsanna sem stóðu hlið við hlið og hurfu ; fjarska í snjóbylnum, öll nákvæmlega, óumbreyti- lega eins i útliti. Hann fór hikandi fram hjá eiiia á fætur öðru, þar til hann kom að húsi, þar sem í glugga stóð skilti: MADAME ELLINE, TIZKU- VERZLUN. Hann vék af inn í anddyrið. Nú þurfti hann á nýjum sjússi að halda. Hann hringdi dyrabjöllunni og beið, en enginn svaraði, og þar sem hann stóð og hallaði sér að iiuiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiJiJiiiiiiimiiiiiitiiiiiiiiiiiimnjiu iiiijiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiimuii Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE - — D A V ! Ð Hann leit kringum sig dapur og ráð- þrota. Ómögulegt að leyna drápinu. Hann gat ekki komið skrokknum undan hjálparlaust. Og þá myndu aðrir þvaðra frá því. Alls staðar höfðu þeir eyrun og augun, skógarverðir konungsins. Hvergi væri hann óhultur, nema í skóg' inum. Sherwoodsskógur var athvarf hins. fátæka.. Um það gengu sögur, að hann væri fullur af útlögum:. gömlum her- mönnum, sem hvergi hefðu herþjónustu lengur, kvaðabændum, 'sem strokið hefðu undan okinu, og mönnum sem eitt- hvað hefðu brotið í bága -við lagastaf-; inn. — í stuttu máli, skógurinn átti að vera fullur af mestu svakámennum, sem frekar væru vísir til að stýfa af honum höfuðið en að taka hann í hópinn senr félaga. Hrói höttur einn var á aðra lund. Tæk- ist honum aðeins að komast á hans fund. og ganga í þjónustu hans, komast í flokk. hans, flokkinn, sem þorpsbúar töluðu- um með aðdáun, en þó í hálfum hljóðum og með fullri varfærni...... Dikon varð litið til skógarins. Þai’na stóð hann dulárfullur og óaðlaðandi, svo. myrkur til að sjá, og staldí í stúf við akrana í silfurbirtu turiglsins. Þarna áttu úlfar heima, villigeltir og varasamir menn. Einhversstaðar jþarna var Hrót höttur, ef hann á annað borð lifðiænn. Én hitt, að finna hann í þessu skógár- flæmi og lyngflákum, .virtist litlu auð- veldara en að ieita að saumnál í -heýr sátu. • - - ... ... :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.