Þjóðviljinn - 28.07.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 28. júlí 1948« ÞJÓÐVILJINN arvii 19 Bandartkjamenn neita að fara eftir íslenzkum kjarasamningum — Telur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags ICeflavskur sig umbjóðanda ís- lenzkra verkamanna eða erlendra atvinnurekenda? M.H.K.C.B.Co., og hafði því ekkj sömu hagsmuna að gæta og verkamenn og þrátt fyrir það að hann er Sjálfstæðismaður þá tók hann mjög einarða afstöðu með verkamönnum og var þeim að öl!u því liði sem hann mátti við koma. Hann er sá eini verk- stjóri úr hópi Sjálfstæðismanna sem ég þekki, sem orðið hefur - sér til sæmdar en ekki vansæmd ar í kjaradeilu verkamanna. A i'undi þeim sem sósíalistafélögin í Keflavík og Njarðvík héldu með þeim Helga Sæmundssyni og Friðfinni Ölafssyni upp- lýsti Sigurður Brynjólfsson að á Kellavíkurflugvelli væru gild- andi samningar brotnir á verkamönnum þeim er þar vinna. I tilefni af þeim upplýsingum átti Þjóðviljinn viðtal það við Sigurð Brynjólfsson sem hér fer á eftir: — Þú lofaðir í lok fundarins að segja Þjóðviljanum nánar frá viðskipum Verkalýðs- og sjó mannafélags KeflaVíkur og hinna erlendu atvinnurekenda á Keflavíkurflugvelli. — Já, ég mun hafa dregizt ó það. Enda þótt ég eigi e. t. v. á hættu að verða ákærður og sekur fundinn um „óameríska" starfsemi, því erfitt er að átta sig á hvort þar eru hærra skrif uð íslenzk lög eða amerísk. — Nær það líka til verkalýðs- mála? ■— Ekki er annað sjáanlegt, eftir þeim staðreyndum sem fyr ir hendi eru. Annars er Þjóð- viljanum ekki með öllu ókunn- ugt um þetta mál, því í jan. s.l. — ef ég man rétt, birti hann ítarlega frásögn af kjaradeilu verkamanna þeirra sem vinna hjá Metcalfe Hamilton Kansas City Bridge Co. og þeim órétti sem þeir voru beittir. — Ma.n ég það, en ég hélt að viðunandi lausn hefði þá feng- izt á því máli og ekki verið fyrr við það skilið. — Það virðist að slíkt hefði verið eðlilegast, en útkoman varð samt önnur. Grein Þjóðvilj ans vakti feikilega reiði lijá for manni verkalýðsfélagsins og nokkurra annarra fylgifiska ha.ns sem þyngst eru haldnir af ameríkusýkinni. Eg var af þeim talinn hafa skrifað greinina og skammaður fyrir það á fundi og aðfinnslurnar taldar til stór- syndar, án þess þó að borið væri á móti því að rétt væri frá skýrt. — Einkennileg afstaða það. Hvernig stóð á lienni? — Það væri’ eðlilegt að þú spyrðir, ef þú þekktir ekki krat- ana okkar nú til dags. En get- urðu bent mér á nokkurt dænu þess frá síðari árum að sá flokk ur eða handbendi hans hafi tek- íð upp hanzkann fyrir verkalýð- inn í liagsmunabaráttu hans, jafnvel þó ekki væri til annars en halda þeim kjarabótum er áður höfðu náðst? — Ekki treysti ég mér til þess. \ — Eg bjóst tæpast við því, og enginn verkamaður sem ég þékki getur bent mér á slíkt dæmi frá síðari árum, því mið- Taldi sér ekki skylt að fara eftir íslenzkum samningum -— Um hvað er aðallega deiltn —Aðallega um að gildandi kjarasamningi sé fylgt. Dagsbrúnarkauptaxti er greiddur en ýmis kjaraákvæöi sem bæði eru i samningi Dags- brúnar og samningi Verklýðs- félags Keflavíkur eru brotin. Á s.I. liausti þegar vinna hófst hjá M.H.K.C.B. Co. kom það í ljós að félagið taldi sér ekki skylt að fara eftir íslenzkum samningum við verkamenn og var trésmiðum úr Reykja.víi; boðið að vinna eftir amerískun taxta og kjarasamningi Þar mælti m. a. svo fyrir áð fyrstu 40 vinnustundir hverrar vikn skyldu reiknast dagvinna, án tillits til þess á hvaða tíma þær væru unnar, en afgangurinn eft- irvinna. Trésmiðir vildu ekki lilíta þessu fyrirkomulagi, töldu sig ekki hafa heimild til þess gagnvart samnngum sínum og mun lítið sem ekkert hafa verið unnið með þessu fyrirkomulagi. — Kaffitímar voru engir við- urkenndir, en verkamenn máttu skjótast inn í skúr, en þó ekki samtímis né taka til þess ákveð- inn tíma. Verkamenn voru flutt ir til vinnu í sinum tíma og var þeim er í Keflavík búa tjáð að þeir yrðu að vera mættir á á- kvörðunarstað kl. 7,30, en vinna skyldi hefjast kl. 8. Engir. greiðsla kom fyrir þenna hálf- tfma. Alllangt er frá sunium vinnustöðvum til matreiðsluskál ans og eru menn fluttir þangað í sínum tíma aðra leiðina og éi ævinlega ætlaður nokkuð lengr; tími til þess að komast til vinnu frá mat,.en úr vinnu til matar. Hefur ríkisstjómin samið rntt bandarískar vinmsreglur? Ef verkamaður slasast við vinnu svo hann er frá verki fær hann engin laun þá da.jgi sem hann er frá verki. Megn óreiða var á launa- og orlofsgreiðslu og nær ómögu- legt að fá nokkra leiðréttingu cf um vangreiðslu var að ræða eða ofreiknaða kostnaðarliði svj sem fæði o. fl. Fcngu menu venjulega þau svör að allt slíkt þyrfti að athugast og útkjlást í Ameríku og tæki mjög langan tíma, enda varð árangurinn vénjulega enginn. Hinir bandarísku yfirmenn voru ófáanlegir til að taka upp ísl. vinnufyrirkomulag og kváó- ust enga heimild hafa til þess þar eð þeir ynnu í þágu Banda- ríkjastjórnar og Agnar Kofoed Hansen, flugvallastjóri ríkisins væri búinn að senija eftir fyrir- mælum ísl. ríkisstjórnarinnar um að á flugvellinum væri unnið eftir bandarískum vinnureglum. Einn af verkstjórum félags- ins, John Turner að nafni, skýrði mér frá því snemma i vetur að þessi samningur væil til og kvað þýðingarlaust fyrir verkamenn þá er í flugvellinum ýrinu að ætla sér að fá þeim regl um breytt er þá giltu, þar eð eftir þessum samningi myndi undantekningarlaust verða far- ið . Annaðhvort heíur hann — í októbermán. var Ragnar Guðleifsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur farinn að ráða verka og iðnaðarmenn frá Keflavík og Njarðvík til starfa á flugvellin- um hjá M.H.K.C.B.Co., eftir beiðni frá skrifstofu flugvalla- stjóra Tæpast er hægt að væna hann um þá glópsku að hafa ráðið mennina án þess að spyrjast fy^ ir um kaup þeirra og kjör. Þr er ekki nema um tvennt að ræða: annaðhvort hefur hann fengið rangar upplýsingar urn þetta atriði hjá skrí^fstofu flug- vallastjóra, — eða hann hefur ekki látið sig það neinu skipta þótt kjarasamningar þess félágs sem hann er formaður fyrir, væi’i brotinn. Ekki mun þó hafa liðið langur timi þar til hcmura, í persónuiegum samtölum, var skýrt frá óreiðu þeirri er þarna ríkti. En það var fyrir daufum e'yrum taláð og ekki skipti for- maður sér af því sem fram fór. Venkamemt boða for- maiminn til fundar Verkamenn sáu að við svo búið mátti ekki standa og sneru sér til skrifstofu flugvalla- stjóra. Árangurinn varð sá að eftir áramótin var ísl. maður, Guðmundur Kristmundsson, sendur til starfa í skrifstofu félagsins og skyldi hann annast útborganir launa og innheimta vangoldið" kaupgjald er menn áttu hjá félaginu. Til hans átti og að snúa sér með kvartamr þær er fram komu o. fl. fyrir- greiðslur. Ley«ti Guðmundu'.’ starf sitt ,af hendi með hinr.i mestu prýði og skipti m’jög til batnaðar við komu hans. Þegar sýnt þótti að vinnufyr- irkomulagi yrði ekki breytt og formaður Verkalýðsfélagsins ætlaði ekki að láta þessi mál frekar til sín taka, j)á boðuðtt verkamenn til fundar og buðu stjórn Verkalýðsfélagsins á liann. Fundur þessi var haldinn 8. des. s.l. Formaður mætti á fundinum og þóttist þá öllum málum ókunn- itgur. Voru honum þar gefnar skriflegar upplýsingar um það er brotið var ög falið, ásamt tvcim mönnum er á vellinum unnu, að fá leiðréttingu þessara mála. Menn þessir skrifuðu M.H.K.C.B.Co. bréf þann 12. des. þar sem fél. voru tjáðai umkVartanir verkamanna. Bréf- ið var svo sent til skrifstoíu flugvallastjóra og þaðan ti! M.H.K.C.B.Co., og var þá kom- inn 29. des. Voru það untantehning- arlaust kratar — — Hvað dvaldi bréfið svo lengi? — Það höfum við aldrei feng- ið að vita. En nú fór að bera á nokkru nýju. Áróður var hafinn fyrir því að þetta væri svo sem allt í lagi og ekki um neitt a5 kvarta. Hér væru „kommúnist- ar‘‘ að verki í þeim tilgangi að afflyija málstað U.S.A. og starf semi þeirra í landinu. Voru það undantekningarlaust kratar sem að þessari þokkalegu iðju stóðu, og þótti þá svo mikils við þurfa að formaður fél., — sem þó er vanari því að láta þægustu flokksmönnum sínum róginn eft ir; en njóta ávaxtanna sjálfur ef einhverjir eru -— kom nú sjálfur fram í dagsljósið og lýsti yfir þvi að það væri aðeins Sigurður Brynjólfsson og 1—2 menn með lionum sem þarna væru að æsa upp til tilefms- lausrar óánægju, aðrir væru á- nægðir. Svo langt gekk þessi rógur og skemmdarstarfsemi form. að hann hélt þessu fram við einn af verkstjórum féiagr ins, Stíg Guðbrandsson, í á- heyrn þriggja yfirmanna M.H.K.C.B.Co. eftir því se;n Stígur skýrði frá á fundi vérka manna í janúar s.l., og lét Ragr,- ar því ómótmælt. Úr því að ég minntist á Stíg Guðbrandsson hér þá er rétt að geta þess að þrátt fyrir það að hann var verkstjóri hjá Vísaði Sll sammngs j ríkisstjórnarinnar 1 — Hvað gerðist svo ? —Þegar leið fram í janúar; án þess að nokkuð frekar væti að gert boðuðu verkamenn aft- ur til fundar með stjórn Verka- lýðsfélagsins. Nokkrir verka- menn óskuðu eftir að Alþýðu- samband íslands sendi mann á fund þenna og kom Eðvarð Sig- urðsson á fundinn. Formaður skýrði þar frá því að svar hefði borizt frá M.H.K.C.B.Co. við bréfi því sem stjórn Verkalýðsfél. hafði sent. Ekki var bréf þetta samt sent til Verkalýðsfél., heldur til flug . vallastjóra ríkisins. Flugvallastjóri hafi svo boö< að stjórnina til viðtals og skýrt fyrir henni efni bréfsins. Skýrði formaður svo frá að efni bréfs ins hafi verið á þá leið að . M.H.K.C.B.Co. teldi sig ekki geta breytt neitt frá því sem nú væri þar scm um allt slíkt hefði verið samið' milli ríldsstjórna Bandaríkjanna og íslamls. Samt; hafði flugvallai-stjóri boðizt tii að ræða þetta mál við M.H.K.C.B.Co. Frá Heródesi til Pilatusar Var afstaða formanns öll hirt kratalegasta. Kvaðst hann eng- an tíma hafa til þess að sitja ú. fundi, verða að fara til Reykja víkur hið bráðasta (kí. var þá 7 en kl. 9 var hann enn ófaiv inn). Fundarmenn hvöttu til ]iesa að djarflega yrði haldið á mál- stað þeirra og bót ráðin á því sem í ólagi var, að einum krata undanskildum, sem ekki vildi leggja út í deilu við liina erlendu atvinnurekendur og taldi það helzt sínu máli til stuðnings að þeir gæfu okkur molakaffi tvisy ar á dag!! Þegar ég bepti formanni á að ekki litist mér siguryænlega á þá afgreiðslu: að formaður sendi bréf til skrifstofu flug- val^astjóra; flugvallastj. sendi það til M.H.K.C.B.Co.; M.H.K.C.B.Co. svaraði flug- vallastjóra á þá leið að málið kæmi sér ekki við og flugvalla- stjóri byði form. Verkalýðsféí, að súna sér aftur til M.H.K.C.B, Co., eftir það svar að það væri ekki réttur aðili að málinu. t Varð formaður þá ókvæða viS af reiði og sleit fundi, en krats sá er vildi selja samningsbuadiu réttindi félagsins fyrir mola- kaffi tvisvar á dag hrópaði að mér hótanir um refsiaðgerðir fyrir afstöðu mína ti! málsina Framliald á 7. siðfj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.