Þjóðviljinn - 28.07.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1948, Blaðsíða 4
 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. júlí 1948. -*3 þlÓÐyiLIIHN Ctgefandl: Sameiningarflokkur alpýðu — SósíalistaflokkurinD Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. Blaðam.: Ari Kérason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. ! Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Láusasöluverð 50 aur. eint. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðia. Skóiavörðu- Rrentsmiðja Þjóðvlljans h. f. Sósialistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) „Víðsýni og hjálpfýsi“ Alþýðublaðið skrifar í gær mjög fagurlega um Marshall- áætlunina, hún ber vott um „víðsýni“ og „hjálpfýsi" og „sam- ábyrgðarhug“, segir blaðið, og er „einstæður viðburður í ver- aldarsögunni hingað til“. Er engu likara en Stefán Péturssón sé kominn í bróðurlega samkeppni við Bjarna Benediktsson um Ijúfmæli, en sá síðarnefndi kallaði Marshall-hjálpina „aldahvörf til góðs“ sem alkunnugt er. Tilefni þessa mjúka tungutaks Al- þýðublaðsritstjórans, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir annað en geðprýði, er það að Þjóðviljinn benti á það á sunnu- daginn, að íslendingar hefðu verið neyddir til að taka 15 millj. króna Marshall-lán, enda þótt þeir hefðu viljað fá venjulegt lán með almennum kapitalistakjörum, og væri það óvenjulegur og nýstárlegur ,,samábyrgðarhugur“ áð neyða hjálp upp á þjóðLr sem vildu fyrir alla muni losna við hana. Þetta er „fíflslegur málflutningur", segir Stefán Pétursson, „þvert á móti leituðum við sjálfir eftir láninu vestan hafs, að veittri heimild alþingis til þess síðast liðinn vetur.“ Við skulum athuga þessa staðhæfingu ritstjórans í Ijósi stað- xeyndanna. Þegar lántökuheimildin var samþykkt á Alþingi var það tekið fram skýrt og skorinort af öllum aðilum að lieimildin næði aðeins til venjulegs láns með venjulegum skilyrðum, en ekki til Marshall-láns. I efri deild hafði Hermann Jónasson framsögu um þetta mál fyrir hönd fjárhagsnefndar og tók þetta fram mjög skilmerkilega og bætti því við að þessa heimild gæti ríkis- etjórnin ekki notað til neins annars en venjulegs láns. Til frekari áréttingar bað Brynjólfur Bjarnason Jóhann Þorkel Jósefsson fjármálaráðherra að lýsa yfir því opinberlega að ríkisstjórnin myndi ekki nota heimildina til þess að taka lán með óvenjulegum -fikilyrðum, svo sem Marshall-lán, og gerði fjármálaráðharrann það mjög greiðlega. Sama sagan endurtók tig í neðri deild, að því undanskildu að þar lét fjárhagsnefnd sér ekki nægja að láta formann sinn lýsa yfir skilmálum sínum í framsöguræðu, heldur felldi þá inn í sjálft nefndarálitið, og skrifuðu allir nefndarmenn undir það, að heimildin næði ekki til Marshall-lántöku. Einnig í neðri deild kom fjármálaráðherra með samskonar yfirlýsingu. Þær yfirlýsingar sem ríkisstjómin hefur sent frá sér síðar um þessa lántöku eru einnig í beinu áframhaldi af þessum á- kvörðunum Alþingis. Þegar Poul Hoffman, forstjóri Marshall- áætluninnar, lýsti yfir því opinberlega að Island hefði fengið 15 millj. kr. Marshall-lán, rauk ríkisstjórnin upp til handa og fóta og kvaðst ekki hafa tekið lánið enn, vegna þess að ekki hefði gengið saman um skilyrði, þ.e.a.s. vegna þess að hún hefði ekki heimild Alþingis til slíkrar lántöku. Þegar ríkisstjómin guggnaði fiíðan og tók lánið í algeru heimildarloysi og braut því gefin heit afsakaði hún sig með því að ætlunin hafi að sjálfsögðu verið að taka lánið „sem venjulegt viðskiptalán án atbeina bandarískra stjórnarvalda. Sú raun varð á að lánið var ófáanlcgt með þessum hætti og fékkst aðeins f.vrir atbeina stofnunarinnar til viðreisnar Evrópu.“ Ríkisstjórnin telur sig sem sé ekki hafa átt annars kost, hún hafi verið neydd til að taka Marshall-lán, þótt hún hafi ætlað sér að taka „venjulegt viðskiptalán". Ritstjóri Alþýðublaðsins er þannig enn einu sinni staðinn að því að fara með alger ósannindi. Ríkisstjórnin hafði enga heimild til Marshall-lántöku og „leitaði ekki eftir henni“ að eigin sögn. Hinsvegar voru Bandaríkjamenn svo „víðsýnír" og „hjálpfúsir". að þeir neyddu okkur til að þiggja ,,hjálp“ sína. Hitt er annað mál, hvort ríkisstjórninni hefur verið sú ,,hjálp“ óljúf, að minnsta kosti hafði hún hvorki framtak í sér til að leita til al- (þjóðabankans eða Sviss, og eru þó taldir góðir lántökumöguleik- á báðum stöðunum. Hvernig yrði þeim innan brjósts? Stundum velti ég því fyrir mér, hvernig ritstjórum sumn borgarablaðanna yrði innan - brjósts ef þeim gæfist kostur á að lesa þau málskjöl sögunnar, sem lögð verða fram, þegar kyn slóðir komandi tíma eiga að dæma umpersónur þeirra og at- ferli allt. — Tökum til dæm’.s ritstjóra Morgunblaðsins. Þar munu komandi kynslóðir dæma mann, sem valdi sér snemma það starf að vera and- stæðingur alls hins vinnandi fjölda, lá í launsátri, hvenær sem alþýðan hóf sókn upp bratt ann til betri lífskjara, ötull soi- dát í áróðurssveit yfirstéttarinn ar, ávallt reiðubúinn að vega til mótstöðumanna með saurugu sverði blekkinga og rógs. ★ ilmannlegri. Ekkert tilefni var svo auðvirðilegt, að hann reyndi ekki að nota það til hins svívirði legasta rógs um andstæðinga sína. Hið sauruga sverð hans varð sífellt saurugra. í fám orðum Málskjöl sögunnar um þenn- an mann munu í fám orðum hljóða þannig: Maðurinn, sem notaði líf sitt til að berjast gegn hagsmunum hins vinnandi fjölda; maðurinn, sem var fús til að farga fullveldi þjóðar sinnar, ef erlent herveldi taldi sér hag í þvi; maðurinn, sem notaði þær bardagaaðferðir, er einna lítilmannlegastar hafa orðið í íslenzkum stjórnmálum; maðurinn, sem sameinaði í per- sónu sinni alla spillingu hrörn- andi þjóðfélagsafla; sá maður var Valtýr Stefánsson. Þegar hann átti um tvennt að velja ★ Þegar erlent herveldi lét i ljós ágirnd sína á því landi, sem þjóð þessa manns hafði lært að elska svo mikið, að sú ást var henni sjálft lífið, þá átti hann um tvennt að velja: Annarsveg- ar stóð hið volduga herveldi og spurði, hvort hann vildi ganga á mála hjá sér við framkvæmd þeirra áforma að breyta landinu í herstöð. Hinsvegar stóð hin fá- menna þjóð hans með nýfengið fullveldi, árangurinn af óeigin- gjarnri baráttu beztu sona sinna og gleði hennar yfir því var jafn björt eins og skinandi fannirnar á tindum hinna ís- lenzku jökla. — Þessi maður skipaði sér til fylgis við liinn volduga, — sveik málstað þjóð- ar sinnar og hóf um leið bar- áttuna til að veikja viðnáms- þrótt hennar, blekkja hana, spilla öllum þeim eðlisverðmæt- um, sem höfðu veitt henni þrócf til að vera þjóð, og fá hana þannig til að sætta sig við hlut- skipti sitt. -—- Það hafði borið skugga á hina íslenzku jökla. ¥• ■'Sí'ö'- — Enn var leitað til hans Þegar svo hið erlenda her- veldii tók enn að færa sig upp á skaftið og hugðist með brögð- um slá eign sinni á íslenzkar auðlindir, þá leitaði það sem fyrr til Morgunblaðsmannsins og þeirra siðsplltu afla, sem hann var fulltrúi fyrir, og bað um liðveizlu. Og ekki stóð 4 Morgunblaðsmanninum. Þegar í stað hóf hann blekkingabarátt- una fyrir málstað hins volduga gegn málstað hinnar fámennu þjóðar sinnar. Henni skyldi tai- in trú um, að íslenzku atvinnu- lífi yrði þannig bezt borgið, að erlendir auðjöfrar hefðu úrslita- vaid um stjórn þess. — Og jafn- framt því sem hann sökk dýpra og dýpra í fen spillingarinnar, urðu baráttuaðferðir hans æ lít 1 gær kom brezka oliuskipið British Drummer með oliu í Skerja fjörð. Norski hvalfangarinn „Hval- ur 1“ kom snöggvast inn á höfn- ina til að láta i land veikan mann en fór strax aftur. — Helgafeli kom i fyrrakvöld frá Þýzkalandi. Auk þessa voru hér í gær: Horsa, Westhorn og Þyrill. Isfisksalan Þegar blaðið átti tal við skrif- stofu Fiskifélagsins í gær höfðu engin íslenzk skip selt í Þýzka- landi né Englandi siðan Akurey seldi i fyrradag 211,2 tonn. RfKISSKIP: Hekla fór frá Fáskrúðsfirði ki. 1 í gærmorgun á norðurleið. Esja fór frá Reykjavik kl. 24,00 í fyrra- kvöld til Glasgow. Súðin var a Isafirði kl. 10 í gærmorgun. Herðu- breið fór frá Hornafirði í gær- morgun kl. 10 á suðurleið. Skjald- breið fór héðan kl. 20 í gærkvöld á Húnaflóahafnir. Þyrill er í Reykja- vík. EIMSKIP: Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss kom tii Hamborgar í fyrradag frá Siglufirði. Goðafoss kom til New York i fyrrakvöld frá Reykjavík. Lagarfpss er i Gautaborg. Revkja- foss lór frá Patreksfirði i gæ.- kvöld til Akraness. Selfoss fór frá Amsterdam i fyrradag til Antwerp- en. Tröllafoss kom til Reykjavík- ur 25. júlí frá Halifax. Horsa ev i Reykjavík. Madonna fór fra Reykjavík 22. júlí til Leith. South- ernland fór frá Hull i gær til Reykjavíkur. Marinier fór frá Reykjavík 22. júlí til Leith. Útvarpið í dag: 15.30 Miðdegistónleikar. 19.-I0 Tónleikar: Lög leikin á banjó og' balalaika (plötur). 20,30 Útvarps sagan: „Jane Eyre" eftir Charlotte Bronte, XXII. (Ragnar Jóhannes- son skólastjóri). 21.00 Tónieikar: „Petroushka" eftir Igor Srawinsky (endurtekið). 21.35 Erindi: Postu- línsborgin við Saxelfi; minningar frá 1925 (Sigríður Einars frá Mun- aðarnesi). 22.05 Dansiög (plötur). Ferðaféiag Templara efnir til þriggja daga skemmtiferðar vest- úr á Shæfellsnes um verzlunai- mannaheigina. Víkverji í'ór suður í Sóivaila- kirkjugarð nýlega og kom aftur með rosafrétt: „Leiði ráðherrans og verkamanns- ins eru þarna hlið við hlið.“ — Álita nienn, að aldrei fyrr haíi Víkverja tekizt að færa íram jafn veigamiki- ar saunanir fyrir gildi ræna lýðræðis, — og þessar sanu- anir sótti hann í kirkjugarðinn. Hvi' biðst hann ekkl afsökunar? Gylfi Þ. Gislason skýrði frá því í útvarpinu i fyrradag sem mikilii fyrirmynd um heiðarleika að brezkur þingmaður hefði eitt sinn beðizt opinberlega afsökunar á þvl að hann hefði sagt ósatt tveim dögum áður. En það er auðveldat-a að heiðra boðorðin en halda þau. Þessi sami Gylfi Þ. Gislason sagði vísvitandi ósatt um látið norskt stórskáld fvrir tæpum fimm mán- uðum og hann er ekki farinn að biðjast afsökunar enn. Itaupendur Landnemans I Reykjavík. Þeir áskrifendur Land- nemans i Reykjavík, sem hafa skipt urn heimilisfang í vor og sumar ,eru vinsamlega beðnir uin að tilkynna skrifsíofu Landnem- ans, Þórsgötu 1, sími 7510 hið nýia heimilisfang sitt, við fyi’sta tæki- færi og verður þeim þá um had sent hið nýútkomna 6. tölublað blaðsins. Trúlofun Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Kristín Sveinsdóttir Torfalæk A.-Hún. og Vigfús Vig- fússon, Lundi við Nýbýlaveg, starfs maður hjá Vélsm. Héðinn. Bólusetning gegn barnaveikl heldur áfram og cr tólk minnt á að láta endurbólusetja börn sín. Pöntunum veitt mottaka i sinia 2781 alla daga kl. 10—12 nema laugardaga. Næturakstur annast Litla bí'- stöðin, sími 1380. Næturvörður er í Iðunnar apó- teki, sími 7911. Ivrossgáta nr. 71 _ ■ ■ Já WJ bt. s 1 r_ pt“ í3- m ■ Lárétt: 1. Getur rúllað, 4. Lik- amshluti, 5. Samhljóðar, 7. Gæði, 9. Fremsti oddi, 10. Ilát, 11. Svefn, 13. Sérhljóðar, 15. Hvað, 16. Hæð. Lóðrétt: 1. Bókstafur, 2. Pest, 3. Ókyrrð, 4. Fyrir vökva, 6. Óglæsi- legan mann, 7. Máttur, 8. Vökvi, 12. Undir berum himni, 14. Sund, 15. Gleðihljóð. Gefið ykkui tíma til að lesa auglýsingarnar £ blað- inu. Barnaheimilið Vorhoðinn Rauð- hólum. Allar heimsóknir strang- lega bannaðar á heimilið. Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- Ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—30 alla virka daga, nema yfir sumar- mánuðina, þá er safnið opið kl. 1—4 á laugardögurr og loknð 6 sunnudögum. Veðurútlit í gærkvöld: Vax- andi suðaustanátt, allhvasst undan Eyjafjölium, víða rign- ing með morgninum. t -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.