Þjóðviljinn - 31.10.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1948, Blaðsíða 4
4 r— ÞJÖÐVILJINN Sunm«iagy.v ■ -,?;Yí3 okt. 1948 þJÓÐVIUIN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ar\ Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgroiðsia, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósiaiistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) „Sníkjuhappdræiti" Aftunhaldsblöðunum íslenzku er það ærið spottsefr.i að Sósíalistaflokkurinn skuli efna til happdrættis Þjóð- viljanum til styrktar. Það lieitir „betliherferð“ á þeirra máli eða „sníkjuhappdrætti" eins og Vísir komst að orði í gær. Og spott þessara blaða er mjög vel skiljanlegt. Þeir menn sem geta sótt fé beint í vasa milljónaranna í Reykja- vík telja sig að sjálfsögðu hafa efni á því að hæða hina sem eiga tilveru sína undir fórnfýsi fátækrar alþýðu. Morg- unblaðinu hefur tekizt að skipuleggja framlög verzlunar- stéttarinnar á auglýsingasi-iðinu, þannig að það safnar stórgróðaa á ári hverju. Vísir lifir á gjöfum frá heild- salastéttinni_ Alþýðublaðið skrimtir á gróða af stolnum eignum og beinum framlögum hinna auðugu flokksbrodda. Tíminn skattleggur kaupfélögin. Þjóðvilðinn, einn allra blaða, hefur gefið íslenzkri alþýðu sjálfdæmi um tilveru sína og framtíð. Kokhreysti milljónarablaðanna haggar þeirri stað- reynd ekki að neinu, og það mega. þau vita að Þjóðvilj- inn er hreykinn af því að geta treyst á stuðning alþýðunn- ar 1 landinu. Meðan hann er vís veit Þjóðviljinn að hann er á réttri braut og berst fyrir réttum málstað. Tilræði tólfmenninganna Það má ekki minna kosta, full postulatalan, tólf, allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild Alþingis, ■sendir fram sem flutningsmenn að frumvarpinu um lög- bindingu hlutfallskosninga í verkalýðsfélögum, sem Jóhann Heimdellingur Hafstein var einn að læðupokast með á síð- asta þingi og var kolfellt af þingmönnum Sósíalistaflokks- ins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Þannig flutningsmáti er ekki viðhafður nema hlutaðeigandi flokk- ur geri málið að slíku flokksmáli að allt — sennilega rík- isstjómin líka — verði lávð faíla eða standa með af- greiðslu þess. Hér skal aðeins á það minnzt að heildarsamtök ís- lenzks verkalýðs hafa mótmælt þessu frumvarpi á þingi sínu einróma, talið það „óskammfeilna tilraun til þess áð skerða óumdeilanlegan rétt verkalýðsfélaganna og annarra samtaka til að ráða sínum innri málum, árás sem ekki mun eiga sér neina hliðstæða í lýðfrjálsu landi“. Og á Alþingi undirrituðu fulltrúar þriggja stjórn- málaflokka þá yfirlýsingu að þeir líti svo á „að lögfesting á hlutfallskosningu í verkalýðsfélögunum sé skerðing á rétti verkalýðsfélaganna til að ráða sínum innri málum og þar með árás á félagafrelsið í landinu". (Nefndarálit Hermanns Guðmundssonar, Stefáns Jóh. Stefánssonar og Jörundar Brynjólfssonar). Það er því mikil ósvífni af hinum tólf postulum aft- urhaldsins að fitja enn upp á þessari árás á verkalýðsfé- lögin, og sýnir glöggt hvert stefnir. Það á að byrja á verkalýðsfélögunum. En efst á blaði í þingsamþykkt Sjálfstæðisflokksins um þetta mál voru samvinnufélögin talin. Postulamir munu ekki láta sitja við verkalýðsfélög- in ein ef þetta tilræði tekst nú á þinginu. s P0ST|!RIMN1 ióits'iiifeiliiiiiSSiiiilii i hltl:: itftfií:! Næturakstur, í.nóM Hreyfill. — Sími 6633. 1 **■*" Leikféia" ^Íljavikur sýnir „Gullna hlicjjðí' eftir Davíð Stefáns son kl. 8 í kvöld í Iðnó. ’ Öll drif í gangi. Einn af prenturum blaðsins þurfti að setja drif á öll hjól, þegar hann fór í jeppa suðrí Skerjafjörð í fyrradag, Hann sparaði þeim mun meira benzín í bakaleiðinni. — Eg hélt til vinnunnar eftir hádegi og var kominn á fremsta .hlunn með að leita skjóls í kirkju- garðinum, svo erfið var gangan gegn storminum, sem æddi uppfrá Suðurgötu. En ég harkaði af mér og hætti y(ð þetta. Það er aldrei að vita nema hvíld í kirkjugarði geti orðið lengri en maður kærir sig um. Laufsópari á Suðurgötu. Á SuðurgötuUni var vinur minn einn úr bæjarvinnunni að sópa saman laufi haústsins í hrúgu. „Þetta er einsog að þrífa gólf með ryksugu, sem gengur öfugt,“ sagði ég. „Þú segir nokkuð,“ sagði vinur minn, og það lauf, sem hann var að sópa saman, þyrlaðist upp í hviðunum kringum okkur. Við stóðum þannig stundarkorn, og ég stöðvaði með vörunum fagurrautt laufblað, sem ætlaði uppí mig. — „Lauf trjánna er ekki það versta, sem menn geta átt von á uppí sig í svona veðri“, sagði vinur minn. — Eg tók útúr mér laufblaðið, lagði það á jörðina, þar sem hrúgan hafði verið, þegar ég kom, — og hélt áfram ferðinni. regluþjónn einsog foldgnátt fjall, og stjórnaði umferðinni. Til eru þéir, sem undrast, hvers vegna reykvískir lögregluþjón- ar séu valdir svona ógurlega stórir og þrekvaxnir. En þeir mundu ekki undrast ef þeir gerðu sér grein fyrir, hvað hánn getur orðið hvass í höfuð- stáðnum. — Þegar litið var nið in1 Ingólfsstræti, sást að sjór- inn var ólgandi hvítur af bylgju broti: — Loks komst ég í vinn- ’una og þar hitti ég prentarann, sem hafði farið suðrí Skerja- fjörð og sparað benzín í baka- leiðinni. „Aldrei fyrr hef ég orð ið hræddur í bíl,“ sagði hann. — Það mun hafa verið í baka- leiðinni. ” •! * iijnno !öm é s;ii NæturvörðuítW í Láugavegsapó- teki. — Sími 1616. „■'■m .::!?(¥■ I gær voru gef- '*iiv • saman í hjónaband, ung- . frú. Ingunn íonsdóttir, loiöfijallaveg 23 og Bjarni Sigurður Bjarnason, Skúlagötu 62. Heimili þeirra verður að’ Kambsveg 7, Kleppsholti. o-1 I gair voru gefin saman i hjónaband, ,ungfrú Lauf- ey Árnadóttir, Nýjabæ í Garða- hverfi og Jón M. Magnússon (Guðm. Magnússonar kaupmanns), Hafnarfirði. Heimilj. ungu hjón- anna verður að Nýjabæ í Garða- hverfi. — I gær vorú gefin saman í hjónaband .ungfrú Steinunn H. Berndsen, öldugötu 6 og Ingvar N. Pálsson ,gjaldkeri hjá Garðari Gíslasyni. Heilnili brúðhjónanna verður á Öldugötú,154. — I gær voru gefin saman .y . hjónaband, Ótrúlegustu hlutir fjúka. Vinnupallar voru kritígum turn Dómkirkjunnar. Það er ó- gæfumerki að ganga frarnhjá vinnupöllum Dómkirkjuturris- ins í sunnanroki: og ég fór yfir Austurvöll. Ótrúlegustu hlutir fuku um á gatnamótum Austur- og Pósthússtrætis. — Skrif- stofusendill einn mun hafa ver- ið að sækja bréfin í pósthólf fyr irtækisins. Hann hrasaði hjá horni Landsbankans og missti allt útúr höndunum. Hvað snertir dugnað við dreifingu bréfa gæti póststjórnin sannar- lega mikið lært af sunnanrok- inu. — Ungur maður fékk í fangið laglega stúlku. — Ann- ar ungur maður fékk í fangið blautan strigapoka. — „Lagleg stúlka er ekki það versta, sem menn geta átt von á að fá í fang ið í svona veðri“, hefði vinur minn sagt. — Virðulegur borgari hljóp á eftir hattinum sínum niðrá höfn. Foldgnátt fja.ll. Á steininum, þar sem Austur- stræti fettir sig uppávið og bréytist í Bankastræti, stóð iög- Akurey og Karlsefni komu í gær morgun frá útlöndum. Skjaldbreið og Esja fóru í strandferð um há- degi í gær.- Surprise og Garðar Þorsteinsson voru væntanlegir frá útlöndum í nótt. RIKISSKIF: Hekla var á Akureyri í gær. Esja fór frá Reykjavík kl. 12,30 í gær- morgun vestur um land í hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörðum á Suðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærmorgun til Breiða fjarðarhafna. Þyrill var í Keflavík í gær. Skip Einarsson & Zoega: Foldin fermdi í Amsterdam í gær og x Antwerpen í dag. Lingestroom fór frá Vestmannaeyjum kl. 11 i gær áleiðis til Hamborgar. Reykja- nes fór 26. þ. m. frá Húsavík áleið- is til Genúa. fV, . ^ i 1 IJ .1 EIMSKIP: Btúarfoss kom til Rvikur 29. 10. Fjallfoss er væntanlegur til Rvík- ur seint í kvöld, 31. frá Halifax. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn 29. 10. til Bergen. Reykjafoss er á Siglufirði. Selfoss fór frá Siglu- firði 23. 10. til Svíþjóðar. Trölla- foss er á Patreksfirði. Vatnajökull er -á Snæfellsnesshöfnum ,lestar frosinn fisk. Margarete lestar í Antwerpen og í Rotterdam 1.—5. nóvember. Halland lestar í N. Y. 20.—30 nóvember. 11.00 Morguntón- leikar (plctur). 13.30 Hátíðaguðs- þjónusta í Bessa- staðakirkju (herra Sigurgeir Sigurðs- son biskup, séra Garðar Þorsteins- son sóknarpi-estur o. fl. flytja mess una.) 15.15 Útvarp til Islendinga er lendis: Fréttir og erindi (Benedikt Gröndal blaðamaður. 15.45 Miðdeg istónleikar (plötur). 38,30 Barna- tími (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl. ). 19.30 Tónleikar: „Mærin fagra frá Perth", svíta eftir Bizet (plöt- ur). 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel). 20.35 Erindi: Deilu- máiin á þingi Sameinuðu þjóðanna (Hermann Jónasson alþm.). 20.50 Tónleikar: Svíta nr. 4 í D-dús eftir Bach. 21.10 Erindi: Alkirkjuþingið í Amsterdam 1948 (séra Jakob Jónsson). 21.40 Kirkjutónlist (plöt- úr>. 22.05 -Dansiötr (plötur). ur. Heimili ungú ' hjónanna er á Háteigsveg 40. — Nýlega voru gef- in saman í hjónaband, Mettha Guð mundsdóttir frá Óspaksstöðum, Hrútafirði og Ingimar Einarsson, bifreiðastjóri á BSR. •>— Heimili þeirra verður að Rauðarárstíg 5, Reykjavík. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Hall- dóra Þórarinsdóttir, Borg, Mý- vatnssveit, og Arinbjörn Hjálmars son, Vagnbrekku, Mývatnssveit. — Séra Pétur Sigurgeirsson gaf brúð- hjónin saman í Akureyrarkirkju. I Hjónunum Berg- ' / þóru Jónsdóttur og Birni Svanbergs- \'s syni gjaldkera, Nökkvávogi 11. - fáxddist;' 12 marka sonur í gær, 30. október.. Kammermúsíkkonsert þeirra Svanhvítar Egilsdóttur, Jan Mora- veks og Lanzky-Otto hefst í Gamla Bíó kl. 7,15 í kvöld. Fríkirkjan. Messa Á dag kl. 11 f h. — Ferming. (Séra Árni áigurðsson). (sjá 7. s.) Dómk.: Ferming kl. 11 f.h. í dag. Séra Bjarni Jónsson. — Ferming og altarisgangá kl. 2 e. h. — Séra Jón Auðuns. — Hail- grímssókn. Messa í dag í Austui-- bæjarskóla kl. 11 f. h. — Séra Jakob Jónsson. — Laugarnespresta kall: Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Einnig síðdegismessa. — Séra Garðar Svavarsson. Ögleði mikil saékíiir nú að Coca-colamönu- um vegna happ drsettis Sósíal- istafloliksins. Þeir vita sem er, að alþýðan er staðráðin í að láta ekki einn einasta happdrætt- isnxiða vera óseldxin 1. desember n. k.. Útsölumenn! Notið helgina til að hitta kuimingja ykkar og bjóöa ]xeim happdrættismiða Sósíalista- flokksins. Heigidagslæknir: son, Faxaskjól 10. Árni Péturs- - Sími 1900. Geysir var væntan legur frá Kaup- § mannahöfn í gær- 0 kvéldi eða nótt. Hekla er ettn í Amsterdam. Fór reynsluflug í gær, og gert var ráð fyrir að hún færi til Rómar í dag. Gullfaxi fór í gærmorgun til Prest víkur og Kaupmannahafnar, með 32 farþega. Væntánlegur hingað kl. 7—8 í kvöld og fer kl. 24.—0,30 til Osló og Stokkhölms. •ftÍBB Sáil? Veðurútlit í dftg: 'Suðvestan og síðan suðaustauígota og síð- ar kaMi, sjnáskúrir eða él. x.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.