Þjóðviljinn - 05.11.1948, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN
Föstudagur 5. nóv. Jgá8.
TJtgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson- Sigurður Guðmundsson (ábi.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Arf Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgroiðsla, auglýsingar, prentsmiðia. Skólavörðu-
stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—- Lausasöluverð 50 aur. eiat.
1‘rentsrniðja Þjóðviljans h. f.
Sósíalistaflokkurinn. Þórsgötu 1 — Simi 7510 íþrjár iínur)
JÁ 0G AMEN
IÍS
ÍBÆ JAUPOSTl RINJN
Alþýðublaðið hefur eitt allra stjórnarblaða, lýst yfir
algerri og skilyrðislausri ánægju með f járlagafrumvarp rík-
isstjómarinnar. Morgunblaðið og Tíminn hafa komið með
ýmsar smávægilegar aðfinnslur, en Alþýðublaðið er s\‘o
hrifið að það vill helzt engu atriði breyta, heldur kemst
svo að orði s. 1. miðvikudag:
„Megingallinri á afgreiðslu fjárlaganna hér á landi
eru hinar miklu breytingar, sem fjárlagafrumvarpið hefur
jafnan tekið í meðferð alþingis. Þessar breytingar eru lítt
skipulagsbundnar og stefna allar til hækkunar á útgjöid-
um. Gefur að skilja, að æskilegt sé að þeirri miklu vinnu,
sem ríkisstjórnin og stjórnarráðið leggur í samningu fjár-
lagafrumvarpsins sé sem minnst breytt, enda má virðast,
að þeir aðilar séu þessum málum kunnugri og dómhæfari
um þessi efni en einstakir þingmenn".
Minna má nú gagn gera! Alþýðublaðið, málgagn for-
sætisráðherrans, krefst þess hreinlega að þingmenn láti
handjáma sig, hætti að hafa sjálfstæðar skoðanir um fram-
kvæmdir í landinu, en treysti forsjón Bjarna, Eysteins og
Emils. Það eru hinir „kunnugu og dómhæfu“ menn, en hitt
er móðgun við þá, ef einstakir þingmenn leyfa sér að
gagnrýna gerðir þeirra eða vilja breyta þeim á einhvern
hátt. Samkvæmt þessari kenningu mætti ætla að Alþýðu-
blaðið krefðist þess næst að Alþingi væri lagt niður, því það
virðist næsta fáváslegt að halda uppi rándýrri samkundu
aftaníossa, sem aðeins eiga að segja já og amen við gerð-
um hinna „dómhæfu" manna í Stjórnarráðinu. Ein hjörð
og einn hirðir, virðist vera kjörorð Alþýðublaðsins nú.
• Raunar þarf þáð ekki að koma neinum á óvart þótt
þessi skoðun komi fram í Alþýðublaðinu opinberiega; það
hefur verið reynt að framkvæma hana leynt og Ijóst undan-
farin ár. Það hefur verið reynt að múlbinda þingmenn
stjórnarflokkanna æ fastar, banna þeim sjálfstæðar skoð-
anir, og í því starfi hefur náðst mikill árangur; völd þeirra
„dómhæfu“ verða æ meiri. En þó er það svo að allt til þessa
hafa einstakir þingmenn leyft sér að gera uppreisn gegn
sérfræðingunum, og fjárlögunum hefur verið breytt all-
mikið undanfarin ár — og yfirleitt til hins skárra. En nú
á sem sagt að koma í veg fyrir það — að sögn Alþýðubl.
Hrifning Alþýðublaðsins af fjárlögunum hefur ekki ver-
ið sundurgreind, en væntanlega stafar hún ekki sízt af hinni
nýju fjáröflunarleið, sem á að hækka tekjurnar um ca. 20 millj.:
tvöföldun söluskattsins. Aldrei verða forsprakkar Alþýðuflokks-
ins hrifnari en þegar minnzt er á nýja tolla, en eins og kunnugt
er, var andstaða gegn nefsköttum eitt helzta baráttumál Alþýðu-
flokksins áður fyrr. Er um það eins og annað að núverandi ráða-
menn virðast hafa einstakt yndi af því að troða upphaflegum
stefnumálum flokks síns sem lengst niður i svaðið. Það mun því
ekki sízt vera þessi toliahækkun sem Aiþýðublaðið á við þegar
það krefst þess að alþingismenn segi já og amen við fjárlöguu-
um og breyti þar engum stafkrók. En eflaust hefur blaðið einn-
ig og ekki síður í huga niðurskurðinn á framlögum til verklegra
framkvæmda, vegagerða, vegabóta, brúagerða, hafna, vita-
mála, skólabygginga o. s. frv.
Það á eftir að koma í ijós hversu hlýðnir alþingismemi
stjómarflokkanna verða fyrirskipunum Alþýðublaðsins um að
hlíta í einu og öllu gerðum hinna ,,dómhæfu“. En víst er um
það að þingmennirnir voru ekki til þess kosnir af almenningi að
lieir. litu á það sesm sitt eina tilutverk að segja já og amen. .
Hagur
kristinnar trúar.
Víkverja Morgunblaðsins
verður nú tíðrætt um hag krist
innar trúar á Islandi, og fylgja
þar hugleiðingum hans dylgj-
ur um að barnakennarar beiti
aðstöðu sinni til að gera guð-
leysingja úr nemendunum. Má
það helzt skilja af skrifum Vík
verja, að í skólum landsins sé
Biblían sett á hillu með svæsn-
ustu lygasögum, reyfurum á
borð við Kapítólu og Tarzan;
— íslenzkir bamakennarar vilji
kristna trú feiga.
*
Skortir
staðgóð dæmi.
Vissulega er það holt og gott,
að haft sé vakandi auga með
störfum barnakennara, þessara
upp(alenda þjóðfélagsins, er svo
mjög hafa áhrif um að móta
persónuleika þeirrar kynslóðar,
sem á að erfa landið. En barna
kennarar geta þá einnig gert
þá kröfu, að gagnrýni á hend-
ur þeim sé studd með staðgóð-
um dæmum. Víkverja hefur
ekki tekizt að treysta slíkan
grundvöll undir gagnrýni sína.
Og á meðan svo er, tökum við
heldur trúanlegt það, sem er
kunnugra manna mál, að eng-
inn fótur sé fyrir þessum dylgj-
um.
Vmislegt
er í þeirri bók.
Hitt er svo einnig athugandi,
að í dag gera íslenzkir foreldr-
ar allsekki þá kröfu til kenn-
ara, að þeir leggi Biblíuna fyrir
bömin sem einn óskeikulan
sannleika frá upphafi til enda.
Biblían hefur að geyma ýmis-
legt það, sem vísindi aldanna
eru löngu búin að afsanna með
óhrekjanlegum rökum. Foreldr-
ar kæra sig ekkert um, að slíkri
vizku Biblíunnar sé haldið að
bömum þeirra sem heilögum
sannleika, En þetta snertir í
engu tilliti hinar göfugu kenn-
ingar Kriists, og reisn þeirra
er hin sama eftir sem áður.
*
(Matt. 5. 3.)
Nú er eklci að vita hvað vak-
ir fyrir Víkverja með títtnefnd-
um skrifum. Varla mun hann
vilja innleiða hér löggjöf að
hætti sumra fylkja Bandaríkj-
anna, þar sem það er m. a.
stranglega forboðið, að upplýsa
skólabörn um Darwins-kenning-
una, vegna þess að hún stríðir
á móti sköpunarsögu Biblíunn-
ar. — Hitt mundi líklegra, að
Vikverji teldi sig skorta hylli
ákveðinna aðila, — og þess-
vegna skrifin. — Samt virðast
allar áhyggjnr Víkverja i þees-
um efnum véra kjánaskapur,
— því ef ég man rétt, þá hefst
Fjallræðan á fullyrðingu um,
að himnaríki sé hans.
Hví svara þeir ekki?
Að endingu ætla éig að færa
fram fyrirspurn, sem maður
einn hefur beðið mig að beina
til fátækrafulitrúanna. Hann
vill fá að vita, hvort 'þeir séu
hættir að svara bréfum þess
fólks, sem neyðist til að leyta
á náðir þeirra. Kona nokkur,
sem maðurinn iþekkir, sendi fá-
tækrafulltrúunum bréf snemma
i haust, en hefur ennþá ekki
fengið neitt svar.
Tryggvi gamli kom af veiðum í
gærmorgun og fór áleiðis til út-
landa.
Skip Elnarsson & Zoega:
Foldin fór frá Færeyjum í fyrra
kvöld, væntanleg til Reykjavíkur
í kvöld. Lingestroom er í
Hamborg. Reykjanes fór 26. f. m.
frá Húsavík áleiðis til Genúa.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Reykjavík kl. 20.
00 í kvöld vestur um land í hring-
ferð. Esja er á Austfjörðum á suð
urleið. Herðubreið fer frá Reykja-
vík kl. 20.00 i kvöld austur um
land til Akureyrar. Skjaldbreið fór
frá Reykjavík kl. 20.00 í gærkvöld
til Vestmannaeyja. Þyrill er við
Austfirði.
E I M S K I P :
Brúarfoss fór frá Reykjavík kl.
18.00 í gær 4.11. til Akureyrar, lest-
ar frosinn fisk. Fjallfoss er í
Reykjavík. Goðafoss er í Kaup-
mannahöfn. Lagarfoss fór frá
Bergen 2.11. til Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Siglufirði 2.11.
til Svíþjóðar. Selfoss er í Kaup-
mannahöfn. Tröllafoss er á Siglu-
firði. Horsa fór frá Reykjavík síð-
degis í gær 4.11. fer í dag 5.11. til
N. Y. Karen er í Antwerpen, fer
þaðan til Rotterdam. Halland lest-
ar í N. Y. 20.—30. nóvember.
20.00 Fréttir. 20.30
Útvarpssagan. 21.
00 Strokkvartett
nr. 15 í B-dúr eftir
Mozart. 21.15 Frá
útlöndum (Þórar-
inn Þórarinnsson ritstjóri). 21.30 ís
lenzk tónlist: Stef með tilbrigðum
og fúga eftir Helga Pálsson (plöt-
ur frá norrænu tónlistarhátíðinni í
Osló). 21.45 Erindi: Islenzk blaða-
útgáfa hundrað ára (Vilhjálmur Þ.
Gislason). 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.05 Danslög frá Sjálf-
stæðishúsinu. 23.00 Dagskrárlok.
Hjónumim Guð-
björgu Magnúsdótt
ur og Helga Magn-
ússyni, sjómanni,
Rellubraut 7, Hafn
arfirði, fæddist 16
marka dóttir i fyrrinótt, 4. nóv-
ember, — Hjómmum Önnu Sigurð
ardóttur og Karli Sigurðssyni, rör-
iagningamanni, Víðímel 19. fæddist
16 marka dóttir 21. október.
1 gær voru gef-
in saman í
hjónaband ung-
frú Helga Svan
laugsdóttir,
hjúkrunarkona og cand. phil. Finn
bogi S. Jónasson frá Akureyri.
Heimili ungu hjónanna. verður að
Gránufélagsgötu 19, Akureyri
Afmælisgjafir, er nýlega hafa
borizt til S. 1. B. S.: Kvenfélag og
Ungmennafél. Njarðvíkur, ágóði af
skemmtun kr. 3.355.00 Kristjana
Kristjánsdóttir kr. 10.00 Margrét
Magnúsdóttir kr. 10.00 N. N. 50.00
Kona kr. 10.00 Theódór Ólafsson
kr. 200.00 Garnall maður i Kjós kr.
45.00 Áheit frá S. Sigurðir. 300.00
N. N. kr. 100.00 Guðný Þ. Einars-
dóttir ‘ og móðir hennar, gefa til
minningár um Öddu Jónsdóttur
frá Vestmannaeyjum kr. 200.00
Safnað af Jóni Pálssyni, Reynimel
42 kr. 650.00.
Geysir var væntan
legur í nótt eða
morgun írá N. Y.
Hekla var væntan-
leg frá K(aupr
mannahöfn og
Prestvík kl. 6.30 í gærkVöldí Öull-
faxi kom frá Stokkhólmi>.iij;ig.30 í
gær, með 12 farþega. Gat ek^^nt
í Osló vegna veðurs, en fárþegárn
ir sem Gullfaxi átti <W>ÍRlhé j>a i'
fóru til Stokkhólms með járnþraut
arlest. Gullfaxi fer til Prestvíkur
og Kaupmannahafnar n. k. laugar
daS- ÍJbfííOÞ é •
Kvennadeild Slysavarnafétegsins
heldur hina árlegu hlutaveltu sína
um eða eftir miðjan þennan mán-
uð. Hefur kvennadeildin sepi kunn
ugt er unnið mikið of* þarflegt
verk, m. a. við að kóma tíþp skip-
brotsmannaskýlum, og þarf nú
ekki að efa að almenningur muni
gera sitt til að styðja þá starfsemi.
Víkverji talar í
gær af mikilli
hrifningu um fjög-
— , urra ára-,. áætiun
ríkisstjórnarlnnar
og segir m. a.: „En
nú ætti röðin að fara að koma að
nýsköpun húsmæðranna.“ Hins
vegar láist lionum að geia þess
hvort flytja eigi inn nýjár: húsmæð
ur frá Bandaríkjunum seni Marsh-
ail-hjálp eða hvort skapa eigi þær
að nýju á annan liátt.
Nýlegá-i'ópifib'éruðu
trúlofun-Jsína, • img
dottir o g Horour
ValdiínáfrssÖh,
Holtastöýupri í>
Langadal. — Nýlega hafa opipber-
að trúlofun sína, ungfru GÚðrún
Pálsson, Njálsgötu 72 ÚÍÁi'ni
Árnason, Bergstaðastræti 80; 3S-
vík. — Nýlega opinberuðu tpúlpfup
sína, ungfrú Kristín SÍgurlína
Eiriksdóttir, Borgarkoti, Skéíðtim
og Ingólfur Bjarnason, Hlcmmi-
skeiði, Skeiðum. — Nýlega opinber
uðu trúlofun sína, ungfrú Inga
Einarsdóttir, Bergstaðastræti 24 B
og Ólafur Gaukur Þórhallsson,
Eyri, Seltjarnarnesi.
Páll Isólfsson heldur ókeypis
orgeltónleika í Dótokirkjunni í
dag kl. 6,15. Mun hann Iema* verk
eftir Bach.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns-
son kl. 8 í kvöld í Iðnó.
Jules Cosman, óperusöngvari,
syngur i Gamla Bíó kl. 7.15 n. k.
sunnudag.
Næturakstur í nótt Hreyfill. —
Sími 6633.
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1616.
Veðurspáin í dag: Norðaust-
an eða austan kaldi eða stimi-
ingskaldi. Léttskýjað,