Þjóðviljinn - 19.12.1948, Page 3
S'unrradaguy 19. desember 1948
Þ J ÓÐVIL JINN
■t...", r-1 ■|.-| Iifií; >ii't'i-i.. '.i.n
3
Á HVILDARDAGINN
Eg hef til skamms tima
vaðið í þeirri villu að Islend-
ingar væru mesta friðsemd-
arþjóð; og svo virðist hafa
verið um fleiri, því ég hef
séð það talið þjóð vorri til
hróss í erlendum blöðum
hversu sjaldan hér væru
. framin morð og önnur áþekk
illvirki sem því miður eru
allt að því daglegir viðburðir
meðal nánustu' frændþjóð-
anna. En þetta virðist vera
hin argasta falskenning' eft-
ir síðustu vitneskju að
dæma. Hr. Valtýr Stefáns-
son, ritsfjóri Morgunblaðs-
ins, lýsir því nú daglega með
andhita þess manns sem boð-
ar nýjan sannleika að þessu
sé öfugt farið, hér voki blóð-
þyrstir bandittar í hverjum
skugga yfir samborgurum
sínum í því skyni að gerá
þá höfði styttri. Og Valtýr
hefur nafngreint nokkra
þessara manna. Öll þjóðin
varð hissa þegar hann 1 jóstr-
aði því upp að séra Sigur-
björn Einarsson dósent ætti
þá ósk heitasta, að helmingur
Íslendinga yrði drepinn, svo
að Stalín hefði eitthvað til
að rísla sér við þá stundina.
En nú hefur komið í ljós að
séra Sigurbjörn er sannur
mannvinur ög friðarcng’/íl
hjá okkur Þjóðviljamönnum.
I>ví til sönnunar sagði Valtýr
litla díémisögu fyrir nokkr-
um dögum: „Einu sinui sem
oftar á þessu hausti, tóku
sie upp samtais 90 menn ,af
sömu slóðum á yfirraða-
svæði Kússa í austanverðu
Þý/.kalandi til að komast tii
V.-Þýzkalands. Einn af þeim
sem komst vestnr yfir landa-
mærin sagði frá. Þeir voru
alls þrir, af 90, sem komust
af. 87 voru skotnir, áður en
þeir náðu vestur yfir landa-
mærin-“ SHk er morðiysn
Jtússa, þeir láta sig ekki
muna um að senda í annan
heim S7 menn af hverjum
90. En síðan -víkur sögunni
til tslands, þar sem „þeir,
sem við Þjóðviijann vinna
skoða það sem hiutverk sitt,
af veikum mætti, að stuðla .
að því, að íslenzka þjóðin,
fyrr en síðar, verði öll í
þeim heimi þar sem hinir 87
urðu eftir.“ Hér skal sem sé
upphefjast eitt alisherjar
mannaskyttirí, þar til enginn
stendur uppi lífs á þessum
hólma.
★
Nú kann jafnvel Hvatar-
konum, sem annars hafa tal-
ið Valtý Stefánsson góðan
og sannfróðan rithöfund, að
finnast sem honum hafi loks
skotizt, .þó skýr sé; slíkar
kenningar hljóti að vera
fjarri öllum veruleika. En
það er-röng ályktun. Þessar
kenningar eru í nákvæmlega
sömu tengslum við veruieika
* óg Haimleika og allt það sem
sagt «b Sovét^
ríkin undanfarinn aldarfjórð-
ung. Skyssa hans er sú ein
að velja of nærtæk dæmi.
Það er hægt að trúa öllu á
það fólk sem byggir bakka
Volgu, en hitt er' erfiðara að
ímynda sér að jafn grand-
var maður og séra Sigur-
björn Einarsson ali heiftar-
hug í brjósti til annarshvers
Islendings eða að einstæð
morðfýsn búi bak við mein-
hægt yfirbragð okkar Þjóð-
viljamanna- Ef Valtýr hefði
\alið patríarkann í Moskvu
í stað sér Sigurbjarnar og
Prövdumenn fyrir okkur sem
við Þjóðviljanu vinnum,
hefðu allar Hvatarkonur tek
ið andköf af hrifningu og
lofað sinn sæia fyrir að fá
með morgunkafíimi sannleik-
ann um þá austrænu band-
itta.
Annars er það ekki and-
skotalaust, hversu tíðrætt
ritstjórum leppblaðanna
verður um morð og mann-
dráp og aðra óheimlega við-
burði, ekki sízt í sambandi
við sínar eigin persónur. All-
ir þekkja iíðan Stefáns Pét-
urssonar, sem býst við komm
únista með rýting í ermi
úr hverju horni. Og nú virð-
ist Valtýr Stefánsson vera
kominn á sama stig. í þess-
ari sömu grein lýsir hann
því hvað í vændum sé, ef
austrænumenn nái völdum
— væntanlcga eftir að öll
þjóðin er komin í heim liihna
87 — cg telur að þá verði
ástandið siíkt að „hver mað-
ur, sem þorir að andæfa ó-
fögnuði harðstjórnarinnar,
megi búast við á Iiverri
stundu að týnast úr
tölu hinna lifandi.“
Geigurinn leynir sér
ekki, enda hefur séra Sigur-
björn gjörla vitað hvað hann
sagði þegar harin komst svo
að orði á sunnudaginn va-r
að „þá myndi á það reyna,
hvor okkar Valtýs Stefáns-
sonar yrði stæltari á svelli
kristinnar játningar.“ — Sú
bilun sem hrjáir afturhalds-
ritstjórana svo mjög sem
dæmin sanna er alkunn, en
almenningur telur orsök
hennar sjúka samvizlui.
★
En það var ekki ætlun mín
að ræða hér um bilað sálar-
líf, heldur ætlaði ég að setja
punkt aftan v.ið pistilinn sem
hirtist á sunnudagin var. Val
týr telur hann svo bágborinn
að hann muni hafður í minn
Um um ófyrirsjáanlega fram
tíð og ’ekkert svar við tólf-
dagavaðli hans sjálfs. Það er
nú svo. Hvorugur okkar Val-
týs hefur nokkru sinni kom-
ið ti> Sovétríkjanria eða aust
ur fyrir járntjald það sem
öllum tjöldum er frægara.
nú á timum. Aila okkar
vitneskju nm það sem gerist
þar eysÞra verðum við afi
sækja til annarra, sem
þekkja atburði og aðstæður
af eigin reynd- Eg þarf vænt
anlega ekki að skýra það út
fyrir Valtý að okkur ber að
leita til ]>eirra manna sem
óljúgfróðastir eru og heiðar-
legastir, ekki sízt ef við telj-
um okkur þess umkomna að
miðla öðrum af þeirri vitn-
eskju sem ekkur hefur tekizt
að af]a; að öðrum kosti er-
um við ekki að leita sann-
leikans. Valtýr Stefánsson
sauð tólfdagasúpu sína á
vitnisburði eins manns, Al.ex-
anders nokkurs Barmine. Eg
sýndi fram á það á sunnu-
daginn var, að maður þessi
er ekki vitnishæfur, liann
var þýzkur agent, erindreki
nazista gegn þjóð sinni og
föðurlandi. Eg get bætt því
við að skrif hans votu
ekki í síðri jnetum í blöðum
þýzkra nazista á stríðsárun-
um en ]>au eru í Morgunblað-
inu nú, meira að scgja í svo
miklum metum að þeim var
dreift úr þýzkum flugvélum
yfir heri bandamanna í
stríðslok, ef takast mætti að
slæva siðgæðisþrek þeirra.
Til enn frekari áréttingar
Ieiddi ég fram sem vitni
gegn einni megin frá-
sögn Alexanders þessa. sjálf-
an Winston Churchill, seni
Hingað'til hefur verið talinn
lítill Moskvuvinur, þótt hann
fái ef til vill smurning'u
agentsins í Movgunblaðinu
eftirleiðis. Þetta er ékki að
verða Svarafátt. Þetta cr
þvert á móti að feykja um
þeirri spilaborg rógburðar cg
óhróðurs sem Valtýr Stéfáns
son hafði hrúgað upp með
ærinni fyrirhöfn.
★
Og nú á Valtýr Stefáns-
son tvo kosti. Hann gæti við-
urkennt að sér hefði fatazt
í leitinni að sannleikanum
og að hann hefði í granda-
leysi Iagt trúnað á níð hins ‘
ómerka manns. Það væri heið
arlegt og drengilegt. (Eg get
þessa sem hugsanlegs mögu-
leika!). Eii hann getur einn-
ig lýst yfir því að hann telji
agentirin hið ákjósanlegasta
vitrii, og er það viðbragð
sennilegast, þar sem Valtýr.
hefur tekið ástfóstri við slíka
menn undanfarinn aldarfjórð
ung. Það velur sér hver það
föruneyti sem hæfir skap-
höfn hans og innræti- Hins
vegar hefur föruneytið álirif.
á sálina eins og drepið var
á í upphafi þessara orða, þótt
vonandi sé að bilun Valtýs
Stefánssonar ágerist ekki,.
heldur flytjlst hann búferl-
um yfir í heim hinna 87 méð
cðlilegum hættí, háaldraður
og saddur lífdaga.
ARGUS.
Barnabækur Braupnisútgáfunnar
Draupnisútgáfan hefur eins
og að undanförnu gefið út
nokkrar barnabækur fyrir jólin.
Eg er sjómaður sautján ára,
nefnist saga handa drengjum
og unglingum, eftir Arne
Skaugen, þýdd af Andrési
Kristjánssyni. Aðalsöguhetjan
ér norskur unglingspiltur, sem
ræðst í siglingu fjórtán ára
gamall og er* í sígliágum í þrjú
ár samfleytt án þess að koma
heim. Hann fer víða, ratar í
ýmis ævintýri og öðlast reynslu
og þroska. Þetta er vel sögð
saga, skemmtileg og spennandi.
Smyglararnir í skerjagarðin-
um, unglingasaga eftir Jór.
Björnsson rithöfund. Hún gerist
í Noregi. Ungur piltur er rangl.
grunaður um smygl, handtekinn
og varpað í fangelsi. Honum
tekst að flýja og hefst þá bar-
átta hans fyrir því að_ sanna
sakleysi sitt. Hann á að lokum
drýgstan þáttinn í að ljósta upp
um harðsnúinn flokk smyglara
og sannast þá um leið sakleysi
hans sjálfs. Eins og sjá má af
þessu er sagt frá spennandi at-
burðum í bókinni.
Sagan af honum Sólstaf er
falleg og hugþelck bók handa
litlu börnunum, þýdd af Prey-
steini Gunnarssyni skólastjóra
og er nafn þýðandans fullkomin
trygging fyrir því að hér er um
góða barnabók að ræða- Bókin
er öll prentuð í mörgum litum,
bæði myndir og lesmál, og er
hútí tvímælalaust' með allra feg
urstu barnabókum setíi prentað-
ar hafa verið liér á landi.
Dagur við ský gerist í sama
umhverfi og Líf í læknishendi,
en þær eru báðar eftir sama höf
und. Kippir henni mjög í kynið
til hinnar siðarnefndu þótt hér
sé að sjálfsögðu annar sögu-
þráður og aðrar sögupersónur.
Líf í læknishendi kom út í ann-
arri útgáfu fyrir röskum mán-
uði og mun vera langt til upp-
seld öðru siiini.
Svo ungt er lífið enn, fjallar
um amerískan sjúkrahúslækni
sem starfar í Kína. Hann á í
höggi við þröngsýna yfirboðara,
en hefur til að bera vísinda-
manns áhuga og manndóm. Höf
undurinn er vinsæll og mikið
lesin skáldkona. Frágangur
beggja bókanna er góður-
Ivær skáldsögur
Nýkómin er á markaðinn
söguleg skáldsaga eftir Mika
Waltari, einn hinn fremri a£
yngri rithöfundum Finna. Nefn-
ist hún Katrin Mánadóttir, og
hefur sr. Sigurður Einarsson
þýtt hana. Saga þessi fjallar
fyrst og fremst um alþýðustúlk-
una Katrínu Mánadóttur og
Eirík XIV- Svíakonung, ástir
þeirra og örlög. 1 baksýn er
sága Svíþjóðar á þessu tímabili
með átökum sínum og ölduróti.
Bókin er myndarlega útgefin í
stóru broti. Útgéfandi er
Draupnisútgáfan.
Músaferðin, bók handa litl-
um börnum kemur út öðru
dalræn.
sinni. Hún kom fyrst út fyrir
síðustu jól, en seldist þá upp á
skömmum tíma og varð mjög
vinsæl. Þetta er skemmtileg
saga, prýdd ánægjulegum mynd
um. Freysteinn Gunnarsson ís-
lenzkaði einnig þessa bók.
Prinscssan og flónið. Þessi
bók er safn nokkurra skozkra
ævintýra og er hún prýdd mynd
um. Þýðandi er Sigríður Ingi-
marsdóttir. Skotar'eiga mikinn
fjársjóð ævintýra og þjóðsagna,
og eru sögurnar í þessari bók
tek-nar úr úrvali skozkra ævin-
týra.
Meðal nýrra þýddra skáld-
sagna er Draupnisútgáfan gef-
ur út eru Dagur Við ský eftir
Frank G. Slaughter og Svo ungt
er lífifi enn, eftir amerísku
skáldkoriuna Alice J- Hobart.
Nýkomin er á markaðinn bók
er nefnist Skyggnir Islendingar
og er hún eftir Óskar Clausen.
í bók þéssari eru. lengri og
styttri þættir af fimmtíu
skyggnum mönnum, körlum og
konum, einkum því fólki er gætf
líefur verið forskyggni og fjar-
skyggnihæfileikum, þ. e. þeim
sem hafa séð fyrir óorðna hluti
og þeim sem hafa séð' atburði
í fjarska.
Frásagnir þessar eru víðsveg.
ar aff af landinu og er efni bók-
arinnar fjölbreytt. Ölluip þeim
sem áhuga hafa á dulrænum
efnum og þjóðlegum fróðleik’,
mun þykja hún hin girnilegasta,
Útgefandi er Iðunnarútgáfan.
riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiHii
ZH mm
| Það er gamall 1
| og góður siður
= ____ að gleðja böinin á jólanum.