Þjóðviljinn - 09.01.1949, Blaðsíða 6
6
Þ JÖÐVIL JINN
Sunnu<Jagur 9. janúar 1949.
102.
Gordon Schaffer:
AUSTUR
ÞYZKALAND
hörmuleg. Það var eitthvað að hverri einustu kennslu-
stofu.
í sjötta bekk verður að útvega nýja töflu, því það er
ekki fallegt að horfa á sprungna plötuna- Það ætti líka að
setja ^ nýjar gluggarúður í staðinn fyrir þær tvær, sem
sprungnar eru. Blekbyttur vantar, einnig ljósahjálma og
rafmagnsperur. Snerillinn er ekki heill og setja ætti nýjan
í staðinn. Það vautar nagla eða króka til að hengja landa-
kortin á. Það þarf líka að mála skólastofuna. Maðurinn,
sem átti að sjá um það ,segir, að málning fáist ekki.
í þriðja bekk þarf sérstaklega að kalka loftið. Það er
allt í sóti og lítur ekki vel út. Það vantar líka rafmagns-
perur. Ofnhurðin er brotin og verður að komast í viðgerð.
I áttunda bekk verður að útvega þrjár nýjar rúður í
gluggana. Það vantar líka rafmagnsperur og eitthvað til
að hengja landakortin á. Blekbyttuhaldararnir eru í mol-
um á botninum í skólaborðunum, við þá verður að gera.
Það er engin almennileg skreyting í skólastofimni-
1 f jórða bekk eru stór göt á handlauginni og á glugga,-
rúðunum. Hvorttveggja þarf að gera við. Þar að auki
vantar tvær rafmagnsperur.
Sjöunda bekk var ekki hægt að skoða, því að píanó stóð
fyrir hurðinni.
Það þarf að gera vandlega hreint í öllum skólastofun-
nm og í stigimum. Það þarf líka að gera við rafleiðslurnSr
í öllum skólastofum, en þegar við skrifuðum rafmagns-
verkstæðinu í Kranichfeld sögðust þeir ekki hafa neitt efni,
og aðalverkstæðið í Gisperleben svaraði ekki bréfi frá
okkur.
Það þarf að gera við dyrnar á klósettunum. Þar vantar
líka gluggarúður. Þarna verður að sýna ýtrasta hreinlæti.
Það væri bæði börnunum og nágrönnum skólans fyrir
beztu, að timburgirðingin milli gamla skólagarðsins og
garðs nágrannans væri sett upp á ný. Bæjarstjórnin seg-
ir, að það sé ekki til neitt timbur. Við leggjum til, að haf-
in sé söfnun eins og síðasta ár, þegar girðing var gerð í
kringum lóð skólans.
■Það væri æski.egt, að gert yrði við a. m- k. nokkurn
hluta skolpleiðslukerfisins. Við erum viss um, að því sé
hægt að koma í kring. Okkur er kennt að vera hreinlát.
Það er rétt, en þá ætti líka að gefa okkur gott fordæmi.
Fulltrúar nemandanna í bamaskólanum
Tannroda.
Þegar búið var að lesa skýrsluna tóku börnin að ræða,
hvað hægt væri að gera. Skólastjórinn tók þátt í umræð-
unum, en gerði enga tilraun til að stjórna þeim eða leggja
þær undir sig. Hann fann alltaf öðru hvoru tilefni til að
segja: „I rauninni eruð það þið en ekki ég, sem eigið að
ákyeða þetta-“
_Að því kom, að einhver lagði til, að börnin gerðu skól-
ann hreinan sjálf. Alvarlegur, lítill drengur áteit, að það
væri ekki hollt fyrir börn að „atast í öllum þessum óhrein-
indum.“ Þá spurði lítil stúlka, hvort þeim, sem gerðu
skólann hreinan, væri borgað almennilega fyrir vinnu
sína, því að ef.það væri gert bæri þeim líka'að vinna
verk sitt almennilega. Að lokum var ákveðið að skipu^-
leggja söfnun á timbri í girðinguna og að reyna að
Louis Bromfieid
133. DAGUR.
24
STUNDIR
Að öðru leyti voru þessar tvær síður helgaðar
sögu Rósu Dugan að svo miklu leyti sem um hana
var vitað- Þrátt fyrir tilraunir blaðamannsins til að
fylla upp í eyðumar með áhrifaríkum og upplognum
atvikum var saga hennar ófullkomin og dularfull,
eins og í henni væru einhver atriði handan við þekk-
ingu og skilning lögreglunnar og blaðamannanna.
Það voru þijá aðrar myndir af hinni myrtu konu
og teikning af herbergjunum tveimur þar sem sýnt
var hvar húfan hafði verið, líkið, viskýflaskan,
flibbinn, skyrtuhnapparnir og brotin hurðin.
Þegar Viktoría hafði talað út og var farin með
pakkana út í eldhúsið, enn með hjartslátt af öfund
til Minervu Fischer, hallaði Janie sér aftur á bak í
stólnum með blaðið á hnjánum og fór að hugsa um
að það voru aðeins þrjú kvöld síðan hún hafði set-
ið með Philip í náttklúbbnum og hlustaði á Rósu
Dugan syngja. Hún sá hana aftur fyrir sér, þar
sem hún sat kæruleysislega í ljóskeilunni og söng
hægt og dreymandi: „Diamond bracelets Woolworth
doesn’t sell, Baby “ Veslingurinn, hún átti demants-
armböndum sem Woolworth hafði ekki til sölu. Lög-
reglan hafði fundið þau þar sem þau ljómuðu enn
á handlegg henni. Það var furðulegt og hryllilegt
að hugsa sér að hún var dáin og myndi ekki syngja
framar. Hún myndi ekki syngja „A Broadway
Butterfly" og „Little Painted Lady, with your love-
ly clothes." Sagan virtist öll of fullkomin og of
meinleg. Og þegar Janie hugsaði um söng hennar
datt henni allt í einu í hug hvort Rósa Dugan hefði
haft nokkurt hugboð um örlög sín. Ef til vill var
það skýringin á því að hún gat farið með ómerki-
legustu og væmnustu söngva og breytt þeim i eins-
konar bitran veruleika sem maður trúði á. Ef til
vill skildi hún þá. Vissulega var túlkun hennar
ekki „fullkomið og albyggt altari sem aldrei hefur
verið tendraður eldur á.“ Hún var í molum, kunn-
áttulaus og tilviljanakennd, og lifði aðeins vegna
þeirra áköfu tilfinninga sem undir bjuggu. Og allt í
einu datt Janie í hug að ef til vill væri „litli svarti
maðurinn," sem hafði horfið og skilið óhreina húf-
una eftir, skýringin á öllu. Ef til vill hafði Rósa
Dugan alið í brjósti sömu tilfinningar til hans og
hún nú til Philips. Henni varð ómótt af að hugsa
um að jafn fögur og sterk kona og Rósa Dugan var
snögglega dáin. „Hjá Rósu“ yrði ekki lengur til-
Maður færi ekki þangað framar til að hitta kunn-
ingjana. Staðurinn var þegar horfinn, og einum eða
tveimur dögum eftir að sálsjúkir fábjánar höfðu
fullnægt forvitni sinni, yrði hann gleymdur.
Hún varð vör við veikan ótta og kvíða. Henni virt-
ist Philip sterkur og traustur, og hvað sem í skær-
ist, þótt hún væri fátæk, þótt leikarabraut hennar
brygðist, jafnvel þótt fólk hæddi hana, þá hafði hún
alltaf Philip. Hann var eins og klettur í þessum um-
breytilega svikula heimi, þar sem Rósa Dugan hafði
lifað og að lokum dáið.
Klukkan sló tólf og henni datt í hug að það væri
framorðið og að kún, Janie Fagan, sem var ötul og
dugleg, hefði eytt öllum morgninum í að lóna fyrir
framan arininn, þegar hún átti ótal margt ógert.
Hún yrði að ákveða í hverju hún ætti að vera við
brúðkaupið og hún yrði að hringja í Mary Willetts
áður en hún færi að heiman. Hún yrði að vera vel
klædd, ekki aðeins vegna þess að þetta var brúð-
kaupsdagurinn hennar, heldur vegna þess að ljós-
myndararnir myndu vilja taka mynd af henni. Þeg-
ar henni duttu ljósmyndararnir í hug minntist hún
aftur dauða Rósu Dugan, og sá að þeir yrðu senni-
lega önnum kafnir allan daginn við frásögnina af
morði Rósu, og þá skildist henni allt í einu að Rósa
Dugan, dáin, hafði haft af henni allan þann frama
sem giftingin átti að færa henni. í stað þess að
verða forsíðufrétt yrði nú skýrt frá giftingu þeirra
á aftari síðimum. I dag yrði aðeins rúm fyrir Rósu
Dugan og „hr. Wilson“ og „litla svarta manninn.“-
Það var þess háttar frétt sem aðeins kemur fyrir
einu sinni á tólf árum. Philip og hún kæmust í
skuggann. Enginn myndi lesa um þau.
iiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiikiiiiiiiiiiiiiftiiiiiiiiiiiiiai
Bogmennirnir j
Únglinffasaga um Hróa hött, og
félaga hans — eftir
----- GEOFREY TREASE ---------------------------
0 A V I Ð
Það var snjókoma — gott var það
Ljós sást í turngluggum kastalans
Innri garðurinn var mannlaus. Dikor
hljóp þar sem helzt bar skugga á og alla
leið á múrbrúnina. Því fór betur, at
ytri garðurinn lá ekki umhverfis allar
kastalann. Hann þurfti því ekki að kom-
ast nema yfír múrinn og kastalasíkið
Skjálfhentur var hann, ér hann brá reip-
inu um stein,.er stóð mn úr múrnum, o§
kastaði því út fyrir.
Fótatak! Svo hróp: „Hver er þar?“
Einhver kom á harðahlaupum. Dikor
sá pansara bregða fyrir.
Hann sveiflaði sér út yfir bmnina o|
rendi ser niður.
Endi kaðalsins slapp honum tir greip-
um, það logblæddi úr fingrunum.. Hanr
hrapaði eins og steinn. Hve langt? Fimn"
fet eða fimmtíu? Hann féll á síkisbakk-
ann og valt svo niður. Hnakkinn skak
á ísinn. Hann staulaðist á fætur, þjak-
aður og utan við sig.
Ör hitti öxl hans. Hann fann»ákafar
sársauka, og handleggurinn varð blý
þungur og stirður. Dikon beit á jaxlinr
og klifraði upp bakkann hinum megin
Nokkrir menn héldu áfram að skjóta
hann sá höfuð þeirra bera við loft ein:
og dökka díla.
„Gleðileg jól!“ kallaði hann til bakí
hæðnislega, um leið og hann flýtti sér
áttina til Sherwoodskógar. í rökkri han:
var honum borgið. v.„.