Þjóðviljinn - 06.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1949, Blaðsíða 3
Sunnudagnjx 6. febrúar 1949. t> JOÐVIL JINN •j -,;n<í:. i .»♦ jiíJíf -Verkin þegja, en Tíminn talar ^láll l«n ****** » Verkin tala, var eitt sinn kjörorð Framsóknarflokks- ins. Nú virðist kjörorðið vera: verkin þegja, en Tím- inn talar. Þessi breytta af- staða hefur verið túlkuð af miklum ofsa í skrifum Tíma- ritst jórans undanfarna daga. Málflu'triingur hans er á1 þessá' léið: Verðleikar Fram- sóknarflokksins éru þéir að hann ástundar sífelldá gagn- rýni. Þótt liftnn taki þátt í hinnm verstu verkum og hafi náið samstarf við hina fyrirlitlegustu ‘ irienn, þátir hann það meira en upp með því að ófrægja verkin og svívirða samstarfsmennina. Samstarf við Jóhann Þ. Jós- efsson um aukna fjármála- spillingu skiptir engu máli ef jafnframt er sagt frá því að faktúra hafi fundizt í tunnu. Athafnirnar skipta engu máli, orðin öllu. Verk- in þegja, en Tíminn talar. Þessi nýstárlega kenriing hefur vakið mikla undrun venjulegra Frariisóknar- manna, enda stingur hún mjög í stúf við siðgæðishug- 1 myndir íslendingá1 tíi þéss. Hingað til hefur það verið talið einkenni heiðarlegra manna og flokka að sam- ræmi væri milli orða og æð- is. Hitt, að gera eitt en segjá annað, hefur vertð kennt við hræsni og fláttskap og annað þaðan af verra. Tíma- ritstjóranum mun ganga mjög erfiðlega að útrýma þessari heilbrigðu og rót- grónu skoðun, og þegar um það tvennt er að velja að meta. stefnu Framsóknar- flokksins eftir athöfnum ráð herra hans eða skástu skrif- um Tímans mun almenning- ur velja athafnirnar og trúa því sem fyrr að verkin tali. Og þá er auðgert að finna að þótt röddin sé á stundum Framsóknarflokksins eru hendurnar íhaldsins. ★ Hin andheita túlkun Tíma ritstjórans á þessari nýju sið gæðishugsjón sinni er svo; álger. ,að ;nú eru það; .orðnar j verstu vammir sósíalista í fyrrverandi stjórnarsam- starfi að þeir hafi ekki ver- ið nægilega einbeittir í gagri rýni sirini. Um það skal ekki þjárkað Við Tímattt- stjórann. Þjóðin fellir sinn dóm um það hvorir hafi ver- ið skeleggari, heiðarlegri og drengilegri í gagnrýni sinni í tíð fyrrverandi stjórnar sósíalistar eða Tímaliðið, sem sökk þá niður í þröng- sýni, afturhald og hrunspá- dómi grárrar forneskju. Hitt skal fúslega viðurkenrit að sósíalistar lögðu þá eins .og nú aðaláherzlu á orð verka sinna. Þeir gengu að sam- starfi við börgárastéttina til þess að koma stórvirkjum í ' framkvæmd og árangurinn er ' öllurii auðsær: nýsköpun atvinnulífsins, togararnir, vélbátaflotinn, hraðfrysti- hús, iðjuver, verksmiðjur og mikilvæg félagsmálalög- gjöf. Þetta eru verk sem tala, þau eru undirstaða allrar afkomu Islendinga nú, og jafnvel hrunstjórnin á þeim að þakka að hún er ekki fyrir löngu dauð i svelti eigin getuleysis.Og þessi verk hafa aldrei verið háværari en einmitt nú, þegar öllum er ljóst hvernig komið myndi ef fylgt hefði verið hrun- stefnu þeirri sem aðallega var túlkuð í Tímanum. Vissu lega urðu sósíalistar að kaupa þessar framkvæmdir því verði að framkvæmda- leysi yrði á öðrum sviðum, svo sem í verzlunarmálun- um, það er öllum ljóst; en verkin hafa þegar kveðið upp sinn úrskurð um það að þau kaup voru þjóðinni hag- kvæm. — En hver er hlut- ur Framsóknarflokksins i þessu efni, hvar eru þau hug sjónamál sem hann hefur fengið framgengt í núver- andi stjórnarsamstarfi og keypt verði verstu f jármála- spillingar og ömurlegasta .... . verzlunaróngþveitis sem þekkzt hefur á Islandi síðan á dögum dönsku einokunar- kaupmannanna ? Hvar eru nú verkte sem tala? Það er ó- þarfi að krefja Timaritstjór- ann svars — hann hefur þegar svarað með hinu nýja kjörorði sínu: verkin þegja, en Tíminn talar. Það fer ekki hjá þvi að þessi boðskapjur og athafnir Framsóknarflokksins síðustu árin séu mönnum mjög hug- jleikin umhúgsimarefni um þessar mundir. Flokksins biður nú ákvörðun sem er ■r. . .* ffj ! ;.j , ) öllum öðrum mikilvægari, af- staðan fd hernaðarbanda- lags. Sú ákvörðun er þeim mun mikilvægari sem hún ræður úrslitum málsins í heild; ef Framsóknarflokk- urinn leggst gegn þv? heill og óskiptur nær það auð- sjáanlega ekki fram að ganga. Og því spyrja menn: hver er afstaða Framsóknar- flokksins, en fá ekkert svar. Að vísu hefur formaður hans, Hermann Jónasson, tekið skýlausa afstoðu gegn þátttöku Islands í hernaðar- bandalagi í áramótagrein sinni, ýmsir mætir flokks- bræour hans hafa tekið undir þá skoðun, og því ber sízt að gleyma að ungir Framsóknarmenn hafa mark að afstöðu sína hiklaust og af fullri djörfung. En þetta hrekkur ekki til. I slíku máli hlýtur Framsóknarflokkur- inn að hafa stefnu, og þó leita menn hennar án ár- angurs, ★ En ef til vill á maður nú að fylgja hinni nýjú kenn- ingu og láta sér nægja að hlusta með gaumgæfni á orð Tímans um þessi mál. Rit- stjórinn hefur sjálfur rætt þau í grein eftir grein, svo af nógu er að taka. Hins vegár virðist sá maður hneygjast mjög til lauslætis í seinni tíð, og bera greinar hans allan svip af þeim sorg- lega lesti. Svo er að sjá sem hann sé ævinlega reiðubúinn í andlegt „bless-partý“, hve- * nær sem kallið kemur, hvort sem hringt er frá lögfræði- skrifstofu Búnaðarbankans eða Menntamálaráðuneytinu. Þess vegna hafa þau undur gerzt að einn daginn hefur hann skrifað sem einlægúr þjóðvamarmaður en næsta dag hellt sér yfir þjóðvam- armenn og haldið fram þver- öfugum skoðunum, þannig koll af kolli, dag eftir dag. Svo langt hefur þetta geng- ið, að éitín daginn ávítaði hann Alþýðublaðið harðlega fýrir leppmennsku þess með samþylcki raddarinnar frá Búnaðarbankanum en baðst næsta dag auðmjúklega af- sökunnar samkvæmt fyrir- skipun raddarinnar úr Mcnntamálaráðuneytinu. — Þótt slík lauslætisskrif gefi athyglisverða mynd af rit- stjóranum sjálfum, ekki síð- ur athyglisverða en myndir þær úr öðrum „bless-partýj- um“ sem gerðar hafa verið að umtalsefni á annarri síðu Tímans, virðast þau vissu- lega sízt til þess fallin að leiða lesendurna í nokkimi sannleika. Enda fer þá að verða erfitt um vik, ef kjör- orðið á að hljóða: Verkin þegja, en Tíminn talar — tveim timgum í senn. ★ Óg þó. Sú mynd sem rit- Stjórinn dregur upp af sjálf- um sér er einmitt smækkuð mynd af Framsóknarflokkn- um í heild. Þar takast á tvær andstæðar stefnur, ekki aðeins í sjálfstæðismálum þjóðarinnar heldur flestum þjóðfélagsmálum, önnur tengd fomum hugsjónum is- lenzkra bænda, hin samgró- in afstöðu spilltar auðstétt- ar, aðra mætti persónugera sem æskumanninn Jónas Jónsson, hina sem öldunginn með sama nafni. Það eru þessi átök sem ráða úrslit- um um afstöðu Framsókn- arflokksins til hernaðar- bandalags og þar með um af- drif þess máls á þingi og framtíð íslenzku þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega framtíð. ★ Það er þung ábyrgð sem nú hvílir á ráðamönnum Framsóknarflokksins og ýms um mun þykja uggvænlegt að vita slíka ábyrgð.^ jafn ótryggri undirstöðu. Og þó er ekki ástæða til að ör- vænta. Hin heilbrigðari öfl flokksins eru í yfirgnæfandi meirihluta meðal fylgis- manna hans, og taki þeir til máls af nægilegri festu mun hljóðna röddin úr Mennta- málaráðuneytinu. Hitt yrðu .feigðarspor þessa flokks, ef enn á að halda afram að láta verkin þegja en Tímann tala, einnig í sjálfstæðismál- um íslendinga. E te A ■wi •w S K A K Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON I bréfi til skákdálksins ber G. H. fram tvær spurningar: .-. Hver er Pilnik sem tefldi á jólamótinu í New York, er það sá hinn sami og dvaldið hefur í Argentínu undanfarið, eða er það ný amerísk „stjarna?“ Er ekki mögulegt að fá einhverjar upplýsingar um þennan Paul Schmidt sem dvalið hefur í Þýzkalandi að undanförnu. Er hann eins sterkur skákmaður og af er látið, og hvað er það sem kemur mönnum til að álíta hann sterkan skákmann, hefur hann einhvern tima unnið glæsi lega sigrá* á alþjóðavettvangi? Og loks, er nokkuð til í þeim orðrómi að ísl. skákmenn hafi yerið að gera tilraunir til að fá hann til að dvelja hér lengri eða skemmri tíma.......“ Spurningunni um Pilnik er fljótsvarað: Það er Argentínu- maðurinn sem er lcominn þetta langt norður á bóginn. Um Paul Schmidt er það að segja að hann er Eistlendingur, landi Keresar. Hans heyrðist fyrst getið 1935, en þá hélt hann jöfnu einvígi við Keres. Síðar varð hann efstur á skák- þingi í Tallin. Mesta athygli vakti þó sigur hans í Párnu 1937, því að þar var hann fyrir ofan Flohr, Keres, Stálberg og Tartakower. Ýmsir álitu að hann stæði Keres ekki mikið að baki, en hann var alltaf héílsu- veill og tefldi því minna. Þá er Þjóðverjar yfirgáfu Eystrasaltslöndin tóku þeir með sér alla sem voru af þýzkum ættum, og meðal þeirra var Paul Schmidt. Hann hefur átt heima í Þýzkalandi síðan og tek ið þátt í nokkrum skákmótum, meðal annars minnir mig að hann hafi orðið Þýzkalands- meistari einhverritíma á stríðs- árunum. 1 Þýzkalandi lauk hann háskólaprófi, efnaverkfræði með sementsframleiðslu sem sér grein. Enski skákritstjórinn Wood mun hafa skrifað ísl. skákmönnum og spurst fyrir um livort nokkur leið væri til þess að Schmidt fengi hér dval- arleyfi og atvinnu í fagi sínu- Þetta mun hafa verið athugað en ég held að málið sé ekki kom ið lengra áleiðis. Annars hefur hin slælega frammistaða Schmidts á Hastingsmótinu sið- asta ef til vill dregið nokkuð úr áhuga skákmanna hér á hon- um, en ekki er of mikið marlc takandi á einum einstökum árangri. | • • •: Frá New York- er það að frétta að Fine hefur teflt ein-|22. vígi við Najdorf, átta skákir. J 23- Fme vann fyrstu og aðra skák- 24. ina, Najdorf þriðju og fjórðu en j 25. f jórar síðustu skákirnar urðu, 26. allar jafntefli. 27. Hdlxd8 Dbl—c2 Bh3—f5 Hcl—dl Rb4—d5 Bf5—d7 Önnurskák einvígisins. Najdorf Fine. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rbl—c3 Bf8—b4 4. Ddl—c2 d7—d5 5. c4xd5 Dd8xd5 6. Rgl—f3 c7—c5 7. Bcl—d2 Bb4xc3 8. Bd2xc3 0—0 9d4xc5 Dd5xc5 10. Hal—cl Rb8—cu 11. Dc2—bl Dc5—e7 12. g'2—g3 e7—e5 13. Bfl—g2 Ff6—d5 14. 0—0 Rd5xc3 15. b2xc3 Bc8—e6 16. Hfl—dl Ha8—c8 17. Rf3—el Be6—c4 18. Rel—d3 f7—f5 19. e2—e4 f5—f4 20. Bg2—h3 Hc8—d8 21. Rd3—b4 De7—f7 Rc6xd8 Rd8—e6 Re6—c5 Df7—h5 g7—g-6 Rc5xd7 og hvítur gafst upp því að hann getur ekki unnið manninn aft- ur með 28. Re7|- Kh8 29. Hxd7 vegna Dh3 og f4—f3. Bréfið Framhald af 8. síðu þeir geri sér far um að undiri búa sig sem bezt. Sambandsstjórn Æ.F. er nauð- synlegt að geta fylgzt sem bezt með gangi þessa máls á hverj- um stað, o^ væntir hún þess, að deildirnar hafi samband um það við skrifstofuna í Reykjavík, e£ ástæða er til. Að lokum skal lögð rík á- herzla á það, að baráttan sé tek in upp sem fyrst, og þarf slíkt að sjálfsögðu engrar útskýring- ar. F. h. sambandsstjórnar Æ.F.‘* . (Undirskriftir.) . J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.