Þjóðviljinn - 20.04.1949, Page 4

Þjóðviljinn - 20.04.1949, Page 4
4 Þ JÓÐVIL JINN Miðvikudagur 20. apríl 1949 íJtgcfandJ: Bamelnlngarflokkur alþýðu — Sósíaliotaflokkuilnn mtBtjórar: Magnfta Kjartansson. SigurCur Guðmundsson (áb>. Fréttaritstjóri: Jón Ejarnason. BlaSam.: Ari Kárason, Magnfts Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjóim, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg 10 — Sími 7500 (þrjár línur) ÁskrU',arverð: kr. 12.00 á mánuðl. — Lausasöluvsrð 50 aur. eint. Prentsmlðja ÞjóðvUjans h. f, BóefalistftflokknrSjin, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Brezku samningarnir Fyrra sunnudag skýrði Þjóðviljinn frá hinum nýju smánarsamningum ríkisstjórnarinnar við Breta, en sam- kvæmt þeim er verð á íslenzkum afurðum enn lækkað að mikium mun, svo skiptir tugmilljónum króna í erlendum gjaldeyri. Helztu atriði smánarsamningsins eru þessi: Verð á freðfiski er lækkað í 10 pence fyrir enskt pund, en var 12% pence í fyrra. Tékkar greiða 12% fyrir pundið, enda er það ábyrgðarverð ríkissjóðs til fiskimanna. Verð á síldarmjöli er 31 sterlingspund fyri-r tonnið. Hollendingar hafa hins vegar greitt allt að 38 pundum og Tékkar rúm 44 pund. Verð á síldarlýsi er 90 pund, en var 97 pund í fyrra. Tékkar hafa hins vegar greitt 120—130 sterlingspund fyr- ir tonnið. Það er athyglisverð staðreynd að stjórnarblöðin hafa enn ekki fengið sig til að nefna þennan smánarsamning eða gera tilraun til að skýra hann. Svo ömurlegar eru staðreyndir hans að jafnvel ritþý afturhaldsblaðanna víla fyrir sér að nefna þær og hafa ekki fundið nein falsrök til að afsaka þær. Jafnvel þau gera sér ljóst að afurðasölu- mál íslendinga eru nú að komast í sama öngþveitið og fyr- ir stríð, að engilsaxneskir auðhringar hafa nú aftur náð kverkataki sínu á íslenzku þjóðinni og neyta færis að arð- ræna hana sem nýlendu. ★ Stjórnarliðið hefur oft haldið því fram að það sé ekki á færi íslendinga að ákveða afurðaverðið erlendis. Sú stað- hæfing er þó alger blekking. Það er einmitt fyrir beinan tilverknað rikisstjórnarinnar að engilsaxneska auðvald- ið hefur séð sér fært að knýja fram eina verðhækkunina á fætur annarri. Þegar nýsköpunarstjóminni tókst að koma á stórfelldum viðskiptum við Sovétríkin var einokunarað- staða engilsaxa rofin, enda hækkaði verðlag íslenzkra af- urða þá geysilega, ekki sízt á síldarlýsinu sem Unilewr hringurinn hafði áður haft raunverulegan einkarrétt á. Ástæðan var að sjálfsögðu sú að í Sovétríkjunum eru eng- ir auðhringar sem hirða stórfelldan milliliðagróða og þau geta því leyft sér að greiða sannvirði fyrir afurðirnar. Og varla ætti að þurfa að skýra það út fyrir málgögnum ,,frjálsrar samkeppni" hversu nytsamlegt það sé að láta marga aðila keppa um eftirsóttar afurðir. * En ríkisstjórnin hefur ekki borið hagsmuni íslands fyrir brjósti. Af hreinu pólitísku ofstæki sleit hún við- skiptunum við Sovétríkin, hagstæðustu viðskiptum sem ís- lendingar hafa átt við nokkra þjóð. Hún hefur af sömu á- stæðum raunvarulega slitið stjórnmálasambandi við Sovét- ríkin með því að láta sendiherra sinn ekki koma þangað ár- um saman. Og utanríkisráðherrann lýkur ekki svo sundur skoltum að hann svívirði ekki þessa f jarlægu og vinsam- legu þjóð. Afleiðingin er ný einokun engilsaxneskra auðhringa. Afleiðingin er verðfall á verðfall ofan, kórónað með smán- arsamningunum brezku. Afleiðingin er glötun efnahags- legs sjálfstæðis, eriend yfirdrottnun, bett og mútur,- I5Í,1:, _ —ii«Si BÆJ4BP0STI!BINN1 „Langa fríið“ er liðið. „Langa fríið“ — páskafríið - annað bezta frí ársins er liðið. Menn eru nú aftur komnir í bæinn ofan af Hellisheiði, Tindafjöllum og Kili. Skíða- skálarnir og allskonar fjallakof ar sem undanfarna daga voru fullir af glaðværu fólki standa nú auðir og yfirgefnir. Eftir er aðeins endurminning glaðra stunda. Nei, það er ekki aðeins endurminningin sem flutt er með í bæinn heldur aukin hreysti og ferskleiki, aukið starfsþrek og endurnæring sem endist lengi. En það voru fleiri en þeir á fjöllum uppi sem undu glaðir við sitt. Þeir sem stunda út- varpsmessur fengu þessa daga stærsta skammt ársins af „guðs orði“, sem hlýtur að geta enzt þeim lengi. Enn aðrir héldu „Ekki er holt að hafa ból . . .“ Nei, það hafði enginn verið drepinn. Það var heldur enginn nýr Messías. Þetta var bara bíll sem hafði stungizt á nefið út í Tjörnina. Fallegur, velmeð- farinn bíll. í virðulegri kyrrð námu afturhjólin við brún tjarn arbakkans og litlar skolgráar öldur léku sér við framendann. Var nokkur í honum? Meidd- ist nokkur? Hver á hann? heyrði ég spurt í þaula. Aðeins einni af þessum þrem spurning- um var svarað: Borgarstjórinn á hann! Það voru margir virðu- legir borgarar þarna, maga- þykkir, líka þessi tegundin með fellingar í hnakkanúm, og við fyrrnefnt svar litu þeir snöggt hver á annan, hnipptu í laumi hver í annan og ekki kann ég winin-P/rnhi nnrmovoS Ort loOQ PT EIMSKIP: Brúarfoss var væntanlegr.r frá Grimsby í gær 19.4. til Amsterdam. Dettifoss fór frá Antwerpen 16.4. til-Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Grimsby i fyrradag 18.4. frá Siglu firði, fór væntanlega þaðan í gær 19.4. til Antwerpen. Goðafoss fór frá Reykjavík 13.4. til N. Y. Reykjafoss hefur væntanlega kom ið til Leith í gærmorgnn 19.4. frá Keflavík. Selfoss er í Kaupmanna höfn. Tröllafoss fór frá N. Y. 15.4. til Reykjavíkur. Vatnajökull kcm til Reykjavikur 17.4. frá Leith. Katla er í Reykjavík. Hertha er á Hvammstanga. Linda Dan er í R- vík. Laura Dan er í Hull. EIKISSKIP: Esja er í Reykjavík. Hekla er í Reykjavík. Hei-ðubreið fer frá Reykjavík síðdegis í dag austur um land til Akureyrar. Skjald- brcið er á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er í oliuflutningum í Faxa- fióa. 15.30—16.25 Miðdeg isútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.30 Þingfréttir. 20.30 Kyöldvaka háskóla stúdenta: a) Ávarp (Bjarni V. Magnftsson form. stúd- entaráðs). b) Erindi (Pétur Sæ- mundsen stud. oceon). c) Háskóla kvartettinn syngur. d) Háskóla- þáttur (Guðmundur Benediktsson stud. jur.). e) Leikrit: Kafli úr veizlur og útveguðu sér timbur- menn sem líta út fyrir að geta enzt þeim lengi. Flestir munu þó hafa safnað kröftum fyrir komandi daga. Þannig hefur hver fengið sinn skammt eftir efnum og aðstæðum, getu og smekk. ★ Og sumardagurinn fyrsti er á morgun. Samt sem áður voru páskarn- ir ekki sú bjarta hátíð sem margir höfðu vonazt eftir. Sól- in faldi sig bak við illhryssings- leg óveðursský. Fréttir af. hafís fast við land í vikunni sem leið, Hellisheiðin hálfófær vegna snjóa, kólgubakki á Skarðsheið- inni, jafnvel Akrafjallið, hvítt niður á láglendi. Og sumardag- urinn fyrsti er á morgun! — En hvað sem veðrinu líður bregst það ekki að í.næsta mánuði skrif ar Víkverji um kríuna, — þýð- ingarmesta fugl Morgunblaðs- ins síðan „fiðurfé" þess leið. ★ Messufært við Frílrirkju- dyrnar. Af því ég fór nú hvorki á fjöll né í kirkju um páskana rölti ég einn daginn niður í mið- bæinn. Á Fríkirkjuveginum var hópur manna saman kominn á Tjarnarbakkanum. Menn flýttu sér þangað úr öllum áttum með logandi nýungagirnina í svipn- um. Hvað var að ske? Ilafði ein hver verið drepinn? Eða var kannske nýr Messías farinn að prédika framan við dyr Fríkirkj unnar? Ungir sem gamlir voru gripnir eftirvæntingu, jafnvel ýstrumagar reyndu að greikka sporið. Það var orðið messu- fært framundan kirkjunni. Hvað var að ske? Höfðu kannske „óðir kommúnistar" reynt að óvirða Tjörnina, okkar ástkæru Tjörn sem Jóhann skrá veifa ætlaði fyrir löngu að steypa botninn í og mála hvít- an, en Gísli ísskápasmyglari að gera að sólbjörtum baðstað með suðrænum pálmum undir gler- himni? þau sögðu ekki: sá átti fyrir því! — Já, „ekki er gott að hafa ból hefðar uppi á jökultindi." ir Svo horfðu alSir á hvernig bíll borgarstjór- ans var dreginn úr Tjörninni. Alltaf hélt hópurinn áfram að stækka. Þeir sem yztir stóðu tylltu sér á tá til að fá að sjá eitthvað líka. Þarna komu líka menn í bílurn, vörubílum, lúxus- bílum, beygluoum, skellóttum bílum, nýjum gljáfægðum bíl- um. Sumir horfðu á út úr bílun- Framhald á 7. síðu. H Ö F N I N. Jón forseti var væntanlegur hing að í morgun af veiðum. ISFISKSALAN: Mótorskipið Arnarnes soldi 3891 kits fyrir 13196 pund í Fleetwood 12. þ. m. Ingólfur seldi 1115 kits fyrir 3931 kits 12. þ. m. Hólmaborg seldi 990 vættir fyrir 2478 pund i Fleetwood. Keflvíkingur seldi 4098 kits í Grimsby 12. þ.m. fyrir 12866 pund. Kaldbakur seldi í Fleetwood 3. þ. m. 4558 vættir fyrir 10S54 pund.. 13. þ. m. seldi Röðull 4682 kits fyrir 15276 pund í Grimsby. 12. þ. m. seidi Marz 244,5 lcstir í Bremenhaven. Egill rauði seldi 269,2 lestir 12. þ. m. í Hamborg. Akurey seldi 251,8 lestir 14. þ. m. í Cuxhaven. Einarsson & Zoega: Foidin fór frá Færeyjum ki. 3 i fyrramorgun áleiðis til Reykja- víkur með viðkomu i Vestmanna- eyjum, væntanleg hingað í kvöld. Spaarnestroom er í Reykjavík. Reykjanes er í Amsterdam. Geysir fór í gær- morgun til Prest- víkur og Iíph. með 44 farþega. Vænt- anlegur hingað í dag. Gullfaxi og Hekla eru í R- vík. Flugvélar frá F, 1. og Loft- leiðum fóru til Akureyrar í gær, en urðu þar veðurtepptar. „Faust" eftir Goethe. 22.05 Dans- lög. 23.55 Dagskrárlok. Skátaskólinn að Úlfljótsvatni starfar mánuðina jftní, júlí og á- gúst í sumar. Skólinn starfar í tveimur deildum. Önnur fyrir telpur, skátastúlkur og ljósálfa, og hin fyrir drengi, skáta og ylfinga. Skriflegar umsóknir er tilgreini nafn, aldur og heimilisfang svo og í hvaða félagi umsækjandi cr skulu sendar fræðslufulltrúa, Hafn arstræti 20, fyrir 10. maí. S. 1; laugardag opinberuðu trú- lofun sína, ung- frú Unnur Hall grímsdóttir frá Isaf. og Krist- ján Oddsson frá Bolungavík, bæði til heimilis að vinnuheimilinu í Reykjalundi. Sjómannadagsráðið heldur fund að Hótel Borg í kvöld kl. 8.30 Næturvörður er í Ingólfsapóteki. ---- Sími 1330. Ferming í Fríkirkju Hafnarfjarð ar á sumardaginn fyrsta. Stúlkur: Eva Bryndís Karlsdóttir, Norður- braut 17, Guðbjörg Jóna Jónsdótt- ir, Ölduslóð 6. Guðný Lilja Jóhanns dóttir, Noi'ðurbraut 24, Helga Jó- hannsdóttir, Silfurtúni, Garða- hreppi, ICatrín Ágústa Sigurjóns- dóttir, Garðastíg 1. Laufey Sæ- mundsdóttir, ICrosseyrarveg 4. Ólöf Árnadóttir, Tjarnarbraut 9. Val- gerður Jónsdóttir, Hlíðarbraut 10. Piltai': Ágúst Einar Birgir Björns- son, Sjónarhóii. Ásgeir Jón Guð- mundsson, Herjólfsgötu 14. Björn Haildór Þórarinn Jóhannsson, Hverfisgötu 18 B. Einar Jónsson, Mjósundi 13. Erling Garðar Jónas- son, Mjósundi 15. Guðmundur Guð mundsson, Herjólfsgötu 12. Guð- mundur Þórir Sigurðsson, Vestur- braut 12. Guðmundur Ágúst Bryn- jólfsson, Álfaskeiði 24. Ingvar Hallsteinsson, Tjarnargötu 11. Jó- hann Tómasson Ólafsson, Kirkju- veg 9. Jón Páll Guðmundsson, Reykjavíkurveg 6. Kristófer Mágn ússon, Hverfisgötu 53. Sigurgunn- ar Hafnfjörð Óskarsson, Merkúr- götu 12, Þorbergur Bragi Þorbergs son, Selvogsgötu 22. Þórarinn Böövar Ólafsson, Vífilstöðum. Námsflokkum Reykjavíkur verð ur sagt upp, og námsskírteini af- hent, kl. 8.30 í kvöld að Röðli. Börn, sem ætla að selja Barna dagsblaðið eru beðin að mæta á eftirtöldum stöðum kl. 9 f. h. í dag: Listamannaskálanum, Grænuborg og Hlíðarenda við Sunnutorg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.