Þjóðviljinn - 20.04.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. apríl 1949 ÞJÖÐVILJINN 9 Ef að einhverjum skyldi finn- ast, sem að hér væri spurt að tilefnislausu, hlýtur sá hinn sami, að hafa sofio svefni hinna andvaralausu síðustu vikurnar. Myndi þá rætast á honum, það er meistari Jón segir um þess háttar fólk: Hvorf mun þeirn ekki við bregða, þá þeir upp- vakna, er andskotinn kippir svæflinum undan höfðum þeirra. Þó mun það sönnu nær, að yfirgnæfandi meirihluti þjóf-ar- innar, hafi séð þao og skilið, að málefnum hennar myndi stefnt x æð'imikla tvísýnu, ef horfið yrði að því ráði að varpa fyrir bcrð aldagömiu hlutleysi og gerast virkur meðlimur í ný- tízku hernaðarvél. Að þessu leyti verður því ekki sagt, að þjóðin hafi verið andvaralaus. Hins vegar munu margir hafa treyst fulltrúum sínum á Al- þingi, að sjá þetta og skilja á sama hátt og þeir gerðu sjálfir og haga sér samkvæmt því. Það er yfirleitt svo, að menn trúa ekki ótíðindum, fyrr en á eru dunin. Margir munu alls ekki hafa ti'úað því, fyrr en þeir heyrðu það með eigin eyr- um, að umbjóðendur þeirra á Alþingi myndu leyfa sér, að ganga svo í algjört berhögg við þjóðarviljann, sem raun varð á. Það er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur jafnmiklum óliug slegið' yfir hugi almenníngs, á landi hér, sem þá er fregnin um samþykkt Atlanzhafssáttmál- ans barst út um byggðir lands- ins, bæði vegna þess., að fólk hafði þegar fengið óbeit á fyr- irtækinu, en þó ekki síður vegna hins að með hve miklum tendemum og ófyrirleitni málið var hespað í gegnum Alþingi. Það er áreiðanlega ekki of- mælt, að með afgreiðslu þessa máls hefur Alþingi beðið álits- hnekki, sem ekki verður úr bætt í fyrirsjáanlegri framtío. Fólkið, hið heiðarlega og hrekk- lausa alþýðufólk, sem í lengstu lög hefur viljað trúa því að fulltrúar þess á Alþingi væru jafnheiðarlegir og það er sjálft, fyllist heilagri, réttlátri reiði og formælir þessum mönnum, sem það hefur langt um ástæð- ur fram umborið og sýnt óverð skuldað traust. Eg minnist þess, að daginn sem Atlanzhafssáttmálinn var samþykktur á Alþingi, liitti ég gamla, gáfaða konu, sem aldrei hefur blakað við nokkurri skepnu. Þegar við höfum heilsazt, sagði hún: Nú eru þeir að selja landið. Og svo bætti hún við: Þeim hefnist fyrir þetta. Þeir munu fá hefnd. Mér fannst, sem að þarna bergmálaði viðhorf heiðarlegr- ar íslenzkrar alþýðu, sem hef- ur treyst forráðamönnum sín- um langt fram yfir það, sem efni stóðu til en hrópar svo 1 réttlátri reiði á hefnd, þegar að hún sór að hún hefur verið göbbuð, svikin og höfð að ginn- ingarfífli. En hefnd alþýðunnar er ekki borin uppi af neinni Vallarnes- siðfræði, sem lxrópar á virka uppreisn gegn hinu illa. íslenzk alþýða, veit, það af sinni eigin lífsreynzlu og reynzlu þeirra kynslóða, sem hafa lifað og þjáðst í þessu landi, að sér- hvert illvirki hefur hefndina sjálfa í sér fólgna. Hún veit, að sér grefur gröf þó grafi og að dramb er falli næst. íslenzka þjóðin hefur goldið mikið afhroð vegna þess, að' hún hefur ekki haft vald til þess, lögum samkvæmt, að taka ráðin af Alþingi, þegar sýnt var að það myndi stefna mál- efnum hennar í voða. Ef að þjóðin hefði haft slíkt vald, værum við lausir við Keflavík- ursamning, og Atlanzhafssátt- mála, og fleiri vafasamar ráð- stafanir er Alþingi hefur leyft sér að fremja. Inn í stjórnskipunarlög okk- ar þarf að koma ákvæði um það, að ákveðin lágmarkstala kjós- enda, eða viss hundraðshluti þeirra geti krafizt þess að þjóðaratkvæði fari fram um mál, er Alþingi fjallar um. Eins og nú er skipað málum, getur Alþingi þverskallazt við að bera mál undir þjóðina, þótt að hvert mannsbarn sendi því áskorun um að gera það. Þessa gloppu í stjórnarskrá okkar hefur svo meirihluti Alþingis notað sér til hins ýtrasta, eins og bezt sést á því er það hamr- aði Keflavíkursamninginn og Atlanzhafssáttmálann í gegn, og vék frá með fyrirlitningu framkomnum kröfum um þjóð- aratkvæði. Einhverjir þeirra, sem vilja lofa Alþingi óáreittu að halda áfram að vinna þjóðinni grand, munu vafalaust rísa upp á aft- urfótunum og segja sem svo, að það sé ekki nokkxxrt vit að fá fólkinu slík völd í hendur. Fólkið hafi ekki neitt vit og enga dómgreind til þess að' fara með úrslitavald í þýðing- armiklum málum. Já það má að vísu játa það, að fólkinu getur skjátlazt. Það I er meira að segja sorgleg stað- reynd, að fólkið hefur kosið alla þessa 37, sem greiddu At- lanzhafssáttmálanum atkvæði á þing, þótt það hafi áreiðanlega ekki ætlazt til þess að þeir höguðu sér eins og þeir hafa gert. En af því, að það hefur undantekningarlítið verið' heið- arlegt fólk, sem kaus þessa 37, þá hefur það ekki varað sig á því að sá möguleiki gat verið fyrir hendi, að þeir mæltu fag- urt, en hygðu flátt, meðan þeir voru að fiska eftir- atkvæð- um þess. Og þeim mönnuni, sgtn kynnu að vilja vantreysta brjóstviti og dómgreind almennings, væri hollt að minnast þess, að það er ekki verið að grafast eftir dómgreind og þekkingu kjós- endanna, þegar verið er að leita þá uppi í hverjum krók og kima og smala þeim á kjör- stað, eins og skepnum, sem reknar eru til slátrunar. Þá þykist sá mestur maðurinn, sem tekzt að veiða sem flesta af þessum dýrmætu gripum. Það hlýtur að vera mjög æski- legt frá sjónarmiði þeirra þing- manna, sem aldrei sitja sig úr færi að svíkja kjósendur sína, að þeir séu sem dómgreindar- snauðastir og minnstir fyrir sér, enda miðar forheimskun- arstarf allra borgaralegra blaða cg annarra áróðurstækja að því að gera þá svo úr garði. Hins vegar myndi fátt bet- ur til þess fallið, að glæða dóm- greind og pólitískan þroska fólksins, en vitundin um það_ að því bæi’i sjálfu að hafa úr- slitaatkvæði um öll hin mikils- verðustu mál. Það er hægt að blekkja furðumarga með á- róðri, þegar engin ábyi’gð fylg- ir því að trúa honum. En hins vegar eru miklar líkur fyrir því að ef menn eru ser þess með- vitandi, að það skipti einhverju máli, að vita hið rétta, þá munu flestir kjósa fremur að vita rétt, en hyggja rangt. Það virðist vera einhvers- konar kaldhæðni öi’laganna, eða er það kannski aðeins ein- falt áróðursbragð, að mennirnir sem sífelt bera orðið lýðræði í munni sér hafa gengið' lengra í því að traðka þessari fögru hugsjón niður í skítinn. Og það sem meira er: Framið þau verk í nafni lýðræðisins, og því ti! varnar, sem venjulegum mönn- um finnst minna á allt annað og þá helzt ýms hugtök, sem eru býsna fjarskyld hugtak- inu lýðræði. Svoleiðis háttalag var í mínu ungdæmi kallað að hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en af- neita hennar krafti. Svoleiðis náunga átti maður að varast. Ilvergi hafa þessi vinnubrögð notið sín betur en í meðferð Atlanzhafssáttmálans, . utan þings og innan, lxjá formælend- um hans. Hann á svo sem að vera gerður til verndar lýðræð- inu í veröldinni. Ekki vantar það. En svo er honum þröngv- að upp á þjóðirnar á hinn ó- lýðræðislegasta hátt. Þó hvergi hafi þó kastað tólfunum svo sem hér á íslandi. Enginn veit enn, hvaða sköp- um þetta gerræði þings og stjórnar kann að skipta í lífi þessarar þjóðar. En eitt vitum við nú þegar. Við getum ekki treyst ráðandi þingmeirihluta til þess að beygja sig fyrir vilja þjóðarmeirihlutans, Við þetta Frú Ragnheiður Kjartansdóttir frá Hruna í gær var frú Ragnheiður Kjartansdóttir frá Hruna kvödd hinztu kveðju. Okkur, sem áttum því láni að fagna að kynnast henni, fannst það svo sjálfsagt og eðlilegt að hún ætti enn um langa æfi eftir að breiða birtu og yl á veg samferðamanna sinna á lífsleiðinni, að okkur veitist erfitt að sættast við þá til- hugsun, að hún sé svo skyndi lega og óvænt horfin úr hópi lifenda. Ragnheiður var fædd og alin upp í Hruna í Árnes- sýslu, dóttir hinna góðkunnu iprestshjóna þar sr. Kjartans Helgasonar og Sigríðar Jó- hannesdóttur. Þar í uppsveit- um Árnessýslu var mikill framfaralhugur í mönnum á upþvaxtai’árum R'agnheiðar og áttu þar drjúgan hlut að málum ýmsir nánustu ætt- ingjar hennar. Heimilisbrag- ur, mótaður af sannleiksást og einlægni foreldra, sem eigi máttu vamm sitt vita i neinu, en alla góða viðleitni vildu efla og styrkja, setur sitt mark á barnshugann, sem eigi máist af síðan. I slíku umhverfi er gott að vaxa upp fyrir þann, sem hlotið hefur mikla og fjöl- þætta hæfileika í vöggugjöf. Ragnheiður gekk í Kenn- araskólann um þær mundir sem hún fór alfarin úr for- eldrahúsum og stundaði að að loknu námi kennslu hér í Reykjavík. Árið 1932 var hafizt handa um stofnun blindraskóla hér á landi. Það fyrsta, sem gera þurfti til að hrinda því máli í fram- kvæmd, var að fá hæfan kennara að skólanum. Hér á landi var þá eigi völ á nein- um kennara, sem lært hefði til neinnar hlítar þær kennsluaðferðir, sem nota verður við bóklega og verk- lega kennslu blindra barna og unglinga. Þetta vanda- mál var leyst á þann hátt, að Ragnheiður var fengin til að kynna sér þessi mál í Dan- Skólastofnun þessi var nokkuð af vanefnum gerð um ýmsan ytri aðbúnað og litla sem enga innlenda reynslu við að styðjast á þessu sviði. Nemenaurnir voru einnig á ýmsum aldri og næsta ólíkir að skapgerð og þroska. Starf kennarans var því ærið vandasamt og fjölþætt og eigi auðvelt að fella það í fastar skorður. En Ragnheið- Ur reyndist vandanum vax- in í þeirra orða víðtækustu merkingu. Með óvenjulegri hugkvæmni, þolinmæði og hjartahlýju tókst henni að laða fram og þroska beztu eiginleika hvers nemanda hversu ólíkir sem þeir voru og hversu ólíkar aðferðir sem við áttu liverju sinni. Slík kennsla verður eigi réttilega metin eftir prófs- einkununum einum saman, eða lærdómi nemendanna í einstökum fræðigreinum. Aukið manngildi og félags- legur þroski kom þar ekki síð ur til greina. Við sem þessar- ar kennslu nutum, komum í fyrstu í skólann með nokkr- um kvíða fyrir ókunnu um- hverfi og ókunnu fólki. Sá kvíði hvarf fljótt, er við kynntumst kennaranum og snerist í eftirvæntingu og til hlökkun til náms og starfs undir handleiðslu Ragnheið- ar. Árið 1936 lét Ragnheiður af kennslu í Blindraskólan- um um sinn og fluttist til Danmerkur með manni sín- um, er þar stundaði háskóla nám. Bjuggu þau þar til árs íns 1939 er þau komu alkom- in hingað til Reykjavíkur. Flest árin, er síðan eru liðin, stundaði hún blindrakennslu meira eða minna ásamt hús- móðurstörfunum. Og þótt kennslustundum fækkaði hin síðari ár var Ragnheiður jafnan hinn ósérplægni vin- ur og ráðgjafi allra blindra manna er til hennar leituðu og þá ekki sízt okkar, hinna gömlu nemenda frá fyrstu möi’ku og Svíþjóð og jafn- framt ráðin kennari við hinn væntanlega blindraskóla, er hún kæmi úr þeirri för. Blindraskólinn tók svo til starfa haustið 1933. hefur lýðræðishugsjón okkar beðið alvarlegt áfall. Við get- um ekki þolað það lengixr, að eiga það á hættu, hvenær sem er, að þingmeirihlutinn sýni þjóðinni slíkt gerræði. Þess vegna hlýtur það að verða krafa allra íslendinga, sem lýðræði unna, að þjóðin geti tekið úrslit allra mikils- verðra mála úr höndum Alþing- is, og ráðið þeim til lykta með þjóðaratkvæði ef ákveðinn hluti kjósenda æskir þess. Skúli Guðjónsson. árum Blindraskólans. Nú ert þú horfin og við fá um ekki lengur að njóta holl ráða þinna og handleiðslu. Orð eru fátækleg til að lýsa tilfinningum okkar á slíkri kveðjustund. Minningar streyma að; minningar um kennslustundir, þegar þú opnaðir okkur útsýn um áð- ur ókunna heima með svo einfaldri hógværð og ljúf- mennsku, að okkur fannst við vera að tala um daginn og veginn við jafningja okk- ar; minningar um skilning þinn og úrræði, þegar við leituðum til þín með áhyggj ur og vandamál; minningar um fölskvalausa gleði þína, þegar eitthvað miðaði fram Framh. á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.