Þjóðviljinn - 21.05.1949, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1949, Síða 4
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1949. 1 PIÓÐVILJINN Ctg;efandl: Samelningarflokkur alþýSu — SÓBÍaliataflokkurlnn Rltat]6im: Vlagnúa Kjartanssou. SlgurSur GuSmundsson <Ab>, Frétt&rltfltjórl: Jón Bjarnason. BlaOam.: Arl Káxaaon, Magnrs Torfi Ólaíason, Jónaa Árnaaon, Ritstjórn, afgreiðala, auglýslngar, prentsmiOJa, SkólavörSn- ■tig 1S — Siml 7000 (þrj&r línn r) Xakrií'arverO: kr. 12.00 & m&nuOL — LausasöluverO 60 aur. elnt. PrentsmlOta Þjóflvlljana h. f. Sórfaífftaflokkurlrui, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrj&r línur) 1938 og 1948 Eins og á hefur verið bent hefur innflutningur á neyzluvörum hækkað um helming í tíð fyrstu stjórnar- innar sem Alþýðuflokkurinn hefir myndað. Þessi stór- vægilegi niðurskurður gefur góða mynd af kjaraskerðingu þeirri sem framkvæmd hefur verið af þessari ríkisstjórn, almenningur hefir nú aðgang að helmingi minna magni af aðfluttum neyzluvörum en fyrir tveimur árum! Þessi ömurlega staðreynd var að sjálfsögðu rædd í eldhúsdags- umræðunum og Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra lagði þar orð í belg á mjög athyglisverðan hátt. Að sjálfsögðu var viðskiptamálaráðherranum illa við að ræða lækkunina og tók því þann kost að leita svo langt aftur í tímann að hægt væri að benda á að hækkun hefði átt sér stað síðan þá. Og hann staðnæmdist við árið 1938. Með samanburði á innflutningi áranna 1938 og 1948 komst hann að þeirri niðurstöðu að magn vefnaðarvöru hefði aukizt úr 1002 tonnum í 1136 tonn, kaffimagnið úr 643 tonnum í 777 tonn, sykurmagnið úr 5050 tonnum í 5560 tonn, auk þess sem magn fáeinna annarra vörutegunda hefði aukizt nokkru meir. Og síðan hóf Emil Jónsson lofsöng um sjálfan sig og stjórn sína á þeirri forsendu að hún héldi þó enn uppi ögn skárri lífskjörum en 1938. En aukning sú sem Emil var stoltastur af er ekki mikil, og sé hún borin saman við fólksfjölgunina kemur í ljós að hún er lítil sem engin. Og hver man ekki ástandið 1938, kreppuna, skortinn og vonleysið. Enda var þá út- flutningur landsmanna sjö sinnum minni að verðmæti en 1948! ★ Emil Jónsson má gjarna lýsa stolti sínu yfir því að lífskjör manna séu nú ögn skárri en 1938, sú gleði skal ekki frá honum tekin. En hitt er ljóst að fái þessi stjórn að vera við völd öllu lengur kemur von bráðar að því að þjóðin býr við sömu lífskjör og á kreppuárunum fyrir stríð. ! Þjáiartekjur íslendinga I eldhúsumræðunum skýrði Emil Jónsson frá því að þjóðartekjur íslendinga væru nú hátt á annað þúsund milljóna króna. Væntanlega er þá ekki ofílagt þó gert sé ráð fyrir 10 þúsundum króna á hvert mannsbarn í landinu, eða 50 þúsunda króna árstekjum á hverja fimm manna fjölskyldu til jafnaðar. Eins og alkunnugt er kemst allur þorri íslenzkra f jöl- skyldna hvergi nærri þessu meðaltali, heldur munu 20 þúsundir vera nær lagi meðal alþýðufólks. Það er því vissulega fjarri öllu Iagi að halda því fram að kröfur þær sem verkalýðssamtökin hafa nú sett fram um kjara- bætur muni reynast þjóðfélaginu ofviða. Þvert á móti fela þær aðeins í sér örlítið meiri jöfnuð, örlítið meira réttlæti. En auðvitað er forsenda þeirra sú að eitthvað verði að skerða tekjur auðstéttarinnar, þeirra 200 ríku í Reykjavík sem eiga 5—600 m'illjónir í skuldlausri eign fig hafa 38 milljónir í árstekjur! Vill hellulagðan stíg yfir Landakotstúnið. Siðan girðingin hætti að vera kringum Landakotstúnið, hefur fólk æ meir lagt leið sína yfir það. Flestir ganga sama stíginn, milli tveggja hornanna, suð- vestur- og norð-austurhorns. Af þessu tilefni skrifar einn bréfrit arinn: Héðan af er sjálf- sagt erfitt að venja fólk af að ganga þarna yfir, sé þetta óleyfi legt. Þess vegna virðist mér að ekki sé um annað að gera en leggja þarna stíg úr steyptum hellum. Stígurinn eins og hann er núna, setur sóðalegan svip á þetta fallega tún. — Vest'urbæingur." * Amerískar kvikmyndir og Evrópskar. Pétur skrifar: — Eins og les- endum Morgunblaðsins er kunn- ugt, hefur Víkverji hvað eftir annað notað heppileg tækifæri til að gera litið úr kvikmyndum frá Evrópuþjóðunum, en hampa jafnframt Hollywoodframleiðsl- unni. Hann hefur jafnvel full- yrt, að Reykvíkingar vilji helzt ekki sjá annað en amerískar myndir. Mér finnst því ekki úr vegi, að vakin sé athygli á því, hvernig ástandið hefur verið í þessum efnum að undanförnu. Ensku myndirnar „Rauðu skórn ir“ og „Hamlet", þýzka óperett an „Leðurb!akan“ og jafnvel sænska léttmetið „Ráðskonan á Grund“ hafa verið sýndar lang- tj'mum saman, á meðan almenn- ingur hefur varla litið við mörg um nýjum amerískum myndum, sem sumar hafa ekki gengið nema tvo daga. Norðurlöndum, en nær engar nýjar myndir hafa borizt þaðan um langt skeið. Ef erfitt skyldi reynast að ná aðgengilegum samningum við kvikmynda- framleiðendur á Norðurlöndum, þá væri ekki úr vegi, að Nor- ræna félagið beitti sér fyrir því, að nýjar norrænar myndir fengj ust hingað með góðum kjörum. ★ „Að endingu vil ég skora á Austurbæjarbió að fá „Leður- blökuna" til sýningar, þvi að þúsundir manna í austurhluta bæjarins koma því ekki við að fara vestur í Trípólibíó, sízt af öllu eins og strætisvagnaferð- um er nú háttað. — Pétur.“ ★ ISFISKSALA N : Geir seldi 5903 vættir fyrir 9425 pund, 19. þ. m. i Fleetwood. Júpi- ter seldi 209,2 smál. 20. þ. m. í Cux haven. Birkir seldi 1104 vættir fyr- ir 2146 pund, 18. þ. m. í Aberdeen. Goðaborg seldi 775 vætfir fyrir 1360 pund, 20. þ. m. í Aberdeen. BIKISSKIP: Esja átti að fara frá Reykjavík kl. 20.00 í gærkvöld austur um land til Siglufjarðar. Hekla var vænttmleg til Reykjavikur siðdegis í gær að austan og norðan. Herðu breið er í Reykjavík og fer héðan væntanlega í kvöld til Vestfjarða. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer héðan næstkomandi mánudag til Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Þyrill er í Reykja- vík. * Sambönd séu treyst við Evrópulönd. Þar við bætist svo það, að myndir eins og „Hamlet“ og „Leðurblakan" skara að dómi vandlátra kvikmyndahúsgesta svo langt fram úr sams konar amerískum myndum, að enginn samanburður kemst þar að. Það er því sannarlega ástæða til að ekora á kvikmyndahúsin að treysta sambönd sín við hin gömlu menningarlönd Evrópu, en þar með er vitanlega ekki sagt, að þau eigi að sækjast eft ir gatslitnum, ódýrum 15—20 ára gömlum myndum frá þess- um löndum. ★ Verkefni fyrir Norræna félagið. „Kvikmyndaiðnaður Evrópu er nú einnig að magni til kom- inn langt fram úr iðnaði Ame- ríku, svo að hrein fjarstæða er að tala um, að úr meira sé að velja í Bandaríkjunum. Það verður líka að teljast sjálfsagt, að kvikmyndahúsin hér reyni að fá hingað jafnóðum beztu myndir, sem framleiddar eru á EIMSKIP: Brúarfoss fór væntanlega frá Rotterdam í gærkvöld 20.5. til R- víkur. Dettifoss fór væntanlega frá Rotterdam í gær 20.5. til Leith og Reykjavikur. Fjallfoss er í Ant- werpen. Goðafoss er á Akureyri. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 18. 5. frá Gautaborg. Reykjafoss fór frá Vestmannaeyjum 18.5. til Ham borgar. Selfoss fór frá Reykjavík 17.5. til Immingham og Antwerp- cn. Tröllafoss er í N. Y., fer þaðan væntanlega 25.5. til Reykjavíkur. Vatnajökull er í Stykkishólmi. EINARSSON&ZOfiGA: Foldin er i HafnarfirSi. Linge- stroom er á Súgandafirði. Gullfaxi kom fi Osló kl. 17.00 í gæ Flugfélagið sendi gær flugvélar t Fagurhólsmýrar Kirkjubæjarklausturs, Hornafjai ar, Vestmannaeyja, Akureyrar o Keflavíkur. Hekla er væntanleg k 5—6 i dag frá Prestvík og Kauj mannahöfn. Loftleiðir senda fluj vélar í gær til Vestmannaeyja ,fs fjarðar, Akureyrar, Patreksfjarða Flateyrar og Þingeyrar. Halldór K son (Leike stúkunni , in“ nr. 14 í vík). 21.10 Ljóðskáldakvöl lestur og tónleikar. 22.05 (plötur). 24.00 Dagskrárlol Næíurvörður í Laugavegs- apóteki. — Sími 1616. Guðsþjónustur á morgun: Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. séra Jón Auðuns. Kl. 5 e. h. Safnað- arfundur. Fríkirkj an. Messa kl. 5 e. h. — Séra Árni Sigurðsson. Hall- grímskirkja. Messa kl. 11 f. h. - Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. 2 e. h. — Ferming. — Séra Jakob Jónsson. Nesprestakall. Messað í kapellunni í Fossvogi kl. 11 árdeg- is. — Séra Jón Thorarensen. Ferming í Hallgrímskirkju sd. 22. maí kl. 2 e. h. — Séra Jakob Jónsson. (Kirkjan opnuð 10 mín- útum áður en messan hefst.) DRENGIR: Almar Knútur Gunnarss., Skála 13 v. Háteigsveg. Guðlaugur Þórð- ur Guðjónsson, Laugaveg 46 A. Jón Örn Sigurlaugsson Snæland, Haðarstíg 2. Jónas Gísli Sigurðs- son, Skipasundi 34. Kristinn Karls- son, Nönnugötu 1. Sigurgeir Pétur Þorvaldsson, Leifsgötu 4. Reimar Sigurðsson, Njálsgötu 87. Sveinn Aron Jónsson Bjarklind, Mímis- vegi 4. Úlfur Markússon, Njálsgötu 20. Valdimar Friðrik Einarsson, Skúlagötu 76. Yngvi Kjartansson, Skúlagötu 76. Þórir Sigurður Arin bjarnarson, Baldursgötu 29. STÚLKUR: Ingibjörg Árnadóttir, Digranes- veg 36. Jakobina Birna Stefánsd., Höfðaborg 85. Kristín Leifsdóttir, Hvcrfisgötu 53. Kristín Erla Al- bertsdóttir, Njálsgötu 60. Olga Gunnhildur Kristin Þorsteinsdótt- ir, Bergþórugötu 43. Sigríður Björnsdóttir, Smáragötu 5. Unnur Tessnow, Digranesvegi 24. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Titia Har- temink frá Hol- landi og Ásgeir Bjarnason (Ás- geirssonar, ráðherra) á Reykjum í Mosfellssveit. Mæðradagurinn. — Nú heitir Mæðrastyrksnefnd á bæjarbúa að bregðast vel við eins og undanfar- in ár og styrkja starfsemi nefndar innar með því að kaupa mæðra- blómið. Eins treystir nefndin mæðrum til að senda börn og ungl inga að aðstoða við söluna. Blómin eru afgreidd á eftirtöldum stöðum: Melaskóla, Elliheimilinu, Miðbæjar skóla, Austurbæjarskóla, Þingholts stræti 18, og Laugarnesskóla, --- Sala hefst kl. 9.30 á morgun (sunnud. 22. maí). — Góð sölulaun. ^ 1 dag verða gef in saman í hjónaband af séra Árna Sig- urðssyni, ung- frú Ólöf Auöur Erlingsdóttir (Pálssonar, yfirlög- regluþjóns) og Ingvar Gíslason. Heimili ungu hjónanna verður í Skipasundi 56. — í dag verða gef- in saman í hjónaband af séra Árna Sigurðssyni, ungfrú Guðrún Elsa Helgadóttir, Mávahlíð 38 og Jón Eiríksson, málari, Laugavcg 13. Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 1—7 og S—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 19— 12 og 1—7. Þjó5sl:jala3afniö kl. 1 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- ið kl. 1—3 þriöjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið er op- ið alla virka daga kl. 10—10, út- lán þá frá kl. 2, nema á laugar- dögum on þá er safnið opið kl. 1-4. MUNIÖ að lesa smáauglýsingarnar, þær eru á 7. síðu. G E N G I D: Sterlingspund 26,22 100 bandariskir dollarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur 181,00 100 danskar krónur 135.57 100 nörsltar krónur 131,10 1000 franskir írankar 24.69

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.