Þjóðviljinn - 21.05.1949, Side 5

Þjóðviljinn - 21.05.1949, Side 5
Leugard&gur 21. mai 1949. ÞJÓÐVIUINN 5 Þegar deildum er lokað kveð- tur forseti þingnienn og árnar þeim heilla, á þinglausnafundi er -það forseti sameinaðs þings, sem í áheyrn alþjóðar ber fram ámaðaróskir. Þingvenja er að foringi stjórnarandstöðunnar svari forsetum til kveðju, þakki þeim samstarfið og árni þeim alls góðs. I neðrideild og sameinuðu þingi tók Einar Olgeirsson til máls. Engum þingmanni er jafn eðlilegt að lífga hvert mál og atvik, gæða jafnvel forms- atriði virkra daga lífi af lífi sterks persónuleika, snerti hamn við þeim. Þannig urðu þessar tvennu kveðjur ekki blælaus framkvæmd formbundinnar venju, heldur fengu hvor sinn svip. Þegar Einar Olgeirsson kvaddi forseta neðri deildar Barða Guðmundsson, lagði hann áherzlu á þakkir fyrir drengi- lega fundarstjórn, og það ekki að ástæðulausu. Barði Guð- mundsson er orðinn ágætur forseti, sem ekki gleymir því að hann á að gæta lögbundinna og hefðbundinna þingreglna, hvað sem ríkisstjórn Iiggur á að hraða af vondum málum, framkomu hans i garð stjórnar- andstöðu á jafn hörðu þingi og þessu tjáði Einar Olgeirsson með þeim orðum sem tilfærð eru hér að framan. Kveðjan til forseta samein- aðs þings, Jóns Pálmasonar, var með öðrum hætti. Þeir Ein- ar þekkjast vel. Og í kveðjunni var ekkert annað en kveðja til mannsins Jóns Pálmasonar, ósk um fararheill og hlýja heim- komu. Um starf forseta sam- einaðs þings var ekki getið, aðeins minnzt á „harðan vetur“. En það var bóndinn Jón Pálma- son, sem lét nota forsetavald sitt tii óhæfuverkanna 29. og 30. marz. — Hvert orð sem Einar sagði, var sagt í einlægni. En það sem ósagt var og djúp hryggð í röddinni sem kveðj- una flutti, talaði skýru máli til hvers þess sem fundið hefur ógæfu og afbrot þessa þings liggja eins og möru yfir öllum vetrinum, afbrot sem gera 37 alþingismenn þriggja flokká að sekum mönnum í sögu íslend- inga. * Þeir fundu til . þess, seku þingmennirnir, hve þungt lá á þeim grunsemd þjóðarinnar fyrri hluta veturs, en reiðin og fyrirlitningin er staðfesting hafði fengizt á svikum þeirra 30. marz. Það sást á mörgu í framkomu þeirra eftir óheilla- daginn, að þeir vissu hvað þeir höfðu gert, með ofþandar taug- ar fannst þeim allt á móti sér, ruku upp út af engu, og væri minnzt á sjálfan atburðinn, emjuðu þeir með raust Finns Jónssonar og reyndu að hugga sig við að þeir gætu þó alltaf samþykkt með þingmeirihluta sínum að þeir hefðu staðið sig vel 30. marz. Samvizkubitið og smánarþunginn, óttinn við dóm þjóðarinnar, virtist orka á suma hinna seku þingmanna eins og sterk vjn i stórum skömmtum, . ÞINGSJÁ Þjóðviíjans 21. maí 1949. hefði ekki verið búið að lýsa i hinna 37 seku manna, og lög yfir að þingmenn væru aldrei drukknir á þingfundum, hefðu áhorfendur og heyrendur síð- ustu fundanna ekki fundið aðra skýringu á framkomu nokkurra íhaldsmanna í þingsalnum en að þeir væru „draugfullir“ eins og pallgestur einn orðaði það. Upplausn sú og virðingarleysi fyrir Alþingi sem kemur fram í slíku, talar sínu máli um sálarástand þess lýðs. ★ Er frá líður mun það sjást enn skýrar en nú hvernig ís- lenzkt afturhald og bandarísk stjórnarvöld hafa allt frá 1940 unnið að innlimun Islands í hern aðarkerfi og áhrifasvæði Banda ríkjanna. Bezt tókst viðnámið er Bandaríkjunum var neitað um herstöðvar til 99 ára árið 1945. Nú skilja allir, með hlið- sjón af atburðum þeim er síðar hafa gerzt, að sá sigur íslenzks málstaðar ' vannst eingöngu vegna þátttöku Sósíalistaflokks ins í ríkisstjórn, vegna þess að fulltrúar íslenzka afturhaldsins gátu ekki makkað að baki þjóð- inni um afsal landsréttinda og svikizt til að samþykkja þau á einum sólarhring. En þjóðin skildi það ekki 1946, treysti enn fagurgala landsöluflokkanna. Vegna þess að Sósíalistaflokk- urinn vann ekki stórsigur í kosningunum 1946 tókst hinu skuggalega bandalagi banda- ríska auðvaldsins og íslenzkra leppa að gera þetta kjörtímabil að ömurlegum uppgjafarkafla Islandssögunnar. Á fimm ára afmæli lýðveldisins Islands er búið að afhenda land og þjóð á vald Bandaríkja Norður-Ame- ríku, og henda fyrir borð sjálf stæði landsins og friðarstefnu vopnlausrar þjóðar. „Herraþjóð in“ hreiðrar um sig á Keflavík urflugvelli eins og hún ætli aldrei þaðan að fara, ríkisstjórn íslands hangir við völd á Mar- shallmútunum, og hefur í stað- inn ofurselt Islendinga tortím- ingarhættu af 20 ára hernaðar- bandalagi við auðvaldsríki heims sem fyrr eða síðar hætta tilveru sinni í síðustu örvænt- ingartilraun að snúa mannkyn- inu við á þróunarbrautinni, liindra sigurför alþýðunnar til valda. 'k Þegar litið er yfir langa þing- ið sem nú er lokið sést að öll meginátök íslenzkra þjóðmála eru farin að snúast um einn möndul, sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga. Baráttan gegn land- ráðunum 30. marz er eins og þungur undirstraumur allan þingtímann og nær hámarki 29. og 30. marz með afburða þrótt- mikilli baráttu þingflokks Sósíal istaflokksins við hin örðugustu skilyrði, er afturhaldið átti enga vörn nema atkvæðameirihluta leysishraðann svo þjóðin fengi ekki skilið þá örlagaríku stund íslandssögunnar 'fyrr en um seinan. Á sviði atvinnumála og fjár- mála verður baráttan einnig milli sömu fylkinga, Sósíalista flokksins annarsvegar og þrí- flokkaafturhaldsins hinsvegar, baráttan milli stórhugs, bjart- sýni, og trúar á íslenzku þjóð- ina annarsvegar og hinsvegar stefna mútuþeganna, hinna seku manna sem eru að gegn sýra atvinnulíf og fjármál is lenzku þjóðarinnar mútuspill- ingunni. Enginn sem heyrt hef- ur og séð þau átök efast um hvora stefnuna framtíðin hyll- ir, nýsköpunarstefnu Sósíalista- flokksins eða lágkúrulega mútu þágustefnu Bjarna Benedikts- sonar, Lavals Islands; Stefáns Jóhanns Stefánssonar og Ey- steins Jónssonar. ★ Það var ætlun þríflokka-nna að rjúfa þing í vor og hafa kosn ingar í næsta mánuði. Þeir töldu sér það hagstæðari víg- stöðu til blekkinga en að hanga við völd út kjörtímabilið. Þetta breyttist vegna þess hve geysi öflug andstaðan gegn landráð- unum 30. marz varð, en hún náði langt inn í raðir stjórnar- flokkanna. Afturhaldsklíkurnar sem halda þessum flokkum í hel greipum, þorðu ekki i kosning- ar vegna þess að þær finna að aldan gegn þeim, aldan gegn leppmennsku, landráðum og mútuþágum rís enn með sívax- andi þunga. Eysteini og aftur- haldsklíku hans tókst að láta Framsókn þrælast áfram í stjórninni enda þótt blökk ihaldsins og Alþýðuflokksins veitti þessum samstarfsflokki síðustu daga þingsins þá útreið að engin flokksstjórn með snefil af sjálfsvirðingu hefði lát ið bjóða sér slíkt. En svo er búið að þvæla Eysteini & Co. upp úr óþrifaverkum leppstjórn arinnar, að hann þiggur kjafts- höggin með kristilegu umburð- arlyndi. ★ Samt getur komið til kosn- inga í sumar eða haust. Alþýða landsins verður að vera við öllu búin. Hún hefur margt lært síð | an sumarið 1946, og mun ganga til þingkosninga hvenær sem þær verða með þann skilning, að eigi íslenzkur málstaður, bjart- sýni og stórhugur, íslenzkur metnaður og snilli að móta þjóð líf íslendinga, verður að stór- auka áhrif Sósíalistaflokksins á Alþingi og refsa hinum seku flokkum og sekum þingmönnum þeirra. Frjálslyndir menn Fram sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins munu einnig finna að í þeim kosningum verður að ur að finnast fyrir vilja fjölda manna í þessum flokkum til heiðarlegrar, róttækrar, ís- lenzkrar stefnu. Milljónaburgeisarnir í Reykja vík og bandamenn þeirra vest- an hafs hafa misnotað Alþingi gegn Islendingu'm þetta kjör- tímabil. Þeir þykjast hafa bund ið þjóðina svo að hún hvorki þori né geti hrært sig til sjálf- stæðisbaráttu næstu áratugi. I blindni sinni halda þeir að úr- slitasigur ýfir íslenzkri alþýðu, íslenzkum málstað sé þegar unninn. En þeir reikna skakkt. Al- þýða Islands á leikinn, og hún mun í næstu kosningum leika sterkan leik sem gerbreytir tafl stöðunni. Þrátt fyrir allt, Kefla víkursamning, Marshallfjötra, hernaðarbandalagshlekki, getur alþýða Islands til sjávar og sveita, í samvinnu við frjáls- lynd öfl annarra stétta, ráðið þessu landi, leyst sig úr viðjum,: hafnað mútunum, byrjað nýtt líf, sem íslendingum sæmir Þess vegna er enn vor í lofti, arnsúgur sókndjarfrar alþýðu. Þess vegna sér þjóðin ekki sex- tugasta og áttunda löggj.þing- ið fyrst og fremst í mynd þeirr ar smánar sem sekir flokkar og sekir menn hafa þrýst á ásýnd Alþingis, heldur sem haslaðan völl þar sem fámennur flokkur harðsnúins liðs var ofurliði bor inn af leppum, mútuþegum og landráðarhönnum í baráttu um sjálfstæði, frelsi og framtíð ís- lenzku þjóðarinnar. Og við þá sýn meitlast heitstrenging í hug hvers frjáls Islendings, heit af hatri til hinna seku manna og seku flokka, hert í sigurvissu alþýðusamtakanna, að láta flokkinn verða liðfleiri næst þeg ar þú færð biturt vopn kjör- seðilsins lagt í hönd. Liðsauka er þörf, hörð barátta er fram- undan næstu árin. Minnumst þess ætíð: íslenzk alþýða getur tapað orustum. En hún vinnur stríðið. S. G. 14,800 þátftakendur í Lingiaden 90 eilenák Ikkkai sýna Ritari Linghátíðarinnar í Svíþjóð, Agne Holmström, hef- ur nýlega skýrt frá því að alls muni um 14,000 þátttakendur frá 48 þjóðum, koma til „Lingi- aden“ í sumar. Alls koma 90 erlendir flokkar og auk þeirra 26 frá Svíþjóðr * Á fyrstu Linghátíðinni voru 7,339 þátttakendur frá 37 lönd- um. Þátttakendur verða frá hinum f jarlægustu stöðum: Brasliíu, Columbía, franska Indókína. Frakkland tók ekki þátt í mótinu 1939, en sendir nú 6 flokka og greiðir franska ríkið kostnaðinn aí þátttöku þeirra. Erfiðasta atriðið að leysa, kvað ritarinn vera húsnæðið og hafa öll gistihús verið fengin á staðnum og auk þess 41 skóli. I Svíþjóð einni hafa 5850 hús- mæður tilkynnt þátttöku sína i. mótinu. Af þeim eru St50 frá Lapplandi. Elzta húsmóðirin er 69 ára(!) og jafnaðaraldur- inn er um 50 ár. „Það er ekki laust við að maður sé svolítið smeykur, en það fer nú allt vel“ sagði talsmaðurinn. I sambandi við þessa Ling- hátíð er stórkostleg íþrótta- sýning. sir g maij Garðyrkjufélag is bagnýtar leiðbeiningar um lands hefur gefið út nýj-1 ræktun matjurta. Frámleiðsla an leiðarvísir um ræktun matjurta- Nefnist hann Matjurtabókin, og er skrifaður af þeim Iialld. Ó. Jónssyni, Ingimar sig- urðssyni, Ingólfi Davíðs- syni,. Ragnari Ásgeirs- syni syni. og Sigurði Sveins- í formála er þess getið, að félagsmenn fái bók þessa í stað ársritsins, semN félagið hefur gefið út undanfarandi ár, og að Garðyrkjufélagið muni halda áfram að gefa út garðvrkjubækur svipaðar þessari. í formála bókarinn- ar, sem er skrifaður af Hall- dóri Ó. Jónssyni segir enn- fremur: ,,Með bók þessari garðafurða þarf að margfald- ast frá því sem nú er. Að- staða íslendinga er þannig í manneldismálum, að þeim er nauðsyn að neyta meira nýmetis, en allur þorri rnanna hefur átt kost til þessa. Aukin grænmetis- notkun mun leggja þýðing- armikinn skerf til heilbrigð- is og bættrar heilsu lands- manna”. Lengsta og ýtarlegasta greinin í bókinni er rituð af Ragnari Ásgeirssyni, ráðu- naut, og nefnir hann hana Undirstöðuatriði. Ennfremur eru greinar um hinar ýmsvt tegundir matjurta, flokkun þeirra o. fl. Alls er bókin 110 bls., og með mörgum skríða til skarar, farvegur verð er leitast við að gefa fólki rnyndunr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.