Þjóðviljinn - 21.05.1949, Page 6

Þjóðviljinn - 21.05.1949, Page 6
 JsJÓÐVILJINN • - ^La-ugajrdagur 21, . m&í 1940. • , - . . ,,, Frá Fegrunarfélagi Reykiavikuir: . Vegna þess hve liðið er á. vorið verður horfið að þeirri breytingu á niðurskipun grein- apna frá Fegrunarfélaginu, að næsta grein, er átti að fjalla um nýbyggingu skrúðgarða, verður látin bíða að sinni. . Þótt enn sé kalt í veðri, er kominn vorhugur í allan þorra fólks og þegar er byrjað að híua að skrúðgarðinum, enda er þess meiri þörf, að natni og umhyggja sé viðhöfð, þegar ekki viðrar betur en raun ber vítni. Fyrstu vorverkin í skrúð- garðinum eru auðvitað í því fólgin að hreinsa í burtu allt óþarfa rusl, er safnazt hefir fyrir yfir veturinn, en þó verð- ur jafnan að gæta þess vand- fega að kasta ekki á glæ plöntu leyíum frá fyrra ári, föllnu laufi, blómablöðum og öðru slíku, sem hefir að geyma líf- ræn efnasamböftl. þ— fTil þess að fá góða rækt í garðinn er sjálfsagt að koma slíkum úr- gangi fýrir í jarðveginum um leið og trjá- og blómabeð eru stungin upp. Eftir því sem jarðveginum er gert betur til snemma vors, þvi betri ræktunarárangurs er að vænta, svo að þótt ekki sé hægt að sá til sumarblóma alveg næstu daga, er sjálfsagt að hefjast handa um allan undir- búning. Áríðandi er að gæta þess, að blómabeðin, sem sá á í, séu vel myldin og móttækileg fyrir loft og hita. Hæfilegt er að stinga beðin upp um eina rekustungu niður og heppilegt að hvolfa mold- inni af skóflunni, þannig að sama jarðlagið, séy.^kki alltaf efst. E. Málmqoist 111 .....1 "■ 111....■U|»M||W«|M|, i EVELYN WAUGH: ' ■ f*i ■ 29. DACilJB. ASM. JONSSON 1 Frá Fegrunarfélagi Reykjavíkur: SumarbSom sem sá má beintí garðtnn Þegar sáð er þeim tegundum, er hér fara á eftir, beint í garð- Inn er það fyrst og fremst vegna þess, að þær eru það fljótvaxnar, að þær ná að þroskast án þess að sá þeim fyrst í vermireit. Sumar þeirra þola heldur illa eða ekki að þær séu fluttar. Eftirtöldum tegundum má sá snemma á vorin eða strax og hægt er að vinna í garðinum. Bezt er að sá þeim í raðir. Millibil milli raða fer þá eftir Gtærð viðkomandi tegundar. Góð regla er það, þegar sáð er, að þekja fræið með mold sem svarar 3—5 sinnum þykkt fræs- Ins. Flest þessara blóma mega standa nokkuð þétt í röðum, ef raðimar eru ekki of þéttar. Hafi hinsvegar verið sáð alltof þétt má grisja lítilsháttar. Brúðarslæða, ágæt sem kant- blóm, einnig falleg í blóm- vendi. Hæð 45 cm. Chrysanthepnom, ma£glit blóm, vérður að grisjast svo að séu 10—-15 cpi milli ' raða. Hæð allt að 50 Cm. Clarkia, er ágæt til að nota af- skorin, verður mjcg falleg, einkum í góðu skjóli. Hæð um 60 cm. Eilífðarblóm (acroclinium), má þurrka með því að skera blómin af áður en þau springa alveg út og hengja upp þannig að blómin snúi niður þar til stilkurinn er vel þur, geta þau þá staðið mán- uðum saman í vasa. Hæð um 50 cm. Gullvalmúa (Eschscholtzia), ágætt kantblóm, auðræktuð. Hæð um 35 cm. Rauður hör (Líneum), fljót- vaxiii og blómstrar' alllehgi. Hæð 30—40 cm. íberis, verður að grisja, milli- bil 10—15 cm. Hæð 20—25 cm. Kornblóm, blómgast mjög snemma. Hæð um 90 cm. Nemophilia, lágvaxin, ágætt kantblóm. Nigella, hæð um 45 cm. Draumsóley (Pajjaver Glauce- us), fræinu verður að sá mjög grunnt, vegna þess hve smátt það er. Draumsóley (Papaver Palonii- florum Fl. Pl.), með ofkrýnd- um stórum blómum, verður að sá grunnt og grisja þannig að 10—15 cm séu milli plantna. Hæð um 90 cm. Draumsóley (Papaver Somni- florum Fl. Pl.), með hvítum og rauðum blómum. Verður að sá grunnt og gisið. Hæð um 100 cm. Blönduð sumarblóm, eru marg- ar tegundir sumarblóma og verður því að sá því gisið. Hæð 30—90 cm. Þorskamunnur, verður að sá gisið og grunnt. Hæð um 30 cm. Tropaeol’um, lágvaxið, verður að grisja svo að 10—15 cm séu milli plantna. Hæð um 30 cm. Ingimar Sigurðsson. ' iiimiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiii IV. KAFLI Matodi-endastöð Le Grand Chemin de Fer d’Azanies var í kílómeters fjarlægð frá borginni. Þangað lá breiður vegur úr rauðrí mold, sundur- grafinn og holóttur, og á báðar hliðar meðfram honum óreglulegar raðir akasíutrjáa. Milli trjánna var strengd snúra með marglitum fánum. Nokkrir fangar, hlekkjaðir saman á hálsunum, busuðu við ryðgaðan bíl, sem lá á hliðinni á miðj- um veginum. Hann hafði orðið fyrir óhappi þarna sex mánuðum áður, þegar arabískur bílstjóri hafði ekið honum inn í nautahjörð — hann sat nú í tukthúsi fyrir vikið. Hvítir maurar voru búnir að éta upp til agna hjólbarðana og ýmsir vélahlutar höfðu af og til verið sóttir i hann — til viðgerðar öðrum bílum. Sakuya- fjölskylda hafði tekið sér bólfestu aftur í hon- um, og þyljað milli hjólanna með druslum, ryðg- uðu bárujárni, leir og grasi. Það var á velgengnisdögunum, sem keisarinn dvaldi uppi í hálendinu, og nú var hann kominn aftur, borgin var krök af hermönnum og embætt- ismönnum. Það var eftir beinni' fyrirskipun frá honum, að bíllinn var fluttur til. Svona hafði það gengið í þrjár vikur — alstaðar annríki, tilkynn- ingar á öllum húsaveggjum, herdeildir að æfing- um, gjallandi herlúðrar, fólk, sem Var hengt. Allt á fleygiferð myrkranna á milli. 1 arabíska klúbbnum gætti megnrar gremju gegn þessu nýja stjórnarfari. Mahmud el Khali bin Saiúd, sem var elzti afkomandi Matodi-ættarinnar, sat í hópi ættingja sinna og japlaði mæðulega á khat. Sólarljósið streymdi inn gegnum gluggarimlana og varpaði annarlegum ljósreitum á snjáðar gólfábreiður og legubekkinn. Það vantaði tvö rafmunnstykki á vatnspípuna, ruggustóllinn í horninu var orðinn skrapatól og gljáhúðin á rósatrésborðinu var sprungin og flögnuð. Þessar sorglegu leifar var allt sem eftir var af betra fólkinu í Matodi. Hitt hafði flutt burt eða fallið í bardögum. Þarna voru sex gamlir menn og tveir unglingar, spilltir af ólifnaði — annar þjáðist af hjartakrömpum. Nú á dögum fannst þeim heiðursmönnum ekki vært í Matodi. Nú mátti ekki lengur segja góða sögu á götunni, eða staðnæmast við tjörnina, eða ræða á mannsæmandi hátt fasteignasölu eða ættartölu hests — nei, maður var hrakinn upp að húsvegg af negrum og Indverjum — skítug- um, óumskornum kvikindum, vantrúarhundum, afkomendum þrælanna. Og dómararnir þarna upp í hálendinu — uppskafningar og leigutól dæmdu mönnum í óhag. Gyðingar frömdu éigna- nám —skattar — raup ■—engin virðing fyrir hvíldartímanum — hengja allavega litar druslur og flögg alstaðar, hreinsa göturnar, — flytja liggurleiðin IIIIIIIIillllllII**llIlf||||tlllll||||Ili|||||B gamla bíla úr stað, þegar eigendumir gátu ekki varið, þá fyrir pfbeldi. Og í dag var birt til- kynning, sem bannaði mönnum að bera arabísk klæði á almannafæri. Áttu þeir nú — komnir á þennan aldur — að fara að spóka sig í buxum og jakka, með sólhjálm á höfðinu, eins og kyn- blandaðir bankaþjónar? Og þar að auk var verðlagið hjá klæðskerunum himinhróþandi — þeir gátu alveg eins búsett sig í brezku nýlend- unni. Meðan á þessu stóð, miðaði vegahreinsuninni áfram með miklum hávaða og pústrum eftirlits- mannanna. Nú átti-fyrsta járnbrautarlestin síðan fyrir uppreisnina að leggja á stað þennan1 eftir- miðdag. Það hafði tekið langan tíma að kóiha járn- brautinni í lag. Rétt fyrir orustuna við tJkaka hafði stöðvarstjórinn og allt helzta starfslið hans flúið til meginlandsins. Viku eftir að Seth sigraði voru þeir að smátínast aftur, og gáfu hinar margvíslegustU skýringar á f jarveru sinni. Það hafði verið ákaflega leiðinlegt verk, að gera við járnbrautarlínuna, sem báðir herirnir höfðu rifið upp á mörgum stöðum. Þeir höfðu orðið að draga að sér eldsneyti og þráð í símalínuna. Þetta hafði valdið mikilli seinkun á öllum framkvæmdum, því efnið var ekki fyrr komið frá meginlandinu, en hermennirnir, sem Connolly hafði sent heim, stálu þvi, til að skreyta hand- leggi og fætur kvenna sinna með. Þegar svo allt var loksins komið í lag, var ákveðið að fresta athöfninni, þangað til póstskipið kæmi frá Evrópu. Þannig vildi það til, að komu Basils Seal til Matodi og sigurför Seths til Debra-Dowa bar upp á sama daginn. Keisarinn hafði sjálfur ákveðið af mikilli um- hyggju helztu atriðin í brottför sinni úr borginni, og það var tilkynnt á sakuyu, arabísku og frönsku og límt á húsveggi og símastaura meðal tilkynninga, er boðuðu framfarirnar og mýsköp- unina. TILKYNNING UM VINNUDAG KEISARANS. 1) Keisarinn leggur af stað til járnbrautar- stöðvar Matodis, og kemur þangað kl. 14.30 (8.30 eftir múhameðskum tíma). Með honum verður fylgdarlið hans, yfirhershöfðinginn og herfor- ingjaráðið. Heiðursvörður verður úr fyrstu her- dcikl keisaralega lífvarðarins. Hátíðabúningur. (Yfirmenn á skóm. Óbreyttir borgarar mæti í lafafrökkum og með heiðursmerki. Hermönnun- um verður ekki úthlutað skotfærum. 2) Við járnbrautarstöðina tekur stöðvarstjór- inn á móti keisaranum og leiðir hann til keis- aravagnsins. Áhorfendur fá ekki aðgang að stöðv arpallinum eða neinni byggingu stöðvarinnar, DAVÍÐ immi*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.