Þjóðviljinn - 28.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN iii NAKIN Framhald af 5. síðu aftur heim í húsgagnaða her- bergið .... að stara uppí loftið og gráta sig í svefn.“ New York er borgin, „þar sem sjö milljónir manna búa saman í einmanaleik,“ og þrá hins einmana manns eftir ást og löngun hans til að brjóta af sér fjötur einangrunarinnar er svipbrigði í morandi lífi borgar- innar, sem hefur fangið Weegee sterkt. Myndavélin hans er frek og nærgöngul, en eiginlega er hann sjálfur hin leiðandi sál, einmana og þreytandi. Morð og eldsvoðar gefa honum tækifæri til að komast í nánd við líf fólks ins — augnablik, þegar andlit opnast og þjáning, sorg og sárs auki opinberast, augnablik, þeg- arar meðal hinsnafnlausa fjölda verða allt í einu hæf sem fyrir- sagnir og myndir í blöðunum. — Eg þekki þessa borg betur en buxnavasann minn, segir Weegee og púar útúr sér heilu skýi af vindlareyk. Eg veit, hvernig hún andar og lifir. All- ir hlutir eru bundnir sínum ó- sýnilegu lögmálum. Eldsvoðar brjótast næstum því alltaf út um tvö-þrjúleytið á nóttunni. Sjálfsmorðstíminn er milli fimm og sex á morgnana. Þá kasta menn sér út um glugga eða nið- uraf svölum. Þeir verða að blóð ugri hrúgu á götunni .... Næst um alltaf snýr andlitið upp. Með augun upp í átt til stjarnanna eða uppeftir framhliðum hús- anna. Hvers vegna kastar fólk sér einmitt út á þessum tíma? Nóttin er liðin, brennivínið drukkið upp, veitingahúsin eru lokuð og dagurinn nálgast .... með kröfum sínum um fram- tak — með aðvörunum sínum um vinnu og fjármálaáhyggjur, þrætur og djöfulskap..... — En víst er það, að dauðinn getuy? samt komið. Einu sinni gekk ég eftir götu niðrúr Bow- ery. Þér liafið séð þessi hverfi með fátæklegum ölknæpum og smásjoppum. Um leið og ég gekk framhjá tók ég mynd af betlara, sem lá og svaf þar í kima. Augnabliki síðar reis hann á fætur og rölti á stað yfir götuna. Bíll kom þjótandi og ók yfir hann. Ilann dó samstundis. Eg tók tvær myndir til. Á slíkum augnablikum talar Weegee toöldum rómi einsog lög reglufulltrúi. „Eg tók tvær myndir til.“ Maður gæti haldið að örlög þau, sem hann stingur fótum við á götunum, séu kom- um fullkomlega óviðkomandi. En í önnur skipti er hann bljúg- ur og grætur hina ólánssömu. Ha.nn er mjög týpískur Ameríku maður, sem sveiflast milli við- kvæmni og hundingjaháttar. En hundingjahátturinn er vitaskuld bara skel, maður fær hart skurn í þessari borg. Sem fagmaður er hann nákvæmur, viðbrögð hans hljóta að vera allt að því vélræn, skel á örfáum sekúnd- um. Það er þessi hæfileiki til að halda jafnvægi milli tilfinninga og framtakssemi, sen'1 veldur B O RG | . . I því, að myndir hans eru þrungn ar af upplifun og lífi. Það, sem þeim er ábótavant í tæknilegum glæsileik, vegst margfaldlega upp af gildi þeirra sem söguleg skjöl, sem leiftursnögg högg úr örlagasmiðju tímans. Weegee tekur alltaf öðruvísi myndir en starfsbræður hans. Ef eldsvoði er á ferðinni, taka allir myndir af brunaliðsmönn- unum, klifrandi upp slökkvistig- ann. Ein af áhrifamestu mynd- um Weegees er af móður og dótt ur grátandi, þar sem þær stara örvita af skelfingu á hið brenn- andi hús, þar sem önnur dóttir er að brenna inni með barninu sínu. Einu sinni framdi kona s.jálfs morð með því að kasta sér útúr glugga á hóteli. — Eg tók enga mynd af henni, heldur af ungu pari, sem stóð þarna mitt í mannf jöldanum .... Meðan þau héldust í hendur .....augun glampandi af ungri ást .... og horfðu, þama, þetta .... líkið Weegee er töfraður af andlit- um mannanna. Þegar sprengju- flugvél rakst fyrir ári á hæsta skýjakljúf heimsins, Empire State Bulding, voru kynstur af myndum teknar af reykjarból- strunum, sem ultu útum gatið sem hjóst í vegginn uppá 69. hæð. Weegee tók mynd af nokkr um andlitum meðal • fjöldans, óttaslegnum, spyrjandi. Hann heldur því fram, að allt, sem fram fari í einni /bofg, endur- speglist í andlitum fólksins. Ekki þó svo að skilja, að myndir Weegees séu ein röð af j skelfingarmyndum. Heldur eru þær litauðug þjóðlífslýsing, tólf skildingaópera um þann himin og það helvíti, sem kallast ný- tízku stórborg. Þarna sjást þybbnar fjölleikahússöngkonur og meinlausir lögregluþjónar;' þjófar, dulklæddir sem Franken steinverur; þarna eru heimilis- lausir, sem sofa undir jólatrénu hjá Hjálpræðishernum; naktir og skjálfandi elskendur á bað- strönd og í dimmum lystigörð- um; ölknæpur, þar sem gleðikon ur stinga peningaseðlum niðurí sokkana og kavalérarnir dansa með skyggnishúfurnar á skakk; og þarna er ökumaðurinn, sem danglar í hestinn sinn á heimleið í krapinu.------- Það er mynd af fátækri konu í rifnum, skitnum fötum og hún starir á tvö máluð samkvæmis- hænsni utanvið óperuna. Mynd af tveimur, sem farizt hafa í eldsvoða; líkunum hefur verið vafið inní segldúk .... enginn, sem fer um götuna, hefur tíma til að stanza .... Þetta er snemma morguns, maður gæti orðið of seinn til vinnunnar og forstjórinn gæti orðið vondur. Mynd af velfóðruðum forstjóra, sem er að stikna í sumarsólinni og hefur lagzt allsber útá sval- irnar. Og það er mynd af svert ingjakonunni með litla drenginn sinn á handleggnum; hún stend Framhald á 7. síðu. • Laugar-daguf 28. maí 1949. EVELYN WAUGH: 32. DAGUR KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. framfaranna." Og Basil gekk aftur fram hjá glugganum, í þetta sinn í samræðum við Conn- olly herforingja. Eftir stundarkorn kom dráttarvagninn aftur á bak inn á stöðina við mikil fagnaðarlæti. Menn frá viðgerðaverkstæðinu komu og gerðu við tengingarnar. Loksins var haldið á stað. Basil hóf ferðina í góðu skapi. Hann var orð- inn góðkunningi herforingjans, og áður en lest- in kom til höfuðborgarinnar hafði hann fengið boð‘ um „að líta inn og fá í glas, hvenær sem honum þóknaðist." Lestin, sem flutti keisarann til Debra-Dowa, var líka með póst. Það var stórhátíð í brezka sendiráðinu. Það var farið með póstpokana inn í borðstofuna og þar sátu þau í hring utan um þá og útbýttu bréfum og böglum og gátu sér til um skriftina á þeim og lásu hvort yfir annars axlir. — „Peter er búinn að fá fréttir af Flóru.“ ,,Ó, má ég ekki lesa bréfið frá Anthony næst, Mabel?“ „Hérna er ein örk til að byrja með.“ „Vill einhver lesa bréf Sybillu til Jacks?“ „Já, ég ■—- en ég er ekki búin með bréf Mabels til Agnesar." „En hvað WiHiam er skuldugur. Plér er reikningur frá klæðskeranum upp á 82 pund.“ „Og tólf frá bóksalanum.“ „Frá hverjum er þetta, Prudence — ég þekki ekki skriftina?"------- „Óttalegur sægur er þetta af þjónustuskjöl- um,“ sagði sir Samson mæðulega, „ég vil ekki láta ergja mig með þeim strax. Viljið þér ekki taka að yður að líta yfir það, Peter, þegar þér hafið tíma til þess?“ „Það get ég því miður ekki næstu daga, herra sendiherra, við erum bókstaflega að kafna í verk- efnum á skrifstofunni." „Já, já, væni minn — það þarf allt tímann sinn. Maður á alltaf að taka fyrst fyrir það, sem næst liggur hendinni. Það er ósennilegt að við þurfum að svara neinu af þessu, og svo má líka hamingjan vita, hvenær næsta póstferð verður — Hæ, hérna cr dálítið skemmtilegt, jahá. Eg skil ekki eitt einasta orð af því. Til hamingju. Gerðu níu afrit af þessu bréfi og sendu það níu af vin- um þínum-------“ „Þetta var merkileg hugmynd.“ „Góði sendiherra, viltu nú ekki þegja svolitla stund, meðan ég spila nýju plöturnar?" „Nei, hlustaðu nú, Prudence. Það byrjaði að skrifa það amerískur herforingi í Frakklandi. Ef maður rýfur keðjuna, verður maður fyrir óláni, en ef maður sendir það áleiðis, kemur eitthvað happ fyrir mann. Það var kona, sem missti mann inn sinn, og maður vann gríðar fjárfúlgu í spil- um — bara af því þau gerðu það og gerðu það ekki — þessu hefði ég aldrei trúað að óreyndu." Prudence lék nýju plöturnar. Það var hátíðleg tilhugsun í þessum fámenna hóp, að þau mundu heyra þessi átta lög á hverjum degi, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð, þangað til einhvern góðan veðurdag, sem enginn gat sagt fyrirfram um, að nýr póstur kæmi frá Evrópu. Þessi lög mundu hljóma í höfðum þeirra heima, í sendi- ráðsskrifstofunum, og í hinum stuttu skemmti- sem þau hlustuðu, opnuðu þau bréf og blaða- ferðum þeirra um nágrennið — Samtímis því « stranga. •„Með hvað ertu þarna, sendiherra?" „Það er dálítið alveg stórmerkilegt, væna mín. Líttu bara á. Það fjallar allt saman um stóra pýramídann. Sjáðu til, það er sko „kosmisk alle- gori.“ Það er byggt á „samræminu." Hlustaðu: Samanlögð lengd hinna tveggja áfanga í þrengsl unum er nákvæmlega 153 xiýramídaþumlungar —• og 153 er tákntala hinna útvöldu í hinni dulrænu útfærslu Herrans í fiskidrættinuin mikla, sem var 153 stórir fiskar.“ Þetta verð ég að áthuga nánar — þetta er ákaflega athyglisvert. Hver ætli sendi mér þetta eiginlega. Hver svo sem það er, þá er það ósköp fallega gert.“ Það var útdeilt ellefu blöðum af Punch, fimm- tíu og níu blöðum af Times, tveim blöðum af Vogue, og slatta af New Yorlter, Week-end Review, St. James Gazette, Horses and Hounds og Journal of Oriental Studies. Þar að auk voru svo skáldsögur, vindlar og duft til að búa til úr sódavatn. „Eiginlega ættum við að hafa jólatré næst þeg- ar við fáum póst.“ Það var sópað saman heilum hóp af bréfum frá utanríkisráðuneytinu — og lenti um síðir í hrúgu af tómum umslögum og umbúðapappír. „Það er auðsjáanlega þannig, að inni í pýra- mídanum mikla er herbergi með þrefaldri blæju gömlu egipsku spámannanna — Austurveggur anddyrisins táknar frið mitt í styrjöld-----“ „Hér er bréfspjald með tilkynningu um skemmtun í „Perroquet“ annað kvðld. Ert þú nokkuð mótfallinn því, að við förum þangað ann- að kvöld, sendiherra?" ,,-------Fjögur kalksteinastykki, sem tákna miklar þrengingar á árinu 1936 --------“ „Sendihcrra.“ „Eh — hva — fyrirgefðu. Já, við skulum endi- lega fara þangað. Við höfum ekkert farið í marg- ar vikur.“ „Já, vel á minnzt," sagði William. „Við fengum heimsókn í dag.“ „Ekki þó biskupinn?" „Nei, það var nýr maður. Hann skrifaði nafn sitt í bókina — Basil Seal.“ „Hvað ætli haim vilji nú? Þekkið þér hann?“ „Mig minnir, að ég hafi heyrt nafnið áður, en ég man ekki hvar.“ DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.