Þjóðviljinn - 06.06.1949, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.06.1949, Qupperneq 3
Föstudagur 6. maí 1949. ÞJÓÐVILJINN I íþróttasíðunzii ha-fa nýlega borizt 2. og 3. tölublað af ,;Skólaíþróttir“. Þessum blöðum fylgdu leiðbeiningar í þrem í- þróttagreinum fyrir pilta: Frjálsar íþróttir, glíma og knatt spyrna. Eru þessar leiðbeining ar ætlaðar skólunum á hinu svo nefnda „frjálsa tímabili" í lík amsæfingum skólanna og getið var hér á síðunni í vetur. Er þetta allítarlegt og verður gam an að heyra hvernig þessari á- gætu nýbreytni hefur verið tek- ið af kennurum og nemendum. I þriðja tölublaðinu er sagt frá því að íþróttafulltrúi lét gera athugun á æfingasókn í tíma þá er íþróttum eru ætlað- a-r. Þetta mál hefur oft verið mönnum nokkuð áhyggjuefni, því grunur hefur legið á að þess ir tímar hafi verið sérstaklega sniðgengnir ef hægt hefur verið. Þessi athugun Þorsteins leiðir margt í ljós, og ef til vill er þetta skref i áttina til að fá for 'eldra, kennara, nemendur, skóía og heimilislækna til að skilja að mikil kyrseta krefst aukinnar hreifingar. Fyrst ræðir hann nokkuð um þær töflur sem hann hefur gert um þetta og heldur svo áfram: „Margskonar fróðleikur fæst við lestur taflanna og skal bent á nokkur atriði: 1. Við fimleikaiðkanir í barna skól. er hundraðstala vanheilla barna 4,5. Piltar í barnaskólum eru fleiri vanheilir en stúlkur. Frá æfingu (fjarverandi + horfa á) eru fleiri piltar í barnaskól- um en stúlkur. — Hundraðs- tala þeirra, sem eru frá æfingu, er 13,5 fyrir barnaskóla og er sú tala nær liin sama fyrir fram haldsskóla. 2. Við fimleikaiðkanir í fram haldsskólum er hundraðstala vanheilla nemenda 10.9 eða 142% hærri en í barnaskólum. Stúlkur eru þar orðnar vanheilli en piltar (í barnaskólum öf- ugt). Við lestur þessara talna vaknar sú spurning: verða nem- cndur vanheilli eftir því, sem þeir eru lengur í skóla? Sókn nemenda framhaldsskólanna er betri en nemenda barnaskól- anna, en stúlkur í framhalds- skólum horfa oftast á, koma í tímaj j en taka ækki þátt ií tæfíng- um, og er það skiljanlegt. Stúlk ur horfa nær 3 sinnum meir á en piltar. Stúlkur eru 2svar sinn- um meir frá æfingum en piltar. 3. Sé athuguð tafla I má fá upplýsingar um einstaka skóla. Munur á sókn er all misjafn, t. d. innan barnaskólanna er fæst frá æfingu 0,9%, en flest frá æfingu 33,4%, en innan framhaldsskólanna fæst frá æf- ingu 2,8%, en flest 48,4%. 4. Um vottorðin er það að segja, að þau eru flest í fram- haldsskólum 20%, í barnaskól- um 18%, fæst innan beggja skólategunda 0%. Norski skólalæknirinn dr. Carl Schiötz telur eðlilegt, að undanþágur frá íþróttanámi í Noregi sé um 5% af heildar- tölu nemenda. Það má því álíta, að þar sem 20% nemendur eru taldir sjúklingar, sé eitthvað at- hugavert við vottorðsgjöfina, og eins þar sem enginn nemandi er talinn vanheill í stórum hópi nemenda, þá sé lækniseftirlit ekki nákvæmt. 5. Að vísu kemur ekki fram í töflu I mismunur á sókn nem- enda eftir því hvort þeir sækja til fimleika í sal við skólann eða í sal fjarri skólanum. Eg hefi unnið þetta út og útkoman varð önnur en ég bjóst við. I. Fimleikaiðkanir í sal við skóla: Bamaskólar: sókn 91,4%. Framhaldssk.: sókn 92,4%. II. Fimleikaiðkanir í sal fjarri skóla: Barnaskólar: sókn 91,4%. Framhaldssk.: sókn 94,8%. Sókn til fimleikaiðkana í fim- leikasölum fjarri skólum er í barnaskólum jafngóð og í sölum við skóla, en í framhaldsskólum betri. 6. Séu töflurnar athugaðar vegna sundsins, kemur í ljós, að vottorð eru í barnaskólum helm ingi færri en við fimleikaiðkan- irnar og í framlialdsskólum % á við vottorðafjölda við fim- leikaiðkanirnar. Sóknin til sundiðkana er mun verri en til fimleikaiðkananna. Einnig er sóknin til sundiðkananna mis- jafnari og hjá einstökum skól- um er um og yfir helmingur nemenda frá æfingu. 7. Niðurstöðutölur á töflu I eru frá opinni sundlaug. Nem- iendur Laugarnessbarnaskólans sóttu á þeim tíma, sem rann- sókn fór fram, Sundlaugar Reykjavíkur. Ef við berum nið urstöðutölur snertandi þá sam- an við nemendur Miðbæjarskól- ans (sundl. Austurbæjar) og Melaskólans (Sundhöll Rvíkur) verður útkoman þessi: Sókn Vottorð Laugarnessk. 77.5 % 3,3 % Miðbæjarsk 90.0 — 1,4- — Melaskólinn 81,9 — 6,3 — Mér hefur ekki tekizt að afla upplýsinga um samskonar at- huganir í nágrannalöndunum, en frá Tékkóslóvakíu hef ég þessar tölur, sem varða nem- endur í nokkrum framhaldsskól um: Af 8338 karlmönnum 5,3% vanheilir. Af 1805 konum 9,2% vanheil- ar. Þessum tölum fylgdu þær upp lýsingar, að nemendur í háí>kól- um væru vanheilli en nemendur iðnskóla.“ Reykjavíkurmótið: KR - Valur 1:1 Þessi leikur var mikið betri en leikur KR og Fram s.I. föstudag enda voru veðurskil- yrði hin beztu. Til að byrja með var leikurinn nokkuð jafn, og á köflum töluverðar tilraunir til samleiks. Nákvæmni í spyrn um var þó mjög ábótavant og var það sjálfsagt stuttri æf- ingu um kenna. Á fyrstu min- útum leiksins tekst Sveini Helga syni að gera mark af löngu færi. Skiptust liðin á áhlaup- um, og er oft furðumikill hraði í leiknum. Framherjar beggja liða eiga erfitt með að samein- ast þegar að marki dregur, báð ir eiga þó tækifæri. Tækifæri Vals voru þó opnari, t. d. í byrjun síðari hálfleiks. En þeg- ar fór að líða á þennan hálfleik fór að bera á úthaldsleysi hjá Val en KR-ingar létu engan bilbug á sér finna og síðasta kortérið lá mjög á Val. Þennan veikleika Vals hefði KR átt að geta notað sér betur, en sam- leikur þeirra var ekki nógu hnit miðaður til að ná árangri. Þeg ar 8 mín. eru eftir af leik meið- ist Geir Guðmundsson hjá Val svo hann verður að hætta. Skarð kemur J vörnina og Vals menn gleyma að fylla í það. Framhald á 6. síðu. g Klagað fyrir Ameríku- mömmu Alvarlegir atburðir geta stundum haft á sér broslegar hliðar. Þótt allir sannir íslending- ar hafi verið lostnir óhug og heilagri gremju yfir fram- ferði - Alþingis í sambandi við afgreiðslu þess á Atlanz- hafssáttmálanum, munu margir hafa brosað í kamp, er þeir heyrðu hina vesal- mannlegu framkomu utan- ríkisráðherrans frammi fyr- ir hinum vestrænu húsbænd- um, er téður sáttmáli var undirritaður í Washington. Þar stóð 'þessi fulltrúi Ameríkuagentanna klagandi yfir því, að einhverjar stympingar höfðu orðið í nánd við þinghúsið í þann mund, er verið var að vinna þar innan dyra hið óþokka- legasta verk, er þar hefur verið framið. Það er nóttúrlega ekki neitt hlátursefni út af fyrir <:ig, þótt fulltrúar þjóðarinn- ar 1 Sramandi löndum geri sig að fíflum frammi fyrir öllum heimi. En í þessu til- felli getur íslenzka þjóðin huggað sig við það, að fyrr- nefndur ráðherra var ekki að reka hennar erindi né fara með hennar umboð. Þess vegna getur hver sann- ur Jslendingur leyft sér þann munað, mitt í óham- ingju sinni, að brosa að ves- almenninu, Bjarna Benedikts syni, sem hleypur klagandi til sinnar amerísku mömmu, þegar hann veit, að hann sjálfur hefur þverbrotið all- ar leikreglur gagnvart sinni eigin þjóð. Hann minnir að þessu leyti á óknyttastrák, sem hefur komið sér út úr húsi hjá leiksystkinum sínum og hleypur til mömmu sinnar og vælir: Krakkarnir voru að stríða mér mamma, komdu og lúskraðu á þeim. En hvernig ætli að Amer- íkumamma snúist svo við klögumálum þessa vand- ræðabarns síns? Er líklegt, að hún hlaupi upp til handa og fóta, taki neyðarkallið hátíðlega og geri út leiðang- ur Bjarna Benediktssyni til verndar? Eg held ekki. Þeir reikna allt í stórum mælikerum þar vestra og þeim finnst frá- ^ leitt taka því að eyða stór- um skotum á litla fugla. Þeim stendur svo hjartan- lega á sama um það, þó Bjarni Benediktsson fái hjartslátt, að þeir láta sér ekki einu sinni koma til hug- ar að létta þjáningar þess- arar hrelldu sálar á hinn minnsta hátt, svo lengi sem það á ekki beina samleið með þeirra eigin hagsmunt um. Mér þykir því líklegt, að Amríkumamma hafi sagt við þetta sitt vandræðabarn: Farðu og stattu þig strákur. Þér þýðir ekkert að vera að skæla framan í mig. Hið eina, sem hugsanlegt væri að Bjarni hefði upp úr sínum klögumálum, væri: það, að Amríkumamma færi! kannski að efast um að nokkuð væri við hann tjónk- andi og tæki að svipast um eftir öðrum dugmeiri í hans stað. Og ekki er nú mjög Senni* legt, að Amríkumamma, sem horfir upp á það með vel- þóknun, að negrar eru teknin af lífi í hennar heimahögun., án dóms og laga, taki það mjög hátíðlega þótt hún 'heyri um einhverjar stymp- ingar hér úti á hjara heims. Jafnvel við íslendingar höfura nú upplifað annað 'eins eða eitthvað svipað, en enginn hefur orðið eins frum- legur og Bjarni Benedikts- son, að hann ryki til útlanda og klagaði út af meintum ó* rétti. Enda hefur líklega enginn aðili hérlendur þótt eiga jafnvolduga að utan landssteinanna. Ég man svo langt, að þegar Tryggvi heitinn Þórhallsson rauf þingið fyrirvaralaust' 1931 urðu S j álf stæðismenn öskuþreifandi vondir, og vildu óðir og uppvægir kasta Framsóknarmönnum í tjörn- ina. En með því Framsókn- armenn höfðu engan áhuga á slíku baði og voru auk: þess miklu tindilfættari þá, en þeir eru nú; þá sluppu þeir undan Tjarnarbaðinu inn í ráðherrabústaðinn. Ekki klöguðu þeir þó yfir þessum aðförum á erlendum vettvangi, svo vitað sé, að minnsta kosti var slíkri um- kvörtun aldrei útvarpað. Þó eru Framsóknarmenn taldir allra manna kvartsárastir, svo sem kunnugt er. Ekki hefur þess heldur ver- ið getið, að nokkur, hvorki opinber eða óopinber aðili, hafi klagað yfir atburðun- um 9. nóvember 1932, fyriri erlendum aðilum.. Á velmektardögum naz- ismans óx. upp í Reykjavík! flokkur manna, sem gerði sér það til dægradvalar að sitja fyrir friðsömum borg- urum og gera árás á þá úr launsátri. Menn þessir köll-' uðu sig þjóðernissinna. Gáfu’ þeir út blað og höfðu þar uppi miklar ráðagerðir uM mannvíg í stórum stíl, méð- al annafs höfðu þeir við orð — að brytja Jónas frá Hriflui Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.