Þjóðviljinn - 06.06.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1949, Blaðsíða 5
Í'östudagu.r 6. maí 1949. ÞJÓÐVILJINN S Rætt við hafnfirzkan sjómann Það er oftast gaman að rölta niður við höfnina. Þar hittir maður oft gamla kunningja — og þar heyrast skoðanir manna oft sagðar án hiks og umbúðalaust. Ég hitti þar nýlega gamlan kunningja, hafnfirzkan togarasjómann og fór að rabba við hann um „daginn og veginn“ hafði ýmislegt að segja mér. Nokkuð af því fer hér á eftir, en vegna þess að það hefur komið fyrir áður að opinskáir sjómenn liafa fengið að hirða „pokann“ sinn — þ. e. verið reknir : iand fyrir bersöglina, þá hirði ég ekki um að nafn- greina þennan kuimingja minn, en „rabbið“ er rétt eftir honum haft. Og það eru fleiri en háset- arnir. Ég veit um þrjá tog- araskipstjóra, sem telja það kost fyrir sína útgerð, að allur aðbúnaður sé sem beztur og lífið á togurunum, og hanni telja það rauni auka afköstin að stytta vinnutímann niður úr 16 stundum í 12 stundir og telja, að mikið betur myndi þá unnið. Ég spurði um afiann. Sæmi- legur, stundum lítill stundum góður. Aðbúnaðurinn ? Jú að- búnaðurinn á nýju togurunum væri góður, — nema það væri helzt að maturinn á sumum þeirra væri skorinn við neglur. — Nei, nú hiýturðu að vera að Ijúga að mér. Hvaða togar- ar eru það? — Það er óaðfinnanlegt fæði á Surprice, Venus og Röðli, en á Bjarna riddara, Maí, Hauka- nesinu, Óla Garða og Júlí telja sjómenn sig ekki ofsæla af því heldur þvert á móti. Þig hlýtur að reka minni til að á Júlí varð áhöfnin að taka vistir úr björg- unarbátnum (semerhreint lög- brot) vegna þess að þær vistir sem ætlaðar voru í túrinn voru þrotnar. Einn sólaxhringui Mig rámaði í þetta og spurði því: Viltu segja mér hvernig mat þið fáið? —• Já. Við skulum byrja kl. 12 á hádegi, þá er kjöt, heitur matur. Kl. 3 er kaffi, brauð og „skonrok“. Á kvöldin er fiskur, grautarafgangur frá hádeginu og te eða upphitað kaffi frá kl. 3. K1 9 er aftur kaffi og kex. Kl. 12 á miðnætti er í mesta lagi einn kjötbakki handa 18 hásetum og kynd.ur- um. Kl. 3 að næturlagi er kaffi brauð. Kl. 6' að morgni er hræringur, heitt te og upphitað kaffi frá kl. 3. Kl. 9 er brauð og kex (,,Sæmundur“) eða kex og kaffi og kl. 12 áj hádegi er heitur matur og þá höfum við lokið hringnum. j Matur til 12 daga — axmar úthúnaBus til 25—30 daga Eru yfirmennirnir í sarna fæði? — Nei, yfirmennirnir eru í sérfæði. En eina nóttina kom eir.n yfirimannanna til okkar þar sem við vorum að snæða. Við höfðum þá staðið við að- gerð frá kl. 6 til 12 á miðnætti. Hann kom til okkar iiásétanna í síðustu törn og ætlaði að fá sér heitt te o. fl. Þegar hann sá að fram var borið smjör- líki og ein marmelaðidós til við- bits hreytti hann út úr sér að það væri helvíti liart að vera með skipin útbúin á öðrum svioum til 25—30 daga, en hafa aldrei mat handa mönnunum nema til 12 daga. — Svo finnst mér nú, bætti kunningi minn við, að þar sem komnir eru tveir fullorðnir matsveinar mætti fara fram á betri aðbúnað og að þeir sofi ekki 16 tíma í sólarhring. — Hvernig má það ske? — Það er hægt að koma því þannig fyrir. Það er alltaf tekinn háseti af dekkinu á næturnar til að hita kaffi og te og bera þann góða í’étt fram. Ekki spuri um heilbrigði heldur aldur — Er fleira athugavert? — Ja, það er oft vangæft með upphitunina, hún þyrfti að vera í fullkomnara lagi. — Hvernig er með heilbrigð- iseftirlit á togurunum? — Heilbrigðiseftirlit á tog- urunum! Hvað áttu við? Það er ekki neitt. — Eruð þið ekki skoðaðir af lækni við skráningu? — Nei, við erum ekki skoð- aðir við skráningu, og ekki heldur þegar við komum úr erlendri höfn, enda þótt að vitað sé að margir sjúkdómar berast til landsins einmitt með sjómönnum. Hins vegar hef ég orðið þess var í erlendum höfn- um að læknir kemur um borð í skipin. Fjöldi sjómanna er hins vegar þeirrar skoðunar að t. d. ætti að fara fram berklaskoðun á togurunum engu síður en vinnuhópum í landi. Nei, við skráningu er ekki spurt ura lieilsufar, 'heldur um aldur. Mér fyndist rétt að sjó- Skaitfrelsi sjómanna — Það eru líka margir sjó- mennirnir, heldur kunningi minn áfram, sem teija það sanngjarnt að sjómenn hefðu skattfrjálsar þær tekjur, sem þeir fá fyrir vinnu umfram 8 stundir, því í landi er 8 stunda vinnudagur viðurkenndur. Það væri ekki nema viðurkenning fyrir stritið — og nokkur upp- bót fyrir togarasjóm., sem eru yfirleitt útslitnir menn á fer- tugsaldri. Það var !eiðin3eg þögn I — Hvað segir þú um verk | fallið í vetur ? — Það gæti nú orðið sitt af hverju. Okkur þótti t. d. leiðinleg þögn Alþýðusambands- stjórnarinnar meðan á verk- fallinu stóð. Sjómenn spurðu: Hvar er Alþýðusambandsstjórn- in ? Hvers vegna þegir hún eins og steinn, þegar togarasjómenn eru í verkfalli? Við getum hins vegar glaðst yfir því, að stjórn Sjómanna- félagsins varð að lúta í lægra haldi — vegna vinnubragða sinna undanfarið — og kjósa sjómannanefndir af skipum til að fjalla um samningana, — þótt þeim væri að síðustu bolað frá. GabbaBir til a3 samþykkja þá — Hvernig líka ykkur samningarnir ? — Illa. Þeir hefðu ekki verið j samþykktiry ef fjöldi manna ' um sviðum séu að dragast saman í bænum. Ég hef a. m. k. heyrt að framiagið til Krýsu- vikur, sem heitið var á síðasta ári, sé ekki farið að leggja fram enn. I þessu sambandi er rétt að giej’ma því ekki að hafnfirzkir sjómenn telja það ljótan grikk þegar Tryggvi Ófeigsson var flæmdur úr bænum með sína togara. Bæjarútgerðii ætti að hafa verdun — Það er eitt í sambandi við Bæjarútgerðina, sem ég vil minnast á. Mér finnst að hún ætti að setja upp verzlun íneð vinnufatnað og vistir til skip- anna. Hún ætti með því móti að tryggja sjómönnum, sem hjá útgerðinni vinna, að þeir geti fengið sjóklæði, gúmmí- stígvél og annan vinnufatnað eftir þörfum og þurfi ekki að vera í vandræðum með að ná í nauðsynlegan útbúnað. Ég er ekki einn um þessa skoðun, heldur mun hún vera almenn meðal sjómannanna. Ekki lengur yíiistjora Sjómannafélags Reykjav. — Þú nefndir áðan eitthvað um samkrull á atkvæðum? — Já, við hafnfirzkir sjó- menn erum óánægðir með það, að atkvæðum Sjómannafélags Aðbúnaðurinn á gömlu! Hafnarfjarðar og Sjómannafél- koman hefði orðið önnur, ef hásetar hefðu verið teknir sér, því að á 12 túrum, sem skipt- ast í 17—18 staði til siglinga- leyfa er fljótt hægt að sjá að útkoman hjá hásetunum, ef þeir eru teknir einir, er önnur én hjá matsveinum, kyndurum og sem taka sér frí 1—2 túraj ári, og bátsmönnum, semj sigla annan og þriðja hvernj túr. Mér finnst rétt að í fram- tíðinni sé sjómönnum skipt í deildir innan féiaganna, eftir því hvaða verk þeir vinna á skipimi. Póiska nefndin átli aS vera við bæjardyrnar Það hefði einnig átt að taka tillit til þess reginmunar, sem er á gömlu og nýju togurunum, hvað aðbúnað og annað snertir. En það fékkst ekki. Ég lieyrði þá einn samningsnefndarmann- inn segja að um það þyrfti ekki að ræða, því pólska sendi- nefndin, sem átti að semja um kaup á þeim væri við bæjar- dyrnar. Það þurfti sem sé ekki að semja sérstaklega um kjör á seldum skipum! / Nú eru þeir að launa það mannafélögin skipuðu nefnd i hefði ekki misskilið þá og verið frá félögunum um borð í skip- jgabbaðir til að samþylckja þá. um sem hefði eftirlit með mat- aræði og heilbrigðisskilyrðum. Þyksr sveíninn orðinn iangur — Hvað segið þið um vöku- lögin og lengingu hvíldartím- ans? — Hvað við segjum um vökulögin? Það var einróma samþykkt í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, að krefjast auk- ins hvíldartíma. Sjómenn eru allir fylgjandi frumvarpi Her- manns Guðmundssonar um lengdan hvíldartíma á togur- unum. — Hvernig líkaði ykkur af- greiðsla Alþýðusambandsþings- ins á því máli ? — Þeir munu teljandi tog- arasjómennirnir, sem ckki skömmuðust sín fyrir hana. Okkur þykir orðinn æði langur og þungur svefn nefndarinnar, sem.átti að vinna í þessu máli. Þeir hefðu aldrei verið sam- þykktir, ef fundir hefðu verið haldnir í félögunum til að ræða þá og útskýra, en einmitt þess vegna var fresturinn hafður svona stuttur og allt þetta óðagot til þess að fá þá sam- þykkjta áður en sjómenn liöfðu almennt áttað sig á þeim. — Svo var þetta bölvað samkrull á atkvæðunum. Það vom faisaBar tölar — Hásetar voru og eru sér- staklega óánægðir með, þegar tekinn var útreikningur þess- ara 11 skipa. Voru teknir 11 aflahæstu nýsköpunartogararn- ir, og teknar saman til heildar tekjur matsveina, kyndara, bátsmanna og háseta til þess að ná sem hæstum tölum og gera þær sem glæsilegastar í augum þeirra, sem ekki þekktu til. Það er okkar skoðun að út- togurunum er þannig, að það verður að taka tillit til hans. En nú er að koma tíminn, sem burgeisarnir hafa hlakkað til, þegar neyðin og atvinnuleysið eiga að vera launin til sjó- mannanna fyrir að hafa lagt líf sitt í hættu í síðustu styrj- öld. — Það er oft talað um mun- inn á gömlu togurunum og ný- sköpunartogurunum. — Það verður aldrei ofsögum af honum sagt. Aðbúnaður er margfalt verri á gömlu tog urunum. Þeir eru miklu minni og aðstæður á öllum sviðum erfiðari. Þótt menn þræli þar við margfalt verri aðbúnað á allan hátt og verri vinnuskilyrði og vinni jafn langan tíma, fái þeir helmingi minni tekjur. j Eif þetta var aldrei nefnt í samningunum. Mvers vegna em þelr þá að barma sér? — Er von á fleiri nýjum togurum til Hafnarfjarðar? — Ég hef heyrt að þeir hafi pantað 3—4 nýja togara. Bæj- arútgerðin taldi sig þó ekki hafa fjármagn nema fyrir ein- um nýjum togara, fyrst þegar nýsköpunartogararnir voru til umræðu, Þessir menn tala harðast um, að ekki sé hægt að gera út. Okkur er spurn: Er Hafnarfjarðarbær fjárhagslega betur stæður nú, en þegar þeir pöntuðu fyrsta nýsköpunartog- arann? Eða hvers vegna eru þessir menn að barma sér, ef þeir standa með fullar hendur fjár, þótt framkvæmdir á öðr- ags Reykjavíkur sé hrært sam- an. Við sættum okkur ekki við, að Sjómannafélag Revkjávíkur geti drepið tillögur frá okkur, en við getum lítil eða engin áhrif haft á Reykvíkingana. Ég birti ekki meira af rabbi okkar að sinni. Þegar ég kvaddi kunningja minn, var ég margs vísari, sem ég ‘vissi ekki áður. J. B. Aðaifundur VerkaSýðsfélags 1 Dyrhólahrepps Verkamenn í Byrkóla- hreppi hækka kaap sitt upp í Dagsbiúxiarkanp Á aðalfundi Verkalýðsfélags Dj'rhólahrepps, sem haldinn var 19. febr. s.l. var stjórn fé- lagsins öll endurkosin og skipa hana: Gunnar Stefánsson for- maður, Vigfús Ólafsson ritari og Sigurður B. Gunnarsson gjaldkeri. Aðalfundurinn samþykkti að hækka grunnkaup félagsmanna úr kr. 2,65 í lcr. 2,80 á kist. Hinn nýi kauptaxti félagsins gekk í gildi 3. maí s.l. Þá samþykkti aðalfundurinn einróma mótmæli gegn erlendri hersetu í landinu og þátttöku þjóðarinnar í Atlanzhafsbanda- laginu. Var þessi samþykkt fé- lagsins ásamt öðrum fréttum af aðalfundi send skrifstofu Al- þýðusambands íslands, og sam Frainkald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.