Þjóðviljinn - 06.06.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. maí 1949. Klagað fyrir Ameríku- mömmu í © » » w <p ci a •• v ** w - ^'VV > v ■ .. * ..v Framh. af 3. síðu. niður í spað og salta svo spað- ið niður í tunnu. Menn þessa kölluðu for- ystumenn Sjálfstæðisflokks- ins þá: — Unga menn með hreinar hugsanir. Kröfur þær, er Sjálfstæðisflokkur- inn gerði til hreinleika hugar farsins, voru nú ekki hærri í þá daga . . Ætli að nokkr- um finnist sennilegt,’ að þær hafi hækkað síðan? Engum mun þó hafa hug- kvæmzt að klaga þessa þjóð- hættulegu menn fyrir erlend- um aðilum. Þetta var algjört innanlandsmál, sem við urð- um að leysa sjálfir. Það er náttúrlega ákaflega sorglegt, ef það er satt sem maður hefur heyrt að for- sætisráðherrann okkar skuli njóta svo lítillar kvenhylli, að stúlka skuli láta sér detta í hug, að löðrunga hann, en þó held ég að það þurfi ekki að verða neitt utanríkisklögu mál. Við áttum einu sinni for- sætisráðherra, sem laust þingbróður sinn kinnhest inni í sjálfu þinghúsinu. Eng inn klagaði þó yfir þessu fyrir útlendingum. En ráð- herrann var montinn af sínu verki og stærði sig þar af. Og flokksbræður ráðherrans voru jafnhreyknir af sínum ráðherra eftir sem áður. Það vantar svo sem ekki, að við íslencjingar höfum eldað grátt silfur hverir við aðra á stundum, þó við höf- um hinsvegar kunnað þá háttvísi að ganga ékki klag- andi út af slíkum hnipping- um frammi fyrir framandi þjóðum. Það er auðvitað ákaflega sorglegt, að rúður skuli hafa brotnað vegna stympinga í þinghúsinu. Vafalaust er bú- ið að bæta hinar brotnu rúð- ur þinghússins fyrir löngu. J En það er ekki búið að bæta I fyrir bað brot, sem meiri- hluti Alþingis framdi gagn- vart þjóð sinni daginn sem rúðurnar brotnuðu. Og hver þorir að efast um það, að þeir sem brutu nið- ur hlutleysishugsjón og frið- arvilja þessarar þjóðar muni fá harðari dóm frammi fyrir dómstóli sögunnar en hinir sem rúðurnar brutu. Annars ætti enginn að ergja sig yfir því, þótt Bjarni Benediktsson hlypi klagandi vestur til ^\mríkumömmu. Okkur finnst bað að vísu leitt, þegar fulltrúar þjóðar- innar, gera sig að fíflum frammi fyrir erl. aðilum. En fyrrnefdan mann skoð- ar enginn sannur íslendingur sem fulltrúa sinnar þjóðar. Hann er í þjónustu framandi afla, fjandsamlegra íslenzk- um sjónarmiðum. Okkur má því í léttu rúmi liggja, þótt framkoma hans verði sem hæðilegust í augum þeirra manna, er hann hefur leigt starfsorku sína. Frumhlaup hans í Washington mun því eiga eftir að verða mörgum íslendingi hlátursefni. Löngu eftir að íslenzka þjóðin hef- ur afmáð óþurftarverk þessa manns, mun verða til þess vitnað, sem sígilds dæmis um það hvernig lítilsigldir menn geta auglýst smæð sína átakanlega, ef að þeir ætla að reyna að leika mik- ilmenni. Skúli Guðjónsson. Keykjavíkurmótið Framh. af 3. síðu. Óli B. er þá ekki seinn að átta sig á þessu og með eldsnöggu skoti gerir hann óvérjandi mark og jafnar á síðustu mínútum. Óli var tvímælalaust bezti mað ur KR-liðsins, bæði í sókn og vörn. Ólafur Hannesson gerði Hafsteini erfitt lífið og átti mörg góð áhlaup og skilaði bezt allra útherjanna fyrir mark. En venjulega var Sigurður Ólafs- son þar fyrir, enda var hann stoð og stytta liðsins og átti góðan leik. Framlína KR bjó yfir meiri krafti og hraða, en framlína Vals sýndi meiri samleik en sem þó var of þver og misnotuð- ust afturspyrnur sem geta ver- ið góðar, þegar þær eiga við, en til þess að þær komi að notum verða viðtakendur að vera vak- andi. Sameiginlegir ágallar voru: Yfirleitt leikið of hátt, ekki reynt að taka knöttinn niður, og senda hann með jörðu. Menn leita ekki eftir auðu svæðunum og átta sig ekki á skjótum stað setningum og skiptingum. • Þegar tekið er tillit til þess að keppnin er svona snemma, var þetta þó góður leikur og segja mætti mér að þessi tvö félög ættu eftir að ná góðum leikjum í pumar. Þessi úrslit eru að ýmsu leyti nokkuð sann gjörn þó KR hefði átt að nota betur úthaldsleysi Vals en raun varð á. Dómari var Þráinn Sig- urðsson. Næsti leikur er í kvöld milli Víkings og Vals. Er það leikur inn sem fresta varð í fyrri viku. iiiiliilllillllflllllllliiililillllllllllllllli Til liggurieiðin IIHllllllfltlflllIIIHtilIllllllllKllllHllllÍ EVELYN WAUGH: KEISARARIKIÐ AZANIA Einn gesturinn sagði: „Eg er orðin steinuppgef ínn á, að reyna að vera Basil almennilegur. Ann- að hvort þykist hann ekki sjá mig, eða þá að hann heldur yfir mér endalausar hrókáræður um stjórnmálaástand í Asíu. Það er undarlegt, að Margot skuli hafa boðið honum hingað í dag — þegar tekið er tillit til þess, að hann kemur Peter æfinlega í eitthvað klandur." Skömmu síðar kom Basil frá símanum. Hann staðnæmdist í dyrunum, með whiskyglas í hönd- inni og leit ögrandf í kringum sig. Hann bar höfuðið hátt, skaut hökunni fram, svolítið síginn í öxlunum. Kuldaleg grá augun voru þrútin, munnbragðið var í senn drembilegt og barnslegt og það var ör á annarri kinninni. „Guð hvað hann er glæsilegur!" sagði ein stúlkan. Hann leit í kringum sig í stofunni. „Nú skal ég segja þér, við hvern mig langar að tala, Margot. Er Rex Monomark staddur hér?“ „Hann er einhvers staðar hérna, Basil, en ég harðbanna þér að stríða honum“. „Eg skal ekki stríða honum.“ í innsta horni stofunnar stóð hinn mikli blaða- eigandi Monomark lávarður, og var að ljúka ræðu um mataræði. I skýi af vindlareyk stóðu í kringum hann menn og konur úr aðdáendahóp hans. Þar voru þrjár snoppufríðar konur, ískald- ar í glæsileik sínum. Úr óreglulegum andlitsdrátt- um þeirra skein djúp virðing. Þar voru nokkrir rustalegir athafnamenn, sem rumdu samþykkj- andi, og þar var snyrtilegur eldri skrifstofumað- ur með ljósrauðan skalla, og þetta þokukennda blik í augunum, sem er sameiginlegt með sjó- mönnum og einkariturum mikilmenna, og or- sakast af svefnleysi. „Tveir hráir laukar og hafragrautardiskur", sagði Monomark lávarður. „Það heíur verið morgunverðurinn minn síðustu átta mánuðina, og mér líður tvö hundruð prósent betur — and- lega, líkamlega og siðferðilega.“ Hópurinn var lítið eitt afsíðis frá hinum geSt- unum. Það var ekki oft, að Monomark lávarður yfirgæfi heimili sitt og heimsækti aðra. Hinir fáu nánu vinir hans, sem hann sýndi þann sóma, héldu dyggilega ákveðin fyrirmæli, sem ekki mátti kvika frá: Það mátti ekki kynna hann ókunnugu fólki, ef hann heimtaði það ekki ský- laust sjálfur, stjórnmálamönnum varð að halda í hæfilegri fjarlægð, vinum hans varð að bjóða með honum og það varð að taka fullt tillit til þeirra heilbrigðiskerfa, sem hann fylgdi í það og það sinn. Ef þessum skilyrðum var fullnægr, hafði hann ekkert á móti því, að sýna sig við og við í samkvæmislífinu — ódulbúinn Harun al Rachid meðal samborgara sinna. — Hann virti fyrir sér skuggaleik tízkunnar, og skemmti sér ÁSM. JÖNSSON þýddi. við að velja einstaka sinnum einstakling úr þess- um skuggahóp, og samrýma hann harðsoðnum veruleika hins raunhæfa heims, sem hann lifði og hrærðist í. Aðrir gestir komu og fóru, eins og þeir vissu ekki af nærveru hans, og forðuðust að þrengja sér inn í geislabauginn, sem ljómaði frá( honum. „Ef ég mætti ráða“, sagði Monomark lávarð- ur, „skyldi ég fyrirskipa þetta skyldumorgun- verð í öllu landinu Eg er búinn að láta prenta flugmiða sem mæla eindregið með þessu matar- æði, og ég lét útbýta þeim á öllum skrifstofum mínum. Helmingur starfsliðsins eyðir í hugsun- arleysi hálfum öðrum eða jafnvel tveim shilling- um í miðdegisverð á dag — og það fólk, sem ekki hefur nema átta til níu pund á viku.“ „Þér eruð dásamlegur, Rex“ „Lestu þetta fyrir lafði Everyman, Sanders“. „Monomai’k lávarður æskir eindregið að benda starfsliði sínu á þann hag, sem það hefur af heppilegu mataræði —“ Basil þrengdi sér vin- gjarnlega inn í hópinn. „Daginn, Dex. Já — ég bjóst við að hitta yður hér. Þetta með laukinn og hafragrautinn er hreinasta bull, skal ég segja yður. Það gerði loks- ins alveg út af við Griffenbach, þegar ég var í Vín fyrir þrem árum síðan .Annars var það nú ekki mataræði, sem ég ætlaði að tala um.“ „Jæja, Seal ,svo yður finnst það ekki? Það er langt síðan ég sá yður siðast. Eg minnist þess nú, að þér skrifuðuð mér fyrir dálitlu síðan. Um hvað var það nú aftur, Sanders?" „Afghanistan“. „Já — það er alveg rétt. Eg sendi það til eins ritstjórans míns. Eg vona, að hann hafi skýrt yður frá málavöxtum.“ Áður fyrr, þegar Basil var efnilegur ungur maður, hafði Monomark lávarði dottið í hug að hafa hönd í bagga með honum, og hafði boðið honum í skemmtiferð um Miðjarðarhafið. Fyrst afþakkaði Basil boðið, og tilkynnti síðar — eftir að skipið var farið — að hann kæmi um borð í Barcelona. Monomark og gestir hans höfðu síð- an beðið Basils í tvo leiðinlega daga, og loksins farið án hans. Þegar þeir hittust síðar í London, gaf Basil þá þokukenndu skýringu, að á síðustu stund hefði hann allt í einu uppgötvað, að hann hefði ekki tíma til að fara. Það voru óteljandi atvik þessu lík, sem höfðu orðið þess valdandi, að vinsældastjarna Basils hafði lækkað til muna upp á síðkastið. „Heyrið þér, Rex“, sagði hann. „Mig langar mikið til að vita, hvað þér ætlið að gera við Seth?“ „Seth?“ Monomark lávarður horfði spyrjandi á Sanders „Hvað ég ætla að gera við Seth?“ „Seth?“ DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.