Þjóðviljinn - 15.06.1949, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 15.06.1949, Qupperneq 6
8 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. .iúní 1949. Tónskáldafélagið mófmælir útlilutun listaiiianualauna Þjóðviljanum hafa borizt löng og ýtarleg mótmæli frá Tónskálafélagi Islands gegn út- hlutun listamannalauna í ár. Vegna rúmleysis er því miður ekki hægt að birta mótmælin í heild, en hér fer á eftir fyrri hluti þeirra: Tónskáldafélag Islands leyfir sér liérmeð að mótmæla eindreg ið úthlutun listamannalauna i ár. Slík andmæli af hálfu fé- lagsins hafa verið borin fram oft áður með hinni mestu hæ- versku og á síðastliðnu ári einn ig munnlega af formanni félags ins á fundi úthlutunarnefndar. Árangur hefur ekki orðið. Virð- ist því óhjákvæmilegt að taka dýpra í árinni. I öllum menningarlöndum heims er tónlistin talin drottn- ing listanna, og allstaðar nema á Islandi er viðurkennt að efna legar ástæður tónskálda og sköpunarskilyrði þeirra eru miklu örðugri en ástæður ann- ara skapandi listamanna. Þess vegna eru tónskáld annarra landa studd af stjórnarvöldum sínum í ríkara mæli en aðrir listhöfundar. Á Islandi hefur flokkunin ætíð verið þannig: 1. Rithöfundar fá hæst laun, mest: kr. 6000.00 grnnnlaun 2. Myndlistarmenn fá næst- hæstu laun, mest: 3000.00 grunnlaun. 3. Tónskáld fá lægstu laun allra skapandi listamanna, mest: kr. 24Ö0.00 grunnlaun. Ef ástæður allar væru hins- vegar athugaðar nógu rækilega á' Islandi l.Iytu allir sanngjarnir menn að fallast á að flokkunin ættí frekar að vera þannig: 1. Tónskáld, hæstu laun. 2. Myndhöggvarar, næsthæstu laun, en þeir þurfa dýrt efni til starfa og hafa oft litla sölumöguleika. 3. Ljóðskáld,en þau hafa miklu minni tekjumöguleika en t. d. skáldsagnarithöfundar. 4. Málarar, en þeir þurfa dýrt efni til vinnu, en hafa þó oft allgóða sölumöguleika. 5. Skáldsagnahöfundar, en þeir þurfa minnst efni og minnst undirbúningsnám til starfa sinna, en hafa mesta sölu-1 rnögnleika. Furðulegt þykir það nýmæii úthlutunarnefndar að fella nið- ur laun til tónhöíundar, sem búsettur er í öðru landi, en hér á landi cr hvorki hægt að fá tón verk prentuð né flutt opinber- Iega, ef um meiri háttar verk er að ræða, og vitað er að ísl. yfir- völd hafa ckki enn starfrækt eða stutt til muna útbreiðslu tón- verka héðan, enda þót;t verkin skapi möguleiká til gjaldeyris- öflunar nú eftir inngöngu ís- lands í Bernarsambandið. Ein- mitt þessi listgrein hefur til að bera meira alþjóðlegt áhrifa- magn en nokkur önnur list- grein. I öðru lagi teljast þeir menn viðvaningar í stjórnmálum, sem ekki hagnýta menningu þjóðar sinnar með það fyrir augum: 1) að útvega landi sínu er- lendan gjaldeyri fyrir verzlun með andlegar afurðir (innlend- ar :g iV.Ier.c’.ar) cg skapa hag-; stæðan viðskiptajöfnuð í þeim efnum, j 2) að styðja með útbreiðslu innlendrar menningar allskonar kynningu og auglýsingu efna- legrar framleiðslu landsins í öðr um löndum, skapa eftirspurn eftir henni og auka verðlag hennar og markað, 3) að styðja með útbreiðslu jinnlendrar menningar erlendis jauglýsingu landsins sem ferða- mannalands, 4) að skapa landi sinu aukið álit sem menningarlandi, er eigi skilið að vera sjálfstætt og al- frjálst um aldir alda, svo að menn hiki ætíð við að fara í bága við almenningsálit ann- arra landa og skerða sjálfstæði þess, enda örðugt að spilla áliti, sem komið er á í langan tíma. Allar menntaþjóðir aðrar en jlslendingar hagnýta sér menn- ingu sina á þennan hátt og nú í ríkara mæli en nokkru sinni áð- ur, — fórna til þess milljónum árlega, aulc hins eiginlega land- varnarkostnaðar, sem gleypir mikinn eða jafnvel mestan hlut- ann af ríkistekjunum. Ekki verður hjá því komizt að láta í ljós greinilega þá skoð un að vanræksla og skilnings- lcysi íslenzkra stjórnarvalda í ‘þessum efnum sýni óafsakanleg an skort á alþjóðl. stjórnmála- reynslu. Vér íslendingar höfum að vísu lært að framleiða fyrsta flokks vörur, en vér höfum ekki lært að auglýsa þær og þar af leiðandi heldur ekki lært að selja þær við hæsta fáanlegu verði, sem skapa má með vaxandi áliti á mjög löngum tíma. Vér höfum að vísu öðlazt fullt sjálfstæði, en vór höfum ekki lært að gæta þess og auka það. Til þess eig- jum vér eingin önnur ráð en Jmenningarlegan og siðferðileg- an álitsauka. — Þáttur íslenzkr jar tónlistar í þcssum álitsauka’ jgetur orðið meiri en þáttur nokkurrar annarrar listgreinar. j Sannfæringin um þetta veitir ís lenzkum tónskáldum fulltingi til að krefjast að minnsta kosti |jafnréttis á við aðra skapandi listamenn þjóðarinnar. WM B.I.F. Farfuglér. ♦í’erðir om helgina: I. Grundarfjarðarferð. .Föstu- dag (17. júní) ekið fyrir Hval- fjörð um Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæfellsnes-, og Hnappadals- sýslur í Grundarfjörð og gist þar í skólahúsinu. Laugárdag dvalið í Grundarfirði og það merkasta skoðað t. d. Grundar- foss, Kirkjufell o. fl. Sunnu- dag ekið í Stykkishólm, gengið á Helgafell og síðan ekið í bæ- . mn. II. Iiringferð Krýsuvik, Sel- vogur, Þingvellir. Laugardag ekið að Kleifarvatni og gist þar. Sunnudag ekið um Sel- vog, Ölfus, Grímsnes, Þingvelli og til bæjarins. Farmiðar seldir að V.R. í kvöld kl. 9—10 þar verða gefn- ar allar nánari upplýsingar. Nefndin. EVELYN WAUGH: 43. BAGUK. KEISARARIKIÐ AZANIA ASM. JONSSON þýddi. gumað hástöfum af hinum töfrandi eiginleikum hennar — sérstaklega líffæralegum, og farið nákvæmlega út í ýmis smáatriði, en til allrar hamingju skildu fæstir viðstaddra mál hans. Loks lauk vínveitingunum við borðið með sætu kampavíni, og karlmennirnir voru skildir einir eftir í borðsalnum — þó var það rétt með hörku- brögðum, að innanríkisráðherrann varð hindrað- ur í að fara á eftir kvenfólkinu. Monsieur Ballon lét sækja ákavítisflösku, settist hjá herforingj- anum ,fyllti glasið hans og lokkaði út úr honum dálítið berorða gagnrýni á stjórnarháttum keis- arans. I dagstofunni flykktust frönsku konurnar um hina nýju vinkonu sína, og áður en veizlunni lauk, voru margar þeirra — þar á meðal frú Ballon — hættar að kalla hana hertogfrú, en kölluðu hann blátt áfram Svörtu Meri, í fullri vinsemd. Þær buðu henni að koma og sjá blóma- garðana sína og börnin sín, og þær buðust til að kenna henni tennis og piquet. Þær bentu henni á góðan armenskan klæðskera og hindúsk- an spámann. Þær buðust til að lána henni snið af náttfötunum sínum og töluðu af alvöruþunga um þýðingarmiklar pillur, og — það var kórónan á öllu saman — þær skipuðu hana í nefnl franskra kvenna, sem átti að skreyta vagn er taka átti þátt í skrúðgöngunni til útbreiðslu getn- aðarvarna. Það var deginum ljósara, að Conn- olly var búinn að leggja frönsku klíkuna fyrir fætur sér. • Tíu dögum seinna komu stígvélin til Debra- Dowa. I sambandi við þau þurfti að fullnægja ýmsum formsatriðum, en þau urðu mikið ein- faldari vegna þess, að stjórnardeildir, sem áttu. um þau að fjalla, voru allar komnar undir ný- sköpunarráðuneytið. Herra Youkoumian reit til sjálfs sín uirs'jkn frá hermálaráðuneytinu til birgðamálaráðuneytisins, vísaði því síðan til rík- isféhirðis, rannsakaði það og stimplaði, reit ávís- un handa sjálfum sér og veitti í nafni gjaldeyris og inuflutningsnefndarinnar sjálfum sér eftir- gjöf af tollum á vörum til ,,þjóðþrifastarfa“. Allar þessar tilfæringar tóku ekki nema tíu minútur. Nokkrum klukkutímum síðar var þús- und pörum af stígvélum dreift um herbúðirnar. Fjöldi hermanna safnaðist saman til að skoða þessi furðuverk — bæði forvitnir og kvíðnir. Þetta kvöld var haldin sérstök stígvélaveizla. Kjötpottarnir kraumuðu yfir varðeldunum, bumbur voru barðar, berir fætur tróðu frum- skógadansana, sem þeir gleymdu aldrei, þúsund svartir menn sungu og rugguðu_sér í lendunum og það glampaði á fannhvítar tennurnar í geisl- unum frá varðeldunum. Gleðskapurinn stóð enn, þegar Connolly kom heim úr veizlunni'hjá franska sendiherranum. ,,Hver djöfullinn gengur á fyrir fíflunum? Er nokkur hátíðisdagur þeirra i d.ag?“ „Já, herra herforingi. Mikill hátíðisdagur“, sagði varðmaðurinh. ,,Stígvéladagur.“ Söngurinn heyrðist alla leið til Basil, sem sat við skrifborð sitt í stjórnarráðuneytinu og vann fram yfir miðnætti við samningu hegningarlag- anna. „Hvað gengur á í herbúðunum?" spurði hann þjóninn sinn. „Stígvél“. „Jæja — fellur þeim vel við þau?“ „Þeim fellur ágætlega við þau.“ „Það var gott kjaftshögg á Connolly", sagði hann og þegar hann mætti herforingjanum í hall- argarðinum daginn eftir, gat hann ekki stillt sig um að minnast á það við hann. „Jæja — hermenn yðar höfðu þá eftir allt saman ekkert á móti stígvélunum, Connolly?“ „Nei, það höfðu þeir ekki.“ — Elmskip í Framh. af 8. síðu iiigu 'skipastólsfél á síðastl. ári og fram að þessum aðalfundi. Á árinu 1948 var fyrsta skipið af fjórum sem samið hafði ver- ið um smíði á, m. s. „Goðafoss“ afhent frá skipasmíðastöðinni og m. s. „Tröllafoss“ sem keypt ur var af Bandaríkjastjórn, að- allega til Ameríkuferða, hóf ferðir í apríl 1948. Þegar nú tvö skip hafa enn bætzt við á þessu ári, m. s. „Dettifoss" og „Lagarfoss" hefur skipastóll fé- lagsins aukizt um 12600 DW. smál. (en þá er gamli „Lagar- foss“ ekki reiknaður með) síð- an í ársbyrjun 1948. Skipastóll félagsins er nú 20.870 DW. smáþ og hefur þannig aukizt um 150%. á þessu tímabili. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess um síðustu áramót um 60 millj. kr. en skuldir að meðtöldu hlutafé um 10 millj. kr. Skuldlaus eign félagsins samkv. efnahagsreikn- ingi þess er kr. 50.457.363.44. Reikningar félagsins voru samþykktir með samhljóða at- ltvæðum. Einnig voru samþykkt ar tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins, þ. á. m. að hluthöfum verði greiddur 4% arður. Úr stjórn félagsins áttu að ganga fjórir menn, þeir Ilallgr. Bepediktsson, stórkaupm., Hall- dór Kr. Þorsteinsson, útgerðar- maður, Jón Árnason, bankastj. og Árni G. Eggertsson, Winni- peg. Voru þeir allir endurkosn- ir. Endurskoðandi var- endurkos- inn Sigurjón Jónsson, en vara- endurskoðandi var kosinn Magn ús Jochumsson, póstfulltrúi i stað Bjarna Jónssonar fyrrv. útibústjóra, sem andaðist á ár- inu. Fundarstjóri var Ásgeir Ás- geirsson bankastjóri, en ritari Björgvin Sigurðsson, hdl. DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.