Þjóðviljinn - 08.02.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 08.02.1950, Side 4
1 rrrr^r ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. feferúar 1950 Þióðviliinn Útgelandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóíavörðu- atíg 19 — Siml 7500 (þrjár linur) 'Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíailstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) —. -i .... i -----—— —.... i Auðvaldsárás — alþýðuvörn Atvinnuleysisskráning — þaO er orðið alllangt síðan þetta orð hafði ískyggilegan hljóm brýnnar nauðsynjar og átakanlegs skorts, ný kynslóð er komin til þroska og vinnu, sem lítið hefur kynnzt atvinnuleysi. Og brýn nauð- syn atvinnuleysisskráningar er enn ekki orðin mönnum eins ljós og núverandi atvinnuástand, og þó miklu fremur atvinnuhorfur, krefjast. Þeim verkamönnum og iðnaðar- mönnum sem atvinnulausir eru, ungum sem gömlum, verður að skiljast að atvinnuleysiskráning er skylda, að í henni felst engin minnkun heldur brýn nauðsyn, að lítil þátttaka atvinnuleysingja í skráningu er notuð miskunn- arlaust af burgeisamálgögnum og afturhaldsseggjum á Alþingi og í bæjarstjórnum til að hindra atvinnufram- kvæmdir og aðrar ráðstafanir vegna atvinnuleysis. Sú skráning sem birt var í gær, gefur áreiðanlega ekki líkt því sanna mynd af atvinnuleysinu, sem þegar er orðið í Reykjavík. Fjöldi manna sem unnið hefur bygg- ingavinnu hefur ekki haft annað en snapir eða ekkert að gera síðustu mánuðina. Við mörg fyrirtæki, þar á meðal t. d. bæjarsímann, hefur mönnum verið sagt upp vinnu, Kvöldúlfur hefur fyrirvaralaust sagt upp verkamönnum sem unnið 'hafa áratugi hjá honum, margir ungir sjó- menn frá sumrinu hafa ekki haft handtak að gera síð- an síldarvertíð lauk, og meira að segja átt I stríði að fá sumarkaupið greitt, vinna við höfnina er í daufasta lagi, frystihúsin starfslítil. Þeir sem kunnugastir eru atvinnu- ástandinu í bænum telja útkomu atvinnuleysisskráningar- innar mjög villandi, atvinnuleysi nái nú þegar til miklu fleiri manna en þar koma fram. Og þó eru tölumar sem gefnar eru nógu ískyggilegar og átakanlegar. Atvinnuleysingjar, konur þeirra og böm em talin 517. Ekki er getið um aldrað fólk á framfæri, en áreiðanlega em fleiri eða færri gamalmenni á þessum heim- ilum, og hækka töluna talsvert upp á sjötta hundraðið. Á þessum heimilum em 185 börn; á einu þeirra em sex böm, á fimm heimilanna eru fimrn börn, á sjö þeirra era f jögur börn, á átján heimilum 3 börn, á tuttugu og þrem heimilum tvö böm og á tuttugu og sex heimilum eitt barn. Auðvitað em verkamenn, bílstjórar og iðnaðarmenn talsvert misjafnt stæðir, en engir menn í þeim stéttum em það vel efnum búnir að þeir þoli atvinnuleysi svo nokkra nemi. Hver heimilisfaðir sem enn hefur atvinnu ætti að líta í sjálfs sín barm. Flestum vinnandi mönnum gengur orðið illa að láta laun sín hrökkva fyrir brýnustu nauðsynjum og opinbemm gjöldum. En hvernig færi um heimili þeirra ef vika eftir viku, mánuður eftir mánuð liði án þess að nokkur laun væri oð fá9 En við það öm- urlega ástand býr nú hátt á sjötta hundrað manns í Reykjavík, samkvæmt skráningunni, en engir sem til þekkja mxmu áætla raunverulegan fjölda atvinnuleys- ingja og fólks á framfæri þeirra lægri en þá tölu tvöfalda. Þetta er ástandið sem þríflokkastjórn Stefáns Jó- hanns, Bjarna Ben. og Eysteins Jónssonar stefndi þjóð- inni í vitandi vits, þetta er ástandið sem íslenzkt auðvald Thórsaraklíkan, Claessen og kumpánar hefur talið nauð- synlegt til að hægt væri með árangri að framkvæma stór- árásir á þau lífskjör fólksins er það hefur áunnið sér í harðri og fórnfrekri baráttu. Mennirnir sem í vanmegna gremju hafa orðið að láta undan mætti verkalýðshreyf- ingarinnar og hótað að jafnað skyldi um verkamenn þegar atvinnuleysið kæmi aftur, ha-lda að nú sé sinn tími kominn. Opið bréf til séra Jóns Thorarensens. „Sóknarbarn á Melunum" hefur beðið mig fyrir eftir- farandi opinð bréf til séra Jóns Thorarensens: — „Kæri sálu- sorgari minn! — Eitt fávíst sóknarbarn yðar á Melunum sendir yður kveðju guðs og sína ásamt nokkrum fátæk- legum línum, í hverjum það vildi láta í ljós nokkra forundr- un yfir yðar, að þess dómi, kyn- legu uppátækjum í seinni tíð. — Þegar ég og aðrir mínir lík- ar hér á Melunum áttum þess kost á sínum tíma, að fá yður fyrir sálusorgara hugðum við gott til þess. Við höfðum álit á yður sem merkum klerki, er væri líklegur til að styðja okk- ur áhinni erfiðu göngu um torfæran veg kristilegs Jífernis. Við bjuggumst einnig viii að þér mynduð, svo sem margir merkisprestar áður, beita yður fyrir félagslegum umbótum, ekki sízt í málum okkar, sem ekki erum stöðugir á hinu fjárhagslega svelli. Alllengi höf um við beðið þess að þér upp- hæfuð raust yðar hinni rang- látu þjóðfélagsskipan ttf dóms- áfellis.... En hér fór því mið- ur mjög á aðra leið en við höfðum vænzt. □ í félagsskap Hallgríms Ben. og Guðmundar Ás. „Þegar Reykjavíkuríhaldið birti lista sinn í þessum kosn- ingum gaf þar að líta nafn yðar í félagsskap Hallgríms Benediktssonar og Guðmundar Ásbjörnssonar og annarra slíkra vesalings auðmanna hverra fjárplógsstarfsemi Jesús Kristur dæmdi svo • syndsam- lega, að hann eftirskildi þeim ekki meiri mcguleika til að öðlast það guðsríki, er þér boð- ið á sunnudögum, en einni úlf- aldaskepnu að troða sér í gegn- um auga á saumnál. Og nokkru síðar gerðuð þér í Morgunbl. grein fyrir afstöðu yðar til þjóðfélagsmála. Þar teljið þér Sjálfstæðisflokkinn þá einu sönnu pólitísku líknarstofnun þessari aðþrengdu smáþjóð. — 1 geistlegri hrifningu dásamið þér lífskjör okkar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og for- dæmið jafnframt allskonar spill ingu, svo sem höft og svartan markað, sem hafa þó dafnað furðulega í móður skauti þeirra verzlunarsstéttar er miðlar þessum sama flokki fé sínu og móral. „Það er dásamlegt og dýrmætt að lifa þar sem ríkis- valdið er ekki óvinur einstakl- ingsins . .. . “ segið þér, séra Jón. Þar „þekkjast ekki hreins- anir“; fá meira að segja fjár- glæframenn og Farísear að leika þar lausum hala! □ Játningin veldur vonbrigðum. „Jæja! Eins og ég sagði áð- an, sendi ég yður þessar línur til að láta í ljós undrun mína yfir þessari nýju pólitísku játn- ingu. Húp hefur nefnilega vald- ið mér og ýmsum fleiri fátækl- ingum í söfnuði yðar nokkrum vonbrigðum. Okkur hefði lang- að til að þér sýnduð trú yðar og kristindóm í verki, úr því þér fóruð að skipta yður af þjóðfélagsmálum, og gerðuzt baráttumaður fyrir bættum lífs- kjörum alls þess fjölda sem stefna og hagkerfi íhaldsins Framh. á 7. síðu HÖFNIN. Karlsefni og Ingóifur Arnarson fóru á veiðar i fyrrinótt. ÍSFISKSSALAN Þann 6. þ. m. seldi Marz 5645 vættir fyrir 9574 pund í Fleet- voodr Askur seldi 3660 kits fyrir 7798 pund í Grimsby 7. þ. m. EIMSKIF: Brúarfoss fór frá Reykjavik 6.2. til Hull, Gdynia og Ábo í Finn- landi. Dettifoss kom til Leith 5.2. frá Hull. Fjallfoss kom til Leith 5.2. fer þaðan til Frederikstad og Menstad í Noregi. Goðafoss fór frá Reykjavík kl. 22.00 í gærkv. 7.2. til N. Y. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 4.2. frá Álaborg. Sel foss er í Reykjavík. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 4.2. frá N.Y. Vatnajökull kom til Hamborgar 19.1. Þeim hefur enn tekizt í tvennum síðustu kosningum, að véla ti! sín það mikið f jöldafylgi, að þeir ætla í krafti. þess valds að ráðast á fólkið, líka það fólk sem í blindni lyfti afturhaldsþingmönmmi og bæjarfulltmmn í valdasess. Þeir þykjast hafa lamað Alþýðusambandið með stjórn verkfallsbrjótsins frá ísafirði, þeir þykjast hafa lamað alþýðuna með ógn og ógnun atvinnuleysisins. Sarnt reikna þeir skakkt. íslenzkir verkamenn snúa enn sem fyrr bökum saman þegar á reynir, til varnar og sóknar alþýðumálstaðnum, til varnar heimilum sínum og lífsafkomu. Afturhajdið hefm: ákveðið að segja alþýðunni stríð á hendur, en það strið verður ekki með því móti að aðeins annar aðilinn berjist. Verkalýðshreyfingin íslenzka er orðin það vald í þjóðfélaginu að hún lætur ekki kúga sig niður í atvinnuleysi og eymd. Islenzkt þjóðfélag „spar- ar“ ekki á þann hátt, en það getur sparað sér arðráns- klíkur Thórsaranna, heildsalanna, Claessens og kumpána, Vinnandi fólkið, það sem skapar þjóðarauðinn, getur sjálft stjórnað þessu landi þannig að hér ríki atvinna og vel- megun; sú árás á lífskjör fólksins sem burgeisar landsins og blóðsugur hóta nú, munu opna augu þúsunda alþýðu- mauna fyrir þeirri einföldu staðreynd. RIKISSKIP: Hekla er á Ákureyri. Esja er í Reykjavík og fer þaðan annað kvöld austur um land til Siglufj. Herðubreið er í Reykjavík. Skjald breið átti að fara frá Reykjtivík kl. 21.00 í gærkv. á Húnaflóa- hafnir til Skagastrandar. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfellingur átti að fara frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild S.l.S. Arnarfell er í Hamborg. Hvassa fell er í Álaborg. EIMSKIPAF. REYKJAVÍKUR Katla er á leið til Italíu og Grikklands frá Reykjavík. EINARSSON & ZOÉGA H.F. Foldin hefur væntanlega farið frá Hull á mánudagskvöld áleiðis til Reykjavíkur. Lingestroom er í Amsterdam. Blfreiðaárekstrar voru talsvert miklir í fyrradag, vegna hálku á götunum. Flestar bifreiðarnar sém í árekstrum lentu voru keðju lausar. Skemmtifund heldur félagið Berklavörn n. k. föstudag kl. 8.30 e. h. að Röðli. Til skemmtunar verður félagsvist og dans. . . Minningargreinar um séra Ein- ar Thorlacius prófast í Saurbæ og Jóhönnu Thorlacius konu hans eru komnar út sérpx-entaðar og hefur Snæbjörn Jónsson bóksali séð um útgáfu þeirra. Greinarnar lxafa áður birzt í ýmsum blöðum, en höfundar þeirra eru: Séra Árni Sigurðsson, séra Ásgeir Ás- geirsson, sr. Benjamín Kristjáns- son, sr. Einar Guðnason, Pétur Ottesen, frú Guðlaug Gisladóttir og Snæbjörn Jónsson. Espei-antistafélagið „Auroro" heldur fund í Aðalstræti 12, í kvöld, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 9 síðdegis. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, Rakel Sigvalda- dóttir, Grænugötu 4, Akureyri og Sig tryggur Jónsson, Keldunesi, Kelduhverfi, N-Þing. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Elín Guðbjörnsdóttir, Haga mel 18 og Björn Halldórsson, rak ari frá Dalvík. — Nýlega opinber uðu trúlofun sína ungfrú Erna Jensen, Leifsgötu 3, Reykjavík og Hörður Jónasson, Spítalastíg 9, Akureyri. — Nýlega hafa opinber að trúlofun sina, ungfrú Jakobína Jónsdóttir, Norðurgötu 38 og Nils Hansen frá Danmörku. Nýlega voru gefin saman x hjónaband af séra Jóni Thor- arensen, ungfr,- Una Eyjólfsd. og Eiríkur Sigfússon. Heimili þeirra er að Lækjarbrekku, Blesu- gróf. — 1. febrúar voru gefin saman í hjónaband, Hólmfriður Þorláksdóttir og Eiríkur B. Stef ánsson, húsasmíðanemi. — Heim- ili þeirra er að Hríseyjargötu 2, Akureyri. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Kristín Sig- urðardóttir frá Sjávarbakka og Styrmir Gunnarsson, sjómaður Akureyri. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Arnfríður J. Jóhannsdóttir og Jóhann Sigþór Björnsson, verkamaður. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorvarði G. Þormar í Lauí- ási, ungfrú Friðrika Jónsdóttir frá Birningsstöðum í Ljósavatnsskai-ði og Erlingur Arnórsson, Þverá, Dalsmynni. 18.30 íslenzkxxi- kennsla; I. fl. — 19.00 Þýzku- kennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Kvöldvaka: a) Erindi: „Norsel"- leiðangurinn (dr. Sigurður Þórar- insson). b) Útvarpskórinn syngur íslenzk lög (plötur). c) Upplestur: Þóroddur Guðmundsson les frum- ort kvæði. d) Erindi: Upphaf kvik myndasýninga á Islandi (Ólafur B. Björnsson rítstjóri). 22.10 Passxusálmar. 22.20 Danshljóm- sveit Björns R. Einarssonar leik ur. 22.50 Dagskrárlok, Næturakstur í nótt annast Hreyf ill. — Sími 6633. Næturvörður e/ í lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 7911. Næturlæknlr er í Jeeknavarð- stofunni. — Sxmi 5030.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.