Þjóðviljinn - 08.02.1950, Side 5
Miðvikudagur 8: febrúar 1950
Þ JÖÐ VILJINN
5
Fyrir rúmum sex mánuðum
foirti utanríkismálaráðuneyti
Bandaríkjanna mikið rit um
samskipti sín og Kínaveldis —
United States relations vvith
China, einkum að því er varðar
árabilið 1944—1949. I riti
þessu, sem er um 1050 bls. að
stærð, eru birtar skýrslur banda
rískra sendiherra, fulltrúa, trún
aðarmanna og njósnara um
málefni Kína, milliríkjasamn-
ingar Bandaríkjanna og Kína,
auk margs annars fróðleiks.
Þótt margt sé undan dregið í
foók þessari, þá er hún beinlínis
gullnáma að fróðleik um ein-
hver stórkostlegustu tíðindin í
sögu samtíðarinnar.
III.
Á stríðsárunum. starfaði mik-
ill f jöldi trúnaðarmanna banda-
ríska utanríkisráðuneytisins í
Austur-Asíu að rannsókn
ýmissa vandamála hinna asísku
þjóða. Menn þessir virðast hafa
verið i miklu nánara sambandi
við hið lifandi þjóðlíf Asíuþj.
en hinir háttsettari fulltrúar í
sendiráðunum. Bók utanríkis-
•málaráðuneytisins birtir út-
drætti úr skýrslu þriggja slíkra
trúnaðarmanna, þeirra John
Davies, Raymond Ludden og
John Service. Skýrslur þeirra
fjalla um árin 1943—1945 og
túlka vel ótta Bandaríkjanna
við þróun kínverskra mála.
Trúnaðarmennirnir óttast mest
áhrif Rússa í Kína að stríðinu
ioknu og veldi kommúnista í
landinu. Svo mikið er í húfi,
að þeim dettur ekki í hug að
rugla staðreyndum eða láta
folekkjast af persónulegum póli
tískum óskum sínum, og því
bera skýrslur þeirra óvenju-
legan hlutlægan blæ. Þeir máttu
þekkja það af eigin reynd, hve
hernaðarrekstur Kúómintang-
stjórnarinnar var mátt'laus og
lítils háttar, þrátt fyrir sívax-
andi hjálp Bandaríkjanna. Þess
vegna er þeim það mikið furðu-
efni að sjá íbúa kommúnista-
héraðanna berjast eins og ljón
gegn Japönum, þótt þeim berist
engin hjálp utan að frá. Davies
segir i skýrsiu sinni 9. okt.
1944, að í kommúnistahéruðum
Nórður-Kína sé Japönum veitt
mikið viðnám, er fari sívaxandi.
Hann telur þetta viðnám vera
inögulegt og bera svo góðan
árangur vegna þesá, að hér sé
um að ræða algert íkæruliða-
stríð, sem háð sé af öllum íbú-
um kommúnistahéraðanna.
Allir íbúar kommúnistahérað-
anna' séu kvaddir til herþjón-
ustu og styrjöldin sé rekin sem
sóknarstríð. Þessi almenna her-
kvaðning grundvallast á því,
'er Davies kallar atvinnulega,
pólitiska og þjóðfélagslega bylt
ingu. Bylting þessi er lýðræðis-
leg og laus við öfgar (moder-
ate). Hún hefur bætt efnahag
bænda með því að skera niður
landskuldir og vexti, hún hefur
endurbætt skattkerfið og komið
'á góðri stjórn í héruðunum.
Byltingin hefur veitt bændum
lýðræðislega sjálfstjórn, skapað
íneð þeim politíska sjálfsvitund
og gefið þeim -'skilning á rétt-
indum £inum.‘ Hún hefur brotið
af þeim hlekki lénsánauðar,
ASÍA sefwr — ASÍA vaknar x.grein,
KÍNAVELDI
BANDARÍKiK OG KÍNA
vakið sjáffsvirðingu þeirra og
sjálfstraust. Hin óbreytta al-
þýða hefur í fyrsta skipti eign-
azt eitthvað til að berjast fyrir.
Davies teiur, að alþýðan muni
berjast gegn hverri ríkisstjórn,
sem svipti hana ávöxtum sigra
sinna.
Davies verður einnig mjög
starsýnt á kínversku kommún-
istana, sem hafi lifað af allan
háska og vaxið við hverja raun.
Árið 1937 hafi kommúnistar
ráðið yfir 100 þús. ferkm lands
og hálfri annarri millj. manna.
Nú ríki þeir yfir 850 þúsund
ferkm. lands og um 90 milljón-
um manna, og þeir haldi áfram
að vaxa. Davies telur það vera
orsök þessa furðulega lífrþrótt-
ar, að þeir njóti stuðnings og
þátttöku alþýðunnar:, „Stjórnir
og herir kommúnista eru fyrstu
stjórnir og herir í nútímasögu
Kína, er njóta mikils og víð-
tæks stuðnings aiþýðunnar.
Þeir njóta þessa stuðningíi
vegna þess, að stjómir þeirra
og herir eru í raun og sann-
leilca af alþýðunnar bergi brot-
in.“ (United States relations,
bls. 566—567).
Þá víkur sögu hinna banda-
rísku trúnaðarmanna til Kúó-
mintangstjórnarinnar og þess
heims, tem hún var fuiltrúi
fyrir. Verstu fjandmenn Kúó-
mintangflokksins mundu ekki
lýsa honum með dekkri litum
en þessir bandarísku erindrekar
gera í skýrslum sínum. John
Service ssgir svo í skýrslu. sinni
20. júní 1944, að Kína stanai á
barmi fjárhagslegrar glötunar.
Stjórnarfarsleg og hernaðarleg
bygging ríkisins sé gegnsósa
og maðksmogin af spillingu, frá
grunni til hálofts, og séu ekki
dæmi til svo stórkostiegrar ög
blvgðunarlausrar spiilingar.
Kúómintang er að týna virð-
ingu og stuðningi þjóðarinnar
vegna sérgsésku sinnar og
vegna þess, að hún tekur ekki
til greina neina gagnrýni frá
framfaramönnum þjóðfélagsins.
Á pólitísku sviði ræður löngun
Kúómintangleiðtoganna til að
halda völdum öllu öðru tilliti.
Á efnahagslegu sviði vill Kúó-
mintangstjórnin ekki gera nein
ar virkar ráðstafanir gegn verð
bólgunni, því að slíkt mundi
skaða stéttir stórjarðeigenda
og auðmanna. Stjórnin gerir
ekkert til að leggja hömlur á
stórgróðann, vistasöfnun og
brask — én allt er þetta gert
Eftir
Sverri
Kristjánsson
af mönnum, sem eru ýmist
voldugir í Kúómintangflokknuin
eða hafa þar mikilvæg pólitísk
sambönd. Þeir verzla við
Jápana og greiða munaðarvör-
ur þeirra með hernauðsynjum.
Stjórnin neitar að leysa mikil-
vægustu efnahagsvandamál
Kína, svo sem söfnun jarðeigna
á færri hendur, banvænar vaxta
greiðslur og varobóigu. ,
Hinir bandarísku erindrekar
útskýra „s j álfsmorðistefnu' ‘
Kúómintangstjórnarinnar á þá
lund, að Kúómintangflokkurinn
sé samsuða úr íhaldssömum
póiitískum klíkum, sem hugsi
um það fyrst og fremst að
varðveita völd sín gegn öllum,
sem itanda utan við klíkurnar.
Efnahagslega hvílir flokkurinn
á þröngum grundvelli sveita-
aðals og óðalseigenda, herfor-
ingja, æðri embættismanna og
bankastjóra, sem séu nátengdir
stéttum skrifstofuveldisins.
IV.
Skýrslur þær, sem hér hefur
verið vitnað í, eru frá síðari
hluta stríðsins, er Bandaríkin
bjuggu sig undir innrás í
Japan. Acheson, núverandi utan
ríkismálaráð’nerra, segir í bréfi
til Trumans forseta, sem prent-
að er í bdkinni um Kína, að
menn hafi óttast að fórna yrði
1 milijón amerískra mannslífa
í fyrirhugaðri innrás á japönsku
eyjamar. Bahdaríkjaitjórn var
mjög um það húgað að draga
úr þessu blóðbaði á amérískum
þegnum og gerði því allt sem
hún gat til þess að eggja Kúó-
mintangstjórnina til dáða.
Kúómintaagstjóminni vom
sendar geysilegar birgðir vista
og vopna, það var hlaðið á
I hana gulii og dollurum til að
styðja gengi kínverskrar mynt-
ar. Kúómintangstjórnin hafði í
frammi hreina og beina f járkúg
un, er hún var að hafa fé út
úr Bandaríkjunum á stríðsárun
um. Þessir fjárprettir vom svo
blygðunarlausir að maður kenn
ir stundum meðaumkunar með
Bandaríkjunum á þessum árum.
En vörur og vistir Bandaríkj-
anna hurfu í botnlausa hít hins
kínverska svartamarkaðar, sem
skipulagður var af áhrifamönn-
um Kúómintangflokksins. Og
herir Kúómintangstjórnarinnar
lifðu friðsamlegu herbúðalífi og
voru æfðir undir þá borgara-
styrjöld, sem Sjangkaisék ætl-
aði að hleypa af stað að stríð-
inu loknu. I sama mund börð-
ust alþýðuherir kommúnista,
lítt vopnum búnir, án .læknis-
lyf ja og sárabinda, við hersveit
ir Japana og þjörmuðu svo að
þeim, að allt Norður-Kína mor-
aði í skæruliða'véitum og al-
Bandarikjamena notuðu aðstöðu sína gagnvart stjórn Sjangkaiséks í Kína til að
kotna sér upp her- óg ilotastöð í Tsiagtao á austurströnd Kína. Þegar kommón-
istar cáiguðust Tsingtao höfðu Baudarí kjamenn sig á brott. Hér sést bandarískt
lið á hergöngu í Tsingtao.
þýðleg kínversk stjórn fór með
völd í þeim héruðum, sem öll
herkort styrjaldarinnar sögðu
vera hernumin af Japönum.
Erindrekar Ban'daríkjanna í
Kína skildu, glögglega fyrir-
ætlanir Sjangkaiséks. I skýrslu
14. febrúar 1944, túlka þeir
Ludden og Service, sem fyrr
voru nefndir, afstöðu kínversku
stjórnarinnar á þe:sa lund:
„Það er deginum ljósara, 'að
núverandi Kúómintangstjórn
telur styrjöldina gegn Japan
vera lítt mikilvæga í saman-
burði við })að að halda sjálf
vöidunum.
Hernaðarleg mistök Kína
eiga að miklu leyti rót sína að
rekja til stjórnmálalegs sundur
lyndis innanlands og viðleitni
Kúómintangstjórnarinnar að
geyma allan herafla sinn til
þess að nota hann stjórnmála-
völdum sínum til framdráttar.“
Þeir segja ennfremur, að sú
stefna, er Bandaríkin hafi fy’gt
í Kína hafi „sannfært Kúómin-
tangstjómina um, að þau muni
halda áfram að styðja hana
og hana eina. Kúómintang-
stjórnm heldur, að hún muni
fá í hendur vaxandi birgðir
hergagna og skyldra vista, og
ef marka má fyrri reynslu, þá
mun hún beita þessari aðstoð
gegn fjandmönnunum með mik-
illi tregðu, ef hún þá á annað
borð fæ:t til þess.“
í sama mund og Sjangkaisék
bjó sig undir boigarastyrjöld-
ina við kommúnista átti har.n í
endalausum samningum við
fulltrúa þeirra um að jafna
deilurnar við þá ,,að pólitískum
hætti“, eins og hann orðaði
það. Hinir bandarísku erind-
rekar létu ekki blexkiast af
friðarhjali hins kínverska mar-
skálks. Davies eegir svo í
skýrslu 24. júní 1913: „Mar-
skálkurinn getur ekki gengið
að hinum sakleysislegu xröfum
kommúnista, að flokkur þeirra
verði leyfður og gerðar vprði
ráðstafanir til aukins iýiræð.s.
Slíkt mundi sennilega verða til
þes3, ■ að Kúóruintangstjórnin
og fylkishöfðingjar henurir yrðu
að hrökklast frá völdum.“ Dav-
ies segir í annan stað í skýrsla
9. des. 1944: „Marskálkinum er’
| ljóst, að ef hann gengur að
skilyrðum kommúnista um sam
steypustjórn, þá m.uni þeir fyrr
eða síðar bola honum frá völd-
um. Þess vegna mun hana
bíða átekta og þrauka af styrj-
öldina.“
Hinum bandarísku sendimönn
um var það ljóst, að Kuórnín-
tangstjórnin mund: aldr'.i lifa
af raunhæft lýoræði .í ’andinr,
og þess vegna fór hún j..fnan
undan í fiæmiúgi, gr húr átti
að svara hiaum einÍGn u og
sjálfsögðu kröfum kommunistá'
um lýðræðisréttindi. S-jórnin
beið þess eins í ofvæni, að Japan
yrði brotið á bak aftur með
sameiginlegu átaki Bandaríkj-
anr.a og hinr.a evrópsku banda-
manna þeirra. En erindr :karnir
eru mjög vondaufir um sigt.r
Kúómintangstjórnarinnar í
hinni komandi borgarastyrjöld.
Servicc segir í skýrslu 9.;okt.
1944, að kommúnistar njuni
Framhald á 7. síðu. ■