Þjóðviljinn - 08.02.1950, Page 6

Þjóðviljinn - 08.02.1950, Page 6
€ Þ JÖÐ VILJINN Miðvikudagur 8. febrúar Í950 BoSskapur Trumans um vetnissprengjuna skelfir hans eigin menn WI4YRIR rúmum íjórum árum, þegar Truman Bandarlkja- forseti var nýbúinn að tryggja sér sess i veraldarsögunni með því að fyrirskipa að vo.rpa tveim kjarnorkusprengjum á Japan og myrða með því hundruð þúsunda óbreyttra vopnlausra borgara, kom það í hans hlut að skera úr því, þvort einbeita skyldi iðnaðar- mætti og vísindaþekkingu Bandaríkjanna að því að fram- leiða nýja sprengjutegund, er samkvæmt útreikningum kjarn orkufræðinganna var margfalt öflugri en þær, sem eyddu Hiroshima og Nagasaki. Svar Trumans var nei. Hann ákvað, að útreikningar kjarnorkufræð inganna skyldu lagðir til hliðar og engin vinna hafin við fram- leiðslu þessarar nýju sprengju- tegundar, vetnissprengjunnar. Þetta var haustið 1945. 1 síð- ustu viku endurskoðaði Tru- man þessa gömlu ákvörðun sína, og þá komst hann að þveröfugri niðurstöðu. Nú á- kvað hann, að skipa vísinda- mönnum Bandaríkjastjórnar að bregða við skjótt og hraða eftir mætti framleiðslu vetnis- sprengjunnar. Blaðamenn í Washington segja, að forsetinn hafi tekið þess ákvörðun fyrir eindregna áeggjan bandariska herráðsins og kjarnorkunefnd- ar þingsins . I^ANDARISKA herráðið hafði í áætlunum sínum reiknað með því, að Banda- rikin myndu sitja ein að kjarn- orkusprengjunni að minnsta kosti til 1953. Á þeirri sannfær- ingu voru allar framtiðarfyrir- ætlanir þess byggðar. Kjarn- orkusprengingin í Sovétrikjun- um feykti þeim loftköstulum um koll, „stytti óþyrmilega kjarnorkuforhlaupið, sem .... hernaðaráætlanir Bandaríkj- anna byggðust að miklu leyti á“, svo notuð séu orð banda- riska afturhaldsblaðsins „Time“. Draumurinn um banda rísk heimsyfirráð í krafti kjarnorkusprengjunnar var að engu orðinn. Kenningin um, að kjarnorkueinokun Bandarikj- anna væri það eina ,sem hóldi aftur af sovéthernum að sækja fram til Ermarsunds eða lengra, féll um sjálfa sig. Þótt kjarnorkueinokunin væri úr sögunni, var sovétherinn hinn rólegasti i sínum fyrri stöðv- um. Heifsmyndin, sem áróðurs- vél hernaðarsinna og heims- valdasinna hafði skapað i hug- um milljóna manna i hinum vestrænu löndum var að hrynja í rúst fyrir miskunnarlausum atlögum staðreyndanna. Stríðs- æsingarnar og stríðsáróðurinn hljómuðu æ falskar. Er svo var málum komið, voru góð ráð dýr fyrir striðsflokkinn í Washington, herráðið og auð- hringana Örþrifaráðið var að halda áfram lengra á sömu braut og þrædd hafði verið frá Iokum heimsstyrjaldarinnar síð ari: Truman forseti var feng- inn til að fyrirskipa fram- leiðslu vetnissprengjunnar. Auð vitað var um leið lýst hátíð- lega yfir, að þetta múgmorð- vopn, sem til einskis er hæft nema gjöreyða borgum, ætti að „tryggja friðinn". Með þessu drápstæki hyggjast bandariskir ráðamenn slá margar flugur í einu höggi: ógna Sovétríkjun- um og auka á stríðsæðið i Bandaríkjunum, svo að auö- veldara verði að telja almern- ing á að sætta sig við að fórna félagslegum umbótum fyrir milljarðaútgjöld til .hervæðing- ar og til að halda við völd bandarískum leppstjórnum víða um heim. Síðast en ekki sízt á 1 þetta nýja skref í kjarnorlcu- kapphlaupinu að tryggja, að kalda stríðið haldi áfram, en það stríð hefur að dómi Har- vardprófessorsins Sumner Sli- chter ,eins mikilsvirtasta auð- valdshagfræðings heimsins, hindrað harða kreppu og verið sönn blessun fyrir atvinnulíf Bandaríkjanna. TKTIÐBRÖGÐ manna við vetnissprengjutilkynningu Trumans hafa ekki verið í sem beztu samræmi við þaulhugs- aðar fyrirætlanir hermálaráðu- nauta hans. Komið hefur á daginn ,að þótt búið sé að berja það inn i Bandaríkja- menn, að Rússar séu forkast- 'anleg þjóð, og alls ills makleg, er þó furðu mikill hluti bandar rísku þjóðarinnar enn það ó- brjálaður, að honum ofbýður þegar kærulausir angurgapar í æðstu stöðum leika sér að til- veru mannkynsins. Smyth,, hinn frægi höfundur skýrslunn- ar um smíði fyrstu kjarnorku- sprengjunnar, hefur skýrt frá því, að vísindamenn hafi rætt það í fyllstu alvöru, hvort vetnissprengjan kynni að kveikja í andrúmsloftinu. Vís- indafréttaritari „Times" í London segir, að innan nokk- urra áratuga verði það á færi hvaða iðnaðarríkis sem er að sprengja jarðarhnöttinn x loft upp. Gagnvart slíkum mögu- leikum standa æðstu menn Bandaríkjanna einsog siðlausir bófar og tala um, að nú skuli Rússar fá að kenna á því, ef þeir makki ekki rétt. J^xKKI er að furða, þótt slík framkoma opni augu margra fyrir sjálfmorðsstefnu kjarnorkubrjálæðinganna. Þeim fjölgar stöðugt í Bandaríkj- unum og öðrum vestrænum löndum ,sem krefjast þess, að hætt verði að setja Sovétríkj- unum úrslitakosti í kjarnorku- málunum og tekið að semja við þau í alvöru um kjarn- orkueftirlit. Brezka sósíaldemó- kratablaðið „New Statesman and Nation" segir: „Að hefja framleiðslu (vetnissprengja) væri sama og að játa, ekki bara að þriðja heimsstyrjöldin sé óhjákvæmileg, heldur að hún verði aðallega háð með múgdrápsaðferðum, sem taka langt fram brjáluðustu draum- um S. S. og Himmlers.......... Mestu mistök brezkrar utan- rikisstefnu síðan stríði lauk ér að Bevin skuli hafa látið undir höfuð leggast að henda á lofti Framhald á 7. síðu. WUVUWWMVWVWVMWVUVWUUWVUVX p R A'M HALDSSAGA: usnft;vv'rt,'wuv,vu. BRDÐARHRINGURINN E F T I B Miguon G. Ebérhart í 77. DAGUR in^wwwwww það væri Lewis. En ef það skyldi nú ekki vera — þá veit ég — eða veit a. m. k. hvemig ég get komizt að því. Eða veit —“ Hann þagnaði og brópaði svo: „Það datt mér alls ekki í hug. Eg sagði dómaranum aðeins það sem ég vissi. En allt bendir til þess að það hafi verið meira —“ Hann var skyndilega orðinn mjög æstur. Hann settist alveg upp, augu hans ljómuðu — hann virtist ánægður og sigri hrósandi. Svo sagði hann, annars hugar, eins og hann hefði gleymt því að hún var viðstödd: „Blanehe verð- ur bölvanlega við þetta. Og Mimi .... ég segi lögreglunni ekki frá því. Eg held því leyndu þangað til —“ Hann þagnaði aftur; sigurhrósið var horfið. Hún varð hrædd við útlit hans; svipur hans var beiskur og kuldalegur, næstum örvæntingarlegur. Hún rétti höndina til hans, ens og gjá hefði opnazt og hún ætlaði að þrífa í hann: „Eric, hvað er að?“ Að stundarkorni liðnu tók hann aftur til máls. Hann talaði hægt og horfði á hana dökk- um augunum, sem lýstu þjáningu. „Eg hef verið önnum kafinn, Róní, við mál sem er mér miklu mikilvægara en þetta morðmál og réttarhöldin. Það virtist liggja í augum uppi að Lewis hefði gert þetta. Og ég — það var verk sem ég ætlaði og undirbúið vandlega á meðan ég hef legið veikur; og þegar ég ráðgerði það hélt ég að það færði mér meira en þetta.“ Hann þagnaði dálitla stund. „Bragðið er orðið beiskt. Það er e. t. v. allt orðið um seinan. Þú skilur þetta ekki, Róní, er það? Líklega skilurðu það aldrei. Það er einnig orðið of seint. En það gerir ekkert til. Einmitt nú —. Hann þagnaði og hugsaði sig um, en hún beið. Svo sagði hann: „Viltu fara ofan og sækja handa mér heita mjólk. Svo ætla ég að að fara að hátta, en þú verður hérna hjá mér. Eg ætla að segja þér —“ Hann þagnaði enn og leit alvarlega á hana. Rödd hans bar vott um sorg og iðrun. „Mér þykir það leitt, Róní. Eg hef haft á röngu að standa um allt.“ Hann stóð upp. „Hefndin er mín, segir Drottinn“, sagði hann annarlegri röddu, gekk út að glugganum og opnaði svo að stormurinn blés inn í stofuna með hávaða mikl- um. Náðu fyrir mig í mjólkina, Róní mín“, sagði hann og leit um öxl. Svo skulum við tala saman.“ Hún fór og skildi hann eftir í storminum. Hún mætti engum í stiganum né í neðri for- stofunni. Mjólkiha tók hún úr kæliskáp í búr- inu og hitaði hana á rafmagnshellu. Þegar hún helti mjólkinni í glas og lét það á bakka dóu ljósin. Glóðin á hafhellunni dvínaði. Henni datt í hug að það mundi ekki vera óalgengt í svona veðri að Ijósin dæju. Það mundi brátt verða komið með ljós, lampa og kerti. í sveitinni var nauðsynlegt að vera við öllu búinn. En á meðan væri bezt að fara með bakkann til Erics. Hún rataði. Hún þreifaði fyrir sér og fann dyrnar úr búrinu fram í forstofuna; þá brá fyrir eldingu svo að hún sá stigann og handriðið. Hún náði því og studdist við það með annarri hendinni en hélt á bakkanum í hinni. Hún heyrði eitthvert þrusk, í dagstofunni, að hún hélt, en vindgnýrinn var svo mikill, að hún var ekki viss. Þegar hún var komin efst í stigann fór einhver fram hjá henni í myrkrinu, straukst við bakkann. Það var kynlegt að hver sem þetta var, fór sá þegjandi fram hjá henni, gaf ekkert hljóð frá sér en hvarf út í myrkrið. „Turo“, kallaði hún og síðan „Mimi“, en eng- inn anzaði henni. Það var heldur ekki nokkur maður þarna. Sá sem komið hafði var farinn þegjandi. Hún hélt áfram upp og þreifaði fyrir sér, feg- in því að vera ekki í síðum kjól. Hún hikaði í myrkrinu í efri forstofunni. Nú hafði hún ekki lengur handriðið við að styðjast, en dyrnar á herbergi Erics voru rétt við stigauppganginn og voru opnar. Önnur elding kom henni á rétta leið. Hún fór inn í herbergið og kallaði á Eric. Enginn anzaði. Vindurinn æddi, regnið lamdi og þrumurnar öskruðu. Gluggahlerarnir hlutu enn að vera opnir því vindurinn blés framan í hana. „Eric“, kallaði hún aftur hátt, en rödd hennar heyrðist varla fyrir stormgnýnum. Henni fannst herbergið undarlega tómt. Hún fann borð og lagði bakkann frá sér á það. Kannski Eric hafi fengið kast. Hún flýtti sér þvert yfir herbergið og þreifaði fyrir sér á leið- inni. Hún var komin að legubekknum, þegar skyndilega birti frammi á ganginum, og svo varð albjart í herberginu. Magnolía kom inn með lampa. Þegar birti inni kom Róní auga á Eric. Hann lá í hnipri úti við gluggann, með dökkan blett á öðru gagn- auganum. Ljólsið nálgaðist fljótt. Það skrjáfaði í hvítu pilsinu á Magnolíu; hún kraup niður og lagði frá sér lampan. Hún kom varlega við Eric. Loksins leit hún á Róní. Lampaljósið skein á svart, hrukkótt andlitið. „Hann er dauður“, sagði Magnolía. „Hann hefur verið skotinn". Hún stóð á fætur. Gamalt andlitið logaði af hatri. Svo tók hún til máls með nomarlegum, dularfullum málrómi, sem var í samræmi við lætin í veðrinu: „Þú ert bölvun sem hvllir yfir þessu húsi. Eg vissi það þegar þú steigst hér yfir þrcjskuldinn í fyrsta skipti — og þegar ég sá framan í hann. Hann kærði sig ekki um að eiga þig fyrir konu. Hann var ekki hamingjusamur; skuggi dauðans var á ásjónu hans. Fyrstu nóttina sem þú svafzt hér læddist ég að rúmi þínu og ætlaði að drepa BAVlÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.