Þjóðviljinn - 08.02.1950, Page 8
Verkamannafélag A kureyrarkaupsfaSar
skorar á Alþýðusambandið að kalla
saman ráðstefnu allra sambandsfél.
Aðalíundur Verkamannaíélags Akureyrarkaup-
staoar samþykkti einróma eítirfarandi:
„Vegna sívaxandi dýrtíðar og þar a£ ieið&ndi
versnandi afkomu launþeganna í landínu, sam-
þykkir aðalfundur Verkamannaíélags Akureyrar-
kaupstaðar, haldinn 5. febrúar 1950, að skora á
Alþýðusamband íslands að kalla saman ráðsiefntt
allra sambandsfélaga á landinu um launamáíín,
svo fijótt sem fök eru á“.
Ætlar Alþingi ú íella 21% uppbót
á laun gamals fólks og ^ia?
1 gær hófst í sameinuðu þingi síðari umræða
um þá tillögu sósíalísta að 20% uppbót verði greidd
á lífeyri aldraðs fólks og öryrkja samkvæmt al-
mannatryggingalögunum. Eins og áður hefur ver-
ið skýrt frá klofnaði fjárveitinganefnd um af-
greiðslu málsins og leggur spyrðuband íhaMsins,
Alþýðuflokksins og Framsóknar til að tillögunni
verði vísað frá.
AHharðar umræður urðu um málið. Fylgdu
þeir Asniundur Sigurðsson, Sigurður Guðnason og
Einar Olgeirsson þessu sjálfsagða réttlætismáli
fast eftir, en á móti mæltu Gísli Jónsson og Har-
aldur Guðmundsson! Vakti afstaða hins síðarnefnda
sérstaka athygli. Hann er forstjóri almannatrygg-
inganna og hefur jafnan þótzt bera hag hinna
tryggðu nijög fyrir brjósti. Auk þess var hann á
þessu þingi flutningsmaður tillögu um 20% upp-
bót á laun opinberra starfsmanna og tryggði m.
a. sjálfum sér hámarksuppbót!
Umræðunni varð ekki lokið í gær.
Kosninpsjóður-
inn
Við birtum hér rö5 deildanna
í samkeppninni eins og hún
var í gær, en peningar hafa
verið að berast daglega í kosn
ingasjóðinn:
1. Bolladeild 184%
2. Kleppsholtsdeild 141—
3. Langholtsd. 119—
4. Skóladeild 118—
5. Barónsdeild 112—
6. Njarðardeild 107—
7. Skjerjafjarðard. 100—
j 8. Sunnuhvolsd. 95—
9.—10. Laugarnesd. 84—
Þingholtad. 84—:
11. Vesturdeild 80—
12. Eskihlíðard. 75—
; 13. Nesdeild 66—
14. Vogadeild 63—
15. Valladeild 61—
16. Hlíðadeild 52—
‘ 17. Túnadeild 49—
18. Skuggahverfisd. 46—
19. Meladeild 43—
Æskulýðsfylkingin 40—
Um Jeið og við þökkum öll-
um þeim flokksmönnum og öðr-
nm, sem hafa lagt kosninga-
sjóðnum lið, viljum við minna
þá, sem enn kunna að hafa
söfnunargögn hjá sér, að skila
þeim í skrifstofu Sósíalistafé-
lagsins, Þórsgötu 1, hið allra
fyrsta.
Söfnunarnefnd.
Krefjast fram-
sals kjarnorku-
fræðings
McMahon, forxnaður kjarn-
orkunefndar Bandaríkjaþings,
lýsti yfif að afloknum lokuðum
fundi nefndarinnar, að farið
muni þess á leit, að Bretar
framselji í hendur bandarískra
yfirvalda kjarnorkufræðinginn
Fuchs, sem sakaður hefur ver
ið um að hafa tvívegis gefið
óþekktum aðila upplýsingar um
kjamorkuleyndarmál. Sagði
McMahon, að Fuehs hefði haft
aðgang að upplýsingum um
vetnissprengjuna, er hann starf
aði í Bandaríkjunum. Fullyrti
McMahon að Fuchs hefði látið
Sovétríkjunum í té aíar þýðing
armiklar upplýsingar.
Brátt i brék að
s
I gær fór fram í samein-
uðu þingi síðari umræða og
atkvæðagreiðsla um tillögu
rikisstjórnarinnar um þátt-
töku íslands í svonefndu
Evrópuráði, sem Finnbogi
Kútur Valdimarsson hefur
hnyttilega kallað „skálka-
skjól fyrir skrafskjóður
Fór Einar Olgeirsson fram
á að afgreiðslu niálsins væri
frestað, þar sem Finnbogi
Rútur, sem var framsögu
maður minnihluta utanríkis
málanefndar, er veikur. Var
þeirrj beiðni hafnað af for-
seta sameinaðs þings, Stein-
grími Steinþórssyni, og er
slíkur asi á afgreiðslu því-
líks máls mjög óvenjulegur.
Frumvarpið var síðan sam
þykkt með 35 atkv. gegn
8, 3 sátu hjá en 6 voru fjar
verandi. Auk sósíalista
greiddi Páll Zóphóníasson at
kvæði gegn frumvarpinu og
gerði hann þá grein fyrir af
stöðu sinni að hann sæi ekki
ástæðu til að stórfé í erlend
um gjaldeyri væri árlega
eytt til þess að taka þátt í
einskisverðu „málfundafé-
Iagi“ eins og Evrópuráðið
væri. Þeir sem sátu hjá voru
Ásgeir Bjarnason, Rannveig
Þorsíeinsdóttir og Páll Þor
steánsson.
Jóhannes léhann-
Aðalfundur
Verkamannaíélags
Glæsibæjarhrepps
Aðalfundur Verkamannaíé-
lags Glæsibæjarhrepps var
haldinn fyrir nokkru.
I stjórn. voru kjörnir : For-
maður: Friðrik Kristjánsron.
Ritari: Sigurður Brynjólfsson.
Gjaldkeri: Gunnlaugur Einars-
son. Meðstjórnendur: Sigurjón
Jónsson og Jónas Aðalsteins-
son.
Kl. 10 í gær andaðist að
heimili sínu hér í bænum Jó-
hannes Jóhannesson, fyrrum
bæjarfógeti, 84 ára að aldri, og
var hans minnzt á Alþingi í
gær með ræðu sem Steingrímur1
Steinþórsson, forseti sameinaðs
þings hélt.
Jóhannes Jchannesson fædd-
ist 17. janúar 1866 í Hjarðar-
[ liolti í Sta'fholtstungum, sonur
iJóhannesar sýslumanns Guð-
mundssonar og konu hans Mar-
enar Lárusdóttur sýslumanns
Thorarensens í Enni. Hann
lauk stúdentsprófi í Reykjavík
1886 og lagaprófi í Kaupmanna
höfn 5 árum síðar, 1891. Að
loknu því prófi gerðist hann að
stoðarmaður i stjórnarráði fs-
lands í Kaupmannahöfn og
gegndi þvi starfi í rúm 3 ár.
Næstu 3 ár þar á eftir var
hann settur sýslumaður í Húna
vatssýslu, en 1897 var hann
skipaður sýslumaður í Norður
Múlasýslu og bæjarfógeti á
Seyðisfirði og hafði það em-
bætti á hendj í 21 ár. 1918 var
jhonum veitt bæjarfógetaem-
bættið í Reykjavík, og því em-
bætti gegndi hann þar til það
var lagt niður frá árslokum
Ernest Bevin
4.500«000
atvf nnuleys -
ingjar í USA
Tvöfalt fleiri en á
sama tíma i fyrra
Bandarí$ka verkalýðsmála
ráðuneytið hefur tilkynnt
að atvinnuleysingjum í
Bandaríkjunum hafi fjölgað
um tæpa milljón í janúar
og hafi í lok mánaðarins ver
ið yfir 4.500.000 talsins. Er
þetta helmingi hærri at-
vinnuleysingjatala en var í
jan. í fyrra í Bandaríkjun-
um. Auk þessarar hálfrar
fimmtu milljónar, sem eru
gjörsamlega atvinnulausir,
eru langtum fíeiri, sem
ekkl hafa nema fárra stunda
vinnu á viku.
Bevin leitaði lœkninga á
Ceylon hjá tönn Búdda!
Þegar Ernest Bevin, utanríkísráðherra sósíaldemo-
kratastiórnar Bretlands, var á samveldisráðstefnunni á
Ceylon í fyrra mánuði, leitaði hann sér lækninga hjá
tönn Búdda, sem geymd er í musteri þar á eynni.
Bevin hefur lengi verið
hjartabilaður, og fékk sérstak-
lega slæmt kast rétt áður enn
hann fór til Ceylon.
Bevin var boriian um í
burðarstól.
Senanayake forsætisráðherra
á Ceylon lét smíða burðarstól
handa Bevin og báru þjónar
hann upp og niður stiga og
tröppur til ráðstefnusalarins í
Colombo svo að hann þyrfti sem
minnst að reyna á sig. Vakti
þetta mikið umtal og barzt til
eyrna prestum „Musteris hinn-
ar helgu tannar,“ sem buðu
Bevin þegar að leita sér lækn-
inga með því að líta á tönn-
ina. Er slíkt boð algert eins-
dæmi, því að tönnin er ekki af-
hjúpuð nema sjöunda hvert ár.
Sjö gullskrín hulin gimsteinumo.
Bevin þáði þegar boð Búdda-
prestanna og fór til musterisins
með fríðu föruneyti ráðherra
annarra samveldisl. E- i tann-
armusterið kom féllu gestirn-
ir í stafi yfir fjársjóðum eðal-
steina og dýrra málma, sem
þar var að sjá. 1 hinu allra
helgasta gat að líta gimsteina-
hrúgu mikla. Var það hver eðal
steinafestin við aðra. Lyftu
prestarnir þeim og kom þá í
ljós gullskrín og innan i því
annað gullskrín og svo koll af
kolli og var tönnin helga í sjö
unda skríninu. Var hún nú sett
í kristalsumgjörð og sjúklingn
um Bevin leyft að skoða hana.
sér til heilsubótar. Blaðamenn
í förinni segja, að tönnin sé
tveggja þumlunga löng og lík-
ust gömlum gulnuðum fílabeins
bút. Prestarnir skýra stærð
hennar með því, að Búdda hafi
verið af ættum risa frá Nepal.
Bevin gaf í London í gær
brezku stjórninni skýrslu um
Colomboráðstefnuna. Ekki var
þess getið í fréttum hvort hann
hefði látið nokkuð uppi um á-
Lögreglustjórinn í Vestur rangur tannarlækningarinnar.
Berlín dró í gær dár að móður *
sýkistali sósíaldemókratafor-
ingjans Sehumacher, um að
skriðdrekar Vesturveldanna
gætu einir hindrað, að hálf
milljón þýzkra æskumanna
sem búizt er við að sæki mót
æskulýðssambandsins í Austur-
Þýzkalandi á hvítasunnu, taki
V.-Berlín á sitt vald. Lögreglu-
stjórinn kvaðst alls óhræddur
þótt svo fari að hernámsyfir-
v-Öld Vesturveldanna leyfi æsku
fólkinu að fara hópgöngu um
Vestur-Berlín.
Híegíð aS
r r B n
1928. Hann átti sæti á Alþingi
sem þingmaður Norðmýlinga
1901—1913 og sem þingmaður
Seyðfirðinga 1916—1931 og var
forseti sameinaðs Alþingis 1918
1921 og 1924—1926. Auk þess
hafði hann á hendi fjölmörg
trúnaðarstörf.
i .
Brezka stjórnin tilkynnti í
gær, að hún hefði ákveðið að
veita stjórn Bao Dai, lepps
Frakka í Indó Kína fulla viður
kenningu. Bao Dai og Frakkar
ráða einungis yfir tíunda hluta
landsins en yfir níu tíundu
Indó Kína ræður stjórn sjálf-
stæðishreyfingarinnar Vi.et
Minh undir forystu Hó Sji Min.
Útvarp Viet Minh sagði í gær,
að gagnsókn sjálfstæðishreyf-
ingarinnar væri hinn mesti
styrkur að viðurkenningu Kína
og Sovétríkjanná á stjórn Hó.