Þjóðviljinn - 21.02.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1950, Blaðsíða 5
t*riðjudagur 21. febrúar 1950. ÞJ ÓÐVILJ I N N. • ■--.v - ■ -• T._^ :_■ -.___1 ■ • ' ....... - ■ — ________________________■ v.- T-fe - — ASÍÁ sefur — ASÍA váknar XI.G REI N. KINAVELDI BANDARÍKIN OG KÍNA Með þesari grein lýkur þessum greinaflokki Sverris Kristánssonar, en hann er orðinn hið merk- asta rit um Kína og sögu kínversku þjóðarinnar. Greinarnar hafa komið á alllöngum tíma og skal til glöggvunar fyrir lesendur rifjað upp hvenær þær birtust. Fyrsta greinin kom 3. sept. 1949 og síðan birtust þær 17. sept. 1949, 24. sept. 1949, 25. okt. 1949, 5. nóv. 1949, 12. nóv. 1949, 27. nóv. 1949, 9. des 1949 3. febr. 1950 og 8. febr. 1950. V. Bandaríkin munu ekki geta haft sér þa.ð til afsökunar á dómsdegi, að þau hafi ekki vitað hvað þau gerðu, er þau hófu Kúómintangstjórnina á skjöld í lok styrjaldarinnar og veittu henni allan þann styrk, er þau máttu til þess að þessi spillta og dáðlausa klíka póli- tískra afbrotamanna gæti kló- fest öll lönd Kínaveldis. Aehe- son utanríkismálaráðherra seg- ir í bré.fi sínu til Trumans for- seta, sem fyrr var nefnt, að Bandaríkjastjóm hafi tekið þann kost að reyna að koma á starfhæfu samkomulagi milli hinna stríðandi flokka í Kína, „en eigi að síður varðveita og jafnvel auka áhrifavald þjóð- ernissinnastjómarinnar“. Það væri líka synd að segja, að Bandaríkin hafi ekki lagt sig í líma í þessu efni. Samkvæmt skýrslu Bandarikjastjórnarinn- ar um hemaðaraðgerðir í Kína 1945—1949,. flutti flugfloti Bandaríkjahersins þrjá heri Kúómintangstjórnarinnar til Norður-Kína og Kyrrahafs- strandar. Á örfáum mánuðum fluttu Bandaríkjamenn um hálfa milljón hermanna á sjó og í lofti til þeirra héraða, sem verið höfðu i höndum skærulið- anna og alþýðuherjanna. I lok desembermánaðar 1945 höfðu Bandaríkjamenn flutt hergögn og vistir, sem nægðu til að vígbúa 39 herfyiki. Auk þess voru 50.000 bandarískir sjóliðar settir á land í Norður-Kína og hernámu bójtgir, námur, járn- brautir og aðra mikilvæga staði til þess að þeir féllu ekki i hendur alþýðuherjanna. Þegar Bandaríkjastjóm hafði sett þannig upp tafl hinnar kin- versku borgarastyrjaldar út- nefndi Trumah foreeti Marshall hershöfðingja sem sérstakan fulltrúa sinn í Kína. Samkvæmt bréfi forsetans var Marshall ætlað það hlutverk í Kína, að „sameina Kína með friðsam- legum og lýðræðislegum að- ferðum." Acheson túlkar sendiför Marshalis á þá lund, að hún hafi átt að koma á friði í Kína, efla framfarir á lýðræðis grundvelli, og „styrkja þjóð- ernissinnastjórnina tii að ná völdum i eins mörgum héruðum Kína og kostur væri á“. Marshall fékk komið á vopna hléi með kommúnistum og Kúó- mintangstjóminni í ársbyrjun ársins 1946. En nokkrum vik- um seinna rauf Kúómintang- stjómin alla gerða samninga og flutti heri sína með banda- rískri hjálp inn á yfirráðasvæði kommúnista. Marshall var ekki öfunds- verður af stöðu sinni. Hann átti að bera friðarorð milli tveggja stríðandi aðiia og gerði það með þeim hætti, að annar aðilinn fékk ótakmörkuð tæki- færi til að afvopna hinn. Þegar Marshall hafði leikið þetta óskemmtilega hlutverk pólitískrar tvöfeldni í heilt ár, hafði hann tekið slíkar vígslur, að hann þótti hæfur til að taka við utanrikiaráðherraembætti Bandaríkjanna. Marshall bar báður aðilum, kommúnistum og Kúómintang, ilia söguna og harmaði sína misheppnuðu sendi för. Sennilega hefur harmur hans þó ekki rist djúpt, enda ára.ngurinn af för hans ekki lítill. Acheson kemst svo að orði í bréfi sínu til forsetans: „Um það leyti er Marshail hershöfðingi héit á brott frá Kína í ársbyrjun 1947, var þjóðemisshmastjórnin að því er virtist á hátindi hemaðar- sigra sinna og landvinninga“. Bandaríkjastjóm mátti sannar- lega vera ánægð með þennan árangur af sendiför Marshalls: En hvemig hafði hinum banda- ríska friðarboða tekizt að fram- kvæma þann hluta stefnuskrár sinnar, sem Acheson kallaði eflingu framfara á lýðræðis- grundvelli? Hvernig leit Kúó- mintanglýðræðið út í þeim hér- uðum, sem stjómarherimir náðu á sitt vald úr höndum kommúnista eða fengu frá Japönum? Eftirmaður Marsh- alls, fulltrúi Trumans forseta í Kína, Wedemeyer hershöfð- ingi, gefur herjum stjómarinn- ar þennan vitnisburð í ræðu sem hann hélt i Kina 22. ágúst 1947: „Eg hef það eftir mörg- um heimildimi, að í Mansjúríu hafi fólkið tekið herjum Stjórn- arinnar tveim höndum sem frelsara undan ánauð Japana. En í dag, eftir nokkurra mán- aða reynslu af herjum mið- stjóxuarinnar, hatar fólkið þá og vantreystir þeim vegna þess að liðsforingjar og hermenn hafa verið ruddalegir ög hroka fullir. Auk þess stálu þeir og rændu í fullu frélsþ yfirleitt líktust þeir meira sigurvegurum i herteknu iandi en frelsandi her.“ Formósa sameinaðist Kína aftur eftir styrjöldina og hafði þá lotið yfirráðum Japana i hálfa öld. Þessi frjósama og auðuga eyja hafði tekið miklum verklegum framförum og Jap- anar höfðu skapað þar. stóriðn- að. Sjangkaisék skipaði gamla félaga sinn, Sén-Ji hershöfð- ingja, landstjóra á eynni. Á tveim árum tókst þessum jarli Sjangkaiséks að leika eyja- skeggja svo grátt, að þeir gerðu uppreisn, sem kæfð var í blóði á öndverðu ári 1947. Wedemeyer hershöfðingja fw- ast svo orð um stjórn Kúó- mintang á Formósu: „Miðstjóm in missti hér af góðu tækifæri til að sýna það kínversku þjóð- inni og heimrnum í heild, að hún sé fær um að koma á heiðarlegri og starfshæfri stjórn. Hún getur ekki kennt kommúnistum um mistök sín .... Eyjaskeggjar óttast, að miðstjómin hafi í hyggju að blóðplokka eyjima til þess að styðja hina völtu og spilltu Nankingstjóm, og ég hugsa að ótti þeirra sé á rökum byggður.“ VI. Þótt leitað sé með logandi Ijósi í Kínabók hins bandaríska utanrikisráðuneytis, þá finnst ekki nókkurt viðurkenningar- orð um Kúómintangstjórnina. Hins vegar er nafn hennar varla svo hefnt, að ekki loði við hana orðið corrnption — spillihg. Utanríkismálastjóm Bandaríkjahna er sýnilega á- kaflega reið Kúómintangstjóm- inni, og það að vonum. Aldrei hefur nokkurt ríki í sögunni haft svo dýrt og duglaust mála lið í þjónustu sinni. Kapparnir í Kúómintang reittu af Banda- ríkjunum á 4 árum 3 milljarða bókfærðra dollara, auk alls annars sem aldrei komst á reikning. I am feeling like a million dóllars! segir Banda- ríkjamaðurinn, þegar hann kann sér engin læti af vellíðan. Af því mega menn marka líðan Bandaríkjastjómar þessa stund ina. Herra. Acheson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er heldur ekki sérlega bombrattur í bréfi sínu til forsetans. Hann gefur Bandaríkjastjóm þetta fátæktarvottorð: „Það er því miður óhjákvæmileg staðreynd, að hin óheillavænlegu úrslit borgarastyrjaldarinnar i Kína voru ekki á valdi Bandaríkjá- stjórnar. Ekkert af þvi, sem Bandar. gerðu eða hefðu getað gert innan hæfilegra marka getu sinnar, hefði getað breytt þessum úrslitum, öfl, sem Bandaríkin létu ógert hefur stuðlað að þessum úrslitum. Innanlandsöfl kínversk ollu þessum úrslitum, öfl ,sem Bandaríkin reyndu að hafa á- hrif á, en gátu ekki.“ Þessi orð hins bandaríska utanríkisráðherra eru merkileg játning. Voldugasta stórveldi veraldarinnar játar vanmátt sinn frammi fyrir þjóðfélags- öflum alþýðubyltingarinnar kín versku. Að vísu er afsökun fólgin í játningunni. Utanríkis- ráðherrann reynir að afsaka hrapalegasta stjórnmálaósigur, sem nokkurt ríki hefur beðið, með því að skella skuldinni á. ópersónuleg þjóðfélagsöfl. En það losar ekki Bandaríkin mid- an ábyrgð á þeim viðburðum, sem orðið hafa í Kína hin sein- ustu ár. Bandaríkin hafa kostað einhverja stórkostlegustu borg- arastyrjöld veraldarsögunnar í fjögur löng ár. Þau eiga sök á þvi, að hin margþjáða kín- verska þjóð hefur ekki fengið að njóta árs og friðar eftir ósigur Japana og brottför þeirra úr lartdinu. Þau eiga sök á því, að einhver friðsamasta alþýða í heimi hefur orðið að kreppa hönd um byssu og sverð í stað að rækta hrísgrjón og spinna silki. Kúómintangstjórn- in og valdakerfi hennar hefði hrunið í rústir á nokkrum máu uðum eftir styrjöldina, ef ekki hefði notið efnalegs og hemað- arlegs stuðnings Bandaríkj- anna. Þau studdu þessa glæp- samlegu einræðisstjóm á meðan hún bókstaflega hafði land til að standa á. Afskipti Bandaríkjanna af innanlandsmálum Kína, íhlutun þeirra í hina kínversku borgara styrjöld, var aðeins einn þáttur í heimsstefnu þeirra i stríðs- lokin. Heimsstyrjöldin síðarí hafði þjarmað svo að auðvalds- skipulaginu, að það lá beinlínis í dauðateygjunum á öllu megin landi Evrópu. Nýlendukerfi hinna evrópsku auðvaldsrikja var allt að gliðna í sundur, þjóðfélagsbylting stóð fyrir dyrum í Evrópu og Asíu. Fyrir hundrað árum komst Karl Marx svo að orði, að Bretland' liefði drepið allar þjóðfélags- byltingar meginlandsins í móð- urlífi. Eftir síðustu heimsstyrj- öld var þessi gamli barnamorð- ingi félagslegra byltinga svo farinn af eili og kröftum, að hann fékk ekki lengur gegnt blutverki Heródesar. Það féll því í hlut Bandaríkjanna að hressa við lík auðvaldsins — auðvitað í nafni lýðræðisins.. Bandaríkin hófu krossferðina gegn kommúnismanum. Fyrir bandarisk áhrif voru kommún— istaflokkamir flæmdir úr al- þýðustjórnum Frakklands og: Italíu, siðspilltri fasistastjóra komið á fót í Grikklandi. Háft var í hótunum við kjósendur á Framhald & 7. síðu_ Alþýðustjóri Kína var sett á laggirnar í Peking 1. október í haust af ráðgjafa- Jringi, skipuðu fnlltrúnm þjóðhollra og lýðrœðissinnaðra stjómmálaflokka og al- þýðusamtaka. Hér sést ráðgjafaþingið samþykkja bráðabirgðastjóraarskrá Kína, : v hhia „almennustefnskrá“ aJþýðustjórnarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.