Þjóðviljinn - 21.02.1950, Blaðsíða 8
Hví þegir Morgunblaðið?
S. 1. föstudag sagði Morgunblaðið í forustugrein
að viðskiþtaviðræðurnar við Sovétríkin 1947 hefðu
aðeins leitt í ljós „að Rússar töldu það verð, sem við
þurftum að fá fyrir afurðir okkar of hátt fyrir sig.“
Af þessu tilefni lagði Þjóðviljinn ofur óbrotna spurn-
ingu fyrir Morgunblaðið:
Báru þessar viðræður árangur eða ekki,
tókust viðskiptasamningar við Sovétríkin eða
ekki?
Morgunblaðið hefur ekki enn svarað þessari
spurningu. En ef til vill svarar það henni í dag. Og
væntanlega hefur það þá einnig að geyma í dag
svar við eftirtöldum spurningum sem það var beð-
ið að svara til að skýra umræðurnar um markaðs-
málin:
Hversu langt er síðan Pétur Benediktsson
sendiherra íslands í Sovétríkjunum hefur kom-
ið til Sovétríkjanna?
Er það rétt að hann hafi ekki komið þang-
að síðan íslendingar undirrituðu marsjallsamn-
inginn?
Er það rétt að til þess að vega upp fjar-
vistirnar hafi hann verið gerður sendiherra í
fasistaríkinu Spáni?
BlaSamenn heiðra Ólaf Hvannda!
(Blaðamannafélag íslands hélt fund að Hótel Borg s.l.
sunnudag til að ræða þátttöku íslenzkra blaðamanna í norræna
blaðamannamótinu sem haldið verður í Osló í sumar. Að lokn-
um fundinum hafði Blaðamannafélagið samsæti fyrir Ólaf
Hvanndal, prentmyndagerðarmeistara, sem fyrstur manna lióf
prentmyndagerð hér á landi og hefur sem slíkur verið sam-
starfsmaður íslenzkra blaðamanna frá 1919—1949, effa í 30 ár.
Ólafur nam prentmyndagerð
i Kaupmannahöfn og Berlín,
fór fyrst út 1908, en prent-
myndagerð sína hér hóf hann
1919 og gerði flest myndamót
fyrir Reykjavíkurblöðin í 30
ár, en s. 1. sumar flutti hann
prentmyndagerð sína til Akur-
eyrar og verður hún fyrsta
prentmyndagerðin þar.
í hófinu á sunnudaginn fluttu
8 blaðamenn ræður fyrir minni
Ólafs og að síðustu talaði heið-
ursgesturinn, og’rifjaði nokkuð
upp starfsskilyrði sín fyrstu ár-
in, en fyrstu 3—4 árin hafði
hann ekkert rafmagn en varð
að nota sólarljósið eitt við
myndatökur, og tók þá stund-
um langan tima að gera mynd
— í stað tveggja stunda nú!
Skemmiilegt safn
Þegar Ólafur flutti norður til
Akureyrar á s. 1. sumri gaf
hann Landsbókasafninu „af-
þrykk“ af flestum þeirra mynda
móta er hann hefur gert á 30
árum og er þetta skemmtilega
safn sennilega um hundrað þús
un myndir.
Höfðixigleg skilnaöai-
gjöf
Á síðastliðnu ári gaf Ólafur
Hvanndal út í 300 eintölcum
sálmabók gerða eftir fyrstu
sálmabók sem prentuð var á ís-
landi, á Hólum í Hjaltadal 1589,
eða fyrir 360 árum. Bókin er
nákvæm eftirmynd fyrstu út-
gáfunnar, prentuð eftir mynda-
ÓLAFUR HVANNDAL
prentmyndameistari.
mótum sem Ólafur gerði eftir
þeim tveim eintökum sem fáan-
leg voru af bókinni mikið af
letrinu var orðið máð og þurfti
að skýra það upp, er því hægt
að fá nokkra hugmynd um hve
mikið verk það hefur verið að
„redusera“ alla bókiina, 500
síður.
Eintak af þessari bók gaf Ól-
afur Blaðamannafélaginu sem
stofnbók í bókasafn Blaða-
mannafélagsins, með svohljóð-
andi álitrun: „Þessi bók er gjöf
til bókasafns Blaðamannafélags
íslands, sem stofnast með þess-
ari bók, elztu prentaðri sálma-
bók á íslandi. Með þökk fyrir
samstarfið við íslenzka blaða-
mannastétt í 30 ár og beztu
óskum um gengi hennar í fram-
tíðinni.“
Þótt bókasafnshugmynd
Blaðamannafélagsins sé a. m. k.
Þjóðviljinm
** • »
!
i
Olíuskipið „Clam“
1. brennsluolíufarmurini! kominn
Ingibjörg og
Soderin nnna
stérsvigið
Sldðamót fór fraro í Suður-
gili í Jósefsdal á sunnudaginn.
Keppt var í stórsvigi karla og
kvenna.
Úrslit urðu þeissi: Kvennafl.:
1. Ingibjörg Árnadóttir 94,2
sek. 2. Þuríður Árnadóttir
108,5 sek., 3. Sólveig Jónsdótt-
ir 119, 1 sek. Allar eru stúlkur
þessar í Ármanni.
í karlaflokki urðu lirsiit
þessi:
1. Erik Söderin 101,1 sek. 2.
Stefán Kristjánsson, Á. 106,S
sek. 3. Bjarni Einarsson Á.
106.8 sek.
Áhorfendur voru margir á
þessu fyrsta skíðamóti í vetur.
Er aðstaða hin bezta í Suður-
gili, enda fór mótið vel fram.
Ármann stóð fyrir mótinu og
hélt það til heiðurs skíðakenn-
ara sínum, sænska skíðakapp-
anum Erik Söderin.
í gærmorgun kom til Reykja-
víkur olíuskip með fyrsta farm
inn af „fuel-olíu“ (brennsluol-
íu), sem fluttur hefur verið
til landsins af olíufélögunum,
Olmverzlun íslands h. f. og h.
f. „Shell“ á íslandl. Olíuskipið
sem farminn flytur, heitir
„Clam“ og er eign The Shell
Petroleum Co. Ltd., London.
Kemur það frá eyjunni Crua-
cao, sem er eign Hollendinga
og liggur út fyrir ströndum
Venezuela í Suður-Ameríku.
Frá Curacao til Reykjavíkur er
um 20 daga bein sigling.
Hér mun olíunni verða dælt
upp í geyma í hinni nýju olíu-
stöð Olíuverzlunar íslands h. f.
í Laugamesi, og er þetta fyrsti
olíufarmur, sem þangað kemur.
Frá Laugarnesstöðinni verður
olían síðan afgreidd á bílum til
verksmiðja og annarra við-
skiptamanna á landi, en til
skipa í gegnum leiðslur út á
bryggjur í Reykjavíkurhöfn.
Hefur Olíuverzlun Islands h. f.
í sumar, látið vinna að lagningu
á leiðslu frá Laugamesstöðinni
niður á olíustöð félagsins á
Klöpp. Verður sú stöð notuð
sem millistöð en þaðan síðan af
greitt til skipanna.
H.f. „Shell“ hefur samið við
Olíuverzlun íslands h. f. um
geymslu á sínum hluta af hinni
nýju olíu á Laugarnesstöðinni,
og um afnotarétt af afgreiðslu
kerfi félagsins.
Sigurjén lónsson
endnrkosinn for-.
maður
Stjórnarkosningu lauk í Fé-
lagi járniðnaðarmanna í fyrra-
kvöld og urðu úrslit þau að A-
listinn fékk 84 atkv., en B-list
inn 116.
Sigurjón Jónsson var því
endurkjörinn formaður, en aðr-
ir í stjórn félagsins eru Loftur
Árnason varaformaður. Egill
Hjörvar ritari, Ingimar Sigurðs
son vararitari, Bjarni Þórarins
son fjármálaritari og Loftur
Ámundason gjaldkeri.
Breiðfirðingafélagið. Skemmti-
kvöld (sprengikvöld) verður
haldið í Breiðfirðingabúð þriðju
daginn 21. febr. 1950. Kl. 8,15
verður húsið opnað. Kl. 8.45
stundvíslega verður spiluð fé-
lagsvist, (allt kortið). Kl. 10.45
syngur Nína Sveinsdóttir gam-
anvísur, með undirleik manns
sins hr. Einars Jónssonar. Kl.
11.30 hefst dans, með hljóm-
sveit Bjöms R. Einarssonar.
Merkjasala iayða krossins á morgyn
Merkin aíhen! á 10 stöðum í bænum. — Söluböm
iá verðlaun.
Rauði kross íslands hefur að undanförnu haft merkjasölu á
öskudaginn, og verður svo að þessu sinni. Á öskudaginn, þ. e.
á morgun, verða merki Rauða krossins afhent sölubörnum á 10
stöðum í bænum, og eru foreldrar eindregið hvattir til að leyfa
börnum sínum að selja merkin. 1
Eins og í fyrra, verða þeim
börnum er flest merki selja
veitt verðlaun. Auk þess verða
öllum sölubörnum Rauða kross-
in afhentir miðar, er gilda síð-
ar sem aðgöngumiðar að kvik-
myndasýningu. Ættu börnin að
gæta miðanna vandlega. Verð-
ur síðar skýrt frá kvikmynda-
sýningunni í blöðunum.
í fyrra hlutu 10 börn verð-
laun fyrir sölu Rauða kross-
merkja, og voru verðlaunin
bækur.
Eins og fyrr segir verða
mei’ki Rauða krossins afhent
sölubörnum á 10 stöðum í bæn-
um á morgun, en þeir eru: Aust
urrtræti 22 (áður BSR), Verzl-
unin „Langholt” á Langliolts-
vegi, Bókabúðin Helgafell,
Laugavegi 100, Kron á Hrísa-
teig, Fatabúðin á Skólavörðu-
stíg, Gagnfræðaskóli Austur-
bæjar, Verzlunin Blóm & Ávext
ir í Hafnarstræti, Skóbúð
Reykjavíkur í Aðalstræti, Efna
laug Vesturbæjar, Vesturgötu
53 og Pöntunarfélag Grisstaða-
holts á Fálkagötu.
Páfi bannfærir
presí
Leiðrétting. Tvær prentvillur
rðu í skákdálkinum í síðasta
laði og leiðréttast þær hér
íeð. 42. leikur svarts átti að
era: Kf7—f6, og 49. leikur
víts átti að vera: IId8.
10 ára gömul hefur félagið ekki
haft fjármagn til að leggja í
bókakaup, en með þessari gjöf
Ólafs Hvanndals er þegar kom-
in vísir að bókasafni, því all-
margir blaðamenn hétu við það
tækifæri bókagjöfum í safnið,
og munu fleiri fara að dæmi
þeirra bráðlega.
Píus páfi setti í gær tékl
neskan prest í bann h:
meira fyrir að taka v:
biskupsembætti af ríki
stjórn N Tékkóslóvakíi
kaþólskir prestar í Tékk(
slóvakíu hafa nú unnið ríl
inu hollustueið en biskupar
ir flestir hafa til þessa nei
að að vinna eiðinn.
6. umferð skák-
mótsins
Sjötta umferð skákþin^
Reykjavíkur var tefld í fyrr;
dag að Þórsc’afé. Úrslit urö
þessi:
Guðjón M. Sigurðsson van
Lárus Johnsen, Haukur Sveir
son vann Hjálmar Theódór,
son, Ingvar Ástmarsson van
Steingrím Guðmundsson, Guni
ar Ólafsson vann Þórð Sólmun
arson, Guðmundur S. Guðmunc
son vann Jón Ágústsson. Jafi
tefli gerðu Friðrik Ólafsson c
Þórir Ólafsson, Eggert Gilfc
og Árni Snævarr. Biðskák
voru tefldar í gærkvöld.
Úrslit í biðskákunum urff
þau að Sveinn Kristinsson van
Baldiu’ Möller og Árni Stefán
on vann Björn Jóhanness., c
jafntefli gerðu Guðmundc
Ágústsson og Benóný Ben<
diktsson og Óli Valdimarssc
og Pétur Guðmundsson.
Leikar standa nú þaxmig c
Guðjón M. Sigurðsson er efsti
með 5 vinninga en næstir ex
Árai Snævara og Eggert Gilf<
með 4%.