Þjóðviljinn - 05.03.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1950, Blaðsíða 4
•Sunnud&gur 5, marz ■ 1950. ÞJÓÐ VIL J I NN ÞlÓÐVlLIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósiallstaflokkurinn Kitstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas S-i'nason Auglýslngastjórl: Jónstelnn Haraldsson Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- •tíg 19 — Simi 7500 (þrjár línur) IXskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. elnL Prentsmiðja Þjóðvlljans hj. Bóslallstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Siml 7510 (þrjár línnr) - 1 ................................... ' ■ Árásin á iðnaðinn Það verður ekki með sanni sagt að íslenzkur iðnaður hafi notið þess skilnings hjá þjóðinni, sem vera ber. Það er algengt að heyra fáfróða og grunnfæma menn halda því fram á.strætum og gatnamótum að við iþurfum að „drepa“ svo og svo mikið af iðnaðinum og knýja iðnaðarverkafólkið með svipu atvinnuleysisins til sjósóknar. Þessi fávíslega og hættulega skoðun var nægilega fávísleg til þess að hagfræðingar ihaldsins dr. Benjamin og prófessor Ólafur teldu sjálfsagt að gera hana að einum meginþætti „striksins“ þ.e. stefnu íhaldsins í at- vinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinar. í 9. gr. frumvarpsins segir svo: „Verö vöru sem framleidd er og seld innanlands, má hækka sem nemur hærri erlendum kostnaðarliðum og sem nemur innlendum kostnaðarliðum, öðrum en launum. Tillit má þó taka til þeirra breytinga á laun- um, sem verða í júlí 1950 og janúar og júlí 1951 sam- kvæmt þessum lögum vegna breytts framfærslukostn- aðar samkvæmt vísitölu.“ Þetta þýðir að iðnaðurinn má ekki fá hækkun á verði framleiðslunnar, vegna grunnkaupshækkana né vegna þeirra hækkana á launum, sem samkvæmt frum- varpinu geta orðið 1. maí og 1. júní þessa árs. Þáð ætti að vera öllum ljóst að engin þjóð getur vænzt þess að vera efnahagslega sjálfstæð nema iðnaður sé verulegur þáttur í framleiðslukerfi hennar. Sagan sýnir og sannai’ að þær þjóðir, sem lengst hafa komizt á sviði iðnaðarins hafa orðið forustuþjóðir á sviði efna- hagsmála, en hinar, sem fyrst og fremst hafa lifað á því að framleiða efnivöru (hrávöru) hafa dregizt aftur úr. Engum er þetta ljósara en amerískum auðmönnum, þeir líta svo á, að veigamesti þátturinn í að skapa Ameríku yfirdrottnunaraðstöðu í heimi fjármálanna, sé aö gera sem flestar auðvaldsþjóðir, utan Ameríku, að hráefnaframleiðendum, svo ameríski iðnaðurinn geti orðið drottnandi, og allar auðvaldsþjóðir veröi háðar smerískum iðnaðarvöram. Þetta er stefna Bandaríkjanna, rökrétt og eðlileg, frá sjónarmiði einokunarhringanna, en þeina sjónarmið er meiri gróði til handa amerískum auðmönnum. Þáð var erindi Benjamíns að flytja íslendingum þetta sjónarmið, vafið silki blekkinganna, og þaö var hlutverk hins ámátlega Ólafs prófessors, að setja stimpil á þessar umbúðir, stimpil „fræðimennsku“, sem vissu- lega ætti fremur að heita fáfræði en hagfræði. Því miður falla sjónarmið þeirra „fáfræðinganna“ .Benjamíns og Ólafs í furðu góðan jarðveg hvað iðnaðinn snertir, vegna þess að grunnfæmir menn hafa látið það villa sér sýn, að á síöari árum hefur risið hér upp ýmis konar óþarfa iðnaður, við öðru er ekki að búast meöan gróöasjónarmið ræöur framleiðslunni, en þetta breytir ekki þeirri staðreynd að mest af iönaöi, sem hér hefur vaxið upp, á fullan rétt á sér, og að efnáhagsleg fram- tíð þjóðarinnar er mjög undir því komin að iðnaðurinn geti vaxiö og blómgazt, svo þjóöin verði ekki eingöngu Jbáð sjávarafla og stopulum fiskmörkuðum. íslendingar höfðu hugsað sér á næstu árum að stíga jstór spor til eflingar iðnaði með því að reisa stærri orkuver en áður hafa þekkzt hér á landi við Sogið og Laxá. Verði. gengislækkun ihaldsins framkvæmd, hækka BÆJARP0ST||RINN SK||jjjjjgyy|iɧ|| P 1‘áttnriim „Um daginn og veginn.“ Skólapiltur skrifar: — „Einn þeirra þátta, sem útvarpið hef- ur lengi haft á dagskrá sinni er þátturinn ,,um daginn og veginn.“ — Flestir myndu ætla, að heldur ætti að vera létt • yfir þessum þætti, því hinn grámyglulegi hversdagsleiki setur samt nægilega mikinn svip á dagskrána, en þó má ef til vill segja, að þessi þáttur fari öðrum fremur eftir því hver talar. — Það er ólíkt að rabba við skemmtilegan mann um daginn og veginn og leiðinlegan, alveg eins og það er ólíkt að hlusta á t. d. Sig- urð Þórarinsson og Árna Ey- lands. — Annar er yfirlætis- laus og skemmtilegur og laus við allan menntunarhroka, þótt hann sé allra manna fróðastur. Hann er fulltrúi þeirrar mann- tegundar, sem alltaf er gaman að hitta á götu, þegar illa liggur á manni.— Hinn, sem ég nefndi síðar, hreykir sér í upp- hafi máls síns í dómarasæti og pundar þaðan á hlustendur tor meltum spakmælum og fjósa- hagfræði og skreytir mál sitt með ,,vér“ og „oss.“ — Hann er snillingur í einu, og það er að koma manni í illt skap. — Bjami fyrrverandi ráð herra Ásgeirsson var líka alltaf skemmtilegur í þessum þætti og karlar eins og Áskell Löve kunna ekki að vera leiðinlegir, ekki heldur ýmsir rithöfundar og leikarar (t. d. Halli Á.) □ Eins og á hrossa- sýningu. „Undanfarið hefur borið mest á tveim föllnum íhalds- frambjóðendum í þessum þætti, þeim Magnúsi Jónssyni frá Mel og Árna Eylands, búfræðingi. — Er nú keppzt við að kynna landslýð, hve alvarlega þenkj- andi þessir menn séu, sennilega í von um að fall þeirra verði ekki eins mikið við næstu kosn- ingar. — Ekki skal því neitað, að Magnús er skárri, enda yngri og þar af leiðandi ekki eins langþjálfaður í leiðinleg- heitum og Ámi Eylands. — Það er engu líkara en maður sé kominn upp í sveit á hrossa sýningu eða kúa —, þegar Árni hefur upp raust sína. — Á mánudaginn var keyrði þó fyrst um þverbak, svo mér, sem annars er lítt vanur rit- mennsku, var nóg boðið. Það var þegar Ámi fór að minnast á frumvarp stjómarinnar í dýr tíðarmálunum og fara um það áróðursorðum, sem á engan hátt samræmast hlutleysinu, sem blessað útvarpsráðið lætur sér svo annt um stundum. — Ætti hér að vera komið gullið tækifæri fyrir útvarpsráð til að afskrifa Árna þennan fyrir fullt og allt. □ Ekkj peningavit, heldur mannvit. „En ef svo fer, sem ég vona, þá á ég aðra bón, sem mig langar að koma á framfæri við útvarpsráð. 1 guðs bænum kom ið þið ekki með gömlu plötum- ar, sem nú er búið að spila daglega í 20 ár og orðnar eru útslitnar, voru enda aldrei góð- ar,og á ég þar við menn eins og t. d. Vilhjálm Þ. Gíslason. Maður er í sífelldum ótta við að heyra til þeirra, í hvert skipti, sem maður skrúfar frá tækinu sínu. — Þó em allir þessir menn skárri en hinir póli tísku páfagaukar, sem ég minnt Framhald á 6. síðu. H ö f n i n Garðar Þorsteinsson kom frá Englandi í fyrrinótt og var tek- inn í slipp í gærmorgun. Geir kom af veiðum í gærmorgun og fór áleiðis til Englands. E. Z o e g a Foldin er í Rvík. Lingestroom fermdi í Kaupmannahöfn í gær og fermir í Álaborg á mánudag. Bíkisskip Hekla er í Rvik. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Heröu- breið var á Hexrnafirði i gær á leið til Reykjavikur. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur seint i gærkvöld. Ármann var i Vest- mannaeyjum i gær. E i m s k i p Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn 1. þessa mánaðar til Rvíkur. Dettifoss er í Grimsby, fer þaðan i dag til Hamborgar. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss fór frá N. Y. 27. f. m. til Rvíkur. Lagar- foss er á Isafirði. Selfoss er í Menstad, fer þaðan til Rvikur. þessar frarakvæmdir í veröi um 60 milljónir króna, að minnsta kosti, og má öllum vera ljóst hvilíkt áfall það er iðnaðinum. Eitt er þaö í sambandi við þetta mál, sem ekki má gleyma; með því að hækka dollariim tvisvar í veröi, er málum nú svo komið að fyrir þá dollara, sem Ame- ríkanar fengu áður 8 íslenzkar vinnustundir fá þeir nú 20, með þessu móti er dollaranum brotin brautin inn á íslenzkan vinnumarkaö, og þaö er megintilgang-urinn meö árásinni á íslenzka iðnaðinn. Amerískum þjónum er hagstæðara að amerískir auðmenn -virki fossa íslands og setji hér upp stóriðju, en að íslendingar fái að nytja það land sem þeir einir eiga. Tröllafoss hefur væntanlega farið frá N. Y. 3. þ. m. til Halifax. Vatnajökull er í Rvík. Iðnneminn, mál- gagn Iðnnema- sambands Islands, er nýkominn út og er það 1.—2. tölublað þessa ár- gangs. 1 heftinu er þetta efni m.a.: Segðu það þá stjörnunum—, kvæði eftir Þorstein Valdimars- son. Lög um iðnfræðslu. Launa- mál iðnnema. Barátta iðnnema í öðrum löndum. Alveg vafalaust, smásaga. Menntun sérfræðinga í Ráðstjórnarríkjunum á dögum 4 ára áætlunarinnar, eftir S. Kaft- anov. Notkun Radars á friðar- tímum, eftir A. C. Monahau. Inn- brotsþjófurinn, smásaga. Kauptíð- indi. Til lesenda o. fl. Félag veggfóðrara heldur aðal- fund sinn í dag kl. 2 e. h. í Breiðfirðingabúð. í gær opinberuðu trúlofun sína ung- frú Elsa Dagmar Runólfsd., Bröttu- götu 5 og Ásgeir Halldór Ásgeirsson Lindargötu 63 A. Næturakstur i nótt annast Hreyfili, sími 6633. — Eftir kl. 2: 6636. Næturvörður er i Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911, Næturlæknir er í læknavarðstofunni, sími 5030. 1 gær voru gef- in saman í hjónaband af sér Sigurbimi Einarss. ung- frú Guðrún Guðmundsdóttir frá Sóibakka í Hveragerði og Hjörtur Sturlaugs- son, bóndi í Fagrahvammi í Skut- ulsfirði. — 1 gær voru gefin sam- an í hjónaband af séra Sigurði Kristjánssyni á Isafirði, ungfrú Sigrún Magnúsdóttir, bankamær og Trausti Magnússon, veitinga- þjónn, Hnífsdalaveg 3. — I gær voru gefin saman í hjónaband af séra Jakob Jónssyni, Brynhildur Jensdóttir og Gísli Þórðarson, loft- skeytamaður á togaranum Helga- felli. Heimili þeirra verður í Auð- arstræti 9. 11.00 Messa í Hall- grímskirkju (sr. Jakob Jónsson). 15.15 útvarp til Is- lendinga erlendis: Fréttir. — Erindi (Helgi Hjörvar) 15.45 Útvarp frá síðdegistónleikum í Sjálfstæðis- húsinu (Carl Billich, Þorvaldur Steingrímsson og Jóhannes Egg- ertsson leika.) 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Hörn Harðardóttir (11 ára) les sögu: „Berjaför“. b) Stefán Jóns- son les framhald sögunnar: „Margt getur skemmtilegt skeð"; — o. fl. 19.30 Tónleikar: Tilbrigði eftir Arensky um stef eftir Tsc- haikowsky (plötur). 20.20 Kvöld- vaka Stúdentafélags Rvikur: 1) Erindi: Hugleiðingar um heil- brigðismál (Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir). 2) Útvarp frá kvöldvöku félagsins að Hótel Borg 23. febr. (af stálþræði): a) Guðni Jónsson skólastjóri lýsir ís- lenzkum þjóðháttum. b) Sigurður Friðþjófsson stud. oecon. les frum samda smásögu. c) Guðmundur Jónsson stud. phil. leikur á píanó. d) Spurningaþáttur. Stjórnandi: Einar Magnússon menntaskóla- kennari. Spurningum svara: Bald- ur Bjarnason sagnfræðingur, séra Jakob Jónsson, Sigurður Grímsson lögfræðingur og dr. Sigurður Þór- arinsson. 22.15 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. S ö f n i n Landsbókasafnið er opið kl. 10 —12, 1—7 og 8—10 alla virka daga, nema laugardaga, þá kl. 10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn- ið kl. 2—7 alla virka daga. — Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju- daga, fimmtudaga og sunnudaga. — Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju- daga og fimmtudaga kl. 2—3. — Listasafn Einars Jónssonar kl. 1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj- arbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 1—4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.