Þjóðviljinn - 07.03.1950, Blaðsíða 4
1
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 7. febrúar 1950
plÓÐVILJINN
Útgefaudl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) SigurSur Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Amason
Auglýslngastjórl: Jónsteinn Haralðsson
Rltstjóm, afgrelösla, auglýsingar, prentsmiöja: Skólavöröu-
stig 19 — Siml 7500 (þrjár linur)
IAskriftarverö: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverö 50 aur. elnt.
Prentsmlöja Þjóöviljans h.f.
Sóstallstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár linur)
■
Abyrgðarleysi hinna „ábyrgu" flokka
Um allt land er nú beðið með óþreyju eftir fréttum
frá Alþingi um lausn þess á efnahagsvandamálum þjóðar-
innar. Undanfarnar vikur og mánuði hafa hinir svokölluðu
borgaraflokkar keppzt hver við annan um að lýsa því
ástandi, með sem allra dekkstum litum. En þar með virðist
líka sem þeirra möguleikar séu á þrotum. Mætti þó ekki
minna vera en eftir öll loforðin kæmi nokkuð fleira. En
eitt eru þeir þó sammála um. Og það er að vilja ekkert
samstarf hafa við þá 14000 kjósendur, sem veittu Sósíalista-
flokknum kjörfylgi í síðustu kosningum.
Þegar tilraunir hafa staðið svo mánuðum skiptir um
samstjórn Framsóknar og íhaldsins og allt virðist vera að
falla í ljúfa löð, springa. samningar á því meðal annars
hvort stjórnina skuli mynda án málefnasamnings eða ekki.
Vitanlega liggur alveg ljóst fyrir að ósamkomulagið er
fyrst og fremst út af persónulegum metnaðarmálum beggja
flokkanna, en ekki því hvað gera skuli. íhaldið hefur lagt
fram frumvarp um gengislækkun, sem var eitt af aðal-
kosningamálum Framsóknar. Framsókn var áður búin að
koma til móts við íhaldið með því að falla frá frumvarpi
sínu um breytingar á verzlunarmálunum, sem harðastar
deilur hafa vakið milli þeirra undanfarin ár. Þrátt fyrir
allt þetta springur samkoiuulagið á síðustu stund. Fram-
sókn flytur vantrauststillögu, sama dag’ og íhaldið flytur
frumvarp um gengislækkun. Aðalforustumaður Framsókn-
ar lýsir því yfir, að þetta frumvarp skapi hernaðarástand í
fjárhagsmálum okkar meðan það liggi í þinginu. Þó er
vantrauststillagan ekki flutt vegna þessa rnáls, heldur
vegna þess að íhaldsstjórnin vildi ekki segja af sér áður
en samningar um nýja stjórn voru gerðir, að því að sagt
er. Allt þetta og fleira var upplýst í útvarpsumræðum
þeim, sem nýlega fóru fram frá Alþingi um fyrrnefnda
vantrauststillögu.
Það er vissulega rétt hjá Eysteini Jónssyni að meðan
frumvarp sem þetta liggur fyrir þinginu ríkir fullkomið
hernaðarástand í fjárhags- og viðskiptamálum. Allir vita
hve miklum truflunum gengisbreytingar valda, þótt minni
séu en hér er gert ráð fyrir. Og þegar óvissa er um fram-
gang slíks stórmáls, verður ástandið þó hálfu verra en alla.
•Hvers konar brask og spákaupmennska hefur aldrei betri
skilyrði til að þróast en undir slíkum kringumstæðum.
Hverjir bera ábyrgð á þessu ástandi?
Öll ábyrgð hvílir á herðum þeirra þriggja „ábyrgu
lýðræðisflokka“, sem stjórnað hafa landinu síðustu þrjú
ár. Enginn veit hyaða möguleikar eru á að selja fram-
leiðslu okkar. Enginn veit hvernig á að afla þjóðinni nauð-
synjavara, ef svo heldur áfram sem nú horfir, að fram-
leiðslan getí stöðvazt, vegna markaðskreppu Marshall-
landanna, sem viðskipti okkar eru tengd við. Og þeir
flokkar, sem fengið hafa stóran meirihluta af kjörfylgi
þjóðarinnar, skemmta sér við að leika þann hráskinnsleik
sem hér hefur verið lýst meðan ástandið er þannig.
En núverandi ástand er ekkert annað en rökrétt af-
leiðing að því sem gengið hefur fyrir sig sl. þrjú ár. Ástand-
íð í efnahagsmálunum er afleiðing þeirrar stjórnarstefnu,
lem fylgt hefur verið fyrst og fremst í utanríkismálum. Og
BÆJARPOSTIRINN
Kjör verkafólks í
Sovétríkjunum.
í. skrifar: — „Morgunblaðið
kvartar undan þvi fyrra sunnu-
dag að Þjóðviljinn skýri ekki
frá kjörum verkafólks í Sovét-
ríkjunum. Er engu líkara en
Mbl. sjálft sé farið að klýja
við öllum lygaþvættingi sínum
um ráðstjórnarríkin, sem held-
ur er ekki að furða, þar sem
engum er það ljósara en sjálf-
um ritstjórunum að þeir eru
ksyptir til þess að ljúga linnu-
laust fyrir amerísku „upplýs-
ingaþjónustuna" um þessi ríki.
- Það vill svo vel til að ég
hef með höndum nýútkomna
skýrslu aðal hagstofu Ráð-
stjórnarríkjanna eða frá 25.
janúar 1950 og ræðir hún um
árangra ríkisáætlunarinnar
1949.
□
17% aukning
þjóðarteknanna.
„X. kafli þessarar skýrslu
greinir frá vexti í tekjum þjóð-
ar og einstaklingar. Þar segir:
Á árinu 1949 jukust þjóðar-
tekjur Ráðstjórnarríkjanna,
miðað við sambærilegt verðlag,
um 17% borið saman við árið
1948 og voru þær 38 af hundr-
aði hærri en árið 1940 (fyrir
stríð). Vöxtur þjóðarteknanna
gerði það lcleift að bæta allveru
lega lífsafkomu verkamanna,
bænda og menntamanna og að
sfla og útvíkka sósíalistíska
framleiðslu í borg og sveit.
Bætt afkoma þjóða Ráð-
stjórnarríkjanna fólst í hækk-
uðum launum verksmiðju- og
skrifstofuverkafólks og aukn-
um tekjum bænda, bæði þeirra
sem höfðu. tekjur af samyrkju-
búunum og einkabúskap. Tvenn
ar verðlækkanir, hvor af ann-
ari, á vörum til almennrar
neyzlu, hækkuðu verulega kaup
mátt launa verksmiðju- Og
skrifstofufólks og minnkuðu
útgjöld bænda fyrir iðnaðar-
vörur sem þeir keyptu.
□
Styrkir og fjárveitingar
úr tryggingasjóðum.
„Á árinu 1949, eins og á
undanförnum árum, má auk
þess bæta við hlunnindum þeim,
sem almenningur verður að-
njótandi á kostnað ríkisins, sem
felst í styrkjum og fjárveiting'-
um frá þjóðfélagstryggingasjóð
unum til handa verkamönnum
og skrifstofufólki, lífeyri frá
lifeyrissjóði, styrkjum til hrese
ingarhælisvistar, dvöl á hvíldar
heimilum og barnastofnunum,
án endurgjalds og í öðrum til-
feilum með lækkuðum dvalar-
kostnaði, styrkjum til barn-
margra mæðra og ógiftra
mæðra, ókeypis lyfjum og
lækniskostnaði, ókeypis almenn
ingsnjenntun og námskeiðum
sem lúta að ýmrum sérgreinum
vinnunnar, stúdentastyrkjum og
fjölda annarra greiðslna og
réttinda.
□
Hækkun á kaup-
mætti launanna.
„Enn má geta þess, að allir
Framhald á 7. síðu.
H ö f n i n
Ingólfur Arnarson kom frá út-
löndum í gærmorgun. Helgafell
kom í gær af veiðum í salt.
E. Z o e g a
Foldin er í Reykjavík, lestar
frosinn fisk. Lingestroom fermdi
í Álaborg í gær mánudag.
Bíkisskip
Hekla er x Reykjavík. Esja vei'ð
ur væntanlega á Akureyri í dag.
Hei'ðubreið var á Hornafirði í gær
á suðui-leið. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík í kvöld til Slcagafjarð-
ar- Eyjafjarðar- og Eyjafjarðar-
hafna. Ármann for frá Reykjavík
sííðdegis í dag til Vestmannaeyja.
Skipadeild S.l.S.
Arnarfell er væntanlegt tii N.
Yoi’k í dag. Hvassafell er á Akur-
eyri.
/
E i m s k i p
Brúarfoss fór frá Kaupmanna-
höfn 1.3. væntanlegur til Vest-
mannaeyja seint í gærkvöld 6.3.
Dettifoss fór frá Grimsby 5.3. til
Hamboi'gar. Fjallfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss fór frá N. Y. 27.2.
til Reykjavíkur. Lagarfoss fór
frá Þingeyri 5.3. til Flateyrar. Sel-
foss er í Menstad, fer þaðan til
Reykjavíkur. Tröllafoss hefur
væntanlega farið frá N. Y. 3.3.
til Halifax og Reykjavíkur.
Vatnajökull er í Reykjavík.
ÍSFISKSALAN.
Askur seldi 2535 kits fyrir 6907
pund í Fleetwood, dagana 2.-3. þ.
m. I gær seldi Karlsefni 3481 kits
fyrir 10392 pund í Grimsby. Sama
dag seldi Jörundur 3067 kits fyrir
10317 pund í Grimsby. .
Tg fundur kl. 8.30 í
kvöld á venjulegum
stað. Stundvisi.
/y' 18.00 Framhalds-
saga barnanna:
Úr sögunni um
Árna og Berit eft-
ir Anton Mohr;
VIII. (Stefán Jóns
son námstj.h 18.30 Dönsku-
kennsla; II. fl. — 19.00 Ensku-
kennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. —
Tónleikar. 20.20 Erindi: Þættir úr
sögu Rómaveldis; I.: Rómverskt
lýðveldi og þrælahald (Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur). 20.45
Tónleikar. 21.05 Upplestur: Kvæði
(Baldvin Halldórsson leikari).
21.20 Útvarpskórinn syngur; hljóm
sveit leikur með. Stjórnandi:
Róbert Abraham. Einsöngvarar:
Guðrún Tómasdóttir, Guðrún Þor-
steinsdóttir, Kristín Einarsdóttir,
Þuríður Pálsdóttir, Brynjólfur Ing
ólfsson, Egill Bjarnason, Jón R.
Kjartansson og Magnús Jónsson,
Einleikarar: Björn Ólafsson, dr.
Heinz Edelstein, Egill Jónsson,
Wilhelm Lanzky-Otto og Paul
Pampichler. Við orgelið: dr. Páll
ísólfsson. .(Tekið á plötur á hljóm
leikum í Dómkirkjunni): a) Trúar
játning og Sanctus úr messusöng-
bók Guðbrands biskups Þorláks-
sonar. b) Lofsöngur eftir Haydn.
c) Ave verum corpus eftir Mozart.
d) Offertoi'ium úr „Requiem" eftir
Verdi. — 22.20 Framhald kórhljóm
leikanna: e) „Vor Guð er borg á
bjargi traust", kantata nr, 80 eft-
if Bach. 22.55 Dagskrárlok.
Breiðfirðingafélagið. skemmti-
kvöld verður haldið í Breiðfirðinga
búð þriðjudaginn 7. marz 1950. KI.
8.30 verður húsið opnað. Kl. 9.
stundvíslega verður spiluð félags-
vist (allt kortið). Kl. 11 flytur hr.
Axel Clausen erindi. Endurminn-
ingar (gaman og alvara?) frá
Breiðafirði. Kl. 11.30 hefst dans.
Hijómsveit Björns R. Einarssonar.
Dansað til kl. 1 e. m. Gestum
heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir. . Félagsstjórnin.
Nýlega hafa opin-
bera.ð trúlofun sína
ungfrú Öddný Lax
dal, Tungu á Sval
barðsströnd og
Halldór Ólafsson,
úrsmiður á Akureyri. — Nýlega
opinberuðu trúlofun sina, ungfrú
Guðný Margrét Árnadóttir, frá
Hellnafelli, Grundarfirði og Þor-
grímur Jónsson, málmsteypu-
meistari, Laugamýrarbletti 32,
Reykjavík.
Málfundur
annað kvöld
Traustsyfirlýsinguna fengu þeir og 1 krafti hennar er þessi
hráskinnsleikur leikinn.
Sósíalistaflokkurinn hefur fyrir löngu bent á að svona
mundi fara. Þegar ísland gekk í Marshallsamstarfið benti
hann á að þannig mundi fara með markaðsmál okkar á
þeim vettvangi. Og í síðustu kosningum sagði hann einnig
fyrir að svona mundi fara 1 stjórnmálunum ef þríflokkarnir
fengju þá traustsyfirlýsingu sem þeir báðu um, í stað þess
kl. 8.30 að Þórsgötu 1.
Frá rannsóknarlögreglunni.
Rannsókn út af slysinu á Hverf
isgötu að niorgni föstudagsins
3. þ. m. er enn ólokið. Lögreglunni
er kunnugt að ca. 10 farþegar
voru í Njálsgötu og Gunnarsbraut
arvagninum er drengurinn Reynir.
Kjai'tansson varð fyrir honum.
Þarf lögreglan nauðsynlega að tala
við fleira af þessu fólki og biður
það að gefa sig strax fram í skrif
stofu umferðarlögreglunnar.
Söngflokkur verkalýðsfélaganna.
Raddæfingar í kvöld. Æfingar
karla hofjast kl. 8.30, en kvenna
kl. 9. — Mætum öll stundvíslega,
Heimsóknatíini á sjúkrahúsum.
Landspítalinn, kl. 3—4 virká
daga, 2—4 helga daga. Landakots-'
spítali, kl. 3—5 alla daga. Hvíta-
bandið, kl. 3—4 og 6.30—7. Far-
sóttahúsið, 3—5.
Landsbókasafnið er opið kl. lð
—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga, nema laugardaga, þá kl.
10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn-
ið kl. 2—7 alla virka daga. —-
Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju-
daga, fimmtudaga og sunnudaga.
— Náttúrugi'ipasafnið er opiS
sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 2—3. —■
Listasafn Einars Jónssonar kl.
1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj-
arbókasafnið kl. 10—10 alla virka.
daga nema laugardaga kl. 1—4.
Næturakstur
Sstandið í stjórnmálunum er rökrétt afleiðing af úrslitum
kosninganna á s.l. hausti. Þessir þrír flokkar stofnuðu til
losninga til að fá traustsyfirlýsingu þjóðarinnar áður en
■■•icsjáanleg efnahagskreppa skylli yfir. Þetta tókst þeim.
að efla Sósíalistaflokkinn sem einn hefur staðið á móti
stjórnarstefnu undanfarinna ára. Núverandi stjórnmála-
ástand er afleiðing þess að þjóðin sá ekki við blekkingum
þríflokkanna í kosningunum.
í nótt annast Hreyfill, sími 6633,
— Eftir kl. 2: 6636.
Næturvörður
er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911.
Næturlæknir
er í læknavarðstofunni, sími 5030,