Þjóðviljinn - 12.03.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 12.03.1950, Side 4
3 ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. mai'z 1S50 ÞIÓÐVILJINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjamason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Siml 7500 (þrjér línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósiallstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Siml 7510 (þrjár Unur) Mikilvæg ráðstefna í dag hefst ráðstefna sambandsfélaga Alþýöusam- bandsins. Eru fulltrúar komnir víða aö, formenn flestra félaganna, aö bera saman ráö sín á mjög alvarlegum tímamótum í efnahagslífi þjóðarinnar. Landið er stjórnlaust, stefnan í markaösmálum, sem kviksendi, auðvaldskreppan varpar æ dekkri skugga, og kviksendi, auövaldskreppan varpar æ dekkri skugga og auömannastéttin íslenzka sér enga kosti aöra en þá aö ráðast á lífskjör almennings, rýra afkomuna á stór- vægilegan hátt og reiða svipu atvinnuleysisins til höggs. Svo mikilvæg eru vandamál þau sem hljóta að móta störf ráðstefnunnar, svo mikiö er í húfi fyrir alþýöu xandsins. Störfum ráöstefnunnar mun veröa fylgt meö athygli af almenningi um allt land og henni fylgja árnaöaróskir allrar alþýöu um gifturíkt starf og ein- ingu um hagsmunamál verkalýösins. Hvar eru markaliruir, Bjarni? Þeir dagar eru nú löngu liðnir þegar Bjarni Ben- ediktsscn settist daglega niður, gagntekinn gleöi hjart- ans og skrifaöi hólgreinar um sjáifan sig á aöra síöu Mcrgunblaðsins, þar sem einkanlega voru rakin hin ein- stæöu afrek í markaösmálunum. Einn daginn tókst hon- um að nefna nafn sitt 14 sinnum 1 þriggja dálka grein og í hvert sinn fylgdi nafninu nýtt, loísamlegt lýsingar- orð, og í þaö skiptiö var sjálfsánægjan svo fölskvalaus að hann sendi setjurum Morgunblaösins hólgreinina hand ritaða án þess aö átta sig á skophneigð óvandaðra manna. í þá daga lá mikilvægi markaðsmálanna ekki i láginni í Morgunblaöinu. Dag eftir dag var því réttilega lýst aö markaðsmálin væru undirstaða alls annars ,efna hagslífs þjóðarinnar og lífskjara almennings, — og mikl- ir voru veröleikar þess manns sem haföi treyst þessa undirstöðu á fullkominn hátt með þátttöku í ,,efna- hagssamvinnu“ marsjallþjóöanna, meö því aö tryggja íslendingum hina „gömlu, góðu markaöi“ meðal vina- b.jóöa. En þessir dagar eru nú löngu liðnir. Hólgreinar Bjarna Benediktssonar hafa ekki sézt í marga mánuöi, og það er ekki lengur minnzt á markaði, þaö kveður meira að segja svo rammt aö, aö engu er líkara en mark- aðsmálin séu orðin bannhelgt hugtak — sjálf undir- staðan er sokkin. Þó hefur þjó'ðinni aldrei veriö nauð- synlegra en nú aö gera sér Ijóst hvernig málum er kom- ið. Þjóðviljinn hefur undanfarið rakið ástandið í mark- aðsmálunum ýtarlega, en Morgunbl. hefur valiö hlut- skipti þagnarinnar. Það er að vísu leitt að ýfa upp sár þar sem áður bjó gleði hjartans en þó verður ekki hjá því kornizt aö ítreka enn nokkrar fyrirspurnir til Bjarna Benediktssonar, sem hann heíur af skiljanlegum ástæö- um skirrzt við að svara til þessa: Hvar er markaöurinn fyrir togaraísfiskinn? Hvar á að selja þau 120.000 tonn sem aflast á þessu ári? Hvar er markaöurinn fyrir 30.000 tonn af freðfiski, Sem er éðlileg ársframleiðsla íslendinga? Hvar eru markaðirnir fyrir 30—40.000 tonn af báta- saltfisk og 60—70.000 tonn af togarasaltfisk, ef út í þá framleiðslu væri farið? Slokknuö götuljós í Blesugróf „Ibúi í Blesugróf" skrifax: — „Eftir áralanga bið í myrkri, fengum við íbúarnir hérna í Blesugrófinni að njóta þeirr ■ ar náðar bæjaryfirvaldanna að ganga í sæmilegri birtu um hverfið, þó að sól væri hnig- in. Það voru sett upp götu- Ijós handa okkur. .. . En Ad- am var ekki lengi í Paradís. Það er nú liðin vika síðan slokknaði á seinasta götuljós- inu í hverfinu, og allt situr aftur við það sama. — Við höfum mikið velt því fyrir okk- ur, hverju það sæti, að það slokknaði aftur á ljósunum. Þykir okkur ótrúlegt, að straumurinn hafi verið tekinn af. Heldur hÖllumst við að þeirri skýringu, að perurnar hafi bilað, og þykir okkur þá skrambi hart ef ástandið er orðið þannig, að bærinn sjálfur getur ómögulega útvegað nýj- ar perur.... □ Vantar ljós fyrir neðan „stoppistöðina“ „. .. . Ef svo verður, sem við vonum fastlega, að aftur kvikni á götuljósunum hérna hjá okk- ur, þá væri rétt að bæjaryf- irvöldin tækju það til athug- unar, að ljósastaurarnir haí'a ekki verið settir upp nóg í víða. Þeir eru framhjá götunni yfir hæðina niður að staðmnn þar sem strætisvagninn stanz- ar, en ekki lengra. Samt <>r mikil þörf fyrir götuljós þar fyrir neðan. Hygg ég, að þeir, sem þar búa meðfram vegin- um, yrðu harla fegnir, ef þar væru sett upp götuljós; þó ekki væru nema eitt eða tvö, þá mundi ástandið strax lagast mikið. — Þessu vildi ég gjarn- an biðja bæjarpóstinn að koma á framfæri. — Ibúi í Blesugróf“. □ Er Aiþýðuflokkurinn að draga sig út úr pólitík? B. skrifar: „Það er venjan um gamla og þreytta stjórn- málamenn, að þeir hverfa skyndilega af hinum opinbera •vettvangi, og þá tilkynnt, að þeir hafi „dregið sig út úr pólitík“. — Hins munu færri dæmi, að slíkt hendi heila stjórnmálaflokka. Þó get ég ekki varizt þeirri hugsun, að í viðbrögðum Alþýðuflokksins sjáist nokkur dæmi þesskonar lífsvenjubreytingar nú upp á síðkastið. Forusta flokksins keppist um að tilkynna, að hann hyggist láta afskiptalaus ýmis hin stærstu mál, og alveg af og frá að hann vilji eiga nokkurn þátt í æðstu lands- stjórn.... Þessvegna spyr ég nú í fáfræði minni, og vænti þess að viðkomandi forustu- menn taki það ekki sem móðg- un: Er það virkilegt, að Al- þýðuflokkurinn sé að draga sig út úr pólitík? — B.“ C Notið snjóinn og góða veðrið Ég hitti í gærmorgun þrjá félaga úr Æskulýðsfylkingunni, og þeir báðu mig fyrir skilaboð til lesenda bæjarpóstsins, eink- um þeirra yngri. „Nú er veður- farið ágætt og skíðafæri prýði- legt“, silgðu þeir. „Fólk ætti því að nota tækifærið og skreppa á skíði, ef það hefur aðstöðu til. Og þeim, sem ekki hafa ennþá heimsótt Æskulýðs- fylkinguna í skíðaskála hennar, er hér með boðið að gera það strax í dag“. •— Mér þykir trúlegt, að margir muni þiggja þetta ágæta boð. ★ H ö f n i n Togararnir Karlsefni og Skúli Magnússon komu báðir frá út- löndum 'i fyrradag. (SFISESALIN : Þann 9. þ. m. seldi Svalbakur 4057 vættir í Fleetwood, og 9.—10. seldi Geir 3958 kits 9102 pund í Hull. Einarsson og Zoega Foldin fór frá Austfjörðum í gær áleiðis til Hollands með fros inn fisk. Lingestroom er í Færeyj um. BIKISSKIF : Hekla er í Reykjavík. Esja er í Reykjavík. Herðubreið verður væntanlega í Flatey á Breiðafirði upp úr hádeginu i dag á vestur- leið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er í Skerjafirði. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. SKirABEILD S. 'í. S. Arnarfell er í N. Y. Hvassafell er á Akureyri. E i m s k i p Brúarfoss er í Reykjavík. Detti foss kom til Antverpen 10.3. fsr þaðan til Rotterdam, Hull og Leith, Fjallfoss fer frá Isafirði i dag 11.3. til Siglufjarðar, Akur- eyrar og Flúsavíkur. Goðafoss er í Reykjavík. Lagarfoss fer frá R- vík 13.3. til N. Y. Selfoss fór frá Menstad 6.3. væntanlegur til R- víkur kl. 08.00 í morgun 12.1. Tröllafoss fór frá Halifax 7.3. til Reykjavíkur. Vatnajökull er á Hvar eru fyrirframsölurnar af þessum afurðum? Er þaö rétt aö sama og ekkert sé búiö aö selja og að Lvergi í marsjalllöndunum, hinum ástríku „samvinnu- löndum“, meöal hinna einlægu „vinaþjóöa", séu kaup- endur nema aö litlu magni af þessum afuröum Þjóöin bíður svars, og háttvirtur markaðsmálaráö- herra hefur áöur sýnt aö hann getur veriö fljótur aö svara fyrir sig. Norðfirði fer þaðan til Hollanda og Palestinu. LeiSrétting. Það ranghermi varð í blaðinu í gær, að finnska söng- konan Tii Niemelá syngi hér ekki fyrr en á fimmtudag. Hið rétta er að frúin heldur hijómleika kl. 7.15 á þriðjudagskvöldið í Gamla bíói. Hinsvegar munu 2. hljómleik ar hennar sennilega verða á fimmtudaginn. 1 gær voru gef- in saman i hjónaband í Kaupmannah. ; ungfrú Tove Winther jg Eggert E. Laxdal, prentmynda- smiöur. Heimili brúðhjónanna verður Sigaardsvej 48, Gentofte. — 1 gær voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thórarensen, ungfrú Björg Karlsdóttir, Berg- þórugötu 15 A pg Hreggviður Skúlason, Blönduhlíð 25. Heimili þeirra verður Blönduhlíð 25. 11.00 Messa í Hall grímskirkju (séra Pétur Magnússori, prestur í Valla- nesi). 13.15 Erindi: Kostir og gallar lestraraðferða; siðari hluti (ísak Jónsson skólastjóri). 15.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Fréttir. — Erindi (Helgi Hjörvar). 15.45 Mið- . degistónl. (plötur). 18.30 Barna- tími (Hildur Kalman). 19.30 Tón- leikar: Svita úr óperunni „Meist- arasöngvararnir“ eftir Wagner (plötur). 20.20 Tónleikar: Henry Squire leikur á celló (plötur). 20.35 Erindi: Auðn eða skógur (Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri). 21.00 Tónleikar: Marcel Moyse leikur á flautu (plötur). 21.15 Heyrt óg séð: Á ArnarhóU (Jónas Árnason alþingismaðurL 21.35 Tónleikar: Kvintett i D-dúr (K593) eftir Mozart (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar): a) Lög eftir islenzk tónskáld (Bjarni Bjarnason syngur með hljómsveit- inni. b) „Leichte Cavallerie," for- leikur eftir Suppé. 20.45 Um dag- inn og veginn (Sigurður Magnús- son kennari). 21.05 Tónleikar: Mo- ments musicaux op. 94 eftir Schu- bert (plötur). 21.20 Erindi: Um ut varpsmál (Gunnlaugur Briem verlc fræðingur). 21.40 Tónleikar. 21.50 Sjórinn og sjávarlífið (Ástvaldur Eydal lincensiat). 22.10 Passíusálm '• ar. 22.20 Létt lög (plötur). 22.15 Dagskrárlok. Kvennadeild SÍysavarnafélagsins heldur fund í Tjarnarcafé annað kvöld kl. 8.30. Sýnd verður Græn- landskvikmynd Árna Stefánsson- ar. Helgidagslæknir: Jóh. Björnsson, Hverfisgötu 117. Sími 6489. Næturvörður er í Ingólfsapó- tcki. — Sími 1330. Næturakstur í nótt annast Hreyf ill. — Sími 6633. Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e. h. — Séra Garðar Svavarsson. Barna guðsþjónusta kl. 10 f. h.!— Séra Garð- ar Svavarsson. Fríkirkjan. Messað kl. 5 e. h. ---- Séra Þorsteinn Björnsson. Dómkirkjan. MessaS kl, 11 f. h. — Séra Jón Auðuns. Messað kl. 5 e. h. — Séra Bjarni Jónsson. Altarisganga. Nespresta- kall. Messa í kapellu I-Iáskólans kl. 2. Séra Jón Thórarensen. LAUSN Á SKÁKÞKAUTINNI 1. Hc7 Hd7 2. Dc5 Kd8 3. Kh6!! og svartur tapar (D eða Hxc7, Df8 og viimur D eða mátar. Aðrir svarleikir svarts tapa fljótar, t. d. 1. Hc7 Ke6 2. Dc6 Ke5 (Hd6, De4 mát) 3. He7 Kd4 4. He4 og mátar i þriðja leik).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.