Þjóðviljinn - 12.03.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.03.1950, Blaðsíða 8
verSa 1 vor haínar stœrri skógrœktarfram- kvœrhdir en nokkru sinni hafa þekkzt hér í vor og næsta sumar verður hafizt handa um skóg- rækt í Heiðmörk og verður hún í stærri stíl en nokkru sinni hefur þekkzt hér á landi. Innan girðingar á Heiðmörk eru nú 1350 ha. en ætlunin cr að hún nái síöar umhverfis 21 ferkilómetra svæði, sem er 10 sinnum stærra en Rcykjavík innan Hringbrautar. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, en formaður þess er Guðmundur Marteinsson, skýrði blaðamönnum í gær frá fyrirhuguðum framkvæmdum 5 Heiðmörk næsta sumar. Eftir 10 ár. 1 vikunni sem leið undirritaði borgarstjóri loks samning við Skógræktarfélag Reykjavíkur og reglugerð um landnám þar. Friðun Heiðmerkur komst fyrst opinberlega á dagskrá 1938, en það var þó ekki fyrr en 1948 að landið val girt, en Skógrækt arfélag Reykjavíkur hefur full- an hug á að vinna upp hinn glataða tíma. 50 þús. plöntur í vor. Síðastliðið vor voru gróður- settar í Heiðmörk 9 þús. plönt- ur og sáð furufræi, en í vor er ætlunin að planta 50 þús. plö'nt um, en næsta vor verða senni- lega til 100 þús. plöntur. Plöntu uppeldi félagsins er í skógrækt arstöðinni í Fossvogi, sem Ein- ar Sæmundsson skógarvörður stjórnar. Undralandið sem Reykvíkingar eiga — en þekkja fæstir Þótt umræður um Heiðmörk hafi staðið á annan áratug þekkja tiltölulega fáir Reykvia ingar þetta svæði. Ótrúlegt en satt. Flestir vita þó að Heið- mdrk er sunnan við Elliðavatn. Girðingin nær að austan frá grennd Silungapolls, alllangt suður í hraunið, vestur hjá Kol hól, um Vatnsendaborg og að Elliðavatni. Aðalhliðið er skammt frá Jaðri. Fyrirhugað er að girðingin nái suður að Búrfellsgjá og vestur þannig að meginhluti V ifilstaðahlíðar- innar verði innan hennar. Mikill hluti þessa landsvæð- is er vaxinn birkikjarri, en þar eru einnig mosahraun, grasvell- ir og melar. Svæðið er þó furðu lega gróið miðað við hlífðar- lausa beit undangengnar aldir. Þjóðgarður Reykvíkinga. Upphaflega var megináherzla lögð á að gera Heiðmörk að friðlandi, nokkurskonar þjóð- garði Reykvíkinga. Nú hefur1 verið ákveðið að úthluta félög- um og starfshópum landspild- um til trjáræktar, til að byrja með beggja megin 2l/o km. veg- ar er lagður var s. 1. haust. ... Spildurnar eru veittar gegn skuldbindingu um gróðursetn- ingu og græðslu .... Minnsta stærð er 3 ha. mesta 20 ha.. . Þær eru uppsegjanlegar með ársfyrirvara. Þær má ekki girða, en afmarka með vörðum. Trjáplöntur og fræ leggur Reykjavíkurbær félögunum til. — Þegar hafa 7 átthaga. og I- þróttafélög sótt um spiidur. (Einstaklingar koma ekki til greina). Félögum er heimilað að koma upp skálum á land- svæði sínu, veitir bæjarráð slík leyfi. Stolt Reykvíkinga. Lítill efi er á því að Heið- mörk á eftir að taka miklum stakkaskiptum á næstu árum, þótt skógrækt sé verk er tekur langan tínia og búast megi við ýmsum erfiðleikum. Aðalgalli landsins er að þar er ekki vatn nema á tveim stöðum, en ætl- unin er að grafa brunna, hvern ig sem það tekst. Að 7 félög hafa þegar sótt um land, áður en úthlutun hefur verið aug- lýst, sýnir mikinn áhuga og vafalítið er að Heiðmörk á eft- ir að verða stolt Reykvíkinga þegar tímar líða. Brautryðjendurnir. Skógræktarfélag íslands hóf söfnun til framkvæmda í Heið- mörk eftir að málið komst opin berlega á dagskrá. Hafði það safnað 12—15 þús. kr. þegar Árni heitinn Björnsson gullsmio ur tók söfnunina að sér, en hann vann af miklum áhuga að þessu máli og var alls safnað yfir 30 þús. kr. 1940 keypti Hákon Bjarna- son allmikið girðingarefn’i, en á stríðsárunum var ekkert gert, en 1946 var Reykjavíkurbæ af hent girðingarefnið ásamt því fé er safnazt hafði til að kaupa girðingarefni fyrir. Girðingin var svo sett 1948. „Pennastrikið" 2. umr. tvífrestað Tvisvar hefur verið boðað til 2. umræðu um ,,pennastrikið“ í neðri deild, í fyrra skiptið kl. 5 í fyrradag, seinna skiptið kl. 1,30 i gær, en í bæði skiptin hefur umræðunni verið frestað samkvæmt beiðni Framsóknar- manna. — I gær lögðu 6 þing- menn Framsóknar fram rkrif- lega beiðni um frestun umræð- unnar, og lýsti Ólafur Thors því yíir fyrir hönd rkisstjórn- arinnar, að hún féllist á hana. •— 1 gær var úthlutað 2. minni- hlutaáliti fjárhagsnefndar um frumvarpið, áliti Einars Olgeirs sonar. Ráðstefna verkalýðsfélaganna hefst í dag Ráðstefna verkalýðsfélaganna innan Alþýðusam- bands íslands hefst í dag kl. 2 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Allmörg verkalýðsfélög skoruðu á stjóm A. S. í. að kalla saman slíka ráðstefnu til þess að ræða sameigin- lega afstöðu félaganna gagnvart dýrtíðarráðstöfunum stjórnarvaldanna, er hafa stórfellda kjararýrnun í för með sér fyrir alla laUnþega í landinu. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og ýmis félag anna hafa hvatt fulltrúa á ráð- stefnu þessari til einingar þar sem stéttarleg eining sé það sem mest veltur á fyrir verka- lýðinn nú. Á fjölmennum fundi er Hlíf í Hafnarfirði hélt 6. þ. m. var t. d. samþykkt eftirfar- andi: „Fundurinn samþykkir að skora á ráðstefnu þá er Al- þýðusambandið hefur boðað til 12. marz 1950, til að ræða kaup gjalds. og dýrtíðarmálin, að haga s'’o störfum sínum að megináwerzla verði lögð á sam- vinnu og niðurstöður er fæst eining um.“ Málfundur annað kvöld kl. 8.30 að Þórsgötu 1. Æ.V Ekið á dreng I gærmorgun uni ld. 10.30 var bifreiðinni G-213, sem er fimm manna fólksbifreið, ekið á dreng á reiðhjóli á gatnamót- um Kalkofnsvegar og Hverfis götu. Drengurinn slapp ómeidd ur en reiðhjólið varð fyrir skemmcTum. Bifreiðarstjórinn ólc burt eft- ir áreksturinn, en stuttu síðar tókst lögreglunni að finna bæði bíletjórann og bifreiðina, og reyndist bifreiðin þá vera bremsulaus. Þar eð málsaðilum ber ekki saman um hvernig árekstur þennan bar að höndum, vill rannsóknariögreglan skora á þá sem kynnu að hafa verið sjón- arvottar að honum að gefa sig '•’am við hana sem fyrst. frumvarpi íhaldsins Á fundi þvottakvennafélagsins Freyju í fyrrakvöld . var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Fundur í þvottakvennafélaginu Freyju, haldinn 10. marz 1950, lítur svo á að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um gengis- skráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslugjöld o.fl. sem lagt hefur verið fyrir Alþingi felist svo stórfelld lífskjara- skerðing fyrir launþega og þvingandi ráð- stafanir gagnvart verkalýðssamtökunum að algerlega óviðunnandi sé og mótmælir því frumvarpinu harðlega og skorar á Alþingi að fella það ” Þjóðviljasöinunin: Barónsdeild heldur enn 1. sæti Allsæmilegur árangur hefur náðst fram að þessu í söfnun- inni, en of fáir eru komnir af stað ennþá. Barónsdeild stend- 'ur sig ennþá bezt og er alllangt á undan lnnum. Mun ekki langt að bíða að liún nái 100% ef dæma á eftir byrjuninni. Lang holtsdeild er einnig komin vel af stað. Þrjár deildir eru ekki enn komnar með og þurfa þær nú þegar að gera ráðstafanir til að komast á blað. Röð deildanna er þannig nú: 1. Barónsdeild i57% 2. Langlioltsdeild 37— 3. Skóladeild 22— 4. Kleppslioltsdeild 21— 5. Njarðardeild 20— 6. Túnadeild 20— 7. Vesturdeild 15— 8. Nesdeild 15— 9. Bolladeild 12— 10. Laugarnesdeild 12— 11. Vogadeild 11— 12. Sunnuhvolsdeild 9— 13. Valladeild 8— 14. Þingholtadeild 8— 15. Hlíðardeild 5— 1C. Meladeild 4— Tekiff er daglega á móti nýj um áskrifendum í skrifstofu Þjóðviljans Skólavörðnstíg 19 sími 7500 og í skrifstofu Sósíal- istafélags Reykjavíkur að Þórs götu 1 sími 7511. ÞJÓÐVILJINN INN Á HVERT HEIMILI OG VINNU STAÐ! Síðustu sýningar á Bláu kápunni Leikfélag Reykjavíkur sýnir hina vinsælu óperettu sína, Bláu kápuna, tvisvar í dag og er fyrri sýningin barnasýning. Hefur félagið viljað verða við fjölmörgum tilmælum að hafa barnasýningu á þessum skemmtilega söngleik. Til þess að þetta mætti verða hafa leik endur, hljómsveit og aðrír starfsmenn fallist á að gefa helming launa sinna, en sýning arkostnaður er svö mikill, að án þe'sa vinarbragðs við börn- in í bænum, hefði ekki verið hægt að lækka verð aðgöngum. Fer nú hver að verða síðast- ur að sjá Bláu kápuna, því að nónsýningin á morgun er hin síðasta og kvöldsýningin næst síðasta sýning á óperettunni. Almennur kvennafundur á Akureyri skorar á þing og stjórn að segja upp Keflavíkursamningnum Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóöviljans. Þann 8. þ. m. var haldinn almennur kvennafundur að Hótel Noröurlandi í tilefni þetss að dagurinn er al- þjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði gegn stríði. Á fundinum fluttu þær Elísa- bet Eiríksdóttir, Guðrún Guð- varðardóttir og Rannveig Ágústsdóttir ræður, kvennakór söng og Freyja Antonsdóttir las upp. Fundurinn samþykkti ein- róma cftirfarandi tillögu: Kvennafunduv haldinn á Akureyri 8. marz 1950, skor- ar á Alþingi Islendinga og ríkisstjórn að segja upp Keflavíkursamningnum' strax og ákvæCi hans leyfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.