Þjóðviljinn - 29.03.1950, Page 8
MNNÍG VAR FRAMBURÐUR
Ákæra fólskuvitnisins Björns Siguvbjörnsson-
sonar, Fjölnisvegi 2, á Ólaf Jensson er þannig
bókuð:
„Kveðst vitnið hafa séð mann í bláum
frakka með stúdentshúfu og sá mann þenn-
an beygja sig og taldi víst að hami hefði tek-
ið upp grjót, að því er hann taldi, og virtist
hann kasta því. Taldi vitnið öruggt um, að
þetta værj kæröi, Ólafur Jensson, þar sem
hann vissi ekki um neinn annan vera með
stúdentshúfu“.
Samkvæmt þessum fáránlega framburði er
Ólafur Jensson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi!
Slíkur er sá lögfræðilegi grundvöllur sem dómur
Bjarna Benediktssonar eru reistir á!
Leppurinn flog-
I gser flýði Bjarni Benedikts-
son land. tveim dögum fyrir
ársafmæli hins minnistæða
flótta, þggar hann var sendur
wesíiur í björgunarflugvélinni
ASR 3699, „mikið veikur mað-
ur“ að sögn Bandaríkjamanna
á Keflavíkurflugvelli.
Leppurinn flýðfi að þessu
sinni til Evrópu, til að sitja
fund Evrópuráðsins, sem kallað
hefur verið „skálkaskjól fyrir
skrafskjóður“. Vonandi kemst
hann þar að til að kæra þjóð
sína á leppensku, nú eins og í
fyrra.
Utanríkisráðherraíunduí
Framhald af 1. síðu
Vesturveldanna og Sovétríkj-
anna, Þýzkalandsmálin, barátt-
una gegn freisishreyfingum
þjóða Austur-Asiu og friðar-
samninga við Japan. Um sama
ileyti koma utanríkisráðherrar
allrá* tólf Atlanzhafsbandalags-
ríkjanna saman á fund í
iLondon.
Hafnarverkamenn
í London neita
eftirvinnn
Mótmæli gegn hefndar-
iáðstöfunum Deakins
gagnvart verkfalls-
foringjum
Þúsundir hafnarverkamanna
S London hættu vinnu tveim
stundum fyrr en venjulega í
fyrradag og munu framvegis
xieita að vinna eftirvinnu. Er
þetta í samræmi við samþykkt
hafnarverkamanna um gagn-
ráðstafanir gegn brottrekstri
tveggja verkamanna, sem stóðu
framarlega í samúðarverkfalli
Jiafnarverkamanna með kana-
dískum sjómönnum s. 1. vor.
Deakin forseti flutnjngaverka-
mannasambandsins, lét svipta
þessa menn félagsréttindum og
misstu þeir við það vinnu sína.
Verkbönn
í Frakklandi
Atvinnurekendur í málmiðn-
aðiíium í Frakklandi hafa sett
verkbann á þúsundir verka-
manna. Er það gert til að hefna
mótmælaaðgerða verkamanna
gegn brottrekstrum foringja
verkfallanna, sem háð voru
nýlega, og annarra trúnaðar-
manna verkamanna.
MacArthur vernd-
ar japönsku ein-
okunarhringana
Seaball, hinn bandaríski for-
seti eftirlitsnefndar Bandaríkj-
anna í Japan, tók orðið af
ástralska ofurstanum Hodg-
son, fulltrúa brezka heimsveldis
ins, er hann krafðist rannsókn-
ar á yfirráðum einokunarhringa
yfir japönsku fjármálalífi.
Hodgson sagði, að átta bankar
réðu yfir 80% af japönskum
iðnaði. MacArthur hernáms-
atjóri lét þegar x stað lýsa yfir,
að Hodgson færi með rangt
mál. Hodgson hefur hinsvegar
lýst yfir að hann muni ekki
hætta fyrr en málið sé rann-
sakað til fulls.
Þjóðviljasöínunin
Munið eftir Þjóðviljasöfn-
uninni. Tekið á móti áskrif-
endum á skrifstofu Þjóðvilj-
ans Skólavörðustíg 19, sími
7500 og skrifstofu Sósíalista-
félags Reykjavíkur Þórsgötu
1, sími 7511.
Handknattleiksmót
Islands
Úrslit í kvöld
Úrslitaleikir í hamlknattlelks
móti Islands fara fram i kvöld
kl. 8 í íþróttahúsinu að Háloga-
landi.
Leikir verða sem hér segir:
2. fl. kvenna: Haukar—K.R.
(úrslit). M.fl. kvenna: Ármann
—SBR. 3. fl. karla: Ármann—
Valur (úrslit). M.fl, kvenna:
l.R.—-Fram (úrslit). 2. fl.
karla: K.R.—Víkingur (úrslit).
li fl. karla: l.R.—SBR.
Þétta efu síðustu leikir móts-
ins og fer verðlaunaafhending
fram strax að lokinni keppni.
— Ferðir að Hálogalandi eru
frá Ferðaskrifstofu ríkisins.,
r
í
Farmanna- og iiskimannasamband Islands:
Alþgi tryggi rekstur iskiðju-
vers ríkisins
Eftirfarandi ályktun var gjörð á fundi stjórnar
Farmanna og fiskimannasambands íslands, sem haldinn
var fimmtudaginn 23, marz s.l.:
„Stjórn Farraanna og fiskimannasambands íslands
skorar enn á ný mjög eindregið á Alþingi og ríkisstjórn
landsins, að veita nú svo ríflega fé til Fiskiðjuvers
ríkisins að því verði kleift, sem allra fyrst, að hefja
fullkomna nýtingu sjávarfangs með öllum þeim tækni-
legu nýjungum, sem sérfræðingur iðjuversins telur fram-
kvæmanlegt og vænlegt til aukinnar nýbreytni í út-
flutningi íslenzkra sjávarafurða, til öflunar erlends
gjaldeyris. Telja verður ráðstafanir þessar mjög að-
kallandi og nauðsynlegar einmitt nú, þegar mörg önnur
sund virðast vera að lokast.“
Harpu syngur
annað Uröld
Söngfélagið Harpa heldur
söngskemmtun í GamJa bíói kl.
7 annað kvökl. Stjórnandi verð-
ur Jan Moravek.
Alllangt er nú síðan Harpa
hefur sungið hér, en 1948 tók
hún þátt í Norðurlandasöng-
móti í Kaupmannahöfn. Ann-
að kvöld verða í kórnum 47
menri, 'en þar af eru 16 úr Sam-
kór Reykjavíkur, sem nú hefur
engan söngstjóra. Á söng-
skránni eru lög eftir Emil Thor-
oddsen, Björgvin Guðmundsson,
Jan Moravek, Kjerulf og Lind-
blað, en aðalverk kvöldsins
verður söngur Miriams eftir
Schubert "og sýngur frú Svaxi-
hvít Egilsdóttir einsöng í þvi
og ennfremur Ave María eft-
ir Schubert, sem einnig vei’ð-
ur flutt.
Söngstjóri Hörpu er nú Jan
Moravek, en undirleik annast
Fritz Weisshappel. 1 stjórn fé-
lagsins eru nú Ágúst H. Pét-
urason form., Ásta Jónsdóttir
ritari ög Steingrímur Gíslason
.gjaldkeri. . -
þJÖÐyiLJINM
Leahy. henáðsforseii Tmmans, lýslr yfiir:
Kjarnorbárásin á Japan kafði
engan hemaðarlegan tilgaog
Leahy aömíráll, sem frá 1942 og fram á síöasta ár
var yfirmaöur herráðs Bandaríkjaforsetanna Roosevelts
og Trumans, lýsir því yfir 1 endurminningum sínum,
sem nýkomnar eru út, aö kjarnorkuárásirnar á Hiroshima
og Nagasaki, sem uröu hundruðum þúsunda óbreyttra
borgara að bana, hafi í raun og veru enga þýöingu haft
fyrir styrjöldina gegn Japan. í endurminningum sín-
um, „í Was There“, kemst Leahy, sem er allra manna
kunnugastur þætti Bandaríkjanna í styrjöldinni, svo aö
orði: „Japanir voru þegar sigraöir og reiöubúnir til aö
gefast upp vegna hins algera hafnbanns og árangurs-
ríkra árása með venjulegum sprengjum.“
Hernaöarsérfræðingar, svo sem brezki nóbelsverð-
launamaöurinn Blackett og Hanson Baldwin, her-
málafréttaritari „New York Times“, hafa áöur staðhæft
að engin hernaöarnauösyn hafi búið að baki ákvörðun
Trumans íorseta að myröa hundruð þúsunda varnar-
lausra Japana með kjarnorkusprengjum. Blackett segir
kjarnorlcuárásirnar hafa átt að skelfa Sovétríkin til
undirgefni við Bandaríkin. Nú hefur fengizt óræk staö-
festing á þessari skoðun frá hendi Leahy, sem er einn
þeirra örfáu manna, er vissu af þegar ákvörðunin um
kjarnorkuárásirnar var tekin og hvað á bakviö hana bjó.
Stjórn Sogsvirkjunarinnar fái fullt
umboð til nauðsynlegra framkvæmda
Á bæjarráðsfundi s.l. mánu-
dag samþykkti bæjarráð svo-
hljóðandi tillögu til bæjar-
stjórnar:
„Bæjarstjórnin samþykkir
fyrir sitt leyti að veita stjóm
Sogsvirkjunarinnar fullt um-
boð til þess að gera hverskon-
ar samninga um framkvæmdir
við virkjun írafoss- Kiítufoss
í Soginu: Kaupsamninga um
nauðsynlegt landrými (eða á-
kvörðun um eignarnám, ef svo
toer undir), verksamninga um
byggingarframkvæmdir, samn-
inga um kaup á öilum vélum
og tækjum til virkjunariimar o.
s. frv.
Umboðið nær ennfremur til
öflunar nauðsynlegs lánsfjár,
þ. á. m. til ákvarðana um út-
gáfu hverskonar skuldabréfa,
og yfirleitt til hverskonar ráð-
stafana, er leitt geti til þes:-,
Skipulagsmál
Reykjavíkur-
flugvallar
Á bæjarráðsfundi s.l. mánu-
dag var lagt fram bréf frá
skipulagsstjóra f.h. samvinnu-
nefndar um skipulagsmál, dags.
18. þ.m., varðandi skipun sér-
stakrar nefndar til að gera
tillögur um skipulag:mál
Reykjavíkurflugvallar. Bæjar-
ráð samþykkir fyrir sitt leyti
að skipa nefndina 4 mönnum
og tilnefnir í nefndina Þór
Sandholt og borgarritara, er
taki þar sæti með manni, er
flugráð tilnefnir, auk skipulags
stjóra, er verði formaður nefnd
arinnar. ->
að fyrirhugaðar virkjunarfram-
kvæmdir verði hafnar og þeim
lokið svo fljótt sem föng eru á.
Bæjarstjórnin veitir þetta
umboð til hverskonar ákvarð-
ana Sogsvirkjunarstjórnarinn-
ar, sem hún samþykkir ein-
róma. Ef ágreiningur verður í
stjórninni um slíkar ákvarðanir,
er 12. gr. í sameignarsamningi
30. júlí 1949 tekur til, áskilur
bæjarstjómin aér rétt til að fá
málefnið til úrskurðar að sínu
leyti.“
Veitingar úr
Sáttmálasjóði
Á fundi hinn 26. janúar sl.
ú'lhlutaói hin danska deild Sátt
málasjóðs eftirfarandi styrkj-
um til íslenzkra ríkisborgara.
27 hafa fengið úthlutað 300
dönskum krónum hver til dval-
ar við ýmsar námsstofnanir,
1 hefur fengið 500 kr. styrk til
framhaldsnáms í læknisfræði.
23 stúdentar hafa fengið út-
hlutað 500 kr. námstyrk hver.
Til eflingar dansk-íslenzkri
sariivinnu var úthlutað :
2 Dönum var úthlutað 3000
kr. til námsferðalaga til Is-
lands; 1000 kr. var úthlutað til
vísindalegra athugana á jarð-
fræðilegum rannsóknum og 500
kr. til fræðiiðkana á íslenzkum
miðaldar sagnritum.
Að lokum féklc Áma Magnús
sonar nefndin 50.000 kr. styrk
til útgáfu á forníslenzkri orða-
bók. ..