Þjóðviljinn - 15.04.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1950, Blaðsíða 5
Láugardagur 15. april 1950. Þ J Ö Ð V I L JIHW FRIÐARÞINGID T lok fyrri greinar minnar vorum við komin í Eriks- dalshallen til að sitja þar al- mennan friðarfund. Eriksdals- hallen er stærsti samkomusal- ur Stokkhólms, tekur að sögn 4 þúsund manns í sæti, og að þessu sinni var hann þéttskip- aður fólki upp í loft. Yfir svöl- um blöktu fánar allra þátttöku þjóða, og þó fleiri. Þannig vakti það athygli mína, að þjóðfáni færeyinga hafði ekki gleymzt, eins og oftast ella, jafuvel í grannlandi þeirra, Islandi. Þegar fundarmenn voru komnir í sæti, gekk friðarnefnd in til sæta sinna á hápalli. ★ IT'undurinn hófst með því að lúðrasveit lék þjóðsöngva Svíþjóðar, Frakklands. Italíu, Kína og Ráðstjórnarríkja. Síðan setti dr. Per Olov- Zennström fundinn með nokkr- um orðum. Hann minntist sér- staklega formanns heimsbanda lags friðarsinna, Joliot-Curies, prófessors, og sagði m. a.: I fyrra skiptið, sem prófessor Joliot-Curie var staddur hér í Stokkhólmi, var hann hingað kominn til að veita viðtöku í Stokkhólmi Nóbelsverðlaimum fyrir afrek sín í efnafræði. Síðan hefur hann til þe's unnið að honum yrðu einnig veitt friðarverðlaun Nóbels. Kvað þá við ákaft lófatak framan úr salnum. Þá gat fundarstjóri þess, að þetta væri merkisdagur í ævi Joliot-Curies, því að hann ætti fimmtugsafmæli í dag, 18. marz Risu þá allir fundarmenn úr sætum og hylltu hinn mer.ka vísindamenn og trausta friðar- sinna með þróttmiklu ferföldu húrrahrópi. Síðan gengu fram 6 ungar stúlkur, klæddar svörtu pilsi og hvítri blússu með rós í barmi, og færðu afmælisbam inu blómvendi að gjöf. Daginn eftir sagði „Dagens nyheter", að stúlkur í ,,einkennisbúningi“ hefðu hyllt Joliot-Curie! Mátti skilja, að þetta hefði verið með mjög hernaðarlegum blæ, og get ég þessa, af því að það er einkennandi fyrir framkomu borgarablaðanna gagnvart full- trúunum á friðarþinginu. Hveri er gildi Þjóðviljans fyrir ístenzha alþýðu Hvaða gildi hefur Þjóð- viljinn fyrir íslenzka alþýðu? ■ Spyrjið saklausan mann sem dæmdur hefur verið í æfilangt fangelsi hvers virði honum sé það að einhver haldi áfram að sanna sak- leysi hans. Spyrjið ungu kon una sem býr í Múlacampn- um hvers virði henni sé þaé að litlu börnin hennar kom- ist í húsnæði þar sem rott-| urnar eru ekki einskonar borgarstjóri. Spyrjið menr ina :;em eru allan daginn af leita vinnu hvers virði þeim! sé það að fá hærra kaup og tryggari vinnu. Spyrjið yf- irleitt hvers virði það sé að lifa við frelsi og siðmenn- ingu. Lífið er þrotlaus barátta sem háð er upp á líf og dauða vegna þeirra „Benja- mínsblekkinga“ að sumir séu fæddir með þeim sérréttind- um að sjúga blóð hinna. Til þcss að heyja þessa baráttu þurfa hinir kúguðu að hafa vopn í einhvers kon •ar skilningi, baráttutæki sem túlkar málstað þeirra, lúður sem kallar þá saman, fána sem blaktir við hún hversu sem viðrar. Þetta allt hefur Þjóðvilj- inn verið og er íslenzkri al- þýðu. Islenzk alþýða verður að halda þessu vopni beittu og fáguðu, svo beittu að það bíti eins og brugðið sé í vatn, en það lcostar fórnir -eins og allt sem nokkurs er vert. Alþýðan verður því að miðla Þjóðviljanum af sínu lífi og blóði á móts við sín eigin börn. Óskabarnið má aldrei sitja í öskustó þá er ógæfan vís eins og ævin- týrin hennar. Alþýðan á um tvo kosti að velja að yfirgefa allt og fylgja tröllalófa og Göring á grænni hillu eða ganga upp á gullskærum móður sinnar Þjóðviljanum. Halldór Pétursson Æskulýðssamtök í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð höfðu, vikunum áður en þingið hófst, skorið upp friðarör hvert í sínu heimalandi. Höfðu þau látið skrautrita á- varp til friðarnefndarinnar þar :em æskan sór málstað friðar- ins hollustu sína. Fulltrúar ým issa friðarsinnaðra æskulýðs- samtaka höfðu borið friðarör borg úr borg, boðað til friðar- funda og stofnað samtök frið- arsinna. Nú voru þeir komnir á áfangastaðinn, og í fundar- byrjun voru ávörpin lesin í heyrenda hljóði og afhent for- manni friðarnefndarinnar. ★ TJrófesHor Joliot-Curie tók fyrstur til máls. Hann er fæddur í París aldamótaárið, lauk 23 ára gamall kandidats- prófi í eðlis- og efnafræði og var tveim árum síðar ráðinn við radíumrannsóknarstofriun Madame Curies, varði doktors ritgerð sína í efnafræði 1930 Árið 1935 var hann ráðinn pró- fessor við Sorbonne (Svarta- skóla) og hlaut sama ár efna- fræðiverðlaun Nóbels ásamt konu sinni, Iréne Joliot-Curie. 1943 var hann kjörinn meðlim- ur vísindaakademíunnar frönsku og einnig læknaaka- demíunnar. Árið 1946 var hann skipaður yfirmaður frönsku ikjarnorkurannsóknaristofnunar- innar og jafnframt fulltrúi Frakklands í kjarnorkunefnd Sameinuðu þjóðanna. Joliot—Curie er suðrænn að yfirbragði, svartur á hár, glað- legur með barnslega bjartan og opinn svip. Ræðuflutningur hans er ekki með neinum lýð- predikarabragði, áherzlur eðli- legar, jafnvel franska handa- patið vantar — í öllu látbragði hans er hógværð og fágun hins hámenntaða manns. Hann talar til skynseminnar af einlægri al vöru og ábyrgðartilfnningu, byggir mál sitt á staðreyndum en ekki tilgátum, hleypidóm- um né getsökum. Hann. vekur fyrirhafnarlaust traust við fyrstu ;ýn. ★ TVTæstur talaði varaformaður friðarnefndarinnar, rús:A neski rithöfundurinn, Alex ander Fadejev. Fadejev er meðal fremstu nú lifandi rithöfunda Ráðstjórnar ríkja og formaður rússneska rithöfundafélagsins. Hann er fæddur 1901 og ólst upp í fjar austurlöndum. þar sem foreldr- ar hans störfuðu sem læknar. Hann gekk í skóla í Vladi- vostok, en gekk 1918 í her rauðliða og tók þátt í styrjöld- inrii gegn japönsku innrásar- sveitunum. 1923 birti hann Frédéric og Irene Joliot-Curie fyrstu smásögu sína, og 1927 varð hann viðurkenndur rithöf uhdur fyrir skáldsöguna „Ó- sigurinn“, sem hefur komið út í 134 útgáfum á 51 tungumáli. Fadejev er hár og spengileg- ur, fríður sýnum, silfurhærður, mjög shyrtilegur í klæðaburði og géðfelldur að sjá og heyra. Eg liej’rði hann tvívegis halda ræðu, bæði á friðarfund- inum og isíðar á fundi í Sovét- vinafélaginu. Mér fannst liann minna á hæverskan saklausan skólapilt, sem gegn vilja sínum hafði orðið að horfa upp á ægi legar mannlegar þjáningar, er skyggðu á lífsgleði hans. Og það var dulin hryggð í rödd- inni, er hann sagði með djúpu trúnaðartrausti: — Það, sem við höfum orð- ið að sjá og þola í tveim heims- styrjöldum, má aldrei koma fyr ir oftar og þarf elcki að gera það. Við erum fædd til að lifa hamingjusömu lífi á jörðinni, f ^ ~ Nenni var tvímælalaust mesti ræðuskörungur þeirra, sem þama töluðu. Það var eins og fólkið ætlaði að fljúga upp af stólunum og ætti erfitt með að halda höndunum í skefjum að- Alexander Fadejeff og til að tryggja þann rétt okkar verðum við, hið óbreytta fólk allra landa, að sverja:t í fóstbræðraiag um vemdun friðar á jörðu. ★ þriðji ræðumaðurinn var hinn heimskunni ítalski stjómmálamaður, Pietro Nenni. Pietro Nenni eins við að sjá hann tala, þótt fæstir hefðu hugmynd um, hvað 'hann var að segja, fyim en ræðan hafði verið túikuð! Nenni er stuttur og þrekinn og pattaralegur karl, kvikur í | lireyfingum og_ glaðlegur, ber- luköllóttur á hvirfli með dálítinn gráan hárkraga. Nenni er hinn giöggi, raunsæi stjórnmálamað jur, sem leggur mest upp úr dómi reynslunnar. Rök hans eru einföld alkunn dæmi úr Isögunni: Sundruð alþýða hefur ialltaf orðið leiksoppur hinna ! stríðsóðu. Þess vegna em ítalsk ir sósíalistar reiðubúnir að vinna með liverjum sem er að því að ::;kapa einhuga róttæka friðarfylkingu alþýðunnar. Víg búnaður hefur alltaf endað með styrjöld. Því er veruleg yfir- vofandi styrjaldarhætta fólgin í vígbúnaðaræði stórveldanna, og gegn vígbúnaði verðum við að berjast öll sem einn til að bægja styrjaldarhættunni frá dyrum alþýðuheimilanna. Vopn in, sem Bandaríki sendu Cang Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.