Þjóðviljinn - 23.04.1950, Side 6
6
ÞJÖÐVILJIN N
Sunnudagur.- 23. apríl 1950 -
Verkfoll gegn stjórn
eigm
félags
i
MWegar verlcamenn gera verk-
* fall finnst öllum sjálfsagt
að ganga útfrá því sem gefnu
að verkfallinu sé beint gegn
atvinnurekendum, tilgangurinn
sé að knýja þá til að láta að
einhverjum kröfum verka-
manna eða falla frá fyrirætl-
unum, sem verkamenn vilja
ekki sætta sig við. 1 Bretlandi
liáfa' nú hinsvegar orðið þau
einstöku ; hausavíxl 1 • á venju-
iégri skipan, að hafnai’Virka-
menn í London hafa þúsund-
Um saman lagt niður vinnu,
ekki vegna deilu við atyinnu-
rekendur heldur stjórn ?íns
eigin félags. Takmarkið með
vinnustöðvun þeirra er ekki
að hafa nein áhrif á fram-
komu atvinnurekenda, heldur
að knýja stjórn Almenna
flutningaverkamannasambands
ins, til áð láta af einræð-
islegri framkomu og leyfa
verkamönnum sjálfum að gera
út um sín mál á lýðræðislegan
hátt. Verkamenn hafa lýst yf-
ir að þeir haldi áfram verk-
falli þangað til þeir fái með
allsherjaratkvæðagreiðslu að
hafna eða staðfesta þá ákvörð-
un stjórnar Flutningaverka-
mannasambandsins að reka
þrjá hafnarverkamenn í Lond-
on úr sambandinu og svipta
þá með því atvinnumöguleik-
um í öllum hafnarborgum Bret-
lands. Deakin, arftaki Ernest
Bevin sem einræðisherra í
sambandinu, hefur lýst yfir,
að óbreyttir verkamenn gerist
furðu djarfir að fetta fingur
útí gerðir þeirra eigin sam-
bandsstjórnar og hann muni
hagá sér eins og hvorki þeir
né samþykktir þeirra séu til.
Fjpilefnið er brottrekstrar hafn-
arverkamannanna þriggja
úr Flutningaverkamannasam-
bandinu er þáttur þeirra í
verkfalli hafnarverkamanna í
London fyrir ári síðan. Þá
lögðu þeir niður vinnu þvert
ofan í bann Deakins og sam-
bandsstjórnar hans heldur en
gerast verkfallsbrjótar með því
að afgreiða tvö skip í höfn-
inni í London, sem voru i af-
greiðslubanni kanadiska sjó-
mannasambandsins. Hægrikrat-
inn Deakin vildi leggja kanad-
iskum útgerðarmönnum lið í
baráttunni gegn sjómönnum,
vegna þess að í stjórn sjó-
mannafélagsins væru kommún-
istar, og gleymdi alveg þá
stundina þeirri nýbökuðu kenn-
ingu hægrikrata, að verkalýðs-
félög megi aldrei láta stjórn-
mál til sin taka. Það var
þessi sami Deakin, sem hafði
það að átyllu, er hann var að
kljúfa Alþjóðasamband verka-
lýðsfélaga, að það hefði blandað
sér í' stjórnmál!) Hafnaryerka
menn í London voru á annarri
skoðun, þeir höfðu í heiðri
þá reglu, sem hægrikratar vilja
telja úrelta, að verkamenn eigi
að veita hvorir öðrum í hags-
munabaráttu sinni án tillits
til stjórnmálaskoðana. Þeir
voru í verkfalli vikum saman,
létu hótanir og særingar brezku
hægrikrataforingjanna frá
Attlee og niðurúr sem vind
um eyru þjóta og hurfu ekki
til vinnu sinnar á ný fyrren
fulltrúar kanadisku sjómann-
anna lýstu yfir, að íengur
væri ekki þörf á samúðarverk-
falli af þeirra hálfu. Deakin
hafði reynzt algerlega áhrifa-
laus meðal þeirra manna, sem
hann á að heita foringi fyrir,
og hann og hjálparkokkar hans
þóttust ætla að ná sér niðri
og sýna vald sitt með því að
svipta atvipnunni þrjá mehn,
er þeir töIdU háfa ■ ’haft for-
ystu fyrir verkfallinu.
F‘
[llutningaverkamannasam-
bandið er fjölmennasta
starfsgreinarsamband Bret-
Arthur Deakln
lands með á þriðju milljón
meðlima. Það er bæði fjöl-
mennt og ósamstætt, Bevin
var ríkara í hug, þegar hann
var að byggja sambandið upp'
að gera veldi sitt sem víðlend-
ast og fjölmennast en að skapa
verkamönnum sem hagkvæm-
ast tæki í kjarabaráttu þeirra.
Flutningaverkamannasamband-
ið er hreinræktaðasta dæmi
þess, sem annars kveður meira
og minna að í fjölda brezkra
verkalýðsfélaga, að stjórnend-
ur, sem einu sinni eru komn-
ir til valda, koma sér svo vel
fyrir, að við þeim verður ekki
haggað, hversu mjög sem þeir
slitna úr tengslum og komast i
andstöðu við það fólk, sem á
að heita að þeir séu fulltrúar
fyrir. Sérstaklega hefur þetta
djúp milli stjórna brezku
verkalýðsfélaganna og ó-
breyttra félagsmanna komið
skýrt í ljós í kaupgjaldsmálum.
Stefna ríkisstjórnarinnar um
bann við kauphækkunum hef-
ur hlotið • næstum einróma
blessun foringja Alþýðusam-
bands Bretlands og einstakra
félaga, en hvenær sem verka-
menn sjálfir hafa fengið að
segja álit sitt hefur kaupstöðv-
unarstefnunni verið hafnað
með miklum meirihluta.
'f i~i~i--------— ~ ^~ ~ ~ )
lohn
. Stephen
og ástir Strange
38. DAGUR.
g kaupgjaldsmálunum hafa
hægrikrataforingjarnir
brezku ekki barizt fyrir hags-
munum verkamanna heldur
gengið erinda atvinnurekenda,
sem hafa rakað saman meiri
gróða en nokkru sinni fyrr á
sama tíma og kjör verka-
manna fara versnandi. Sama
atvinnurekendaþjónustan kom
fram í tilraunum Deakins til
að fá hafnarverkamenn í Lond-
on til að gerast verkfalls-
hann hefði verið með hitasótt eða verið veik-
ur fyrir.‘
Meisner ávarpaði varðmanninn við dyrnar,
,,Nácfú í ker'linguna — forstöðukonuna —
hingað." ,Hann sneri sér að Hartman. „Það
hefði ekki þurft að vera auðvelt, læknir. Hann
hefði getað verið sofandi, eins og þú sagðir.
Því ekki það? Quinn beið þangað til hann
sofnaði, lauk þessu af og hafði sig á brott.
Og nú eru liðnir tólf tímar,“ bætti hann við
þungbúinn á svip.
Hartman var hugsi.
„Hvers vegna har hann alklæddur?“ Síðan
hló hann. „Jæja, það er í ykkar verkahring,
guði sé lof. Hvenær fæ ég hann?“
„Strax og Carson er búinn að líta á hann,“
sagði Meisner.
Hartman lyfti hendinni í kveðjuskyni og fór
síðan.
Varðmaðurinn ltom ásamt frú Moreno.
Þegar Hartman var farinn gekk Higgins aft-
ur út að glugganum. Hann sneri bakinu að
fólkinu og stóð með hendur í vösum og hlust-
aði á yfirheyrsluna sem fram fór. Hann missti
af engu: hvorki lýsingunni á herra Quinn, sem
Meisner skrifaði nákvæmlega niður; lýsingunni
á þangaðkomu herra Browns óveðursnóttina;
frásögninni af brottför herra Quinns og þrusk-
inu sem frú Moreno hafði heyrt eftir að Quinn
hafði borgað reikninginn og var farinn út að
kaupa farmiða; né fjandskapnum i rödd Meisn-
ers og vaxandi móðursýki frú Moreno.
„Þér sáuð hann ekki fara?“ spurði Meisner
hörkulega.
„ Nei, en hann fór. Ég heyrði hann skella
útidyrunum “ Rödd hennar var ögrandi, en hún
titraði.
„Þér fóruð ekki upp?“
,/Ekki þá. Ekki fyrr en seinna. Því skyldi
ég fara upp? Hann sagðist koma aftur.“
„Svo að hann hefði getað skellt hurðinni og
farið aftur inn í herbergið, eða hvað? Ef hann
hefði læðzt, þá hefðuð þér ekki heyrt til hans.“
„Því ekki það? Ég heyrði lágt fótatak — eins
og draugur væri á ferð.“
„Hefði það ekki getað verið fótatak herra
Quinns?“
^,Jú að vísu. En það var það ekki. Herra
Quinn fór út.“
Meisner yppti öxlum.
„Hvað var hann lengi í burtu?“
~„Um þáð bil klukkutíma .“ Hún vissi hvenær
hann hafði komið aftur. Hún hafði heyrt úti-
dyrnar opnaðar og fótatak uppi á lofti, og
hún leit á kíukkuna í eldhúsinu. Hana vantaði
þrjár mínútur í níu. Hann hafði ekki verið
nema örfáar mínútur inni í herberginu, því að
þegar hún kom að útidyrunum var billinn að
renna í burtu. Nei, hún hafði ekki athugað
bílinn nákvæmlega: hún sá aðeins aftan á gul-
an bíl„sem var að renna í burtu. Hann hlaut að
hafa beðið á meðan. Hún %á ekki númerið.
Og þetta var allt og sumt, þangað til hún
hafði sýnt herra Aguilar og konu hans herbergið
í morgun klukkan níu og fundlð hann. Skelf-
ingin gagntók hana þegar hún rifjaði þá hræði-
legu stund upp.
Nú fyrst tók Breen til máls.
„Fötin í fataskápnum," sagði hahn. „Voru
það fötin, sem vinur herra Quinns var í þegar
hann kom?“
„Ég — ég held það. Ég sá ekki fötin. Hann
var í frakkanum. En frakkinn og hatturinn
eru eins.“ Breen breiddi fötin á borðið og hún
laut yfir þau. „Ég held það séu fötin hans.“
Breen vafði þau upp að nýju.
„Ef til vill getur frú Smith þekkt þau.“
Meisner fór aftur að spyrja um tímann.
„Þér eruð viss um að klukkuna hafi vantað
kortér í níu, þegar herra Quinn harði að
dyrum hjá yður?“
„Svo að segja. Það skakkar engu sem skiptir
máli. Klukkuna vantaði fimm mínútur í níu
þegar hann fór út og það var örfáum minút-
um seinna, Ég leit á klukkuna, því að ég var
að hugsa um hvort ég þyrfti að vaka lengi
eftir honum. Ég vildi ekki fara að hátta fyrr
en þeir voru famir.“
„Því þá það?“
„Ég veit það ekki,“ sagði hún. „Mér fannst
eitthvað undarlegt vera á seiði.“
„En þér fóruð ekki upp til að ganga úr
skugga um það?“
„Nei.“
„Klukkan hvað heyrðuð þér fótatakið?"
„Ég veit það ekki. Það hafði verið úrhellis-
rigning og svo stytti upp andartak. Og þá heyrði
ég fótatakið. Ég hélt að það væri vinur herra
Quinns.“
Meisner leit á Higgins.
„Það hlýtur að hafa verið Quinn. Annað
hvort hefur hann 'alls ekki farið út — bara
skellt hurðinni og farið inn aftur — eða
læðzt inn og lokað hljóðlega á eftir sér.“
Higgins talaði lágt. Hann leit á frú Moreno.
„Voru dyrnar læstar, þegar þér komuð upp
í morgun?“
„Já. Herra Quinn tók lykilinn með sér, en
ég hef varalykla að öllum herbergjunum.“
Hann kinkaði kolli.
„Gólfteppið er blautt,“ sagði hann. „Glugg-
inn hlýtur að hafa verið opinn meðan óveðrið
stóð yfir.“
brjótar og hefndarráðstöíunum
hans þegar það tókst ekki.
Barátta . hafnarverkamanna í
London er því sama eðlis og
öll eiginleg verkalýðsbarátta
frá upphafi, þótt svo kynlega
vilji til að verkfall þeirra sé
ekki gert gegn atvinnurekend-
um heldur stjórn síns eigin
sambands. Þeir menn sem þá
stjórn skipa, hafa. nefnilega
gerzt þjónar atvinnurekenda.
M. T. Ó.
I REYKHYLTINGAR! j
Árshátíð Reykhyltingafélagsins verður í sam-
komusal Mjólkurstöðvarinnar 1 kvöld kl. 20.30.
Dagskrá:
Skemmtunin sett.
Söngur.
Skemmtilestur.
Gamanþáttur.
Dans. — K.K. sextettinn leikur.
Reykhyltingar, eldri sem yngri, komið og
hafið með ykkur gesti.