Þjóðviljinn - 16.05.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur - 16. maí 1950. IMÓÐVIUINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. ' Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- i son, Eyjólfur Eyjólfsson. 1 Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stig 19. —^Simi 7500 (þrjár linur). 7 Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Afsökun Tímans í húsnæðismálum Tíminn hefur reynt að afsaka hin blygðunarlausu ísvik og hræsni Framsóknarflokksins í húsnæðismálum með því að flokkurinn hafi af miklu harðfylgi knúið fram t stjómarsamvinnunni að örlítið brot af gengishagnaði bankanna og hinum nýja eignaskatti eigi að renna til fbúðarhúsabygginga. Hvernig ctenzt nú þessi eina af- tökun? Gengishækkun bankanna er sú upphæð sem gjald- eyriseign bankanna hækkaði um í íslenzku fé þegar gengið var fellt, og eignaskatturinn nýi á að draga úr beirri verðhækkim sem orðið hefur á eignum auðkýf- inganna vegna verðhruns gjaldmiðilsins. Báðar þessar [upphæöir eru þannig bein afleiðing gengislækkunarinn- &r, ráðstafanir til að virkja gróða sem kom af sjálfu sér. En það urðu fleiri afleiðingar af gengislækkuninni. Sú Eem mestu skiptir í sambandi við húsnæðismálin er hin geysilega verðhækkun sem orðið hefur á öllum bygginga- vörum og nemur % í innkaupi. Þessi eina afleiðing gerir húsbyggingar stórum erfiðari en nokkru sinni fyrr, auk hinnar almennu fátæktar sem af gengislækkuninni leiðir, og sá hluti af gengisgróðanum sem á að renna til hús- næðismálanna er aðeins örlítið brot af hinum stóraukna tilkostnaði sem gengislækkunin hefur í för með sér. Þær aðgeröir sem Tíminn státar af eru þannig ekki nýjar, jákvæðar ráðstafanir heldur aðeins endurgreiðsla á ör- litlum hluta þess tjóns sem Framsóknarflokkurinn hef- ur bakað húsnæðislausu fólki. Auk þess er óséð hversu mikill hluti þessa fjár kemur nokkru sinni fram. Gengishagnaður bankanna mun að vísu verða tiltækur, en eignaskatturinn mun eflaust mega teljast vonarpeningur. Árið 1947 var sem kunnugi ■er ákveðinn eignaaukarskattur, og miklaðist Timinn stór- lega af. Síðan voru þi'jú ár notuð til að reikna út þennan skatt, og þegar fullreiknað var, ákváðu afturhaldsflokk- arnir einfaldlega að gefa skattinn eftir og leggja þennan nýja eignaskatt á í staðinn! Sennilega verður hann full- reiknaður árið 1953, en þá verður trúlega fundinn upp nýr skattur til útreiknings en eignaskatturinn gefinn eftir á nýjan leik! Á þennan hátt getur Framsóknarflokk- urinn eilíflega haldið áfram að grobba af nýjum sköttum án þess eignastéttin þurfi af nokkrum eyri sínum að sjá! Hin eina afsökun Tímans er þannig aðeins enn eitt •dæmi um takmarkalausan fláttskap þess blaðs og þeirra manna sem yfir því ráöa. Ýmsum mun nú forvitni á aö vita hver verða viðbrögð þess fólks sem tók af einlægni þátt í áróðri Tímans fyrir kosningar í vetur. Var ef til vill engin einlægni í þeirri baráttu, eða hví þegja þeir nú sem þá voru háværastir? Hvers vegna birtast nú eng- ar áskoranir undir nafni? . Og hvemig líður því fólki sem gekk berserksgang í •einlægri og góðri trú s.l. haust, til að koma Rannveigu Þorsteinsdóttur á þing? Mikill hluti þess fólks sem af ein- íFtakri ósérhlífni baröist fyrir Rannveigu og meginhluti þeirra sem greiddu henni atkvæði trúðu á góðan vilja hennar og getu. En í gær greiddi Rannveig atkvæöi með þeim lögum sem munu hrekja, ótaldar láglaunafjölskýld- ur frá heimilum sínum og koma öllu húsnæði á svartan markað. Hvemig er því fólki farið sem lætur bjóða sér tflíkt? Skemmtigöngur út á Völl Vinur minn einn, sem ég hitti suðrá íþróttavelli á sunnu- dagsmorguninn var, bað mig að koma á framfæri fyrir sig ef tirfarandi hugleiðingu: — „Flestir munu þeirrar skoðun- ar, að ekkert sé varið í að koma á íþróttavöllinn, nema verið sé að keppa. En sann- leikurinn er sá, að maður get- ur alltaf haft ^inhverja á- nægju af heimsókn á þennan völl, og stundum mikla, þótt engin opinber keppni sé á ferð- inni. Ég segi fyrir mitt leyti, að í góðu veðri á sumrin finnst mér engin skemmtiganga full- komin án viðkomu á vellinum. • Gaman að fylgjast með æfingunum „Því að það er bæði skemmti- legt og hressandi að fylgjast með æfingum hinna hraustu ungmenna þarna suður frá. Á einum staðnum er Gunnar Huseby að liðka líkama sinn fyrir næsta met í kúlu eða kringlu, frægir hlauparar þjóta framhjá manni í öllum áttum, meistarar í handknattleik æfa nýjar sóknarferðir á grasflet- in um I suðvesturhominu, og þannig hvert sem litið er, gamlar „stjörnur" og nýjar „stjörnur" og verðandi „stjörn- ur“ alls staðar .í óða önn með að auka hreysti sína og líkams- þrek... . Ég ráðlegg Reykvík- ingum að gefa íþróttavellin- um meiri gaum en þeir gera. Maður getur notið þar margr- ar ánægjustundarinnar, þótt ekki sé verið að keppa. Mér liggur við að segja, að ennþá ánægjulegra sé að koma þang- að þegar bara er verið að æfa, en ekki að keppa. — P.“ • Turninn á sjómannaskól- anum og útsýnið Við gengum okkur til skemmtunar um holtið hjá Sjómannaskólanum ég og einn gamall vinur minn í fyrradag. Veðrið var yndislegt, bjart og bezta skyggni, og okkur lang- aði allt í einu ákaflega mikið að komast upp í turn á skól- anum. En það var ekki hægt, allar dyr læstar, enginn lykill fáanlegur, og við urðum áfram að gera .okkur jafnsléttuna að góðu. — En því var þetta svona? Hvað er á móti því að hafa opið upp í þennan tum, að minnsta kosti á sunnudög- um yfir sumarmánuðina, svo að göngutúrafólk geti notið hins fagra útsýnis úr honum? • Sælgætisát í Þjóðleikhúsi Islendinga Einhvemtíma var opinber- lega tilkynnt að það væri ósið- ur að- éta sælgæti í Þjóðleik- húsi íslendinga. Slíkt hefði í för með sér bréfabrak, sem ylli slæmum truflunum á stemmingunni. En það hafa ekki allar tilkynningar áhrif. Minnsta kosti var étið mikið sælgæti í Þjóðleikhúsinu síð- astliðið sunnudagskvöld, og það heyrðist ínikið brak. Ef til vill geta Islendingar ekki án þessa verið. Kannski geta þeir engrar skemrátunar notið án þess að hafa súkkulaði og brjóstsykur með. En aðrar þjóðir láta yfirleitt ekki sann- ast á sig sælgætisát í menn- ingarstofnun eins og Þjóðleik- húsinu. Hinsvegar háma þær í sig súkkulaði, brjóstsykur og konfekt í tívólíum. Pylsur með óhreinum höndum Bréfritari einn biður mig fyr- ir skilaboð til afgreiðslumanns í einni nýtizkri og mjög frægri pylsusölu. Bréfritarinn segir, að það sé óþrifnaður að taka á brauði og pylsum með ber- um höndum, einkum þegar einn fingurinn er hulinn í ó- hreinum sáiaumbúðum. — Vænti ég að skilaboðin nái til hlutaðeigandi aðiija. ★ Hannes Vigfússon Karfavogi 31 hlaut verðlaunin, hann komst næst hinu rétta svari við hve margir einseyringar voru i krukk unni (þeir voru 1714), og er hann beðinn að vitja verðlaunanna, 200 kr., i skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur. Næturvörður er i Laugavegs- apóteki. — Sími 1616. Næturakstur: Hreyfill og B.S.R. opnar allan sólarhringinn. 19.30 Þingfréttir. Tónleikar 20.20 H Ö F N I N. Jón forseti kom frá Englandi : fyrrinótt. ísólfur og Skúli Magn ússon komu af veiðum í fyrra- dag. Elmskip Brúarfoss er í Reykjavík. Detti foss kom til Hamborgar 11.5., fór þaðan væntanlega í gær 15.5. til Antverpen. Fjallfoss kom til R- víkur 13.5. frá Halifax, N.S. Goða foss kom til Reykjavíkur kl. 16.00 í gær 15.5. frá Antverpen. Gull- foss fór frá Kaupmannahöfn 14.5. væntanlegur til Leith í fyrramálið 16.5., fer þaðan 17.5. til Reykja- vikur. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss kom til Reykjavíkur 14.5. frá Isafirði. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7.5. til N.Y. Vatna- jökull er í Reykjavik. Skipadeild SIS Arnarfell er : Biraeus. Hvassa- fell fer frá Bremen í kvöld áleið- is til íslands. Rikisskip Esja var á Akureyri : gær á austurleið. Hekla var á Akureyri : gær á vesturleið. Herðubreið er : Reykjavík og fer þaðan á morg un austur um land til Fáskrúðs- fjarðar. Skjaldbreið fer frá R- vík : kvöld til Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er : R- vík. Ármann* - á að fará frá Reykjavík i dag til Vestmanna- eyja. Dagskrá frá Akra nesi: a) Samtal við Harald Böðv- arsson útgerðar- mann (Haraldur Böðvarsson og Ragnar Jóhannesson skólastjóri talast við). b) Skútuferð í lokin árið 1883; — frásögn Guðmundar á Steinsstöðum (Guðlaugur Ein- arsson lögfræðingur flytur). c) Kórsöngur —: o. fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög. 22.30 Dagskrárlok. t Hprjpsi||||n||t|j]i® u Síðastl. laug I - ardag voru gef in saman í hjónaband ung- frú Ingibjörg * Árnadóttir og Hörður Hafliðason, Sörlaskjóli 6. —■ Nýlega voru gefin saman í hjónaband að Möðruvöllum : Hörgárdal ungfrú Ásta Vilhjálms dóttir og Stefán Ólafsson, bakari, Þingvallastræti 10, Akurayri. Leiðréttlng. 1 frásögn Þjóðviljans af 60 ára afmælisþingi Umdæmisstúku Suð- urlands féllu aftan af greininni nöfn nokkurra stjórnenda Um- dæmisstúkunnar og verða þau birt hér : heild. Umdæmistemplar er Sverrir Jónsson, varatemplar, Guðrún Sigurðardóttir^ ritari Sig- urður Ouðmundsson, gæzlumaður unglingastarfs Páll Jónss., fræðslu stjóri Guðjón Magnússon, gæzlu- stjóri löggjafarstarfs Guðmundur Illugason, skrásetjari Kristinn Magnússon, kapelán Kristjana Benediktsdóttir og fyrrverandi umdæmistemplar Guðgeir Jóns- Munið mlnningarsjóð Öldu Möller leikkonu. Hægt er að skrifa sig fyrir framlögum i sjóðinn : af- greiðslu blaðsins, bókabúðum og hjá vikublaðinu Fálkinn. Frá rannsóknarlögregiunni. Miðvikudaginn 3. ma: vildj það óhapp til á viðkomustað strætis- vagna á mótum Laugavegar og Frakkastígs kl. 14.30, að kona varð á milli stafs og hurðar á strætisvagni er hún var að fara út úr og meiddist talsvert á hendi. Konan segir að karlmaður, er var : vagninum hafi lokað hurð- inni á eftir sér. Þarf rannsóknar- lögreglan nauðsynlega að hafa tal af manni þessum strax, svo og öðrum er kynnu að geta gefið upplýsingar um slys þetta. Nýlega opinber uðu trúlofun sína ungfr. Anna Kris' jánsdóttir, Höfða Höfðahverfi, S. Þing. og Arnai Kristjánsson^ Sigurhæð, Eskifirð: — Nýlega hafa opinberað trúlof un sína, ungfrú Þórunn Friðjóns dóttir, verzlunarmær, Strandgqt: 9, Akureyri og Björn Þorvalds son, Grafarholti. FÉlanslít VÍKINGAK Happdrætti hlutaveltu Þjóðviljans. Þessi númer komu upp: Ljósa- króna 17287, stofuborð 8661, borð 11360, tveir stofustólar 17310, teppi 5917, klukka 30675, rafmagnsrak- vél 16759, málverk 22517, skíði 21376, Brennu-Njálssaga 17693, Grettissaga 14828, Bókin um manninn 32948 eitt tonn af kolum 4. flokkur: Æfing í kvöld kl. 7 9479, tauvinda 34767, gullarmband á Grimsstaðaholtsvellmum. 4348' - Munanna sé vitjað í skfif Mjö áríðandi. að aUir mæti. stofu Sosialistafelags Heykjavik- ur, Þórsg. 1. Getraunarverðiaunlo. : Þjálfarittn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.