Þjóðviljinn - 03.06.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.06.1950, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. júní 1950. sr Genglslækkunarbrölfið Það er nú að koma á daginn he'rrar héldu fram. Staðreyndin að afleiðingar gengislækkunar- innar ætla að verða fljótvirk- ar og ganga í þveröfuga átt við það, sem hagfræðingar og gengislækkunarpostular hafa haldið fram bæði í ræðu og riti, og að hún muni ekki tbjarga neinu hvorki til lands né sjávar. — En að afleiðing- a,rnar yrðu jafn geigvænlegar fyrir alþýðu þessa lands og nú er farið að sýna sig hefur lík- lega engan órað fyrir. Því var óspart haldið fram af hagfræðingunum og öðrum þeim, sem klemmdu þessu í gegn, að þetta mundi verða til að bjarga atvinnuvegunum, þ. e. auka atvinnuna og bjarga sérstaklega sjávarútveginum og að þetta mundi jafnvel verða til hagsbóta fyrir verkamenn og sjómenn sérstaklega. Þrátt fyrir það, þó kaupskerðingin mundi verða 10—15% mundi jþað vinnast upp í aukinni at- vinnu o. s. frv. Því miður varð mörgum á að trúa þessum blekkingavaðli og yarð þeim sem að þessu stóðu léttara fyrir með að knýja í gegn heiftarlegustu árás á lífs- kjör alþýðunnar í landinu sem enn hefur verið framkvæmd, Nú blasir staðreyndin við okk- ur. Nægir í þessu sambandi að tilgreina hækkun á ýmsum mat- vörutegundum: Kaffi hefur ihækkað þrefalt eða um nær 200% síðan í nóvember í haust; ýmsar komvörutegundir tvöfalt eða um 100% o. s. frv. Inn- lend matvara hefur hækkað í verði hlutfallslega engu minna. Kálfskjöt flaug allt í einu upp úr 4 og 6 kr. kg. uppí 8 og 9 kr. kg. eða hækkað um 100— 150%-. Skammtaða smjörið hef- ur hækkað um 400%, eða því sem næst fimmfaldezt, svo það er víst meiningin að þeir fá- tækustu get: alls ekki veitt sér þann munað hér eftir að borða emjör, enda hefur smjör ekki sézt hér í verzlunum í allan ,vetur, ekki nema illétandi smjörliki. Svona mætti halda áfram að tilgreina verðhækkanir á hin- um ýmsu vörum sem nauðsyn- legar eru, en þetta nægir til að sýna áhrif gengislækkunar- innar nú þegar. Hvað ætli síð- ar verði þegar byrjunin er syona ? Vilja nú ekki hagfræðingarnir reikna út hvað meðaltalshækk- unin er nú þegar orðin t. d. á matvörunni svo það komi greinilega í ljós hvort kaup- skerðingin reyndist ekki vera svolítið meira en 10—15%. Svo yæri ekkert á móti því að þeir gætu látið það standast að kaupgjald væri vio það sama eins og meiningin er hjá þeim en að nauðsynjavörur hafa hækkað í verði um 100—400%. Þeir ættu að spreyta sig á því og birta svo útkomuna. Sama máli gegnir með at- yinnuna. Það hefur snúizt snar þfugt ,við það, sem þessir háu er það, að atvinna verkamanna hefur ekki í langa tíð verið aumari en í vetur. Hér gengu tugir, jafnvel hundruð verka- manna atvinnulausir mánuð eft- ir mánuð, meira að segja virð- ist lítið ætla úr að rætast þó liðnar séu 4 vikur af sumri. Við verkamennirnir hér erum ekki enn farnir að sjá þetta líf sem átti að færast í atvinnu vegina, því hér ganga enn tug- ir manna atvinnulausir. Hing- að hafa undanfarin ár komið ein tvö skip með sement í byrjun maí og við það hafa tugir manna fengið vinnu viku til hálfan mánuð. Úr því hef- ur hafizt töluverð vinna við byggingar. En nú bólar ekki á neinu skipi með senment, því síður að hafin sé nein vinna við byggingar. Það er væntan- legt eitt skip með sement seint í júní eða júlí, og þá senni- lega með einhvern slatta til KEA og ekki fyrirsjáanleg svo sem nein byggingavinna sem tæplega er að vænta, þar sem byggingarkostnaður hefur lík- lega nú þegar hækkað meira en um þriðjung og því ókleift að hyggja hús yfir sig fyrir all- flesta, sem þó þyrftu þess. Þetta er bein afleiðing af geng- islækkuninni. Þó finnst mér taka út yfir aðfarir Alþingis gegn gamal- mennum og öryrkjum. Það eru heil 5% sem þeim eru ætluð í uppbætur á styrk þann sem þeim er úthlutað. Er svo að sjá að þessi 5% eigi að vega upp á móti 43% gengislækkuninni og þeim verðhækkunum, sem ,nú þegar eru farnar að koma í ljós og komandi verðhækkun- um lífsnauðsynja. Það virðist nú að ekki væri farið fram á of mikið þó upp- bætur þær er áðurnefndir styrk- þegar fengju, væri nokkurn veginn í samræmi við uppbætur þær, er hinir ýmsu launþegar fá, ekki sízt þar sem styrkirn- ir eru hvergi nærri fullnægj- andi til að lifa af, nema þá með svo mikilli sparsemi, að lengra verður ekki farið. Er raunverulega óhætt að segja að þeir sem lifað hafi á styrk þessum hafi dregið fram líf- ið. Það var oft farið illa með gamalmennin og farlama fólk hé£ á landi og þeim lítið lið- sinnt, lentu því oft á flakk og héldu sér uppi á þann hátt. Þessi illa meðferð var ekki í öllum tilfellum af mannvonzku. Sérstaklega var meðferðin ill á þeim sem þurftu að þiggja sveitarstyrk. Eg gat ekki látið mér detta í hug slíkt miskunnarleysi sem raun ber vitni af mönnum sem kosnir hafa verið á lögþing þjóðarinnar gagnvart farlama fólki, að þeir skyldu vera svo margir, að þeim tækist að fella tillögu um 20% hækkun, sem borin var fram af sósíalistum, Framhald á 7. síðu. Sjómannadagshátíðahöldin f 19 5 0 ! ■ 13. Sjómannadagur LAUGARDAGUR 3. JUNl: Kl. 19,00. Sundkeppni, kappróður og reipdráttur við Reykjavíkurhöfn. Veðbanki starfræktur. SJÓMANNADAGUR, SUNNUDAGUR 4. JUNÍ: Kl. 8,00. Fánar dregnir að hún á skipum. — 9,00. Hafin sala á merkí og blaði Sjómannadagsins. — 12,45 Safnazt saman til hópgöngu Sjómannadagsins við Mið- bæj arbarnaskólann. — 13,00 Hópgangan leggur af stað. Gengið verður með Luðrasveit Reykjavíkur í fararbroddi. Gengið verður um Lækjargötu, Kalkofnsveg, Tryggvagötu, Pósthússtræti og staðnæmzt við Austurvöll. — 13,30. Útiguðsþjónusta af svölum Alþingishússins, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson prédikar. Kirkjukór syngur sálma á undan og eftir prédikun. Ævar Kvaran syngur einsöng. Að lokinni útiguðsþjónustu, verða flutt ávörp af svölum Alþingishússins, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austur- velli. Ávörp flytja: Siglingamálaráðherra, Ólafur Thórs. Leikið: „Lýsti sól, stjörnu stól.“ Ávarp fulltrúa útgerðar- manna: Þórður Ólafsson. Leikið: „Gnoð úr hafi skrautleg skreið.“ Ávarp fulltrúa sjómanna: . Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður. Leikið: „Vormenn íslands.“ Afhending verðlauna. Leikið: „íslands hrafnistumenn.“ Að lokum verður leikinn þjóðsöngurinn. Sjómannafagnaður að Hótel Borg Kl. 20,00. Dansleikur hefst. Húsinu lokað kl. 22,00. Efnisskrá: Upp- lestur: Brynjólfur Jóhannesson. Leikþáttur: Ævar R. Kvaran o. fl. Einsöngur: Sigfús Halldórsson. Baldur og Konni. Kynnir: Theodór. Gíslason form. Stýrimannafélags íslands. ! Sjálfstæðishúsinu: Kl. 20,30. Kvöldsýning Bláu stjörnunnar „MÍM“. Dáns. Húsið opnað kl. 20,00. Shemmtanir í Tívolí: LAUGARDAGINN 3. JÚNÍ: Kl. 20,30 Lúðrasveitin Svanur leikur. — 21,30 Nýtt leikrit er Lofíur Guðmundsson hefur samið af tilefni Sjómannadagsins. Leikendur Ævar R. Kvaran o. fl. Ýmis-' legt fleira verður til skemmtunar. SUNNUDAGINN 4. JÚNÍ: Kl. 16,00. Lúörasveitin Svanur leikur. Síðdegiskaffi og dans í veitinga húsinu. í Tívolígarðinum les Brynjólfur Jóhannesson upp Töfrabrögð Baldur Georgs. Búktal: Baldur og Konni. — 20,30. Upplestur: Brynjólfur Jóhannesson o. fl. Dansleikir verða haldnir á Sjómannadaginn, sunnudaginn 4. júní kl. 21,00 í Tjarnarcafé og Iðnó, og gömlu dansarnir í Ingóifscafé, Breiðfirðingabúð og Þórscafé. í veitingahúsinu í Tívolí verður dans- leikur á laugardag 3. júní og sunnudag* 4. júní, ,* DansaS verður á öllum þessum stöðum til kl. 2 eftir miðnætti. ' Aðgöngumiðar aö Hótel Borg og Sjálfstæðishúsinu verða seldir í skrifstofu Fulltrúaráðs Sjómannadagsins, Edduhúsinu, sími 80788, laugardaginn 3. júní milli kl. 11—12 og 16—17. Aögöngumiðar að öðrum stöðum veröa seldir á viðkomandi stað frá kl. 17 á Sjómanna- daginn. Sölubörn eru beðin að mæta kl. 9 f.h. á Sjómannadaginn við verka- mannaskýlið, en þar verður blað og merki dagsins afhent. HAFNARFJÖRÐUR GÖMLU DANSARNIR í Alþýðuhúsinu kl. 9 <Dansað til kl. 2). Aðgöngumiöar seldir á sama stað frá kl. 2. FULLTRUARÁÐ SJÖMANNADAGSINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.