Þjóðviljinn - 09.06.1950, Qupperneq 6
B
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 9. júní 1950.
ÚTHLUTUNIN
Framhald af 8. siðu.
Ríkharður Jónsson.
7200 kr. lUutu:
Elínborg Lárusdóttir.
Guðmundur Böðvarsson.
Guðmundur Daníelsson.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.
Þorsteinn Jónsson.
5400 kr. hlulu.:
Finnur Jónsson.
Friðrik Á. Brekkan.
Árni Björnsson.
] Áskell Snorrason.
Brynjólfur Jóhannesson.
Eggert Guðmundsson.
Eyþór Stefánsson.
' Freymóður Jóhannesson.
Gestur Pálsson.
] Guðfinna Þorst.d. (Erla).
Gunnar M. Magnúss.
Hallgrímur Helgason.
Haraldur Björnsson.
Haraldur Á. Sigurðsson.
Heiðrekur Guðmundsson.
Helgi Pálsson.
■ Höskuldur Björnsson.
Indriði Waage.
Jón Norðfjörð.
Jón Thorarensen.
1 Jón Þórarinsson.
Kjartan Ólafsson.
Kristín Sigfúsdóttir.
' Kristinn Pétursson.
Kristján Einarsson frá
Djúpalæk.
j Lárus Pálsson.
^ Magnús Á. Árnason.
Sigurður Helgason.
Sigurjón Jónsson.
Snorri Arinbjarnar.
Svavar Guðnason.
1 Tftfeódóra Thoroddsen.
Tryggvi Sveinbjörnsson.
Valtýr Pétursson.
Bæjarpóstur
Framhald af 4. síðu.
gætrar bókar, sem Virkið verð-
ur þá talið, fannst ástæða til
að spandera á hann sérstökum
kafla. Eg er ekki viss um, að
deiluaðilum hafi dottið þetta
í hug og vil því benda þeim á
þennan möguleika. Geta þeir nú
haft hliðsjón af þessu framveg-
is. Daladrengur."
Valur Gíslason.
Vilhjálmur S. Vilhjálmss.
Þorsteinn Ö. Stephensen.
2400 kr. hlutu:
Ármann Kr. Einarsson.
Aurora Halldórsdóttir.
Einar Pálsson.
Friðfinnur Guðjónsson.
Friðgeir H. Berg.
Gerður Helgadóttir.
Gísli Ólafsson.
Guðmundur Elíasson.
Guðrún Indriðadóttir.
G;uðrún Jóhannsdóttir.
Gunnar Eyjólfsson.
Gunnar Gunnarsson málari.
Gunnfríður Jónsdóttir.
Gunnþórunn Halldórsd.
Halldór Helgason.
Ingólfur Kristjánsson.
Jakob Jónsson.
Jón Jónsson úr Vör.
Óskar Aðalst. Guðjónsson.
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigurður Róbertsson.
Skúli Halldórsson.
Steingerður Guðmundsd.
Svava Jónsdóttir.
Vilhjálmur Guðmundsson
frá Skáholti.
Tei pa
10—12 ára, óskast til að í
líta eftir bömum og til
léttra snúninga. "I
Upplýsingar á í
Freyjugötu 25 B. í
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
Áukaskipsferð verður til
Vestfjarða um helgina. Vöru-
móttaka til Patreksfjarðar,
Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing-
eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð
ar, Bolungavíkur, ísafjarðar og
Súðavíkur í dag og árdegis á
morgun.
Saiabands íslenzkra samvinnuíélaga
verður haldinn í Sambandshúsinu, Reykjavík, dag-
a'na 20.—22. júní n. k., og hefst þriöjudaginn 20.
júní kl. 10 f. h.
Dagskrá samkvæmt samþykktum Sambands-
I
ms.
Stjómin
f^3
OLIA
og astir
John
S t e p h e «
Strange
70. DAGUR.
þar sem ekki þurfti að hafa gát á hverju orði
sem þjóriústufólkið heyrði. En hann langaði ekki
heim — ekki í raun og veru. Enda þótt hann
hefði viðbjóð á þessari borg og hvernig hún
var orðin undir stjóm nazista, þá fannst hon-
um það vera hálfgerð uppgjöf að yfirgefa hana
undir þessum kringumstæðum. Fimm ára dvöl
þama hafði veitt honum dýrmæta reynslu, nána
þekkingu á því sem var að gerast: þekkingu
sem heillaði hann um leið og hún fyllti hann
óhug. Blaðamaðurinn í honum gerði uppreisn
vió tdl’hugsunina um að skiljast við þetta. En
merkasta frétt í heimi var einskis nýt, ef ekki
var hægt að segja neinum hana.
Honum hafði yfirleitt gengið skaplega. Öt-
varpsþættir hans .... Hann glotti með sjálfum
sér. Auðvitað hafði hvert orð verið ritskoðað,
en ritskoðendumir höfðu ekki alltaf verið nógu
fljótir að átta sig á fjölbreytni amerískra mál-
lýzkna. Og það var hægt að segja ótrúlega margt
með réttum áherzlum á réttum stöðum. Orð sem
litu sakieysislega út á blaði gátu þýtt allt ann-
að þegar þau voru sögð í útvarp. En þeir höfðu
áttað sig á því. Þeir höfðu fengið Þjóðverja
sem fæddur var í Ameríku til að sitja við hlið
hans meðan hann talaði. Tvisvar hafði verið
lokað fyrir hann formálalaust. Og eftir daginn
í dag ....
Jaeja, það var óhjákvæmilegt. Hann hafði
engan minnsta áhuga á að lesa þýzkan áróður
fyrir ameríska hlustendur. Það gat einhver
annar gert. Honum væri nær að fara heim og
segja frétt sina með réttum orðum.
Nú þegar stundin var komin, var hann undr-
andi yfir því hvað eftirsjá hans var mikil.
Þrátt fyrir hatur sitt á nazistunum, átti hann
ýmsa vini. Vini, sem lögðu líf sitt í hættu með
því að umgangast erlendan blaðamann. Hon-
um hlýnaði um hjartaræturnar, og hann fann
hve honum þótti vænt um þetta fólk sem
hafði staðið við hlið honum á hættulegum og
erfiðum tímum.
Hann vonaði að Susie færi að koma. Hann
þurfti að tála við hana. Og langar fjarvistir
vöktu alltaf ótta. Hún hefði átt að vera komin
inn með hundinn fyrir löngu. Það var aldrei að
vita, hvenær eitthvað kæmi fyrir. Og þegar
hann heyrði fótatak hennar í stiganum og opn-
aði dymar, sá hann undir eins, að eitthvað hafði
komið fyrir.
Susie Haller var falleg kona og var gædd
þeim hæfileika, c.ins "og svo margar amerískar
konur, að gera sem mest úr því. Þrátt fyrir
ÖH höftin í Þýzkalandi á stríðstímum var hún
ávalt snyrtiiega og smekkíega klædd. Hún
brosti þegar Togo, hundUrinn þeirra, flaðraði
upp um Lulce rúeð miklúm gleðilátum. En Luke
hafði séð augnaráð hennar — og hvernig hún
gaut augunum í áttina að lokuðum eldhúsdyr-
unum.
„Það er allt í lagi,“ sagði hann og glotti.
„Hún er að steikja.“
Snarkið í pönnunni heyrðist gegnum lokaðar
dyrnar. Susie fór úr kápunni, tók af sér hatt-
inn og fleygði hvoru tveggja í stól.
„Svín,“ sagði hún og gaut augunum á hálf-
tómt glas hans.
Hann hellti í glas handa henni og rétti henni
það og leit spurnaraugum á hana.
„Hún er nazisti,“ sagði Susie. „Eg kom að
henni í morgun, þegar hún var að róta í skrif-
borðinu mínu.“ Hún andvarpaði. „Við verðum að
losna við hana.“
„Hún losnar bráðum við okkur,“ leiðrétti
hann. „Við förum bráðum heim.“
„Það er þá komið að því,“ sagði hún. Hún
leit í kringum sig í drungalegri setustofunni og
það var hlýja í augum hennar. Þrátt fyrir.allt
höfðu þau verið hamingjusöm. „Hvenær?“
„Strax og ég fæ skilríkin í lag?‘
„Og skjölin þín?“
Hann strauk fingrunum gegnum dökkt hárið.
„Það verður dálítið erfitt,“ sagði hann.
„Eg get haft þau inn á mér.“
„Og látið taka þau við landamærin? Það
dugar ekki.“
„Eg er með nýtt vandamál *handa þér.“
„Þetta datt mér í hug. Hvað er það?“
Hún sagði honum allt af létta og hann þagði
um stund.
„Dóttir von Weigenaus hershöfðingja ?“
„Já.“
„Þú hefur ekki komið upp um þig?“
„Jú, vissulega. Eg lofaði að sjá um að boðin
kæmust alla leið.“
Hann stundi.
„Heyrðu, elskan. Veiztu ekki hver hershöfð-
inginn er?“
„Jú.“
„Sennilega hefur hann fengið hana til þess.“
„Nei.nei. Það eru engin brögð í tafli,“ sagði
Susie einbeitt. „Ef þú hefðir séð hana —“
„Hamingjan góða,“ ságði Luke. Þau horfðu
hvort á annað. Þau mundu hæði eftir því sama.
Ótal örvæntingarfullum hrópum á hjálp. Síma-
hringingar seint á kvöldin, rjál við dyrnar,
oem boðaði nýja, örvílnaða hjálparbeiðni. Fólk
áleit, að vegna þess að þau voru amerísk og
útlendingar, þá nytu þau sérstakrar verndar;
fólk sem stóð á glötunarbarmi og leitaði að
hjálp, þar sem engrar hjálpar var að vænta.
Þau höfðu áður deilt um þetta, bæði hvort
við annað og sig sjálf. Barizt um það með reiði
og beizkju vegna séraukans sem olli'þeim.
•vpf í m
i' ID