Þjóðviljinn - 15.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1950, Blaðsíða 8
Hemaðarútgjöld 18.5% fjárlaga Sov- þJÖÐVlUINN étríkjanna, 76% fjárlaga U. S. A. Svereff fjármálaráSherra lagð'i 1 fyrradag fjárlög Sovétríkjanna árið 1950 fyrir Æðstaráðið. Fjárveiting til hervarna hefur vsrið lækkuð frá því sem var í síðustu fjárlögum. Svereff kvað þjóðartekjum- ar 1949 hafa verið 17% hærri en 194S og 37% hærri en 1940. Tekjur iðnaðar- og skrifstofu- verkamanna árið 1949 voru 24% liærri en fyrirstríðsárið 1940 og samyrkjubænda 20% hærri. Félagsmálaútgjöld tvöfalt meiri en 194G. Tekjur rikisins 1950 eru á- ætlaðar 432 milljarðar rúblna, útgjöld 427.9 milljarðar, tekju- a^gangur 4.1 miiljarður. Til at vinnumála eru ætlaðir 164.4 milljarðar, menntamála, heil- brigðismála, trygginga og fjöl- skyldubóta 120.7 milljarðar og er það helmingi meira en 1946 fyrsta ár fimm ára áætlunar- innar, sem lýkur i ár. Hernaðarútgjöld Sovét- ríkjanna lægri en fyrir stríðið, hernaðarútgjöld Bandaríkjanna meira en þrefalt hærri. Til hermála eru ætlaðar 79,4 milljarðar rúblna eða 18,5% fjárlagaupphæðarinnar. I fyrra voru 19% fjárlagaútgjalda ætl- lið til hermála og 1946 23.9%. Svereff kvað þetta sýna friðar- stefnu Sovétríkjanna og bar það saman við þá stríðsstefnu Skotfæra- sprenging á Spáni Þrír menn biðu bana og 72 særðust er vopnageymsla nærri Valladolid á Spáni sprakk í loft upp í gær. Er þetta önnur spanska vopnageymslan sem springur í þessum mánuði. sem fram kæmi í fjárlögum auð valdsríkjanna. Árið 1940 fóru 32.6% af fjárlagaútgjöldum Sovétríkj- anna til hermála en nú 18.5%. Fjárhagsárið 1939—1940 fóru 22.5% fjárlagaútgjalda Banda- ríkjanna til hermála en í fjár- lagafrumvarpi Trumans fyrir 1950—’51 er gert ráð fyrir að 76 % ríkisútgjaldanna fari til hervæðingar Bandaríkjanna, hernaðarstoðar við önnur lönd og kjamorkumála. Svereff sagði, að vegna sig- ursællar framkvæmdar eftir- stríðs fimm ára áætlunarinnar færu lífskjör manna í Sovét- ríkjunum stöðugt batnandL MÍR siofnaS á Siglufirði Siglufirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans Á fundi í Alþýðuhúsinu i gærkvöld var stofnað félagið Menningai'jengsl íslands og Káðstjórnarríkjanna. Yfir níutíu | manns höfðu gengið í félagið ! þegar fundinum lauk. 1 stjórn voru kosin: Forseti Jón Hjaltalín Gunnlaugsson, læknir, varaforseti frú Guðbj. Sæmundsdóttir, ritari Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, gjald- keri frú Sigurpála Jóhannsdótt ir . og vara-ritari Guðmundur Einarsson vélsmiður. Gamansamir línudansarar sýna í Tívolí Tívólí hefur fengið hingað línudansara frá Englandi, „2 Iinares,“ nefna þau sig, og er pilturinn iSvK en stúlban ensk. Þau komu hingað frá Ir- landi og munu væntanlega fara héðan 19. þ.m. til Hull. Æfingar þessarra línudans- ara virðast fjarri því að vera lífshættulegar né „hrollvekj- andi,“ enda ekki gerðar í svim andi hæð. Hinsvegar eru þær hinar skoplegustu og bera vott um furðulega leikni. M.a. fer Svíinn heljarstökk á línunni og gerir fleiri nýstárlegar kúnstir. Virðast áhorfendur skemmta sér hið bezta við að horfa á þessar kátlegu aðfarir, og munu sumir hafa komið í Tí- vólí kvöld eftir kvöld til að Enn þegir Bjarni Bjami Benediktsson get- ur nú ekki afsakað þögn sína um Lundúnaförina með því að aðeins sé um óljósan söguburð að ræða sem ó- kleift sé að eltast við. Hann hefur verið spurður alveg á- kveðinna spurninga: 1. Er það rétt að stór- felldar framkvæmdir séu fyr- irhugaðar á Keflavíkurflug- velli, stækkun flugbrautanna og fullkomnun afgreiðslu- kerfisins með tílliti *lil styrj- aldarreksturs? 2. Er það rétt að fyrir- hugað sé að loka Keflavik- urflugveHli fyrir íslenzkum almennmgi nema á ákveðn- um tímum dags? 3. Er það rétt að Banda- ríkin hafi krafizt þess að fá að st‘ija hér upp radar- kerfi til notkunar í ‘*iyrjöld ? 4. Er það rétt að Banda- ríkin hafi krafizt þess að komið yrði upp öflugri „vernd“ á Kefiavíkurflug- velli og í sambandi við hið fyrirhugaða rada rkerfi ? 5. Hafa Bandaríldn eða Atlanzhafsbandaiagsríkin borið fram kröfur um enn frekari hlutdeild fslands í s»;r iðsundir búningnum ? Öllum þessum spurning- um er hægt að svara með einsatkvæðisoroum, fimm já, fimm nei, eða eitthvað þar á milli. Slíkt ætti þó ekki að vera ofverk þess manns sem forðum daga lék sér að því að skrifa daglegar heilsíðugreinar í Morgun- blaðið samhliða hinum al- kunnu afrekum sínum í af- urðasölumálunum. Kólóradobjöllu- svæðin fylgja flugleiðum Bandaríkjahers Héraðsstjómin í Thuringen í Austur-Þýzkalandi tilkynnir, að rannsókn hafi leitt í ljós, að þau héruð þar sem orðið hefur vart við kólóradóbjöllur liggi öll á flugleið Bandarikjahers milli Frankfurt am Main og Berlínar. Kólóradóbjöllur hafa á ný fundizt í Saxlandi eftir að ókunn flugvél hafði flogið yfir þar sem þeim skaut upp. Aust- urþýzku yfirvöldin saka Banda ríkjamenn um að reyna að eyði leggja kartöfluuppskeruna með því að varpa þessum skaðræð- isdýrum úr lofti yfir Austur- Þýzkaland. MÍR gemgst fyrir sýningu á þremur sovétrússneskum kvikmyndum þessa dagana og hófust sýningar í gær. Var gestum boðið á fyrstu sýningu myndarinnar, „Æskan á þingi“, og voru meðal gesta forsetafrúin, ráðherramir og send herrar erl&ndra rikja. sjá „program“ þetta endurttk- ið. „2Linares“ sýna kl. 10.15 á hverju kvöldi í Tívólí, en um helgar er einnig eftirmiðdags- sýning. Átján þúsund manns hafa sótt Tívólí þá 15 daga sem garð urinn hefur verið opinn í sum- ar, og hefur veður þó verið fremur óhagstætt í júnímánuði, þegar flestir bæjarbúar eru í sumarleyfí, verður Tívólí að- eins opið á laugardögum og sunnudögum, en í ágúst, eða nánar tiltekið um verzlunar- mannahelgina, er von á sjón- hverfingamanni hingað og mun garðurinn verða opinn á hverju kvöldi meðan hann dvelur hér. Um 100 þús. manns sótti Tívólí- garðinn í fyrrasumar. „Æskan á þingi“ var tekin á alþjóðaþingi lýðræðissinnaðrar æsku sem haldið var í Búdapest s.l. sumar. Voru þar saman komnir um 250.000 æskumenn frá 80 þjóðum heims. Myndin er snilidarlega tekin, í fögrum litum, af einstæðu fjöri og lífi. I henni er m.a. sýnd íþrótta- keppni æskufólks, söngur, leikir og dans, og vekur þar sérstaka athygli listfólk frá ballettinum í Moskvu. Æskuþróttur og fjör mótar myndina alla, og er sér- staklega gaman að sjá hina ó- líku fulltrúa þjóða og kyn- stofna, sem sameinuðust á al- þjóoaþingi til baráttu fyrir friði og frelsi, Myndin er sýnd á Gamla bíó. Hinar myndirnar tvær eru gerðar eftir skáldsögum. Trí- pólíbíó sýnir myndina Ungherj- ar, sem gerð er eftir hinni frægu skáldsögu Fadejeffs, eins fremsta nútímahöfundar Rússa. Á Stjörnubíó er sýnd myndin Varvara Vasiljevna, sem‘ vakið hefur athygli víða um lönd. Því miður munu ekki vera tök á að sýna myndir þessar nema í dag og á morgun. Franska stjérnin ! SSSSi Fjárhagsnefnd franska þings ins felldi í gær með 23 atkv. gegn 20 tillögu ríkisstjómarinn ar um lítilsháttar kauphækkun til ríkisstarfsmanna. Þingið greiðir atkvæði um málið í dag og er talið að málið geti orðið stjórninni að falli því að sósíal demókratar, sem annars fylgja stjórninni að málum hafa tekið undir kröfu kommúnista um verulega hækkun á launum rík- isstarfsmanna. Merkjasala ÍSl 15. og 16. júní Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvað íþróttahreyfing- in er orðin mikill þáttur í skemmtana- og félagslífi þjóð- arinnar. 1 ungmennafélögum og í- þróttafélögum í byggð og bæ eru það íþróttirnar, sem hafa safn- að til sin fjölda ungra karla og kvenna til leiks og félags- legs starfs. Þetta er viðurkennt af öllum, sem um mál æskufólks ins hugsa, að þær hafi sín hollu og góðu uppeldisáhrif. Þjálfun íþrótta er líka einn þátturinn í því að gera fólkið starfhæfara og líkamlega stælt- ara og fegurra. Þó að mest allt hið daglega starf sé borið uppi af áhuga- mönnum, sem ekki taka laun, krefst íþróttahreyfingin samt mikils fjármagns til starfsemi sinnar, ef hún á að ganga eins og æskilegt er og allir íþrótta Kanadískur ráð- herra hótar Bretum hörðu Gardner, viðskiptamálaráð- herra í Kanada, sagði á þingi í Ottawa í fyrradag að kominn væri tími til að fara ómjúkum höndum um Breta í viðskiptum. Þeir hefðu þegið mikla aðstoð frá Kanada er þeir voru sem verst staddir en sniðgengju nú unnendur óska. íþróttasamband ið hefur því fengið leyfi til merkjasölu dagana 15. og 16. júní n.k. til ágóða fyrir sig og héraðasamböndin víðsvegar á landinu. Er því heitið á alla unnendur íþrótta, að bera merki síns á- hugamáls þessa dagana og efla með því fjárhag og starfsmögu leika þessarar vinsælu áhuga- mannahreyfingar. Bandalögin sjálf sjá um sölu merkjanna og rennur helming- ur ágóðans í þeirra sjóð. 19.000.000 Þjóð- verja imdirrita Stokkhólms- ávarpið Yfir 17 milljónir manna í Austur-Þý/.kalandi hafa nú und irritað £*iokkhólmsávarpið um banu við kjarnorkuvopnum og að sú ríkisstjórn,. sem beitir þeim skuli lýst sek um stríðs- glæp. I Vestur-Þýzkaiandi hef- ur þegar verið safnað tveim milljónum undirskrifta undir á- varpið þrát'i fyrir hatramlega andstöðu yfirvaldanna gegn söfnuninni, segir Berlínarblað>- ið „Neues Deutschland.“ Kanada og keyptu annarsstað- ar vörur, sem Kanadamenn væru í vandræðum með að losna við.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.