Þjóðviljinn - 17.06.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1950, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. júní 1950. Þ7ÓÐV1LJ1NN Kennaramótið á Akureyri Vikuna 4.—10. jóní hélt Samband norðlenzkra barna- kennara mót hér á Akureyri. Mœttir voru barnakennarar úr Skagafjarðar- Eyjafjarðar- og báðum Þingeyjarsýslum. Stjórn sambandsins undirbjó mótið á- samt námsstjóra. 1 lögum sambandsins er svo fyrir mælt, að kennaramót skuli haldin annað hvert ár og flytj- ast milli héraða. Er stjórn sam- bandsins skipuð kennurum af þvi svæði, þar sem mótin eru haldin hverju sinnL Mótið sóttu 70 kennarar af félagssvæðinu. Þetta mót var þríþætt, námsskeið, skólavinnu- og kennslutækjasýning og um ræðufimdir. Á námsskeiðinu fór fram skennsla í ýmiss konar skóla yinnu (föndri). Kennari var ungfrú Elinborg Aðalbjarnardóttir, kennari við Handíðaskólann. Sýnikennsla í lestri, er Jón J. Þorsteinsson kennari á Ak- ureyri hafði með höndum og leiðbeiningar í reikningskennslu og vinnubókagerð, er Jón B. Jónsson fræðslufulltrúi Reykja- víkur annaðist. Á mótinu voru þessi erindi flutt: „Þýðing áhugans í uppeldi og námi“, 2. erindi, Dr. Matthías Jónasson. — „Uppeldi og fræðsla“ og „vaxtarþráin“. Sr. Jakob Kristinsson. — „Um ís- lénzka stafsetningu". Halldór Halldórsson menntaskólakenn- ari. — „Nýja skólalöggjöfin". Helgi Eliasson fræðslumálastj. — „Skyldur ráðandi kynslóðar við yngstu borgarana". Isak Jónsson skólastjóri. — „Skólar og uppeldi". Snorri Sigfússon námsstjóri. „Skólarnir og líf- ið“. Hannes J. Magnússon skólastjóri. — „Um vinnubóka- gerð“. Sigurður Gunnarsson skólastjóri. Þrír þeir fyrst töldu, fluttu erindi sín á kvcldin, og var bæjarbúum gefinn kostur á að hlýða á þau. Notfærðu sér það margir öll kvöldin. Anriar þáttur mótsins var sýningin. Höfðu margir skólar sent muni á sýninguna. Var hún fjölbreytt og mjög athygl- isverð og ýmsir hlutir þar frá- bærilega vel gerðir. Sýning kennslutækja var aðallega frá Húsavík og Akureyri. Auk mótsgestanna skoðaði fjöldi bæjarmanna sýningam- ar. 1 lok fundarins var kosin ný stjóm fyrir sambandið. Fráfar- andi stjóm var skipuð kenn- urum af Akureyri, þeim Eríki Stefánssyni, Eiríki Sigurðssyni og Júdit Jónbjömsdóttur. Nú var stjómin kosin úr Þingeyj- arsýslu. Hlutu kosningu: Sig- urður Gunnarsson skólastj. og Jóhannes Guðmundsson kenn- ari í Húsavík og Þórgnýr Guð- mundsson kennari í Aðaldal. Einn daginn fóm mótsgestir í skemmtiferð fram í Eyjafjörð. Var komið við á nokkrum merk- um stöðum, svo sem Lauga- landi, Munkaþverá, Möðruvöll- um, Saurbæ og Grund. En ferð- inni lauk með því, að ekið var að hinu nýreista bamaheimili, Pálmholti, sem stendur skammt ofan við Akureyri. Til þess að gera aðkomukenn urum auðveldara að taka þátt í mótinu, var höfð heimavist og mötuneyti í Barnaskólanum, þar sem mótið var haldið. — Heimavistarstjóri var Páll Gunnarsson kennari, en ráðs- kona Jónína Þorsteinsdóttir. Smátt skammt- aður laukur 1 miðjum kartöfluskortin- um barst só gleðifregn að laukur væri loksins kominn til landsins, en hann hefur nó verið bannvara í marga mánuði. Þegar til kom reynd ist iaukurinn aðeins 600 sekk ir, eða róm 200 grömm á mannsbam. Auk þess var til- finnanlegur hluCi af þessu magni skemmdur! Það er öruggt og víst að hver óvalánn lslendingur myndi treysta sér til að sel ja „óseljanlegar" íslenzkar af- urðir fyrir lauk með hag- kvæmum kjörum. En sem kunnugt er em slik viðskipti bönnuð. Enginn má selja nema' Bjarai og enginn má kaupa nema einokunarheild- salar hans — og grænmetis- ednkasalan! DAGSKRA hátiðahaldanna 17. júni 1950 HATIÐAHOlDIN HEFIAST Kl. 13.15 með skrúðgöngu frá tveim stöðiun. 1 Austurbænum verður safnaz saman á Snorrabraut við Skátaheimilið, en í Vesturbænum á Hringbraut við Elhheimilið. Skrúðgöngurnar sameinast á horni Hringbrautar og Sóleyjargötu. Þaðan verður gengið að Austurvelli. VIÐ AUSTURVÖLL: Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Jón Thorarensen. Einsöngur: Einar Kristjánsson, óperusöngvari. Dómkirkju- kórinn syngur. — 14.30 — 14.40 — 14.45 — 15.00 / Kl. 15 30 Kl. 16.00 -19.00 Kl. 20.00 — 20.30 — 21.00 — 21.10 — 21.30 — 21.40 — 21.50 Handhafar valds forseta Islands leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveit Reykjavíktir leikur þjóðsönginn. Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. Forsætisráðherra flytur ræðu af svölum Alþingishússins. Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþróttavöll. Staðnæmst verður við leiði Jóns Sigurðssonar og þar lagður blóm- sveigur frá bæjarstjórn Reykjavíkur. Kóramir í Reykjavik syngja „Sjá roðann á hnjúkimum háu“. Á ÍÞRÓTTAVELLINUM: Forseti Í.S.Í., Ben. G. Waage setur 17. júní mót íþróttamanna. Sýningarglíma og bændaglíma. Glímumenn úr Ánnanni, K.R. og Ungmennafélagi Reykjavikur. Stjórnandi: Þorgils Guðmundsson. íþróttakeppni. Keppt verður í eftirtöldum íþróttagreinum: 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 400 m. grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki, kringlukasti, sleggjukasti, 4x100 m. boðhlaupi og 100 m. hlaupi kvenna. Naglaboðhlaup, kassaboðhlaup og eggjaboðhlaup. Stúlkur úr Ármanni, Í.R. og K.R. rTftafPfi TÍVOLÍ: Skemmtigarðurinn Tívolí opinn. ókeypis aðgangur. Ýms skemmtiatriði. A AHNARHðU: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Paul Pampichler. Hátíðahöldin sett af formanni Þjóðhátíðamefndar, Hjálmari Blöndal. Samsöngur: Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst- bræður. Stjóraendur: Jón Halldórsson og Sigurður Þórðarson. (Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen flytur ræðu. Tvísöngur og einsöngur þeirra Péturs Á. Jónssonar og Guðmundar Jónssonar söngvara. Stúlkul* úr Ármanni sýna leikfimi með píanóundirleik. Stjórnandi: Guðrún Nielsen. Einsöngur: Sigurd Björling, óperusöngvari. Undirleik annast Kurt Bendix hljómsveitarstjóri. Þjóðkórinn syngur. Stjómandi: Dr. Páll lsólfsson, Lúðrasveit Reykjavíkur aðstoðar. -r- Þessi lög verða simgin: — 1. Ég vil elska mitt land. — 2. Ó, fögur er vor fósturjörð. — 3. Vorið er komið. — 4. öxar við ána. — 5, Island ögrum skorið. DANSAÐ TIL KL. 2; A LÆKJARTORGI: Hljómsveitir Aage Lorange og Björas R. Einarssonar. 1 LÆKJARGÖTU: Hljómsveit undir stjóm Bjarna Böðvarssonar. Lúðrasveitin Svanur ieikur einnig á báðum stöðunum nokkur dans- Og göngulög, undir stjóm Karls Ó. Runólfssonar. ÞióShéHtSarnefnd :■ :■ ; i- - .*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.