Þjóðviljinn - 07.07.1950, Page 4
I
ÞJ'ÓÐVIL'JJSS
Föstudagur 7. júlí 1950.
SMÓÐVILIINH
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
stíg 19. — Simi 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Það er gerfimennska stjórnarvaid-
anna sem er aiþýðunni hættulegusf
• Fagfélög byggingp.verkamanna hafa gert ráðstafanir
vegna ,.gerfimanna“ í iöhaöinum. Þessar ráöstafanir eru
skiljanlegar frá sjónarmiði þecsara félaga.
En þaö leysir ekki vandræðin, sem alþýöan býr við
aö einn hluti verkalýðsins reyni í neyð sinni að ýta ofur-
iitlu af a.tvinnuleysinu af sér og yfir á annan hluta verka-
lýðsins. Til þess aö bæta úr atvinnuleysinu þarf sameig-
inlegar ráðstafanir verkalýösins alls og þær ráðstafanir
verður aö gera gagnvart þeim yfirvöldum, sem leiða at-
vinnuleysið og fátæktina yfir verkalýðinn.
Þaö er aðeins byrjað að byggja eitt hús í Reykjavík,
auk Bústaðavegshúsanna, af aðeins 60, sem leyfð voru.
Hverjum er þetta að kenna?
1946 voru byggðar yfir 600 íbúöir í Reykjavík. Þá höfðu
allir vinnu og vinnuafl og fjármagn var m. a. notað til
þess að bæta úr húsnæðisleysinu. — Framsókn og annað
afturhald kallaði þetta „eyðslu“.
Nú ganga hundruð manna atvinnulausir, ágætis
vélar, sem hægt væiý að nota til bygginga standa ónotaðar
og þúsundir manna þjást af húsnæöisleysi. — Þetta er
svfvirðilegasta eyðsla á vinnuafli, vélakrafti og fjármagni
þjóðarinnar.
En nú er afturhaldið ánægt. Þetta er þess pólitík.
Þetta er sú pólitík að „draga úr fjárfestingu“, einmitt
stefnan sem íhaldið, Framsókn og Alþýöuflokkurinn
hömpuðu fyrir kosningar og nú er framkvæmd.
Það er ríkisstjórnin og fjárhagsráð hennar, sem vís-
vitandi draga úr innflutningi byggingarefnis, meðan ann-
ar innflutningur er hlutfallslega aukinn, ssm í samræmi
við viija stjórnarflokkanna, dregur úr lánsfjárveitingum,
til þess að skapa kreppu á sviði atvinnulífsins og þar með
atvinnuleysi.
Ríkisstjórn, fjárhagsráð og Landsbankinn eru hand-
bendi lítillar auðmannaklíku, sem vill skapa atvinnuleysi
í landinu, til þess að fá betri aðstööu til kaupkúgunar
gagnvart verkalýðnum. Þessi einokunarklíka bánnar fólk-
inu svo jafnframt að selja út úr landinu þær vörur, sem
einokunarherrarnir segja'aö ekki sé hægt að selja, og
kaupa nauðsynjavöruc í staðinn.
Það er gegn þessari .,gerfimennsku“, þessari óstjórn,
sem verkalýðssamtökin þurfa að beita sér. Atvinnuleysið
og fátæktin, sem nú dynur yfir, er b;in afleiðing af því
að íhald og Framsókn fengu nóg fylgi hjá þjóðinni til
þess að geta myndað þá aftúrhaldsstjórn, sem nú fer
með völd.
Sósíalistaflokkurinn var búinn að vara alþýðuna við
þessu, en of mikill hluti kjósenda trúði fagurgala þessara
Jeppflokka auðkýfinga og afturhaldsseggja.
Verkalýðssamtökin geta ekki unnið sigur á atvinnu-
leysinu, kaupkúguninni og fátæktinni, nema með því að
heyja stéttarbaráttu sína bæði á sviöi stjórnmálanna og
kaupgjaldsbaráttunnar.
Alþýðan er meirihluti þjóðarinnar. Samtök hennar
eiga vægðarlaust að segja yfirvöldunum til syndanna, fyr-
ir óstjórn þeirra, hvort sem sviksemi, hæfileikaleysi eða
auðvaldsþjónusta veldur þeirri hrapallega vitlausu póli-
tík, sem valdhafamir nú reka.
Get out quick.
Kári skrifar: — ,,Af frétt-
um frá Kóreu er Ijóst að Banda
ríkin hyggjast fyrst og fremst
að vinna bug á viðnámsþrótti
Kóreumanna með hryðjuverk-
um flugflotans gegn óbreyttum^
borgurum landsins, konum og
börnum. Þátttaka landhersins
bandaríska í stríðinu enn sem
komið er virðist á þann veg að
meira að segja auðvaldsbíöð
víða um heim geta ekki annað
en hent gaman að. Það þarf
ekki mikla þekkingu á enskum
blaðalesendum til að skilja háð-
ið í fyrirsögn Daiiy Express,
íhaldsblaðsins, sem Þjóðviljinn
birti mynd af í gær. Blaðið seg-
ir fyrst að blaðamaður sinn
sé eini brezki hemaðarfrétta-
ritarinn sem var þama við-
staddur. En háðið í fyrirsögn-
inni nýtur sín varla nema á
frummálinu: The amazing story
of the rout in Korea. — Who
gave the order „Get out quick"
to the American H. Q? — Gene
ral in eharge did not know.
rangur er með öðrum orðum
það að þeim hafi tekizt vel
hryðjuverkaiðja sín gegn ó-
breyttum borgurum.
Enn stórkostlegri hryðju-
verka óskað.
Og svo eru þó nokkrir menn
sem þykir hryðjuverkastarf-
semi mannanna í risaflugvirkj
unum bandarísku ekki nóg,
heldur heimta að kjamorku
sprengju sé beitt. Meira að
segja marsjallblöðin íslenzku
eru nú búin að fá samstillta
línu í því máli, og nú sjá Is-
lendingar, sem þau blöð lesa,
þann furðulega málflutning dag
lega, að kjamorkusprengjan,
hryllilegasta múgmorðstæki nú-
tímans, sé í höndum Bandaríkja
auðvaldsins bezta trygging frið
ar í heiminum. Skyldi þetta ekki
vera áð reyna fullmikið á þan-
þol trúarinnar á göfgi Banda-
ríkjaauðvaldsins ? Væri óhugs-
andi t.d. að einhver lesenda Al-
þýðublaðsins, hinna eldri, minnt
ist þess er það blað fræddi les-
werpen. Fjallfoss fór frá Leith 3.
júlí til Halmstad í Svíþjóð. Goða-
foss fór frá Revkjq.vík 5. júli til
Hamborgar. Gullfoss kom til K-
hafnar í gærmorgun, fer þaðan 8.
j^úlí til Leith og Reykjavíkur.
Lagarfoss fór frá Akranesi 29. júlí
til New York. Selfoss er í Borg-
arnesi. Tröllafoss fó rfrá New
York 30. júlí til Reykjavíkur.
Vatnajökull fór frá Keflavík í
gærkvöld til New York.
' Fastir liðir eins
og venjulega. KI.
19.30 Tónl.:* Har-
monikulög (plöt-
ur). 20.30 Útvarps-
sagan: „Ketillinn"
eftir William Heinesen; X. (Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson rithöf.).
21.00 Tónleikar (plötur). 21.20 Aug
lýst síðar. 22.20 Vinsæl lög (plöt-
ur). 22.30 Dagskrárlok.
Flugferðir Loft-
leiða. — Innan-
landsflug: 1 dag
er áætlað að fljúga
tfl Vestmannaeyja
kl. 13.30, til Akur-
eyrar kl. 15.30. Auk þess til ísa-
fjarðar og Siglufjarðar. — Á
morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja, Akureyrar, Isa-
fjarðar. Auk þess til Isafjarðar,
Patreksfjarðar og Hólmavikur. —
Utanlandsflug: „Geysir“ er í Græn
andsflugi.
I
F IHirJrSllllinilB O Nylega voru
'7 gefin saman í
hjónaband af
sr. Jakobi Jóns
syni, ungfrú
O 1 Guðný M. Péte
ursdóttir frá Skagaströnd og
Hjalti Elíasson rafvirki. Heimili
brúðhjónanna verður í Kamp
Knox D2.
.w *" "" ' ' ' -
Kapp en lítil forsjá.
Sama brezka íhald3blaðið
skýrir svo frá að fyrstu Banda
ríkjamennimir sem særðust
hafi orðið fyrir árás eldfiauga-
skjótandi flugvéla. Nú sé vitað
að norðurherinn eigi engum
slíkum flugvélum á að skipa,
þetta mtmi því hafa verið Ástr-
alíumenn sem héldu að Banda-
ríkjahermennirnir væru kóre-
anskir kommúnistar.
Daily Express segir einnig svo
frá að Bandar.flugvélar hafi
gert harða loftárás á stað sem
þeir héldu að Suður-kóreuher-
inn væri farinn úr, en hann var
þar þá enn og varð fyrir tals-
verðu tjóni.
„Góður“ árangur af
hryðjuverkum.
Þar sem slíkt gerist virðist
hemaður rekinn meira af kappi
en forsjá, enda hefur MacArth-
ur nú lagt svo fyrir að blaða-
menn sendu ekki út fregnir
sem orðið gætu til að skaða á-
lit Bandaríkjahersins í Kóreu.
Svo nú verður sennilega stöðv-
aðar þess konar furðufréttir,
en í þess stað lögð áherzla á
hve „góður“ árangur hafi orðið
af hryðjuverkaárásum hinna
siðfáguðu, menningarflytjandi
Bandaríkjamanna er þeir velta
sprengjuförmum sínum yfir
borgir Kóreu, en „góður“ á-
---------------------\
—r:.-:- ------------------
endur sína á annarskonar eigin-
leikum heimsauðvaldsins og sér
staklega Bandaríkjaauðvalds-
ins?
Dýrkun íslenzkra blaða á
kjarnorkusprengju í höndum
hins stríðsóða bandaríska auð-
valds sem tákni friðarins er
eitt Ijótasta fyrirbrigði sem
sézt hefur í íslenzkri blaða-
mennsku."
Kári.
Höfnin
Hvalfell kom af veiðum í gær-
morgun. Hallveig Fróðadóttir lcom
gær af veiðum ÞHvítahafi. Hún
var með fullfermi.
Ríkissklp
Hekla fór frá Reykjavík kl. 21
í gærkvöld til Glasgow. Esja lcom
til Reykjavíkur í gærkvöld aö
austan og norðan. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleiö. Skjald-
breið er á Breiðafirði. Þyrill var
á Siglufirði í gær. Ármann fer
frá Reykjavík siðdegis í dag til
Vestmannaeyja.
Skipadelld S.Í.S.
Arnarfell er í Sölvesborg. Hvassa
fell er í Reykjavik.
Elmsklp
Brúarfoss er í Reykjavík. Detti-
foss fór frá Reykjavík á hádegi í
gær' til Hull, Rotterdam og Ant-
q / N. Tímaritið Kjarnar,
\ 14. hefti, er komið
íw'Jr út og hefur bor-
izt blaðinu. 1 heft-
inu eru þessirsögu
kjarnar: Kvenfólk
hatar hvert annað, Tjalddyrnar,
Týnda erfðaskráin. Milljónin í
vestisvasanum, kjarni sögunnar
The million note eftir Mark
Twain. Frumskógasál, kjarni sög-
unnar Souls in wilderness eftir
Rudyard Kipling. Islendingurinn
í Kaupmannahöfn, smásaga eftir
Erik Bögh. Kjörsonurinn, smásaga
eftir Guy de Maupassant, o. fl.
Tímarltið Allt, júni-heftið er kom-
ið út. Af efni þess má nefna sög-
urnar: Ástin sigraði að lokum,
Eftir 22 ár, Sakleysi, Ástarsaga
frá miðöldum og framhaldssagan.
Þá er tónlistarsíða, flugsíða, bridge
síða og íþróttasíða auk ýmislegs
annars til fróðleiks og skemmt-
unar.
Söfnin
Landsbókasafnið er opið kl. 10
—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga, nema laugardaga, þá kl.
10—12 og 1—7. — Þjóðskjalasafn-
ið kl. 2—7 alla virka daga. —
Þjóðminjasafnið kl. 1—3 þriðju-
daga, fimmtudaga og sunnudaga.
— Náttúrugripasafnið er opið
sunnudaga kl. 1,30—3 og þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 2—3. —
Listasafn Einars Jónssonar kl.
1.30—3.30 á sunnudögum. — Bæj-
nrbókasafnið kl. 10—10 alla virka
daga nema laugardaga kl. 1—4.
Næturlæknlr er í læknavarðstof
unni, Austurbæjarskólanum. —
Sími 5030. —
Bóiusetning gegn barnaveiki.
Pöntunum veitt móttaka í síma
2781 kl. 10—12 f. h. fyrsta þriðju-
dag hvers mánaðar. Fólk er á-
minnt um að láta bólusetja börn
sín.
Ungbarnavernd I.íknar, Templara-
sundi 3, verður opin í sumar á
fimmtudögum kl. 1.30—2.30, en
ekki á föstudögum eins og und-
anfarið.
Og þegar næst kemu; að því að verkalýðnum gefist
tækifæri til þess að gera ráðstafanir gegn „gerfimennsk-
unni“ í stjóm landsins, þá þurfa verkalýðssamtökin að
gera þær ráðstafanir þannig að það dugi, — með því að
sameinast í kosningum um flokk jalþýðunnar, Sósíalista-
flokkinn.
Minnlngarspjöid dvalarheimilis
aldraðra sjómanna fást á eftir-
töldum stööum í Reykjavík, á
skrifstofu Fulltrúaráðs sjómanna-
dagsins í Edduhúsinu við Skugga-
sund, opið kl. 11—12 og 16—17,
sími 80788, og í bókaverzlunum
Helgafells í aðalstræti og Lauga-
veg 100. I Hafnarfirði hjá V. Long.