Þjóðviljinn - 09.07.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.07.1950, Blaðsíða 1
VILJINN 15. árgangur. Snnnudagur 9. júlí 1950. 148. tölublað. Síðari Miiiti yíiilýsingar Gromiko er á 5. síðu. Andsfyggð á strí51f fyrlrlifnlng á stríðs- æslngamönnum sferkasfi þátturinn í sálarllfi Yesturevrépu eins og er ViStal við H. K. Laxness um stríðsótta, Stokkhólmsávarprð, ferðalög og bœkur Halldór Kiljan I.axnes er nýkominn úr ferðalagi og spurði tíðindamaður Þjóðviljans hann í flýti nokkurra spurninga um ferðina, stríðsótta, friðarhreyfingu og fleira, svo úr várð stutt viðtal sem hér má sjá: Eóðir vegii Hvert fórstu? Eg fór norðnr í Þrændalög og reyndar víða um Noreg, þaðan yfir merkur til Jamta- lands og síðan suður Svíþjóð til Hafnar. Mig hafði lengi laixgað að skoða landslag á þessum slóðum vegna verks sem ég hef haft í imdirbúningi nm ára skeið. Ég ætlaði mér Hka að kynnast írlandi dálítið, en hafði ekki íöng á því að þessu sinni, verð að gera aðra ferð þangað seinna. Það var ágæit að ferðast í þessum löndum; af sama.n- burði við vegi í Skandinavíu sannfærðist ég um að íslend- íngar vita varla hvað vegur er. 1 Noregi eru einhverjar mestu vegalengdir í Evrópu; ég ók þar á annað þúsund kílómetra án þess að verða nokkursstaðar var við holu í vegi. Einkum dáðist ég að því hve Norðmenn halda vel við malarvegum sín- nm og þó sýndust mér þeir hafa miklu lítilfjörlegri og ómerki- legri verkfæri en við. Ilþýðan víll ekki stríð Stríðsótti í Evrópu, eða hvað? Mér hefur virst að andstyggð á stríði og fyrirlitning á þeim mönnum sem boða stríð sé einna sterkastur þáttur í sál- arlífi Vesturevrópu eins og er. 1 augum Evrópumanna hefur einfeldningsháttur og barna- skapur í stjórnmálum löngum verið eitt helzta einkenni Ame- ríkumanna. En jafn barnalegu frumhlaupi eins og að boða að þeir ætli sér í stríð við alla Asíu, þar sem þeir eiga hvergi\ bandamann, því hefðu víst fáir trúað. Vonandi tekst að koma vitinu fyrir þessa ágætu þjóð, að hún fari sér ekki að voða á þennan hátt. En broslegar eru fréttir þeirra hér í útvarp- inu um ,,innrás“ Kóreumanna á Kóreu. Þó þeir sem boða stríð, svo sem eigendur auðvaldsblaðanna, láti mikið á sér bera, þá er sagt að stríðsæsingamenn Ev- rópu séu ekki einusinni það margir að hægt sé hð setja saman úr þeim eina fótgöngu- liðshersveit. Flestir eru stríðs- æsingamenn þessir orðnib nokk- uð'sporlatir vegna fitu og ald- urs. Sú æska sem þeir vilja ólmir slátra, er sögð ekki mjög hrifin af þeim, né sá stórborga- múgur sem þeír vilja selja undir kjarnorkusprengjuna. Vísvitandí stiíðsæsinga- raenn einir andvígir Stokkhól msávarpimi Og friðarhreyfingin ? Það hefur glögglega komið í ljós að allur almenningur, hvar í stétt- sem er, hvarxætna í heiminum, skrifar fúslega undir Stokkhólmsávarpið um bann Framhald á 7. síðu. Nýtt stig í styrjaldarundirbúningmim: Bandaríkjastiórn heimHar o3 kveðja karl- menn á aldrinum 19-25 ára til herbjónustu Sókn alþýðnheisins gegn inniásarher Bandaiíkjanna heldur áfram 17 ítalskir horgarstjórar skora á borg- arst jóra fjölda borga, [). á m. Reykjav., að undirrita Stokkliólmsávarpið Borgarstjórar 17 ítalskra borga hafa sent borg- arstjórum allra helztu borga í Vesíurálfu, þar á meðal einnig borgarstjóranum í Reykjavík, ávarp, þar sem komizt er svo að orði: „BoigÍE ckkar allra hafa orðið fyrir þungunt busifjum s síðasta stríði. I mörgum þeirra getur emt að líta spor dauða og eyðileggingar á fornfrægum torgum og höllum. Mú er svo komið á meðan þjóðir vorar eru enn- þá önnum kafnar við hið erfiða endurreisnarstarf, að yfir þeim vofir ógnun ennþá hryllilégri styrjald- ar og ennþá víðtækari eyðileggingar. Kjarnorkuvopn in ógna ekki aðeins Iífi og fjármunum á þéttbýlum svæðum, heldur einnig verðmætum listar og menn- ingar, sem tekið hefur mannkynið þúsundir ára að skapa. Gegit þessari ógnun hafa allir tbúar borga vorra sameinast, hvaða stjórnmáiaskoðahir og trú- arbrögð, sem þeir aðhyllast. iorgarráðin hafa einnig, fyrir nokkrum mán’ uðum síðan, lýst yfir fylgi sínu við eindregið bann og eyðilegginu á ölium kjarnorkuvopnum, sem einu Ieið tll úrlausnar á þessu vandamáli." Ennfremur segir í ávarpinu frá söfnun undir- skriffa víðsvegar á Ifaiíu undir samþykkt þess eðlis að banna notkun kjarnorkuvopna og að ráðamenn þeírrar ríkisstjórnar, sem fyrst beiti þeim verði áæmdir'og yfirlýstir glæpamenn. M Iokum segir svo í ávarpinu: „Vér teljum það óhjákvæmilegt í þessu bréfi að láta yður vita, að vér styðjum eindregið Stokk- hólmsávarpið og treystum því að einnig þér eins og vér undírritið þetta friðarávarp í nafni allra borgarbúa. Stríð er ekki óhjákvæmilegt. Enn er hægt að bægja ógn kjarnorkuvopnanna. frá bcngum vorum. Þess vegna skulum vér samein- ast im Stokkhólmsávarpið. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að milljónir og aftur milljónir borgara í öllum löndum sameínist til varnar gegn öflum gjöreyðtngar og dauða.“ Áyaipið undirrita þessir borgarstjórar: Tilkynnt heíur verið að mannaíli landhers, flughers og ílota Banda- ríkjanna verði stórauk- inn og hefur Bandaríkja- stjórn verið heimilað að skrásetja til herþjónustu karlmanna á aldrinum 19 —25 ára. Bandaríkjastjórn hefur fyrir- skipað að verksmiðjur sem framleiddu gervigúmmi á stríðsi árunum hefji tafarlaust fram- leiðslu að nýju. I bandarískum fregnum segir að harðir bardagar séu háðir 60 km. norður af Taijon, bráða birgðaaðsetri Suður-Kóreu- stjórnar. Hafi bandarískt Iið verið þar til varnar bæ etnum þar til í gærmorgun að það hefði orðið að hörfa undan en alþýðuherinn tekið bæinn og sótt talsvert suður eftir með skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum. Herstjórn alþýðuhersins til- kynnir að sókmn gegn innrás- arher Bandaríkjanna og leppa þeirra haldi áíram. af miklum þunga. Bandariskir sSriðdrekar, stór skotalið og fótgönguhð er nú á leið til vígstöðvanna, sam- kvæmt bandariskum fréttum. R.isaflugvirki bandarísk gerðu í gær og fyrrinótt margar árás^ ir á bæi í Norður-Kóreu og herskip héldu uppi skothríð á stöðvar í landi. J. Adamoli (Genúa) i K. Bomeniko (Túrin) 1 *•> M. Fahiani (Flórensc) •■m -s J. Bozza (Búlonja) J. Jankuinto (Feneyjum) '4 A. Manna (Perugiaj ■ r' (T» . ’■ k F. Biaz (Livornó) S. Venaziano (Assisi) ',.H B. Italo (Pisa) : ■ ■ $ F. Nuti (Gubbio) t* M. SUvno (Krotone) ' 1 1 Kassini (Fissole) rjf B. Giuseppe (Parma.) Ifk P. Giuseppe (Mantúja) j ! r% G. Karlo (Orviesto) .1 í? S. Fabiano (Aosta) m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.