Þjóðviljinn - 09.07.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1950, Blaðsíða 3
s!Uí Símmidagur 9. julí 1950. ;ít VV H f i '7 í* "" u % ÞJÓÐVILJINN Sjávarföll í vatnsfötu Hr. Kristján Röðuls. — Mig langar að skrifa þér hérna fá- einar línur út af nýju ljóðabók- inni þinni: Undir dægranna fargi. Mér finnst bréf — eða ávarpsformið ofurlítið hlýlegra, jafnvel innilegra en sú venju- lega' ræða sem hrópuð er yfir torgin, beinist að engum sér- stökum, en hnítur þó's’eihum að hjarta. En það veitir ekki af þeim hlýindum, því bréfið er að öðru leyti fremur kalt. — Snæfríður Islandssól kvaðst gæti fyrirlátið Magnúsi sínum margt ef hann hefði ekki látið berja úr sér þessar tvær fram- tennur í fyrra. Eg gæti líka fremur fyrirlátið þér, Kristján, ýmsa ,aðra hluti ef þú værir dálítið öruggur að kveða rétt. En því miður, það gengur hjtt- hváð að þer'í' brágeýranu. Það er stórhættulegur sjúkdóm- ur ljóðskáldi. Að vísu .er það 'rangt hjá Reimari skáldi í Ljósi heimsins að eiginlega út- heimtist nú ekki nema tvennt til að vera gott skáld: að láta standa í hljóðstöfum og ríma, enda féllst Ó. Kárason Ljós- víkingur aldrei á það. En eins Vakna />ú ísland Agætt sönglagasafn valið og iaddsett af Hallgrími Helgasyni Þessa dagana kemur í bókabúðir athyglisvert og óvenjulegt sönglagasafn, Vakna þú ísland, (Organum I) íslenzk lög valin og raddfærð af Hallgrími Helgasyni. Hallgrímur lýsir í formála hugmyndinni ða útgáfu þeirri sem hefst með þssu safni og skýrir tilgang þess. Hann segir þar: „Við eigum ekki að setja út- lend lög við íslenzk kvæði. Við eigum að semja lögin sjálfir.“ •— Það er engiu tilviljun, að fyrsta lag þessa safns stafar frá höfundi framanskráðra hvatningarorða, því að sá mað- ur, sem af einstakri fjölhæfni var jafnvígur á smíði húsa, hljóðfæra og sönglaga, getur talizt fyrsti brautryðjandi þjóð- legrar tónlistar á fslandi En Helgi Helgason lætur sér ekki nægja að .vegsama sönginn í eigin tónum einum saman. Hann lýsir líka í fáum oroum fagurri mynd af áhrifum cg æðsta eðli sannrar listar, sem hver einasti maður ætti að festa sér vel í minni: Listin á að vera ímynd guðdómsins, því að hún getur opnað aoss innsýn til himna. *f fyrsta sinu blrfist hér raun- veruleg tilraupitil..að verða við. sjálfsagðri' áskorun Helga Helgasonar. Þjóðlegur metnað- ur hans er eggjandi fyrirmynd öllum íslenzkum tónlistarmönn- um: ísland á að verða sjálf- bjarga í sönglegum efnum. Á- fangi á þeirri leið er þetta söng lagahefti. Hér eru saman komn ir á ljóða þingi, auk nokkurra þekktra höfunda, allmargir ó- kunnir söngvarar. Lög þeirra Imættu kallast „ný þjóðlög": Það eru tónar íslenzkrar alþýðu ■'eins og þeir hafa skapazt um raðir alda til sjávar og sveita : um gjörvallar byggðir landsins, kveðnir af heiðum h.ug og hjart- ans kæti. Áður fyrr voru slíkir söngvar nefndir, dansar, rímur, hörpuljóð, „grallaralög“ stemm ur, ljúflingslög, kerknisvísur, víkivakar, tvísöngvar o. s. frv. Mestur hluti þeirra lifði aðeins á vörum manna. Hljóð orðsetn- ingarinnar var skráð af rit lærðum áhugamönnum. Hljóð tónsetningarinnar var aldrei bundið í letur. Naumur og „Mensural“-nótur voru í hæsta lagi aðeins handbær teikn skóla gengnum hefðarmönnum, er munið höfðu ,,quadrivium“, hinar æðri fjórar visindagrein- ar miðalda, tölvisi, flatarmál, tónmennt og stjörnufræði. Rit- un söngtákna var leikmönnum því óskiljanlegt dulmál. Og kveðandi almúgans þótti vart verðug þeirrar náðar að leika í lærðra fingrum. Mikil menn- ingarverðmæti þafa þannig glatazt vegna skorts á þekk- ingu og réttsýhi. En sízt er enn um seinan að reyna að bæta úr því, er fýrir fórst. Enginn söngur þjóðar þrífst án nægilegs forða af eigin lög- um. Lög, tekin að láni frá öðr- um þjóðum, verða ávalt stjúp- born. Þau tjá gleði og sorg með öðrum hætti en oss er eiginlegt og verða því .hálfvegis utan gátta, hversu oft sem þau ann- ars erú yfir höfð. Vegur þeirra er vænstur til mannfagnaðar við hlaðið borð og dýra skál. En uppeldisgildi . þeirra er tví- Framh. á 7, síðu. og Reimar taldi mann aldrei gera of mikið að því að mið- ríma, svo vil ég og halda því fram að maður geri aldrei of mikið að því að kveða rétt (!), og er þá ekki átt við annað en það að hafa stuðla og höfuð- stafi í réttum áherzluatkvæð- um, og helzt ekki fleiri en brýn asta nauðsyn krefur. Við slepp- um hér að ræða um hrynjand- ina; einnig endarímið, það er brageyranu auðveldara við- fangs. En það er stuðlasetning- in, Kristján. Þriðja braglína í fyrstu visu bókar þinnar hljóð- ar svo: af hetjusókn og björg um haf til sands. Áróður fyrir því að h-in í þessu vísuorði séu réttir stuðlar er vonlaus áróð ur. Við vorkennum þessari mis- þyrmdu braglínu. Og það er gott að vér erum vorkunnlát- ir. Eða hvað á að segja um þetta: Sjálf einingin næst gegn um hring alíra gára. — Ei skal skerða orðsins gildi. Hlutverk hennar er að horfa; ja, það er bágt að hafa þrjá stuðlastafi í einu vísuorði og vanta þó einn í viðbót. Svona gæti ég haldið áfram nokkuð lengi, og bætt við annars konar kveðskapar- göllum, svo sem tvístuðlun: En alhuga góðverk, án tilgangs tómlátum heimi, mun tryggja mér ljós þeirrar trúar, sem aldrei ég kveikti. — því orðast ei hugtak, sem að (!) eitt sinn var víðfrægt með þjóðum. En vikingar aridans .... Þetta er hrottalegur kveðskapur. Stund- um stuðlarðu líka á forsetn- ingar og samtengingar, og eru það raunar ófrumlegar syndir á Islandi. En þú fellur a.m.k líka í þá gröf. I þriðja eða fjórða lagi seturðu niður hryn- brjóta af óskáldlegu kæruleysi ruglar með bragliði hér og þarr lætur atkvæði vanta, en klessir annars staðar inn óþörfum orð- um, einkum í sambandi við ,,sem“ og „meðan“: sem að. meðan að. Það eru dýrleg blóm sum málblóm. Þú ert einlægur fylgismað ur dýrra orða: margrár hvass brýndur, hafbýrgðuP, dægranna minni, stormsveipsins stígandi veldi, stjarnan í náttgeimsins víðfeSma geislandi hafi, sólkerfi óminnis-hvel. Allt þetta skraut er sótt í eina einustu vísu, og við skulum í bili kalla það veg legt mál. En á einum ' stað snýrðu þér að ástinni þinni björtu. Og hvað hefurðu um hana að segja? Jú, hún „virkar sem aðgát á ógæfustund." Öðru sinni víkurðu þér að manni sem „kann Braga að yrkja." Og enn ræðir þú um „það óendan lega,/ er þjáning útfærir. Framhald á 6. síðu. Það er sjálfsagt lán í óláni franskra hve lítið maður þekkir af sam- aniagðri kvöl heimsins. Dag- ana sem Islendingar voru að jafna sig eftir fögnuðinn yfir sinfóníuhljómsveitinni, dagana sem bráðleg opnun Þjóðleik- hússins var á hvers manns.vör- um, þá daga sat Nazim Hik- met í tyrkneskri dýflissu og svalt. En kannski hefðu þessi tíðindi engum skugga. slegið á gleði vora? Nazim Hikmet 4 Nazim Hikmet var ekki dæmdur í fangelsi á ofanverð- um liðnum vetri. Hann hefdr notið „gestrisni hins opinbera“ miklu lengur. Árið 1937, þá 28 ára gamall, var hann dæmd ur í tugthús. Þar hefur hann setið síðan. Hver var sök hans ? Hann var hetja og eldhugi og skáld, og orti ótyrknesk ljóð um frið og frelsi og alþýðu. Fyrir vikið hefur hann nú set- ið nær þriðjung ævinnar í fang elsi. En bráðum á landið hans að ganga í Atlanzhafsbandalag- ið, hið heilaga bandalag Is- lands og Portúgals. — Kannski hefði engum skugga slegið á vora. Víðs vegar um heim hafa ver- ið stofnuð félög til að vinna að lausn þessa manns. I Washing- ton hafa menn eins og Howard Fast tekið þátt í kröfugöngu að sendiherrabústað Tyrkja: Við kref jumst þess að tyrk- neska stjórnin láti Nazim Hik- met lausan. Rithöfundafélag Póllands hefur sent sams kon- ar kröfu til Ankara. Samband NAZIM HIKMET menntamanna hefur mótmælt meðferðinni á þessu mesta núlifandi skáldi Tyrkja, eins og hann oft er nefndur. Ríkisstjórn Tékkóslóvakiu hef- ur boðið honum landvist er hann losnar úr prísundinni. Er Nazim Hikmet hóf sveltið í önd verðum april s.l. bar tyrkneska stjórnin fram tillögu, á þingi, að honum yrði sleppt úr haldi. En „hin vestræna lýðræðis- stjóm“ Tyrklands lét líka þar við sitja. Þingi var slitið áður tillagan yrði afgreidd. Mér er ókunnugt um afdrif Nazim Hik mets síðan, en hann var um þesgar mundir sjúkur maður, haldinn þeim hjartasjúkdómi sem á læknamáli heitir sama nafni og ljóðið hans héma á síðimni. Þegar Nazim Hikmet hóf, í vor, enn á ný frelsisbar- áttu sína, með þeim vopn- um sem hann átti völ á, lét hann svo ummælt við verj- anda sinn, að hann væri ekki þreyttur á lífinu, baráttugleði sín væri óbuguð, en ef svo vildi verkast þá sætti hann sig vel við það að lík hans færi frjálst úr þeim klefa þar sem líf hans hefði svo lengi verið fangið. Og hann sagði að í hjarta sínu rikti sami fögnuður og hjá þeim er gengju sigurvissir til orustu. Rök þess fagnaðar eru þau að á skammri ævi sinni hefur hanu þegar unnið þess konar sigur sem ekki verður hnekkt, hver örlög sem honum annars eru búin: hvort sem hann lifir eða deyr. B. B. Anglna pectoris Ef helft míns hjarta er hér, læknir, er önnur helft þess í Kína, hjá hernum, er sækir niður með Gulánni. Á hverjum morgni, læknir, við hverja dagmálaskímu hæfir byssukúla hjarta mitt í Grikklandi. • Og þegar fangarnir sofna og síðasta fótatakið fjarlægist sjúkrahúsið, býst hjarta mitt að heiman, læknir, leið þess liggur til bjálkaköfa í Istambui, • og í tíu ár, læknir, hefi ég ekkert átt til að gefa þjóð mihni, ekkert, utan eitt epli, eitt rautt epli: hjarta mitt. Hverja nótt stara augu mín gegnum rimlana, og þrátt fyrir alla þessa múra, sem eru eins og farg á brjósti mínu, finna hjartaslög mín leið til stjörnunnar Og þettá allt er það, læknir, en hvorki arteria sclerose, eða nikotin, né fangelsið, sem veldur mér angina pectoris. 1 1 1 1 1 •1 1 v 1 fjarska* a H. B. B. þýddi. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.