Þjóðviljinn - 15.07.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1950, Blaðsíða 1
Kóreuhermn hefur harða sókn við Kumfljót OMnchw,,, 'P'ngk*; hin KllShiJ e-m t. i P*ns*n 2í!í»ír: V^bitu '*Wn •Kolluio^Pto* •vJKr;, Haíimi Framsveitir hans homnar yiir iljótið við Kongju 35 km norðvestur ai Taejon. — Leppstjórnin ilúin irá Taejon Kóreuherinn hóf í gær sókn sína yfir Kum- fljótið, sem búizt hefur verið við, og eru framsveit- ir hans þegar komnar yfir fljótið á nokkrum stöðum við borgina Kongju um 35 km norðvestur af Taejon. 1 herstjórnartilkynningu MacArthurs er viðurkennt, að hersveitir Kóreumanna hafi náð brúarsporði á syðri bakka Kumfljóts. 1 herstjómartilkynningu Mac 'Arthurs í gær var sagt, að her- syeitir Kóreumanna hefðu gert tilraunir til þess að komast yfir Kumfljót, en flestar sveitir þeirra hefðu verið hraktar norð ur yfir fljótið aftur. Það var :þó viðurkennt, að einni sveit- inni hefði tekizt að verjast öll- um árásum Bandaríkjamanna. 1 herstjómartilkynningunni var sagt, að búizt væri við að Kóreuherinn mundi hefja sókn þá og þegar á þessum stöðum. Sóknin hafin I fréttum frá útvarpsstöðinni Brazzaville í gærkvöld var sagt, að síðustu fréttir hermdu að Kóreuherinn studdur skærulið- um hafi hafið harða sókn í ná- munda Kongju, og hernaðar- aðgerðir hans hefðu aukizt á öllum miðvígstöðvunum. Ekk- ert var þó sagt um, hve miklu liði Kóreumönnum hefði tekizt að koma yfir fljótið. Hörð stórskotaorusta Stórskotalið Bandarikja- manna og Kóreumanna skiptast á skotum yfir fljótið, og segj- ast Bandaríkjamenn hafa leikið eina herdeild Kóreu svo grátt, að hún hafi verið send frá víg- stöðvunum og önnur komið í hennar stað. Harðar loftárásir 1 Tokiofréttum segif að bandarískar flugvélar hafi gert árásir í gær á aðflutningaleiðir Kóreuhers frá Seoul til vígstöðv anna við Kongju, og á sveitir hans þar. Ennfremur hafi þrýstiloftsflugvélar gert árásir á Kimpoflugvöllinn skammt frá Seoul. Tíðindalaust á austur- vígstöðvunum Sagt var í herstjórnartilkynn ingu MacArthurs, að tíðinda- laust væri á austurvígstöðvun- um í Kóreu og hefði ekki komið til neinna verulegra átaka þar. Hersveitir leppstjórnarinnar segjast hafa varizt öllum arás- um alþýðuhersins í áttina að jámbrautinni sem er eina að- flutningsleið Bandaríkjamanna frá hafnarborginni Fusan til vígstöðvanna. Lie sendii áskorun Lie hefur sent áskorun til ailra bandalagsrikja samein- uðu þjóðanna um að þær sendi landher til Kóreu, og það fylgir áskoruninni að það væru vel þjálfaðir hermenn, sem strax gætu tekið þátt í hemaðarað- gerðunum. Hann kvaðst von- góður um að styrjöldinni í Kóreu lyki innan 3—6 mánaða. Hafa staðið sig „bara vel" Talsmaður bandaríska her- málaráðuneytisins sagði í gær, að Bandaríkjamenn gætu verið vissir um endanlegan sigur sinn í Kóreu, þó illa horfði þessa stundina. Hann sagði að her- sveitir leppstjórnarinnar hefðu staðið sig bara vel það sem af er, og miuidu eiga eftir að standa sig enn bétur(!) Ástralska stjórnin hefur málsókn gegn verkalýðs- foringjnm Málsókn var boðuð í Can- berra, höfuðborg Ástralíu, í gær gegn forystumönnum sjómanna sambandsins, en það hefur sem kvmnugt er, fyrirskipað meðlim- um sínum að vinna ekki við skip, sem flytja hergögn til Kóreu. Hafnarverkamenn í Sydney neituðu í gær að skipa flugvélahreyflum í skip, sem átti að senda til Kóreu. 415 millj. ísl. króna til stríís- áróðurs Truman hefur farið þess á leit við Bandaríkjaþing að það veiti 89 millj. dollara (415 millj. ísl. kr.) til áróð- urs Bandaríkjanna í barátt- unni gegn kommúnismanuqn „Sannleiksherl'erð Banda- ríkjanna mun beint að þeim stöðum í heiminum, þar sem ástandið er tvísýnast,“ segir Truman. Verkföll í Belgsu Verkföll hafa verið boðuð í öllum borgum Vallóníu í Belg- íu í dag í mótmælaskyni við þá ákvörðun þingsins að kalla Leopold konyng heim. Slíta varð þingfundi í belg- íska þinginu í gær vegna óeirða og handalögmála þingmanna, er könungsmálið var á dag- skrá. LÖGREGIUSTJÓ8I LEPPSTJÖRUARIHNSR: 1.200 frelsisvinir inyrtir í Suður-Kóreii síðan • • 1 i • Lögregfustjóri leppstjórnarinnar í Kórcu sagði frá því í gær, að 1.200 manns, sem grunaðir liöfðu verið um samúð með alþýðuhernum hefðu verið líflátnir í Suður-Kóreu síðan borgarastyrjöldin hófst fyirr þrem vikum. llann sagðist taka alla ábyrgð af þessum hryðju- verkum á sig. Skýrt var frá þvi í London í gær, að sendimanni brezku stjómarinnar, sem nú er á leið til Kóreu, hefði verið faiið að kynna sér sannleiksgildi þeirra fregna, sem borizt hafa af hryðjuverkum leppstjórnarinnar. Olttmiryo KOREA. — Borgarheitin eru á japönsku á þessu korti. —- Borgirnar Kongju og Taejon, sem nefndar eru í fréttum í dag^ heita á kortinu Koshu og Taiden. Nehru sendír Acheson orðsendingu Leggur til að Kína iái sasti öryggisráðinu í Nehru, forsætisráðherra Indlands hefur sent orðsendingar vegna Kóreustyrjaldarinnar til Stalíns forsætisráðherra Sovétríkjanna og Achesons utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna., JEnn er ókunnugt um efni þessara orðsendinga. Þó eiui væri ókunnugt um það gaer, hvað felst í orðsending- um Nehrús, var þess þó getið til, að hann hefði farið fram á við sovétstjórnina og Banda- ríkjastjórn, að þær reyndu að leysa Kóreudeiluna. Talið var, að hann hefði lagt til, að hin löglega stjórn Kína, alþýðu- stjórnin í Peking, fengi sæti i öryggisráðinu, áður en reynt yrði að leita samkomulags. Minnst er á það, að Nehrú hefur áður lýst yfir því, að hann mundi ekki rejma að miðla málum í Kóreu, nema með þvt skilyrði að báðir aðilar færu fram á það. Menzies í London Menzies forsætisráðherra Ástralíu er nú kominn til Lon- don og sat fund í Dow iing Street 10 í gær með /1 l^e, Bevin. Cripps og fleiri rn :'crr- umí brezku stjóminni. e.r, að þeir hafi rætt um 'rð-'end- ingu Nehrús. Engin yfirlýsing var gefin út um fundinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.