Þjóðviljinn - 02.08.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1950, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN —T‘.... Miðvikudagur 2. ágúst 1950, ■■ .. ............— Sementsverksiniðjan Framhald af 8. síðu. anum upp í geymslu verksmiðj- unnar. Dr. Jón Vestdal hefur undanfarið verið í Ameríku til að kynna sér slíkar verksmiðj- ur þar, en við Mexiltóflóann ■eru sementsverksmiðjur sem nota skeljar til sementsfram- leiðslu. Taldi hann sjálfságt að fá samskonar dælur og þær nota, afhendingartími á þeim væri 6—10 mán. Sandurinn í Faxaflóa er á 30 m dýpi til jafnaðar, og kvað Vestdal Am- eríkumenn þá er dælumar framleiða ábyrgjast að þær gætu unnið þótt aldan á flóan- um yrði 2—3 metrar. Fjörusandur aærjui á Akranesi Auk skeljasandsins verður notaður fjörusandur sem inni- heldur basalt að tveim þriðju hlutum og kalk að einum þriðja. Af slíkum sandi er nóg 1 f jörunni á Akranesi. Ráðgert er að nota á ári 80—90 þús. tonn af skeljasandi og 20—30 þús. tonn af fjörusandi. Kísill úr BorgariIrSi eSa Hvalfirði Auk þess er þegar hefur ver- ið talið þarf kísil til sements- framleiðslu og var dr. Jón Vestdal með sýnishora af lípa- rít og biksteini úr Hvalfirði og líparít og granofýr úr Borgar- firði, inniheldur annað sýnis- hornið úr Borgarfirði 78% af kýsiísýru. Annað sýnishornið úr Hvalfirði er þó enn betra, en erfiðara að vinna það. — Akvörðun um hvar kísillinn verður fenginn mun ekki tek- in fyrr en ákveðið er hvort kyggja skuli verksmiðjuna. Rémverska lýðveldið Framh. af 3. síðu. legið að baki uppreisnuiri þræl- anna. Flestir uppreisnarþræl- ar virðast hafa viljað það eitt að komast heim aftur til átt- ■haganna. Árið. 140 f.Kr. gaus upp mikil þrælauppreisn á Sikil ey. Forihginn hét Evnus og var sýrienzkur að uppruna. Hann safnaði saman 20.000 þrælum og rómverskir hershöfðingjar, sem sendir voru gegn. honum fengu ekki við neitt ráðið. Að iokum réð hann yfir 70 þús. manna. þrælaher. Árið 73 brast á uppreisn undir stjóm þrakverjans Spart- kusar. Skilihingaþrælar í Kapúa gerðu uppreisn og sveitaþrælar á Samníum óg Kampaníu flykkt- ust undir merki Spartakusar. Hann sigraði heri tveggja kcnsúla áður en hann var dreþ- inn, en 6000 þrælar voru krbss- festir. Það urðu þó ekki ör- lög rómverskra þræla að af- nema þrælaskipulag Rómaveld- is. Uppreisnir þeirra fengu aldrei unnið á því: Það hlaut hægam og annarlegan daúðdaga, svo sem síðar verður skýrt frá. Auk þessa þarf svo 2% af gipsi í sementið. Byggingarkoslnaður 46 millj. kr. Byggingarkostnaður sements- verksmiðjunnar er áætlaður 46 millj. kr. nú eftir gengislækk- unina, hækkaði vitanlega eins og allar aðrar framkvæmdir við þá ráðstöfun. Verksmiðjan er miðuð við 250 tonna afköst af sementi á sólarhring, eða 75 þús. tonn á ári. Sementsnotkun Islend- inga varð hæst 1946 og var þá 74 þús. tonn, s. 1. ár fór hún niður í 50 þús tonn, enda var þá sementsnotkun langt fyrir neðan þörf. Veiksmiðjan myndi bocga sig á 4 áium Miðað við núverandi sements verð myndi verksmiðjan borga sig upp á 4 árum, og erlendan gjaldeyri sem til hennar þarf á skemmri tíma. Tiiboð í vélar liggja fyrir og er afhendingarfrestur frá 6—12 mánuðir. Verksmiðjan þarf 2 til 4 ha lands og er ráðgert að byggja hana þannig að hægt sé að bæta öðrum brennsluofni við síðar. Undirfcúningsfram- kvæmdir að byggingunni er ekki hægt að hefja fyrr en ákveðið hefur verið livaða tilboði í vél- ar skuli tekið. Við sementsverksmiðjuna munu vinna um 80 manns. Er þozandi fyrir íslend- inga að framleiða semenf fyrir 30—40% lægra verð en þeir kaupa það nú? Dr. Jón Vestdal kvaðst mega hafa það eftir atvinnumálaráð- herra, Ólafi Thórs, að hann hefði mikinn áhuga fyrir fram- kvæmd verksins, eftir væri að athuga hvort lán fengist til framkvæmdanna og hvort þor- andi væri að leggja í þessa fjárfestingu. Gertrud Lilja Hamingjuleitin 15. DAGUK Hátíðahöld verzlunar- manna Framhald af 8. síðu. Á mánudag fara svo fram aðalhátíðahöldin, sem hefjast úti í Tívoli kl. 4,30 með því að sýndir verða trúðleikar — Ralf Bialla, töfrabrögð og búiktal — Baldur og Konni, reiptog milli afgreiðslumanna og skrifstofu- manna. . Og um kvöldið kl. 9: Gaman- þáttur — Jón Aðils o. fl. Har- •monikkusóló —r' Jan Moravek. Músikkkabarett — Jan Mora- vek og hljóms'veit. Töfrabrögð ög búktal — Baldur og Konni. Knattspymukeppni r milli af- greiðslustúlkna 'og skrifstofu- stidkna. Flugeldasýningar á 'miðnætti.-Dans til kl. 2. Dagskrá' útvarþsins á mánu- dag, frídag . verzltmarmanna, -verður helguð yerzlimamönn- um. .. '. 'Á'"Vv!;v''. Hægan nálguðust þær ströndina. Hillu fannst það taka mörg ár. Enginn bátur, hvergi segl, enginn maður, ef Mörtu tækist þetta ekki hjálp- arlaust, yrði það ógert. Loks gat Hilla hjálpað Mörtu að bera Rut í land. En jafnskjótt og Rut lá í sandinum hné Marta niður við hlið hennar. Hillu til undrunar var Rut með meðvitund, en örþreytt og sljó. Marta lá á bakinu og andaði djúpt. Nærföt hennar, kjóll og buxur úr prjónasilki, lágu þétt að líkama hennar eins og baðföt. Limir hennar voru langir, sterklegir og grannir — upp úr æsingnum gat Hilla ekki annað en undrast hve fagurskapaður líkami hennar var. Þær lágu þar allt að klukkutíma. Hilla hafði boðizt til að sækja bíl eða hestvagn, láta þá koma eins nærri og hægt var, en Rut hristi höf- uðið neitandi. Loks stóð Marta upp, fletti af sér nærfötunum vatt úr þeim bleytuna, hengdi þau til þerris og fór í kjólinn. „Nú fæ ég bágt þegar ég kem heim fyrir þessa löngu útivist,“ sagði hún brosandi við Hillu. Hún kraup á kné hjá Rut. „Frú Fahlgren, eigum við að reyna áð kom- ast heim ?“ Hilla heyrði sér til furðu hve hlýleg rödd Mörtu gat verið. „Svo börnin hitti fyrir þurra og hrausta mömmu þegar þau koma heim,“ hélt Marta áfram. Rut stóð seinlega á fætur. Marta og Hilla studdu hana. Þær gengu hægan heim á leið, og fóru ekki frá Rut fyrr en þær höfðu hjálpað henni í rúmið. Þær gengu hvor við annars hlið, fáorðar og þreyttar. „Bara að þú hafir ekki haft íllt af þessu,“ sagði Marta hyggjuþung. „Eg? Það ert sú sem ættir að vera dauð úr ofþreytu.“ En hvemig gat fullorðin konan látið sér koma til hugar að synda lengra út en hún hafði mátt til?“ „Hún ætlaði það,“ sagði Marta. „Hvað áttu við?“. „Hún ætlaði að verða of þreytt til að komast í land. „Hvemig dettur þér það í hug?“ „Hún fékk meðvitund strax þegar hún kom upp í vatnsskorpuna, hún hlýtur að hafa stungið sér í kaf, það er erfitt fyrir góða sundkonu að drekkja sér. Hún hefði ekki haldizt lifandi þetta lengi í 'kafi ef hún hefði sokkið vegna krampa eða þreytu. Hún hefur verið orðin nógu þreytt til að sökkva en ekki til þess að drukkna. Hún ætlaði það en lífshvötin aftraði henni. Svo var annað, ég varð að glíma við hana. Ekki svo að hún gripi í mig dauðahaldi eins og drukknandi menn gera, og heldur vildi hún losa sig. „Slepptu mér,“ hrópaði hún.“ Síðustu orðunum þrýsti Marta fram miili glamrandi tanna, nú lcom afturkastið. „En hvers vegna?“ sagði Hilla. Þær litu þegjandi hvor til annarrar. Báðum kom í hug stúlkan í hárauðu buxunum. „Það er aumt að vera kona!“ sagði Hilla, æst. Að rjúka í sjóinn vegna karls sem kýs sér heldur feitar stelpur í hárauðum buxum.......... Eins og væri ekki nóg ósvikin eymd í heimin- um til að rjúka í sjóinn hennar vegna.“ „Það er einungis einskonar ósvikin eymd í heiminum,“ sagði Marta. „Eymd okkar sjálfra. Hvað þýðir heimsstyrjöld, hungursneyð, útlegð samanhorið við blettinn á nýja kjólnum mínum ?“ Þegar þær skildu sagði Hilla einlæglega: „Nú veit ég hvað átt er við með hugdirfsku og snarræði. Marta roðnaði. Hún sneri sér undan. „Það þarfnast lítillar hugdirfsku að hætta lífinu ef maður á ekkert að missa.“ Þær litu hvor á aðra. Augu beggja voru vot. „Nei, hvað sem tautar, við skulum ekki verða tilfinningasamar! „Þær hlógu, hamingjusamar að hafa fundið hvor aðra og finna að þeim var einlæglega vel til vina. Hilla var ekki fyrr komin heim en henni varð íllt. Hún lagðist fyrir, lá hreyfingarlaus á rúmi sínu og reyndi að neyða sig til að vera róleg. „Hvernig gat frúin verið svo óvarkár að bleyta sig alveg upp að hnjám,“ eagði Svea mæðulega. Ótti hennar gerði hana ónotalega. Góði guð, bara að ekkert gerðist áður en lekt- orinn kæmi. „Eg gat ekki að því gert, Svea“, sagði Hilla auðmjúk. Hún drakk áhugalaus brennheitt kaffi sem Svea færði henni, líklega hafði Svea vit á siíku. En Svea var frammi í eldhúsi og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Kaffi dygði sjálfsagt ekki til að afstýra fósturláti. En kyrrð og ró. Frú- in hafði orðið hrædd við eitthvað, svo mikið var víst. Hún fór aftur inn til Hilhi. ,,Á frúin nokkuð svefnmeðal?“ -v „Já, það held ég. En góða Svea, farðu. ekki strax að leggja þig.“ „Svefnmeðalið var ekki handa mér heldur yður.“ Svefnmeðal klukkan -tvö að degi'? Kannsiki var það bezt. Hilla gleypti það eftirlát. Þegar hana fór að syfja mundi hún nokkuð. „Svea verður að vekja mig áður en lektorinn kemur í kvöld.“ . •* „Já, já.“ Hilla lét fara vel um sig og brosti. Rétt seinna sofnaði hún. DAVIÐ 'V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.