Þjóðviljinn - 12.08.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1950, Blaðsíða 6
ví ?! i’ ?! j f y a Cj t 'I fsfta.". wvtTXgrjCKJ: „ — 6 ÞJÓÐVlLJfNN ■»r ■ "1 — Laugardagur 12. ágúst 1950. LAUSASÖLUSTAÐIR ÞJÖDVILJANS Vesturbær: Vogarskýlið við Ægisgarð Veitingastofan Fjól.a Vesturgötu 29 Verzlunin Vesturgata 16 Veitingastofan West-End Vesturgötu 45 Matstofan Vesturgötu 53 Verzlunin Drífandi Kaplaskjólsveg 1 Miðbær: Blaðasalan Austurstræti 24 Hressingarskálinn Austurstræti Ás Laugaveg 160 Filippus í Kolasundi Bókabúð KRON Alþýðuhúsinu ísbúðin Bankastræti 14 Kaffistofan Gosi Skólavörðustíg Flöskubúðin Bergstaðastræti 10 10 Veitingastofan Óðinsgötu 5 Austurbær: Verzlunin Laugaveg 45 Veitingastofan Hverfisgötu 69 Tóbak og sælgæti Laugaveg 72 Stjömukaffi Laugaveg 86 Röðull Laugaveg 89 Ásbyrgi Laugaveg 139 Söluturninn við Vatnsþró Matstofan Bjarg við Laugaveg Matstofan Höfði Skúlagötu 61 Verzlunin Drífandi Samtún 12 Verzlunin Bragagata 22 Verzlunin Víðir Þórsgata 29 Veitingastofan Þórsgata 14 Smurbrauðsbarinn Björninn Njálsgötu 49 Verzlunin Þverá Bergþórugötu 23 Verzlunin Háteigsveg 52 Bakaríið Barmahlíð 8 Verzlunin Krónan Mávahlíð 25 Úthverfi: Verzlunin Fálkagata 2 Grímsstaðaholti Bókabúð Laugarness Sundlaugaveg 50 KRON Hrísateig 19 KRON Langsholtsveg 24—26 KRON Langholtsveg Í40 Verzlunin Nökkvavogur 13’ - - Verzlunin Álfabrekka við Suðurlandsbr.. Vérslunin Langsholtsvegur 174 ‘ Flugvallarhótelið, Reykjavíkurflugvelli Verzlunin við Borgarholtsbraut Kópavogi Verzlunin við Reykjanesbraut .Kópavogi. Fossvogsbúðin Fossvogi. G e r 11 o d L i 1 j a : Hamingjuleitin 23. DAGUR. 4 hugsa ég stundum ósjálfrátt. Allt í einu brosti Hilla. — Mér þætti gaman að vita hvort Svfea er upp með sér eða reið út af tilstandinu í þeim heima.... ,-— Þú mátt vera viss um að hún er upp með sér. Þeir kunna áreiðanlega á henni lagið: — Hún giftist stýrimanninum sínum í vor. Mér þykir illt að missa hana. Getur þú, sem ert héðan, bent mér á nokkra aðra? Mai-ta hikaði. — Ég veit um stúlku, sem er dugleg og vildi gjarnan komast í vinnu — ef hún verður laus í vor. —- Er hún í vinnu núna? — Nei, en hún verður ef til vill sett í fang- elsi. Hilla brosti. — Þú mælir þá með henni ef hún verður ekki teppt við hegningarvinnu? Er það Alfrída? Marta kinkaði kolli. — Himik er svo barnalegur að reyna að láta mig ekkert fá að vita um það allt saman, sagði Hilla, en Svea sagði mér það og hver einasta manneskja sem ég hitti. Það hafði óneitanlega talsverð áhrif á mig. Svo að ég var ekki einu sinni eins kjánalega hrifin, þegar ég hélt á syni mínum í fanginu. Þér finnst þá að ég ætti að ráða Alfridu ? — Ég veit að hún er dugleg. — En þú hugsar ekki um það að það getur verið sárt fyrir Alfridu að handleika bleiur og úrgang ókunnugs bams? Að það hlýtur að vera eins og að fá salt í opið sár hvenær sem hún horfir á þetta barn sem er jafngamalt dána baminu hennar. Marta brosti. ÍU'Vt: — Það er gott að fá ádrepu, sagði hún. Hilla leit undrandi á hana. — Ég skil, sagði hún. — Þér finnst ein- kennilegt að hitta manneskju sem er eins mann- leg og þú eða mannlegri? —Þú ert óþægilega skarpskygn. — Það segir Hinrik líka, sagði Hilla ánægð. Marta fór. Ljóðabókin lá lokuð á brekáninu. Hilla þráði heitt að Mats Hinrik Ferdínant vaknaði, það var heil eilífð síðan hún hafði snert við hö'num. SJÖTTI KAFI.Í Aftei the ball. „Heldra fólk í smábæ,“ sagði Hilla. „Þeir sem eru fæddir í Stokkhólmi falla ekki í stu.ifi yfir því.“ • Þú heíðir kannski heldur átt að fara í kjól ?“ spurði Hilla gripir. skyndilegri óró. Hinrik hló. ,,Nei, eitt man ég ennþá síðan ég taldist sjálfur *il heldra fólks: hve.-nig svo nefndur •séntilmaður býr sig við ýmis tækifæri. Þetta er smókiugveizla." ■ „'Er ég þá of fín?“ „Kona er aldrei of fín, nema maður hennar sé í vinn.ijakka Ég held að þú sért ágæt. Þú ert að minnsta kosti falleg.“ Hiila 'e;t rannsakandi á Hin.-ik. Hann leit vel út í smcking, kjól og jakka. Hún leit á sjálfa sig í speglinum og bældi niður geispa. „Þetta er nú hógværð í lagi,“ sagði Hinrik Hilla hló. „Ég v-;rð aldrei eins syfjuð og þegar ég á að fara út að skemmta mér....“ Nýja érið var gcngið í garð fyrir nokkrum vikum. Snjórinn sem þakið hafði jörðina yfir alla hát'ð.na, var nú smám saman að hverfa; þoka og væg hláka höfðu eytt honum með hægð, og nú sást orðið í steinlagðar göturn- ar, naktar og blautar Veðrið var kyrrt, grátt, næstum þreytulegt, eins og við átti að liðinni hátíð. Ve'-zlanirnar höfðu tekið niður jólaskraut- ið, bókabúðimar voru auðar og tómlegar og bækurnar lágu í röð og reglu á borðunum. Töskur bréfberanna voru ekki lengur stinnar af jóla- og nýárskveðjum, heldur héngu léttar og slappar í ólunum. Og skólarnir voru byrj- aðir. Bíllinn nam staðar fyrir framan hús Borg- ströms rektors. Nokkrir bílar voru að snúa við og aðrir námu staðar að baki bílnum sem Hinrik og Hilla komu í. Við erjm eins og uppdubbuð smábörn, hugs- aði Hilla, þegar hún stóð í hopi hinna kvenn- auna í ynddyrinu; f’estar voru þær í nýjum kjólum, dýrum og íburðarmiklam. Það er hlægi- legt, við þekkjumst svo vel — fyrir hverjum höldum við okkur til? Hilla fann til andstyggð- ar á svona samkomum og gleði sainkvæmt skipun. En það var ekki hægt að svíkjast um að mæta í hinni síðbúnu jólagleði hjá Borg- ström rektor, sem var síðbúiu vegna þess að það var ógerningur að safna saman kennurum og kennslukonum yfir hátíðisdigana. Rektorinn tók hjartanlega á móti gestum sínum. Hann hafði lagt störfin á • hilluna og klappaði kennurunum vingjamlega á bakið, stað- ráðinn í því að eyða kvöldinu í að skemmta gestum sínum. og endaþótt hann ætti eftir að gleyma þessum góða ásetningi sínum seinna um kvöldið og fara að sýna gestum sínum einhver visindarit, sem hann hafði fengið áhuga á, þá iiafði hinn upphaflegi tilgangur -hans verið góður'. Enginn skyni* borinn maður gat várizt því að hrífast af Borgström rektor, hrífast af hon- DAVtÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.