Þjóðviljinn - 12.08.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1950, Blaðsíða 3
irdagur 12. ágúst 1950.. ÞJÓÐVILJINN 1 lok 1. aldar e. Kr. varð til í Litlu-Asíu vestanverðri krist- ið rit, sem kallast Opinberun Jóhannesar, síðasta rit Nýja Testamentisins. Hvort sem einn maður eða fleiri hafa- farið höndum um þetta rit í þeirri gerð, er vér höfum það nú, þá er auðsætt, að það er skrif- að eftir ofsóknir á hendur kristnum mönnum og logar af hatri til Rómaríkis. Þótt það kunni að láta í eyrum manna sem öfugmælí að telja Opin- berun Jóhannesar til heimildar rita um sögu Rómaveldis — því að ritið er spásögn —, þá varpar það samt Ijósi á til- veru heimsveldisins, sýnir Róma ríki frá sjónarmiði hins undir- okaða rómverska þegns. Op- inberun Jóhannesar túlkar hat- ur kúgaðra stétta og þjóða á Rómaveldi, vonir þeirra um af- drif þess og þau örlög, er biðu þess. En svo sem vænta mátti af aldaranda og hugsunarhætti þeirra tíma, þá fengu menn ekki dæmt heimsdrottninguna við. Tíberfljót öðrum dómi en guðs dómi. Engill stígur af himni og hrópar sterkri röddu: Fall- in er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heim- kynni, ög fangelsi alls konar óhreinna anda, og fangelsi alls konar óhreinna viðbjóðslegra fugla, af því að hún hefur byrl- að öllum þjóðum af reiðivíni saurlifnaðar síns, og konung- ar jarðarinnar drýgðu saurlifn- að með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnótt- um munaðar hennar. Hin himneska rödd Opin- berunarinnar hefur þó ekki íslendingar taka Þœttir ur sögu Rómaveldis ///. Hrun Rómaríkis þátt í vöru- r • synmgu \ Chicago Nýlega var opnuð alþjóða vörusýning í Chicago, og gat borgarstjóri Chicagoborgar þess i setningarræðu sinni að þetta væri fyrsta alþjóðasýning in, sem haldin væri þar í borg. Island er meðal þeirra 47 landa, þátt taka i' sýningunni, og stendur Gunnar Pálsson, forstjóri í New York, fyrir hinni íslenzku sýningardeild, sem vakið hefur talsverða at- hygli. Sýndar eru vörur frá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og Sölusambandi íslenzkra fisk framleiðenda. Kæliskipið „Vatnajökull“ kom til Chicago miðvikudaginn 3. þ.m. og tók þar smjörfarm, sem fara á til ítalíu. Skipið 'lagði úr höfn - laugardagsmorg- unin 5. ágúst og hafði verið fyrsta íslenzka skipið til að sigla til Chicago. (Frá utanríkisráðuneytinu, | samkvæmt fréttaskeyti ræðismauos 1 Chicago). aðra úrlausn að bjóða hinum undirokuðu þjóðum Rómaveld- is en flóttann frá heiminum: Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar, og svo að þér hreppið ekki plágur hennar. Enn er sjálf Róm þess alls ekki áskynja, hvað hún á í vændum. Hún situr að veldi sínu sem sjálfsögðum hlut og hugsar í sínu hjarta: Eg sit og er drottning, og er eigi ekkja, og fæ alls ekki sorg að sjá. Fyrir því munu plágur hennar koma á einum degi: dauði og sorg og hungur, og í eldi mun ‘ hún verða upp- brennd, því að máttugur er Drottinn Guð, sem hana dæmdi. Og gráta munu og kveina yfir henni konungar jarðarinnar, sem með henni drýgðu saurlifn. að og lifðu í munaði, er þeir sjá reykinn af brennu hennar, er þeir standa langt frá af ótta fyrir kvöld hennar og segja: vei, vei, borgin hin mikla, Babýlon, borgin vold- uga, því að á einni stundu kom dómur þinn. Og kaupmenn jarð- arinnar gráta og harma yfir henni, því að enginn kaupir nú framar vörur þeirra, vörur af gulli og silfri og gimsteinum og perlum, og dýru lini og purpura og silki og skarlati, og allskonar ilmvið, og allskon- ar áhöld af fílsbeini og allskon- ar áhöld af hinum dýrasta viði og af eiri og járni og marmara og kanelbörk og balsam og ilm- jurtir og smyrsl og reykelsi og vín og olíu og fínt mjöl, og hveiti, eyki og ásauði og hesta og vagna og man og mannsál- ir .... Seljendur þessára hluta, sem auðgast hafa á henni, munu standa álengdar, af ótta fyrir kvöl hennar, grátandi og harmandi, og segja: Vei, vei, borgin hin mikla, sem klæddist dýru líni og purpura og skarl- ati, og var gulli roðin og gim- steinum og. perlum, því að á einni stundu eyddist allur þessi auður, og allir skipstjórar og allir farmenn og hásetar, og all- ir þeir, sem atvinnu reka á sjónum, stóðu álengdar, og hrópuðu, er þeir sáu reykinn af brennu hennar og sögðu: Hvaða borg jafnast við borg- ina hina miklu? Og þeir jusu mold yfir höfuð sér og hróp- uðu' grátandi og harmandi og sögðu: Vei, vei, borgin hin mikla, sem allir þeir, er skip eiga á sjónum auðguðust á, vegna yfirlætis hennar: því að á einni stundu var hún lögð í eyði. Fagna yfir henni, þú himinn, og þér heilögu, og þér postular, og þér spámenn, því að Guð hefur rekið réttar yðar á iienni. veldis, nokkru áður en hefst hin gullna öld rómverskrar keisarastjórnar. 1 sjálfum for- dæmingarorðum spámannsins má jafnvel lesa rómverska hag- fræði, hin öru viðskipti á sjó og landi, auðlegð og fjölbreytni afurðanna frá öllum löndum heims. Með þetta blómaskeið að baksviði rís dómsdagurinn upp með ölium sínum feiknuin, gráti og örvílnan þeirra, sem auðguðust vegna yfirlætis henn- ar. 2 Það hrun, sem höfundur Op- inberunarbókarinnar sá í hug- sýn að yrði á einum degi reynd- ist að vísu skynvilla. Róm var hvorki byggð á einum degi né heldur hrundi hún á einum degi. Hugmyndir manna um „hrun" Rómaríkis eru nú allar aðrar á vorum dögum en á 18. og 19. öld. Að sumu leyti nálg- ast þessar hugmyndir hugs- anir miðaldanna, . sem trúðu eins og regn þyrstan akur. Þótt hið mikla þrælaframboð í lok lýðveldisaldarinnar ylli oft fé- lagslegum kreppum og átökum þá leystust öll slík viðfangs- efni um stund á meðan þjóðfé- laginu var séð fyrir þessu ó- dýra vinnuafli, er flaut af land- vinningunum. En á þeirri stundu, er landvinningunum hætti,' þá var uppsprettulind þrælahaldsins þrotin og þjóð- félagskreppan lagðist að landi hins rómverska heimsveldis. Á öndverðri 2. öld e. Kr. má heita að landvinningum Róm. verja ljúki og ríkið skreppur inn í skel sína á bak við virkis- múra sína og landamærafljót. Eftir það varð nýrra þræla ekki aflað nema með verzlun við þrælakaupmenn, sem fóru í leiðangra inn í villimannalönd- in handan landamæranna. Pax Romana — Rómafriður — hið mikla siðmenningarafrek keis- araaldarinnar, skapar því í raun og veru skilyrðin fyrir hnignim þrælahaldsins og end- anlegu hruni rómverskrar menningar. Hið rómverska þjóðfélag var slíkt að allri gerð, ^WyWUVVWWWVVWWWA^IVWWVVWWVWUVVWVV \ Eítir SVERRI KRISTJÁNSSON sagnfræðing í — FYRRI HLUT I — A(wwwvuvvwwvuwwusvwvvwvwyvwvywywtfwvw þvi, að Rómaríki væri enn uppi standandi. — Að minnsta kosti dettur eng- um fræðimanni í hug að hugsa sér hrun Rómaríkis hafa orðið með líkum hætti og þegar hús hrynur til gninna í jarðskjálfta. Menn hafa á síðari tímum lagt meiri áherzlu á samhengið í sögu síðfornaldarinnar og mið- aldanna og margir neita því jafnvel, að um nokkurt sögu- legt straumrof sé að ræða. 1 þeim efnum hefur sumum fræði- mönnum þó orðið sú skyssa á að fara úr einum ýkjunum í aðrar og þurrka burt þann mis- mun, sem er á fommenningunni og miðöldunum. Rannsóknir á þessu merkilega millibilsástandi fornaldar og miðalda hafa ekki enn komizt að einhlýtum al- mennum niðurstöðum um hrun Rómaríkis. Þó má heita að menn séu nú sammála um, að hrun Rómaríkis sé fólgið í langvinnri hnignun, þjóðfélags- legum og atvinnulegum um- skiptum, er tók margar aldir áður en full væru orðin. Undir- rót þessara umskipta var hnignun þrælahaldsins og þess búskaparkerfis, er því fylgdi. Þess var getið í upphafi þess- ara greina, að þrælahaldið hefði verið atvinnulegur grundvöllur hins rómverska heimsveldis. Sérhver aúkning Rómáríkis víkkaði sjálfkrafa þennan at- vinnugrundvöll, veitti án af- Sjaldan hefur hatur á kúg- aranum verið íklætt máttugri orðkynngi en í þessum setn- ingum Opinberunarinnar. Húnlílts nýJum lindum lifandi vinnu- er skrifuð. á blómaskeiðj Róma-afls ion í ríkiðt vökvaði það að það þoldi ekki friðsamlega tilveru. Það hafði orðið til í stríðum, hafði vaxið og þrosk- azt á styrjöldum, og friðurinn varð því að aldurtila. Ráneðli hins rómverska þjóðfélags var svo ríkt, að friðurinn orkaði á það líkt og ef neyða ætti tígrisdýr til að verða jurtaæta. Uppdráttarsýki Rómaríkis hófst því á þeirri stundu, er það átti ekki kost á að lifa á mann- ránum, svo sem það hafði gert fram á 2. öld e. Kr. Fata Rom- ana — rómversk örlög — voru þrædd og ofin saman við ánauð- arvinnu þrælanna, við látlaust aðstreymi hertekinna þjóða. Þegar Rómaríki staðnæmdist við landainörk keisaradæmisins voru örlög þess í raun og veru ráðin. En það voru ekki aðeins ytri aðstæður, er gerðu þrælahaldið að dauðadómi Rómaveldis. Þrælaskipulagið orkaði inn á við, á allt athafnalíf einstakl- inganna og þjóðfélagsins. Þeg- ar þrællinn bolaði hinum fr jálsa manni frá þeim störfum, sem mannshöndin vinnur, þá gat ekki hjá því farið, að starfið sjálft. hið skapandi • starf með verkfæri yrði markað þræls- marki. Grískir heimspekingar, svo sem Aristóteles og Platon, lærifeður Rómverja, höfðu skrifað af mikilli fyrirlitningu um störf og vinnu þess manns, er beitti verkfæri. Líkamleg vinna var svo lítilsmetin, að hún jþótti engum hæf nema þrælum og líkamleg vinnaí frjálsborins manns gerði hann þrælum líkan, skipaði honum lægra sess i þjóðfélag- inu. Aristóteles komst svo aði orði, að „vissulega ætti hinn, góði maður og hinn góði borg- ari ekki að læra iðnir lágt- settra manna nema rétt sér tili dundurs, ef þeir iðka þær að staðaldri þá mun munurinn, hverfa milli húsbónda og þræls". Ciceró túlkar skoðanir. stéttar sinnar og tíma í loki lýðveldisaldarinnar, er hann1 telur allar handiðnir óheiðar- legar, svo maður ekki tali um smáverzlun x>g skattainnheimtu, Þó álítur hann stórkaupmann og útgerðarmann heiðarlegan ef hann kaupir sér jarðeign fyrir gróðann og lifir sem göf- ugur gósseigandi það sem eftir, er ævinnar. j Þessi fyrirlitning hinna róm- versku þrælaeigenda á hinni daglegu önn lífsins skapaði hina’ furðulegu teknísku fátækt forn- aldarinnar. Vélamenning gat ekki komizt til neins þroska í Rómaríki vegna þrælahaldsins og þess andlega hugsunarhátt- ar, er af því spratt. Það var, engin ástæða til að brjóta heil- ann um teknískar nýjungar, um vinnusparandi vélar, þegar, allir markaðir voru fullir af þrælum. Uppfinningar vísinda- mannanna í Alexandríu kom- ust ekki út fyrir veggi hinnar, frægu menntastofnunar Egipta- lands og þó mun gufuvélin hafa verið fundin þar upp 2 þús. árum á undan afreki Watts. Þegar litið er á verk- lega tækni Rómaríkis, þá má segja að það hafi engu bætt við þær miklu uppfinningarl bronsialdarmenningarinnar í Efrat- og Nílardal: plóginn, I vagnhjólið, skipaseglið, málm- I bræðsluna. Hin verklegu stór- virki Rómaríkis, akbrautir, þess, vatnsveitur og hringleika- hús og baðhallir voru ekki unn- in með vélum, heldur handafli þrælanna og ófrjálsra manna. En svo víðlent var Rómaríkii orðið, að miklum erfiðleikum var bundið að stjóma því frá einum stað með þeirri tækni, sem fyrir hendi var. Meðan allt lék í lyndi, meðan heilum þjóðum var bætt við ríkið á ári hverju, þá var hægt aði hemja heimsveldið með virð- ingarlausri sóun á mannafli. En nú leið að þeirri stund er, framleiðsluöflin tóku að bilaJ og fólksfæðin lét æ meira tili sín taka. ! Jón Hrason Framhald af 8. síðu. í Jón Aras. og að því loknu hefst útisamkoma. Steingrímur Stein- þórss. forsætisráðh. flytur ræðvt Sig Sigurðss. sýslumaður talar fyrir minni Skagafjarðar, Ey- þór Stefánsson les kvæði Matt- híasar Jochumssonar um Jón Arason og síðan verða flutt á- vörp ög lesin Ijóð. Milli atriða. verður söngur og lúðrablástur. Búist er við f jölmenni á Hóla stað á morgun og hefur t. d. Skagfirðingafélagið í • Reykja- vík efnt til hópferðar þangað<i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.