Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 3
?! Ismvo. ÖV4 WX isJvS' ;1£ líígftk'•iotiiii'í Pimmtudagur 24. ágúst 1950. ' ~ ' -'L .-LL ■ J Þ3ÓÐV1LJ1NN , ^ *r' / 4i r' I I . I - Sami ábætirinn framreiddur á i ýmsa vegu {) Ritstjóri: Þóra Vigiúsdóttir. Kröfumar til annarra44 Reykjavíkurbæ er stjórnað eins og væri hann einkafyrir- tæki íhaldsins. Það er ekkert launungarmák Allar félagsleg- ar umhætur, sem bæjarfélaginu ber að framkvæma, eiga því mjög erfitt uppdráttar. Þar má t.d. nefna ýmsa starfsemi fyrir mæður og börn í bænum. Með stækkun bæjarins hafa komið upp ýmis vandamál,-sem hefðu eðlilega átt að leysast jafnhliða, en vegna þess . að íhald ræður bænum dregst að leysa slík mál, stundum svo árum skiptir. Hér skal aðeins minnzt á eitt atriði í sambandi við aðgerðarleysi bæjaryfir- valdanna í félagslegum efnum fyrir barnafjölskyldur úthverf- anna. Alger skortur að heita má á sérverzlunum í úthverf- unum og verður því að leita inn í bæinn til innkaupa. Móðir sem á barn í vagni eða litlu eldra, og býr í úthverfi, á mjög erfitt um vik að gera innkaup í bænum. Strætisvagnamir taka ekki bamakerrur og enn síður barnavagna til flutnings og móðirin verður því að halda á barninu meðan á leiðangrinum stendur. Það þarf ekki að segja kvenfólkinu í bænum að þetta ástand er alveg óhafandi og að málið krefst úrlausnar. En það hefur orðið að margsegja bæjarstjórnaríhaldinu frá þessu, en engin lausn fengizt fyrir því. Sósíalistar í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa æ of- an í æ gert það að tillögu sinni, að leikvöllum sé komið upp í úthverfimum um leið og þau rísa. Ennfremur að á þessum völlum væri gæzla, einnig fyr- ir smábörn 2—4 ára, nokkra tíma daglega. Væri á völlunum afgirtur reitur fyrir smábörnin og svo vitaskuld skýli á hverj- um velli fyrir veðrum. í slíka gæzlu ættu mæður einnig að geta komið börnum sínum, sem enn eru í vagni. • Yrði einnig að hafa afgirtan reit fyrir vagnana. Slík barnagæzla yrði 'éreiðanlega þegin með þökkum a völlumun innanbæjar, enda ætlast til að*gæzla komi þar líka. Hinsvegar hefur verið lögð rík áherzla á úthverfin við umræður um þetta í bæjar- stjórninni, vegna þess að erf- iðleikar húsmæðranna þar eru drjúrum meiri en hinna sem eiga styttra til aðdrátta. Þessa þjónustu telja sósíalistar að KONUE! sendið Kvennasíðunni greinar um áhugamál ykkar. bærinn eigi að leggja til mæðr unum að kostnaðarlausu. Ef það mætti verða til að •flýta afgreiðslu þessa máls lögðu bæjarfulltrúar Sósialista- flokksins til' að bærinn hefði samvinnu við hverfafélögin (sem hafa verið stofnuð af íbú- unum til þess að fá fram ýmsar umbætur), þar sem þau eru fyr ir hendi. Slík samvinna væri hin ákjósanlegasta fyrir báða aðila, íbúa úthverfánna og bæj- aryfirvöldin. Það hefur oft heyrzt, líka innan -þæjarstjórnarinnar, að þetta sé „að gera kröfur til annarra". Þessar raddir koma frá íhaldinu. Það skoðar bæinn sem sitt einkafyrirtæki, eins og áður er sagt. Og þessir „aðilar“ eru auðvitað náðug bæjaryfir- völdin, sem útdeila gjöfmn sín um til borgaranna af góðsemi sins hjarta. Það er ölmusu-mór- allinn, sem er svo samgróinn íhaldinu í öllum þess myndum. Hér er samt sem áður ékki ver- ið að biðja um ölmusu — því miður fyrir íhaldið — (það væri þá kannski þægilegra við- tals í þessum efnum). Hér er farið fram á að bæjaryfirvöld- in fylgist með tímanum og miði þjónustu sína við breyttar að- stæður, sem óhjákvæmilega fylgja stækkun höfuðborgarinn ar. Að bæjarfélagið geri skyldu sína með aukinni starfsemi til aðstoðar mæðrummi og til ör- yggis börnunum. Þetta eru ekki „kröfur til annarra", held- ur ráðstöfun skattgreiðenda á eigin fé samkvæmt skynsam- legu viti. Fram . að þess-u hefur öllum tillögum um smábarnagæzlu á leikvöllunum verið vísað til svefns hjá íhaldsmeirihlutum í nefndum og ráðum. Hitt hefur ekki verið talið þægilegt til af- spumar að drepa tillögurnar strax með einfaldri handaupp- réttingu. En á þennan hátt dragast nauðsynlegar mnbætur úr hömlu óg; það sem verra er, eru æfinlega ónógar þegar þær loksins koma Sósíalistafiokkurinn hefur — fyrir hverjar kosningar — markað stefnu flokksins í þeim sérmálum, sem varðar konur og börn í bænum. Það sem af er kjörtímabilinu, síðan í janúar s.l. vetur, hafa fulltrúar flokks ins livað eftir annað stofnað til umræðna um þessi mál í bæjar stjórninni og lagt fram álit sitt um lausn þeirra, og oft flutt tillögur til frekari á- •herzlu. Verður e.t.v. tækifæri síðar meir að gera grein fyrir nokkrum þessara tillagna. Nanna Ólafsdóttir. VERA MUKINA rússneskar mynd- höggwari Vera Mukína Ein af þeim ótal mörgu kon- um í Sovétríkjunum, sem hef- ur getið sér álits og frægðar langt út yfir land sitt er mynd- höggvarinn Vera Múkína. Hún er fædd í Riga, en flutt- ist mjög ung til Moskvu og stundaði þar nám í mynd- höggvaralist. Hæfileikar henn- ar komu fljótt í ljós, en fyrsta mynd hennar, sem vakti at- hygli og umræður, var „bónda- kona“ og var hún sýnd í Moskvu 1927. En það var fyrst á lieims- sýningunni í París 1937 að nafn hennar komst á allra var ir. Hin glæsilega höggmynd hennar „verkamaður og verka- kona“ sem blasti við í sýninga skála Sovétríkjanna vakti geysi mikla athygli. Hin lifandi og þróttmikla mynd af verka- manninum og migu verkakon- unni var táknræn fyrir anda hins unga sósíalistíska ríkis og um leið jafnréttisbugsjón hins vinnandi manns og konu, hvar sem var í heiminum. Eitt af síðustu verkum Veru Múkínu er minnismerki yfir Maxim- Gorkí. Hún er mikið dáð sem listakona í heimalandi sínu og er talin með mestu höggmj’ndlistamönnum rúss- nesku þjóðarinnar. Hún er ný- lega orðin sextug og sagði hún í blaðaviðtali við það tækifæri að aldrei hefði starfsþrek sitt og orka til listsköpunar verið meiri. 1 raun pg veru er sama efm ið í flestum ábætisréttum. Þeir eru aðeins tilbúnir á ýmsa vegu. En það getur verið þægi- legt að gera sér ljóst að það þarf ekki svo mikið til.að einn og sami ábætirinn geti verið uppistaðan í ýmiskonar gó*a „deserta“, sem eru í raun og veru búnir til eftir sömu upp- skrift. Ætli maður sér t.d. að búa til ábæti úr 3 eggjum, 75 gr. af sykri y> 1. af mjólk og 6 blöð- um af matarlími — þá hefur maður ágæta uppskrift í ótal „deserta". Við byrjum á því að leggja matarlímið í kalt vatn, hræra eggjarauðurnar og sykurinn saman, láta suðuna koma upp á mjólkinni, hrærum eggjarauð- unum útí og látum uppleyst matarlímið út í um leið og pott- urinn er tekinn ofan. Hrært vel í. Búðingurinn látinn í skál þar til hann kólnar. Borinn fram með rauðri sósu. Ef við hrærum 3—4 teskeið- ar af kakó út í þennan búðing fáum við allt annan ábæti. Kákóið er látið út í strax á eftir matarlíminu og hrært vel saman við. Þegar búðingurinn er faririn að kólna er 100 gr. af þeyttum rjóma hrært sam- an við. Þegar hann er orðinn kaldur er hann borinn fram með þeyttum rjóma. Við getum einnig fengið bezta karamellubúðing eftir þessari sömu uppskrift, maður lætur vanilju út í búðinginn í staðinn fyrir kakóið og liellir honum upp i kringlótt form, látum hann stífna og berum hann fram með karamellusósu og þeyttum rjóma. Vilji maður nota eggjahvít- urnar er ekkert hægara. Við búum til búðinginn eins og að framan er sagt, látum hann standa og kólna dálítið. Þá eru hvíturnar stífþeyttar og settar saman við. Rauð saft- sósa er boria með. Svona .búðT ing má vel geyma nokkra daga. Langi mann að búa til ábæti til tveggja daga í einu getur maður skipt sama skammtin- um, borðað hann sem rjóma „desert“ fyrri daginn og þeytt eggjahvíturnar í þann skammt- inn sem á að bíða til næsta Við getum sem sagt spreytt okkur á að búa til1 allskonar ljúffenga ábætisrétti. eftir þessari uppskrift. En eitt verðiun við að muna að nota aldrei appelssínu- eða sítrónu- safa. Bragðið verður þá vegna mjólkurinnar súrt og væmið. SOÐIÐ BLÁBEKJAMAUK. . 2 kg. bláber. 1 kg. sykur. 1 gr. bensósúrt natron. Bláberin eru þvegin, söxuð I kjötkvörninni. Sykur og ber, látið í pott og soðið hægt í 20 mín. Tekið af eldinum og látið 1 lítil matsk., uppleyst bensó- súrt natron. Hrært í maukinu: litla stund. Látið í glös. Ef bundið er yfir með pergament- pappir, er það ekki gert fyrir næsta dag. Einnig er gott að leysa upp sykurinn fyrst í potti með 1 bolla af vatni, og láta svo ber- in heil út í. Suðan rétt látin koma upp. Síðan «látið á glös og bundið yfir, þegar glösin eru orðin köld. Ef notuð eru glös með gúmmðiring og loki, er þeim lokað strax. HRÁTT BLÁBERJAMAUK. 1 kg. bláber móti Y> kg, sykri. Látið í leirkrukku, og hrært með hvíldum í 3 klst. Gjarnan má gera þetta á 2—3 dögum. Hrært með sleifarskafti. Látið í glös. Bundinn yfir pappír vættur í atamon. — Ef notað- ur er minni sykurskammtur má ekki geyma maukið of: lengi. Sænsk rabarbaraterta 100 gr. kartöflur eru stapp- aðar saman við 100 gr. áf smjörlíki og 100 gr. af hveiti1 Síðan er állt ‘fanoðað vel og, deigið flatt þunnt út, látið 3! vel smurt lagkökuform-og bak- að 1 jósbrúiit. Ofan ■ á , kökima er lagt krem, sem er búið til. úr 1. mjólk. Suðan er látini koma upp á mjólkinni og tvær eggjarauður vel hrærðar sam- an með einni matskeið af sykri eru látnar út í. Tvö blöð áf úppleystu matarlími látið sanr an við. Ofan á þetta krem er lagt þykkt rabarbara mauk óg kakan skreytt með þeyttum rjóma. Ef kakan er ekki borð-. uð strax er goft að láta eitt blað af uppleystu matarlími saman við þeytta rjóman, faann helzt þá stífur og rennur ekki. út af kökunni. • ,n Berjaferð Fersfiklu á sunnudaginn Kvenfélag sósíalista og Sósíalistafélag Reykjavík- 'ur efnir t.il berjaferðar að Ferstiklu á sunnudaginn, og verður lagt af stað frá Þórsgötu 1 kl. 9 f.h. . Öllum er heimil þátttaka í ferð þessari og mun vissara að tryggja sér farmiða strax. Þeir eru seldir að Þórsgötu 1 og pöntunum er veitt móttaka í síma 7511. dags.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.