Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 4
-*r’; ÞJðÐVILJtNff ílmmtudagur 24. ágúst 1956. plÓÐVILJIMN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 18. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans b. f. 1 Kannski birtist Reykjavíkurbréf f á sunnudaginn y ■ í viöræðum um landsmálin er þögnin oröin langal- gengasta vopn afturhaldsleiðtoganna. Bjarni Benedikts son hefur þagaö síðan í mai aö hann var kvaddur á ráð- herrafund Atlanzhafsríkjanna. Sé ríkisstjórnin krafin sagna um mál sem snerta afkomu allrar þjóðarinnar má ganga aö því sem vísu að hún velji þögnina sem viö- brögð sín, og nú er svo komiö aö meira aö segja þeir menn sem hafa þá launuðu atvinnu að tala og skrifa fyrir afturhaldið eru orðnir helteknir af þagnarsýkinni. Pyrir tíu dögum var stríðsæsingaáróður Valtýs Stef- ánssonar tekinn til allýtarlegrar meðferðar hér í blaðinu og lagt út af Reykjavíkurbréfi sem hann hafði birt tveim dögum fyrr. Rökleiðsla Valtýs hefur sem kunnugt er verið þessi: í ársbyrjun 1949 lýsti hann yfir því að Vestur evrópa væri algerlega varnarlaus en Sovétríkin grá fyrir jámum, reiðubúin að hefja vopnaða árás vestur á bóginn. Aðeins eitt væri til varnar, að stofna hernaðarbandalag tafarlaust og vígbúast af alefli. Þessa dagana, hálfu öðru ári síðar, heldur Valtýr enn á lofti sömu kenning- unni: Vesturevrópa er enn varnarlaus að heita má, Sovét ríkin enn árásartryllt með hundraðfalda yfirburði á öll- um sviðum. Og enn sem fyrr er aðeins eitt til varnar, ofsalegur vígbúnaður sem öllu sé fórnað fyrir. „Eftir því sem vamarherirnir eru öflugri, eftir þvi hikar einvaldur- inn í austri við að leggja út í vopnaða styrjöld hérna meg in á hnettinum. — Ekkert annað getur tafið hernaðarað- gerðir austanað. .. Úrvalsheimskingjar einir geta kom- izt hjá því að sjá að þetta er aðstaða Evrópuþjóðanna í dag.“ í tilefni þessarar rökleiðslu lagði Þjóðviljinn fyrir Valtý Stefánsson eftirfarandi úrlausnarefni: „Hvemig stóð á því að Sovétríkin lögðu ekki undir sig Vcsturevrópu fyrir 16 mánuðum þegar í vamir hennar voru engar? „Hvemig stendur á því að Sovétríkin leggja ekki Vesturevrópu undir sig nú þegar varnir hennar eru ' hlægilegur hégómi hjá hinum austræna styrk? „Hvernig stendur á því að Sovétríkin bíða eftir l hervæðingu Vesturevrópu sem að sögn Valtýs er það eina sem komið getur í veg fyrir heitasta draum l Stalíns? „Sér Staiín ef'til vill ekki það sem Valtýr sér; er hami slíkur „úrvalsheimskingi“ að hann „kom- ist hjá því að sjá hver er aöstaða Evrópuþjóðanna í dag?““ Þessar einföldu spumingar voru lagðar fyrir Valtý Stefánsson fyrir tíu dögum og síðan hefur einnig hann þagað. Á sunnudaginn var gerðust síðan þau mjög svo óvenjulegu tíðindi að Morgunblaðiö kom út án Reykja- víkurbréfs og hafði það þokað fyrir viðtali sem ívar Guð- mimdsson hafði fært í letur! Bráðapest þagnarinnar virðist hafa heltekið ritstjóra Morgunblaðsins, manninn sem. hefur haft það aö æfistarfi að þegja ekki. En ef til vill er Valtýr Stefánsson aö hugsa. Ef til vill er hann að búa sig undir að vanda sig sem bezt. Kannski birtist Reykjavíkurbréf á sunnudaginn. Krossgáta nr. 13. Bílífi. Það lætur nærri að einn nýr lúxusbíll hafi verið fluttur inn á hverjum degi á þessu ári. Aðrir islenzkir lúxusbílar hafa verið á ferðalögum í Evrópu þar sem eigendur þeirra hafa enn sem fyrr vakið atihygli á sér fyrir hofmannlega lifnaðar- 'háttu. Ferðir með Gullfossi hafa verið upppantaðar í marga mánuði. Flugvélarnar keppast enn við að flytja íslenzka lúx- usfarþega til Lundúna og Kaup mannahafnar. Sá hluti yfirstétt arinnar sem ekki hirðir um að fara til annarra landa I ár á- stundar bílifi hér heima fyrir. Vinsældir Vetrarklúbbsins fara sívaxandi og örlætið við barinn þar þykir minna á alræmdustu flottræflastöðvar stórborganna. ★ Skortur. Á sama tíma liggja nýsköp- unartogaramir við landfestar. Sildin virðist ætla að bregðast eitt árið enn. Víða um sveitir má segja að ekkert hey sé enn komið i hlöður. Sjötiu og fimm atvinnuleysingjar hafa verið skráðir í Reykjavík um hábjarg ræðistimann. Húsmæður úr al- þýðustétt verða á ný að velta hverjum eyri I hendi sér áður en homím sé varið til einhvers. Hinn sári skortur virðist vofa yfir heimilum þúsunda manna. ★ Bílífismenn vegsama skortinn. Og nú skrifa málgögn lúx uslýðsins að alþýðan megi ekki krefjast kjarabóta, og geti eng- ar kjarabætur fengið. Atvinnu- ástandið sé mjög alvarlegt og atvinnuvegirair þoli ekki að almenningur hafi sæmilega til hnífs og skeiðar. Hins vegar muni atvinnuvegirnir skrimta af ef alþýðan sættir sig við hina sárustu fátækt og lætur ganga á rétt sinn möglunar- laust, og sérstaklega þó ef þús- undir manna verða vinnulaus- ar. Ekkert getur eins bjargað atvinnuvegunujn og það. Og að afloknum slíkum skrifum bregða leigupennar auðmanna- blaðanna sér í Vetrarklúbbinn og teyga framleiðsluvörur rík- isins með „eigendum“ þeiraa atvinnuvega sem ekkert þoia nema eymd almennings. ★ Fá ekki að búa til kókó. Öúsmóðir liringdi til mín í gær og benti mér á að kókó er nú ófáanlegt í verzlunum Mun það litla sem til landsins kemur vera keypt upp af sæl- gætisgerðum og verksmiðju iþeirri sem ástundar þá iðju að blanda ýmsu gumsi í kókóið og selja það síðan sem kókós- mjólk á uppsprengdu verði. „Það er svona á öllum sviðum", sagði húsmóðirin, „okkur er ætlað að kaupa tilbúin föt á bömin og nú fáum við elcki einu sinna að útbúa kókóið handa þeim sjálfar." Viija fá að sjá skipslíkanið. Á sunnudaginn birti Þjóðvilj- inn mynd af mjög haglega gerðu skipslíkani sem Jón Eyj- ólfsson bifvélavirki hafði smíð- að í frístundum sínum. Ýmsir hafa komið að máli Við bæjar- póstinn og minnzt á að skemmtilegt væri ef skútan væri til sýnis á einhverjum fjöl- föraum stað, t. d. i búðar- glugga. Eg kem uppástimgunni á framfæri til þeirrar verzlun- ar sem viðbragðsfljótust er; það er varla hætta á að skips- líkanið myndi skyggja mikið á vörubirgðinjfir. ★ Lárétt. 1 brothljóðum — 7 næði 8 hljóð — 9 von — 11 vixl — 12 friður — 14 samhl. — 15 unga 17 þjónar — 18 djöfla — 20 málm- ur. Lóðrétt. 1 buxúr — 2 blóm — 3 2eins — 4 allslaus — 5 dvelur 6 brjóta — 10 veitingastofa — 13 skaði — 15 húsdýr — 16 orlof 17 forn — 19 tvíhl. Lausn á nr. 12. I.árétt. 1 orðalag - 9 asa — 11 nag - 15 flag — 17 hæ hrollur. 7 fæ — 8 káfa 12 fg — 14 rg - 18 fót — 20 Kimsldp Brúarfoss kom til Reykjavikur 21. ágúst frá Álaborg. Dettifoss fór frá Hull 21. ágúst til Reykja- víkur. Fjallfoss er í Gautaborg fór þaðan væntanlega í gær til Rotterdam og Reykjavíkur. Goða- foss er á Akranesi, fer þaðan til Vestmannaeyja og austur um land til Reykjavíkur. Gullfoss kom til Reykjavíkur í morgun frá Khöfn og Leith. Lagarfoss fór frá Reykja vík 19. ágúst til New York. Selfoss fór frá Siglufirði í gær til Svi- þjóðar. Tröllafoss er í Reykjavík. Ríkisskip Hekla er i Reykjavík og fer þaðan næstk. sunnudagskvöld til Glasgow. Esja var á lsafirði sið- degis í gær á norðurleið. Herðu- breið fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkv. austur um land til Bakka- fjarðar. Skjaidbreið var á Isa- firði síðdegis í gær á norðurleið. Þyrill er norðanlands. Ármann fer væntanlega frá Vestmannaeyjum í dag til Reykjavíkur og frá Rvík á morgun til Vestmannaeyja. Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást á eftir- töldum stöðum í Reykjavík, á skrifstofu Fulltrúaráðs sjómanna- dagsins í Edduhúsinu við Skugga- sund, opið kl. 11—12 og 16—17, sími 80788, og í bókaverzlunum Helgafells í Aðalstræti og Lauga- veg 100. 1 Hafnarfirði hjá V. Long. SíldÍE Framhald af 1. síðn. nokkur skip eru nú á leiðinni hingað með ufsa. Ufsinn hefur veiðzt við Mán- áreyjar, Flatey á Skjálfanda, út af Málmey á Skagafirði og út af Siglufirði. Einn bátur, Erlingur II. VE fór frá Siglufirði kl. 9 í morgun og var kominn aftur kl. 1 með 350 mál af ufsa og enn var hann kominn aftur kl. 9,30 í kvöld með 150 mál af ufsa. Selfoss fór héðan í nótt með 3500 tunnur af saltsíid til Gautaborgar, sem hann hafði Iestað á Þórshöfn, RaufárhÖfn og Húsavík. , Lóðrétt. 1 ofar — 2 ræs — 3 ak 4 lán — 5 afar — 6 gagga ■— 10 afl — 13 gafl — 15 fær — 16 gól 17 hh — 19 tu. > Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 19.30 Tónl.: Dans- lög (plÖtur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.30 Útvarpshljómsveitin: Norsk al- þýðulög. 20.45 Dagskrá Kvenrétt- indafélags Islands. — Ferðapistill (Margrét Jónsdóttir kennari). 21.10 Tónleikar (plötur): a) „Rak- astava" (Elskhuginn), svíta eftir Sibelius. b) Fiðlukonsert í d-moil eftir Vaughan| Williams. 22.10 Framhald sinfónísku tónleikanna: Sinfónía nr. 1 op. 10 eftir Shosta- kovich. 22.45 Dagskrárlok. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ung- frú Anna Sigurð- ardóttir, Hjallaveg 48 og Þráinn Árna- *» son, myndskeri, Kambsveg 15 Reykjavík. — Hafið þið munað eftir að líts yfir smáauglýsingarnar á 7 síðu? Nýlega y.oru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ung frú Sigþrúður Sölvadóttir, Norðurgötu 6, Akur- eyri og Snorri Jónsson, loftskeyta- maður, Oldugötu 9, Reykjavík. — Heimili brúðhjónanna er á Öldu- götu 9. \\'V Hjónunum Hall- , , dóru Jónsdóttur og h~~" Jy — Marteini Þorláks- 7 syni verkamanni, r Æ X. Öldugötu 26, Hafn- h>W arfirði, fæddist 9- marka sveinbarn, sunnudaginn 20. ágúst. Leiðrétting 1 frásögn blaðsins í gær af uppsögn verkalýðsfélaganna urðu meinlegar prentvillur. 1 aðalfyrir- sögn á 8. siðu stóð „14 félög", en áttí að vera „40 félög“ o.s.frv. Ennfremur féllu niður r.öfn nokk- urra félaga, þar á meðal Félags ísl. rafvirkja og Bakarasveinafél. lslands. Blaðamannafélag Islands heldur fund að Hótel Borg næst- komandi mánudag kl. 2 e. h. — Fundarefni: Kjaramál. Auglýsið í ÞjóSviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.