Þjóðviljinn - 26.08.1950, Page 8
Lúxuslílalis í siai heiiila
handa ungu fólid
Byggingavinna hér í Reykjavík hefur verið lömuð í allt
sumar eins og kunnugt er. Fjölmörg mikilvæg verkefni eru liálf-
köruð án þess að nokkuð að ráði sé að þeim unnið, og má þar
nefna Bústaðavegshúsin og Iðnskólann, sem mun liggja undir
skemmdum í vetur ef ekki fæst til hans sement hið bráðasta.
Sementsinnflutningur fyrri Muta þessa árs nam 2,3 milljónum
og var þriðjungi minni að verðmæti en innflutningur tóbaks!
Og það litla sement sem inn er flutt er misnotað á herfilegasta
hátt af mönnum sem næga peninga hafa.
virðist þessi torgæta vara æfin-
lega fáanieg á svörtum marlc-
aði fyrir þá sem nægileg hafa
fjárráðin.
Ríkisvaldið stöðvar byggingafram-
kvæmdir á Akureyri
Þijár síórbyggingar í sraíðum en engin þeirra kemui
að nolum strax vegna synjana um ijáriramlög og
f járíestingarleyli
Þrjár stórbyggingar eru í smíðum á Akureyri í sumar, en
sýnilegt er að engin þeirra verður tilbúin til notkunar í haust.
Er ýmist um að kenna vahefndum ríkisvaldsins á greiðs'u lög-
boðinna fjárframlaga eða því að Fjárhagsráð hefur synjað um
fjárfestingarleyfi. Byggingar þessar eru sjúkrahúsið og heima-
vistarhús Menntaskólans, sem báðar ern vel á veg komnar, en
þriðja stórbyggingin, Landsbankahúsið nýja, er svo skammt á
veg komin að fyrirsjáanlegt þykir að því verði ekki lokið á
þessu ári.
KVENFÉLAG SÓSÍALISTA
SÓSlALISTAFÉLAG
REYKJAVÍKLR
Berjaferð
verður farin á morgun kl. 9
f. h. Farið verður að Fer-
stiklu. Lagt verður af stað
frá Þórsgötu 1. — Farmiðar
sækist fyrir kl. 7 í dag að
Þórsgötu 1. — Sími 7511.
Verð farmiða er kr. 35.00
báðar leiðir. Öllum heimil
þátttaka. Athugið að þarna
er mjög gött berjaland og ef
til vill síðasta tækifærið til
berjatínslu á þessu sumri.
Tryggið ykkur farmiða í
tíma.
IJndirbúningsnefndin.
Ný cðferð við upphitun húsa
Hefnr ekki enn verið reynd hér á landi
Ný aðferð við upphitun í húsum hefur rutt sér mjög
til rúms á síðustu árum í Bandaríkjunum, Bretlandi og
víðar. Með svokallaðri hitadælu er unninn hiti úr ýmsum
hitagjöfum, s.s. stöðuvötnum, ám, lofti og sjó, en hita-
dæla þessi er mjög svipuð venjulegri frystivél
Ungur maður sótti í vor til
Fjárhagsráðs um leyfi fyrir 2%
til 3 tonnum af sementi. Hafði
hann fest kaup á timburhúsi og
ætlaði að flytja það í Kópavog
og stofna þar heimili. Sementið
ætlaði hann að nota í kjallara
undir húsið. Svar Fjárhagsráðs
var þverleg synjun.
I gær sér þessi ungi maður
að nágranni hans einn, sem
‘hefur góð fjárráð, er að steypa
breiða stétt að bílskúr sínum
og háa bálka meðfram henni.
Þessi sami nágranni hafði í
vor steypt girðingu kringum
hús sitt og í fyrra lét hann
steypa bílskúr! Sementið í þess-
ar framkvæmdir í þágu lúxus-
bíls mun vera ámóta mikið og
ungi maðurinn hefði þurft til
að koma sér upp heimili.
Væntanlega eru framkvæmd-
ir þessar gerðar í óleyfi Fjár-
hagsráðs, þar sem þær hafa
allar verið bannaðar með lög-
um undanfarin ár. En hverju
skiptir það ef menn hafa nægi-
leg fjárráð til að borga smá-
vægilegar sektir. Þjóðviljinn
ihefur frétt að sekt fyrir bílskúr
nemi 1000 kr. og hvað munar
íslenzkan auðmann um slíkt
smáræði?
Síðan er spurningin hvaðan
sementið sé komið í þessar
framkvæmdir. — Sement á að
'heita skammtað handa þeim
sem fjárfestingarleyfi fá, en á
sama tíma og menn með leyfi
I höndum fá ekki sementslúku,
Ikviknanir í gær
Kl. 16.32 í gær var slökkvi-
liðið kallað að sumarbústað í
Vatnsendalandi. Hafði kvikn-
að þar í út frá eldavél. Búið
var að slökkva eldinn þegar
slökkviliðið kom á staðinn og
urðu litlar skemmdir.
I gærmorgun, kl. 9,15 var
slökkviliðið kvatt að Háteigs-
vegi 42. Hafði kviknað í út frá
rafsuðutæki. Skemmdir urðu
ekki svo teljandi væri.
Blaðið Dagur á Akureyri
skýrir frá þessu nýlega, og fer
að vonum nokkrum vandlæt-
ingarorðum um það „skipulags-
leysi og fálm“ er lýsi sér í
afskiptum ríkisvaldsins af þess-
um byggingamálum öllum. Bend
ir blaðið á að ólíkt skynsam-
legra væri að fullgera eina af
þessum byggingum fyrst, og þá
að sjálfsögðu fyrst þær sem
næst því eru að koma að not-
um.
Sjúkrabyggingin mun nú vera
að stöðvast vegna fjársþorts,
þótt efni sé fyrir hendi til að
ljúka við innréttingu hússins.
Ástæðan er sú að sögn Dags,
að „ríkissjóður skuldar bygg-
ingunni stórfé af lögskyldu
framlagi sínu og horfir þung-
lega með þá innheimtu nú um
sinn“.
Öðru máli gegnir um heima-
vistarhús Menntaskólans. Það
kvað eiga fé til áframhald-
andi framkvæmda, en þá kom
Fjárhagsráð til skjalanna, neit-
aði um fjárfestingarleyfi og
stöðvaði þannig bygginguna. —
Einhver von var um að hlujú
af húsinu yrði tekinn í notkun í
vetur, en vöntun á málningu og
efni til dúklagningar mun koma
í veg fyrir að svo geti orðið.
Drengur verður
fyrir bíl
Síðdegis í gær varð drengur
fyrir bifreið á gatnamótum
Klapparstígs og Laugavegs. —
Meiddist hann á fæti og var
fluttur í Landsspítalann.
Drengur þessi heitir Einar
Friðriksson og á heima í Höfða
borg 32. Hann var á reiðhjóli
er slysið varð og telur bifreið-
arstjórinn að hann muni hafá
ætlað. að hjóla fram fyrir bílinn,
Orvalsliðið gegn
Þjéðverjunum
ídag
Þýzka knattspyrnuliðið frá
Rínarlöndum leikur á móti úr-
vali úr Reykjavíkurfélögunum
í dag og hefst leikurinn kl. 5.
Úrvalsliðið verður þannig
skipað: Markvörður Gunnar
Símonarson Víking, hægri bak-
vörður Karl Guðmundsson
Fram, vinstri bakv. Helgi Ey-
steinsson Víking, hægri framv.
Sæmundur Gíslason Fram, mið
framv. Haukur Bjarnason
Fram, vinstri framvörður Gunn
laugur Lárusson Víking, hægri
útherji Hörður Óskarsson KR,
hægri innframherji Ríkharður
Jóhannes Bjarnason, verk-
fræðingur, skýrði fréttamönn-
um frá þessari nýju hitunarað-
ferð, í gær, en hann telur sér-
lega hentugt að nota hana hér
á landi í sambandi við frárennsl
isvatn Hitaveitunnar og mundi
borga sig að hita þannig upp
heil bæjariiverfi, sem nú verða
iað notast við kola- eða olíu-
I kyndingu. Hefur hann sent bæj-
aryfirvöldunum ýtarlega grein-
argerð um þetta mál, ásamt
kostnaðaráætlun, og boðizt til
að setja upp eitt slíkt kerfi í
tilraunaskyni.
Fer hér á eftir frásögn Jó-
hannesar af hitadælum þessum
og hagnýtingu þeirra:
Fimmtán sinnuin
meiri hiti
„Nú á allra síðustu árum er
sumstaðar erlendis nokkuð að
ryðja sér til rúms aðferð til
að hagnýta til upphitunar hita,
sem fyrir er í ýmsum efnum,
þótt hitastigið sé lágt. Þetta er
gert með tæki, sem nefnt er
hitadæla. Vinnur hún þannig að
segja að hún dæli hitan-
um úr vatni, lofti, sjó eða jarð-
vegi sem hefur lágt hitastig og
í það, sem hita á og safnar
þannig hitanum saman svo að
hitastigið verði nægilega hátt
til upphitunar. Því hærra hita-
stig sem er í efni sem vinna
á hitann úr því ódýrara er að
öðru jöfnu að hagnýta hitann.
En því lægra sem hitastigið er
því meira þarf af efninu.
Aðferð þessi er sérlega spar-
neytin til upphitunar, því að
reynslan sýnir að fá má frá
þrisvar og allt upp í fimmtán
sínnum meiri hita út úr þeirri
orku, sem notuð er til að knýja
hitadæluna, heldur en úr ork-
unni, ef hún hefði verið notuð
beint til upphitunar, t- d. sem
rafmagnshitun.
Góð skilyrði
hér á landi
Hér á landi eru mjög víða
góð skilyrði til að hagnýta
hitadælur. Við höfum víða ó-
dýrt rafmagn til að knýja þær
og allstaðar eru til efni sem
vinna má hita úr. Sum þessi
efni eru einkar hentug vegna
Jónsson Fram, miðframherji
Sveinn Helgason Val, vinstri
innframherji Halldór Halldórs-
son Val, vinstriútframherji
Ellert Sölvason Val.
Varamenn eru: Örn Sigurðs
son Val, Guðbjörn Jónsson KR,
Hermann Guðmundsson Fram,
Gunnar Sigurjónsson Val og
Óskar Sigurbergsson Fram.
Dómari verður Guðjón Ein-
arsson.
þess hve tiltölulega hátt hita-
stig þau hafa. Má þar einkum
nefna volgrur og laugar sem
áður hafa verið talin of köld til
að nota til upphitunar, kælivatn
og útblástursloft frá vélum og
mótorum, og það má benda á
að notaður hefur verið með
góðum árangri hitinn, sem hÚ3-
dýrin framleiða í fjósum og fén.
aðarhúsum.
Víðast þar, sem rafmagn er
nú notað til upphitunar má ef
notuð er hitadæla spara veru-
legan hluta af því rafmagni
sem nú er eytt í upphitunina.
Þetta á við bæði um upphitun
húsa, sundlauga og í iðnaði.
En beztu skilyrði til hagnýting-
ar hitadælu og stórfenglegasta
verkefni hennar hérlendis virð-
ist vera í sambandi við frá-
rennslisvatn Hitaveitu Reykja-
víkur. Þar er látið ónotað mjög
mikið magn af um 45° heitu
vatni, sem inniheldur nægan
auðtekinn hita til þess að hita
að minnsta kosti eins stóra borg
og þann hluta Reykjavíkur sem
nú er hitaður með hitaveitu-
vatni. Þennan hita er‘ auðvelt
að hagnýta með hitadælu og
má nota til að knýja dæluna
ódýrt utan-toppa rafmagn.
Tvöföldun liitaveitu-
svæðisins með sama
vatnsmagni
Sýna má fram á að líkur eru
tjl þess að rafmagnskostnaður-
inn ‘ á hitaeiningu við að hag-
nýta allt að því jafn mikinn
hita úr frárennslisvatninu og
nú er hagnýttur úr öllu hita-
veituvatninu, verði aðeins um
fjórði partur af því verði, sem
hitaeiningin nú kostar frá Hita-
veitunni. Er þá miðað við að
geislahitunarkerfi væru notuð í
húsunum til upphitunar, og að
utan-toppa rafmagn til þess að
knýja hitdæluna fengist á sama
verði og það er nú selt lægst
til upphitunar í bænum. Hér
er gert ráð fyrir geislahitunar-
kerfum vegna þess að þau geta
hagnýtt mun lægra hitastig til
upphitunar heldur en venjuleg
miðstöðvakerfi, og eru þess
vegna hentugri til notkunar í
sambandi við hitadælur. Eins
má nota hitadælur í sambandi
við venjuleg miðstöðvarkerfi, en
þá þarf að hita vatnið meira
og þess vegna yrði hitakostn-
aðurinn á hitaeiningu hærri
vegna þess að minni nýting
fengist þá. Með þessu móti ætti
því að vera hægt að allt.að því
tvöfalda hitaveitusvæðið með
núverandi vatnsmagni Hitaveit-
unnar. Stofnkostnaður hitadæla
með hitageymi er í Bretlandi
talinn vera þrisvar sinnum
Framhald á 4. síðu.
Fjársöfnun til Seyðfirðinga sem
urðu fyrir tjéni af skriðu-
hlaupunum
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur beitt sér fyrir sam-
skoturn til styrktar þeim, sem biðu tjón við skriðuföllin
19. ágúst s.l. og hefur heitið á menn að bregðast vel
við. Hefur bæjarstjórnin beðið Þjóðviijann að geta þessa
máls og taka við fjárframlögum. Biður Þjóðviljinn þá
lesendnr sína sem kynnu vilja láta fé af hendi rakna
að snúa sér til afgreiðslu blaðsins, Skólavörðustíg 19.