Þjóðviljinn - 04.10.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1950, Blaðsíða 1
220. tölublað. Sauma vél er einn af 15 vinningum í HAFPBKÆTTI ÞJÓÐVILJANS 15. árgangur. Miðvikudagur 4. október 1950. Savétfiliögua hki ECóteu: ¥©pHöl?lé strsx, brottför er- Eends hers. kosnlngar undír effirllti SÞ Vishinski utanríkisráöherra Sovétríkjanna hefur lagt fram á þingi SÞ tillögur um lausn Kóreudeilunnar. Er þar lögö megin áherzla á aö binda sem fyrst endi á blóðsúthellingar í Kóreu- en þveröfugu máli gegnir um tillögur Vesturveldanna, sem gera ráð fyrir, að stríðinu verði haldiö áfram. Borgarstjori New York reyndi ú hindra ramisókn á mútuþægni lög- regkimar, Truman gerði itann að sendiherra! William O’Brien, lögreglustjóri í New York, hefur sagt af sér, eftir aö þaö haföi komið í ljós, aö hann var flæktur í mútuhneyksli og nema múturnar milljón doll- ara. Lögregla New York er uppvís að því aö hafa tekið þátt í starfsemi ólöglegs fjárhættuspilahrings ásamt veö- bankaeigendum, fjárkúgurum og öörum atvinnuglæpa- mönnum. I sovéttillögunni er lagt til, að vopnahlé sé þegar í stað fyrirskipað í Kóreu og allt er- lent herlið flutt á brott úr land inu. Síðan fari fram kosningar og skipuleggi ríkisstjórnir beggja landshluta þær. Kóreu- nefnd SÞ hafi eftirlit með kosn ingunum og sé í hana bætt full- trúum frá alþýðustjórn Kína og Sovétríkjunum. Fuiltrúi Indlands vill mála- miðlun. Á fundi stjórnmálanefndar þings SÞ í gær sagði Sir Bene- gal Rau, fulltrúi Indlands, að Indlandsstjórn fyndi það að til- lögu Vesturveidanna, að þar væri gert ráð fyrir, að sótt væri inní Norður-Kóreu, en það yki hættu á að stríðið breiddist út. Sovéttillöguna gagnrýndi hann fyrir að hún myndi gefa aiþýðustjórninni yfirhöndina. Kvaðst hann myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillög- urnar og lagði til, að skipuð yrði nefnd til að reyna að sam- ræma þær. Glæsilegur sigur Fulltrúakjöri til Alþýðusam- bandsþings lauk í Félagi bif- vélavirkja í gærkvöld. Fulltrúaefni A-Iistans, sem horinn var fram af stjórn og trúnaðarmannaráði sigraði glæsilega, fékk 50 atkvæði. Listi afturhaldsins fékk 25 atkv. — Atkvæði greiddu 75 af 83 á kjörskrá. Kviknar í bát í Vestmaftnaeyjom Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. 1 gær kviknaöi í mótorbátn- um Björg frá Vestmannaeyjum. Eidurinn kom upp í lúkarnum og tókst hásetunum að ráða niðurlögum hans, en við að slökkva eidinn brenndust tveir þeirra töluvert, annar þeirra í andliti, þó er ekki talið að þeir hafi brennzt hættulega. Bandaríkjaher stöðvaður norð- ur af Seoul. Fréttaritarar sögðu í gær, að sókn Bandaríkjahers til norðurs hefði verið stöðvuð norður af Seoul. Bandaríski flugherinn heldur áfram loftárásum á N- Kóreu og sagði talsmaður flug- stjórnarinnar í gær, að ráðist hefði verið á flutningalestir á leið frá landamærum Mansjúríu til Pyongyang, höfuðborgar N- Kóreu. Sveitir úr leppher Bandaríkj- anna voru í gær sagðar komnar 65 km norðurfyrir 38. breiddar- bauginn. Sagði talsmaður lepp- herstjórnarinnar, að þær ættu að vera búnar að leggja undir sig alla Norður-Kóreu áður en vetrarhörkur skella á. Orðrómor um að gengi pundsins verði hækkað Magnaður orðrómur gengur um það i London, að ríkisstjórn in hafi í hyggju að hækka gengi sterlingspundsins. Er nú ár lið- ið síðan gengi pundsins var lækkað og telja fjármálamenn, að það sé skráð lægra gagn- vart dollar en rétt sé. Verkamanna- flokksþingið krefst kauphækknnar Þing brezka Verkamanna- flokksins samþykkti í gær í Mar gate að skora á ríkisstjómina að koma á strangara verðlags- eftirliti og hækka kaup þeirra verkamanna, sem við bágust kjör búa. Er í ályktuninni geng ið í berhögg við stefnu ríkis- stjórnarinnar, sem hefur stað- ið gegn öllum kauphækkunum en mun nú vera farin að sjá sitt óvænna, því að á þingfund inum í gær lýsti flokksstjómin yfir fylgi við ályktunina, er séð varð; hversu eindregið fulltrú- arnir studdu hana. LengfeSScw uppvís ú éame- rísku athæfi! Bandaríska góðskáldið Henry Wadsworth Long- feliow, sem uppi var 1807 —1882 og kunnur er íslend- ingum af þýðingum Matthí- asar, er nú orðinn uppvís að óamerísku athæfi og gott ef ckki Iaumukommúnisma. Kvikniyudafélagið Mono- gram hafði ákveðið að gera kvikmynd eftir kvæði Long- fellows „Hiawatha“ um samnefndan indíána, sem bar friðarorð á milli kyn- þátta, er áttu í ófriði. í síð- asta mánuði tilkynnti Mono gram að hætt hefði verið við kvikmyndaíökuna. Á- stæðan cr, að friðarboðskap- ur skáidsins þykir minna 'ura of á „friðarsókn komm- únista“. Attlee ver virki heimsvalcla- stefnunnar Fulltrúi á flokksþingi brezka Verkamannaflokksins í Mar- gate sagði í fyrrad., að stefna ríkisstjórnarinnar í Kóreumál- inu væri svik við hugsjónir og stefnu flokksins. I Kóreu hjálp aði ríkisstjórnin til við að verja eina útvarðstöð heims- valdastefnunnar í Asíu. Rannsókn, sem staðið hefur í níu mánuði, hefur'sannað, að lögreglan í New York þáði ekki aðeins mútur og „vemdarfé" til að láta afbrotamenn í friði við iðju sína, heldur tók hún beinan þátt í rekstri fjárhættu spila- og veðmálahringsins, en komið hefur í ljós, að velta hans nam tuttugu milljónum dollara á ári. Sá hringur, sem komizt hefur upp um, er aðeins einn af mörgum í New York og alis ekki talinn sá stærsti. Við yfirheyrslur yfir veð- bankaeigendanum Arthur Karp komu fram upplýsingar, sem leiddu í Ijós, að fjöldi lögreglu þjóna og lögregluforingja hafði þegið mútur og tekið þátt í lög brotum. Karp var milligöngu- maður milli hringsins og vernd ara hans í lögreglunrii. Mesta stjórnmálahneyksli í áratug. Vitnisburður Karp og ann- arra hefur flett ofan af mesta stjórnmálahneyksli, sem upp- víst hefur orðið í New York síðan 1939, er Thomas Dewey núverandi ríkisstjóri fékk James Hines, foringja Tamm- any Hall, samtaka demókrata í New York borg, til að játa, að hann hefði mútað dómurum og Framh. á 7. síðu. Marshall kallar hsrnaðarsendi- nefndina hjá Sjang Kaisék heim Tilkynnt var í Washington í gær, að sendinefnd bandarískra hernaðarráðunauta, sem verið hefur hjá Kuomintangklíku Sjang Kaiséks á Taivan (For- mósa) hafi verið kölluð heim. Þessi brottkvaðning hernaðar- ráðunauta frá Sjang Kaisék fylgir á hæla skipunar Marsh- alls hershöfðingja í embætti Iandvarnarráðherra Bandaríkj- anna. Marsjall var á annað ár í Kína eftir Iok styrjaldarinn- ar við Japan og fór hinum hrak Iegustu orðum um spillingu og' dáðleysi Kuomintangstjórnar- innar eftir heimkomuna. Fjöldahandtökur í Vestur- 1 Þýzkalandi Lögreglan í Vestur-Þýzka- landi framkvæmdi um síðustu helgi fjöldahandtckur á fcr- ystumönnum félagssamtak'>nna Frjáls þýzk æska og m ■ í hafa handtekið um 400 manna. Fund. um, sem samtökin hcfðu boðað til, þar sem krefjast át';i cin- ingar Þýzkalands, var sundrað með valdi. Sj ómannaf élagskosningarnar: Sæmundarklíkan hétt vei með hjálp útgerðarauðvaldsins Úrslit sjómannafélagskosninganna urðu þau að land hersklíka Sæmundar og Co. hélt vellj með 593 atkvæðum, en sjómannalistinn fékk 431 atkvæði. Fimm seðlar voru auðir, en alls kusu 1029 af um 1600 á kjörskrá. Sjómannalistinn fékk fylgi mikils meirihluta starf- andi sjómanna en það dugði ekki gegn hinu dauða liði Iandhersins. Atvinnurekendur, bændur og skipstjórar togaraflotans fjölmenntu meira að segja á kjörstað til að tryggja sæmundarklíkunni sigur. Alþýðuflokkurinn hafði stöðugt samband við Sjálfstæðishúsið í kosningun- um, og önnuðust Sæmundur kexverksmiðjustjóri og Eggert Kristjánsson heildsali milligönguna cn agentar íhaldsins beittu sér af allri atorku sinni fyrir fé útgerð- aiauðvaldsins, enda telur það úrslit þcssara kosninga hinn mikilvægasta sigur í kjaradeilunni við togarasjó- menn. Það má þó minnast þess að það voru ekkí sjó- mennirnir sem tryggðu sæmundarklíkunni sigur og þeir eru enn óbugaðir í baráttu sinni fyrir mannsæmandi lífs- kjörum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.