Þjóðviljinn - 13.10.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.10.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Föstudagur 13. október 1950. 228. tölublaó. Skálaferð á laugardag kl 6 e. h. Hefjið Áskorun frá islensku fri&arnefndinni: |iö söfnun undir- sknfta undir Stokk- hólmsávarpið íslenzka friðarneíndin hefur beðið Þjóðviljann að koma á framíæri þeirri á- skorun til almennings að hefja nú þegar undirskriftasöfnun undir Stokkhólmsávarpið. Listar til undirskrifta verða afhentir á þess- um stöðum: SknSstofu Dagshrúua;, Mþýðuhúsinu. Békabúð KBON, Aiþýðukúsinu. iékabáð Máls ©g menningar, Laugav. 19„ áfgreiðslu Hóðviljans, Skólavörðustíg 19. SkrifstGÍu Sósíalistaflokksins, Þársgöfu 1. ★ Morgunblaðið gerir íslenzku friðar- hreyfingunni þann greiða í gær að birta nöfn allra þeirra 130 manna sem skorað hafa á þjóðina að undirrita Stokkhólms- ávarpið. Fylgja þær nafngiftir af hálfu Valtýs Stefánssonar að þessir menn séu „fimmtuherdeildarmenn” og „fífl", engum öðrum geti dottið í hug að vilja konía í veg fyrir milljónamorð á varnarlausu fólki, konum, börnum og gamalmennum. Þessar nafngiftir eru hinn mesti sómi þeim sem fyrir verða, og þeir munu verða margir íslendingarnir sem vilja taka við fúkyrðum frá Valtý Stefánssyni og sálufélögum hans. Frakkar neyddir til að flýja stöðvar við landamæri Indó Kína og Kína Plertm sendir USA netgðarkall um aðstoð Fréttaritarar í París sögðu í gær, að þar væri talið víst að franski nýlenduherinn í Indó Kína yrði að flýja allar stöðvar sínar meðfram landamærum Indó Kína og Kína vegna sigra sjálfstæðishers Viet Min undanfarið. Talsmaður frönsku stjórnar- innar játaði í gær að her Viet Min liefði nú á sínu valdi 300 Hún skrifaði undir idlómetra kafla af landamær- unum. Franski herinn hefur hörfað til stöðva 50 km. norð- ur af Hanoi, helztu borginni í Tonkin, nyrsta hluta Indó Kína. Pleven forsætisráðherra Frakklands sendi í gær Moch hermálaráðherra sínum, sem staddur er í Bandaríkjunum skeyti, og biður hann að leiða bandarískum stjórnarvöldum fyrir sjónir, hve alvarfegt á- standið sé í Indó Kína. Skæru- liðahernaðurinn hafi nú breyzt í algera styrjöld og mikið velti á að bandarískum hergagna- sendingum sé hraðað og þær auknar. Þörfin sé brýnust fyrir skriðdreka, flugvélar og fa!l- hlífaútbúnað. Franski hershöfðinginn Juin, flýgur til Indó Kína á laugar- dag til að taka við yfirstjórni franska hersins. 1 ráði mun vera, að hann hitti MacArthur. Lie hafnað Á fundi öryggisráðsins í gær var tillögu um að framlengja aðalritarakjörtímabil Tryggve Lie um tvö ár hafnað. Með voru níu ríki en á móti Sovét- ríkin, sem eru eitt hinna föstui meðlima ráðsins, og náði tillag- an því ekki samþykki. MARION ANDERSON, negra- söngkonan ástsæla, er í hópi þeirra tveggja milljóna Banda- ríkjamanna, sem ritað hafa nafn sitt' unðir Stokkhólmsávarpið. Verhamönnum ber 100 krónum meira á mánuði samkvæmt vísitölu Eins og Þjóðviljinn skýrði írá í gær haía þingmenn sósíalista, þeir Sig- urður Guðnason og Einar Olgeirsson, lagt fram á þingi frumvarp um mánaðar- lega kaupuppbót samkvæmt vísitölu, og komast þeir þannig að orði í greinar- gerð frumvarpsins: „Samkvæmt lögunum um gengisskráningu o.fl. skulu laun samkvæmt vísitölu breytast 1. janúar 1951 og aftur 1. júlí s. á., en eftir það skulu laun Utvarpswnræða í dag klo 1 Klukkan 1 í dag hefst fundur í sameinuðu þingi og fjárlögin þá tekin til 1. um- ræðu. Umræðunni verður út- varpað. Fyrir hönd Sósíalista- flokksins talar Ásmundur Sigurðsson, og verður hann seinastur í röðinni, en ræðu- tími hvers hinna fjögurra flokka er hálftimi. engum breytingum taka sam- kvæmt lögunum. Þetta fyrir- komulag var rökstutt með þvi, að verðhækkun af völdum geng islækkunarinnar mundi verða tiltölulega lítil, ekki nema 11— 13%, og mestur liluti þessarar verðhækkunar niundi verða •kominn fram fyrir 1. júlí 1950. Mundi það þvi ekiki skipta veru legu máli fyrir launþega, þó að kaup breyttist aðeins á 6 mán- aða fresti fr.á þeim tíma og vísitöluumreikningur launa félli niður með öllu á miðju árinu 1951. Nú vita ailir, að önnur hefur orðið raunin á. Visitala októ- bermánaðar mun vera yfir 120 stig. Þessi vísitala er þó enginn mælikvarði á hinar gífurlegu verðhækkanir, sem orðið hafa síðan gengi krónunnar var fellt. Taumlausar verðhækkan- ir hafa oi-ðið á vörum, sem alls ekki eða að óverulegu leyti eru teknar með í vísitöluútreikning inn, enda er hin nýja vísitala Framhald á 7. síðu. Vesfyrveldin œt!a sjálf að sfjérna Mor3ur-Kóreu Lýsa vantsansti á leppstjérn Syngman Rhee Vesturveldin hafa látiö fylgiríki sín í nýkjörinni Kóreunefnd SÞ afhenda sér öll völd í hemumdu hlutum Norður-Kóreu. Nefndin samþykkti einróma tillögu frá fulltrúa Ástralíu um að hin bandaríska leppstjóm Syngman Rhee í Suður-Kóreu skyldi engin völd hafa norðan 38. breiddarbaugs. Skulu liðs- foringjar úr herjum þeim, sem berjast gegn Kóreumönnum, taka við stjórn allra mála í hernumdum hlutum Norður- Kóreu af embættismönnum al- þýðustjómarinnar. Samþykkt Kóreunefndarinn- ar er þungt áfall fyrir lepp- stjórn Rhee, sem alltaf hefur gert tilkall til yfirráða yfir illrj Kóreu, en dugleysi lepp- stjómarinnar, spilling og grimmd eru svo heimskunn, að Bandaríkjastjórn hefur tekki tekizt að fá hin Vesturveldin til að styðja lepp sinn. Sialín éskar si Stalín hefur svarað skeyti frá Kim Ir Sen forseta kór- eska alþýðuríkisins í tileíni eiiis árs stjórnmálasambands við Sovétríkin. I svarskeyti sínu óskar Stalín kóresku þjóðinri sigurs í hetjubar- áttu hennar fyrir frjálsri, sameinaðri og lýðræðislegri Kóreu. Floti og flugher ger- eyða kóreska borg Tveim {offlKimi spsengja á mínútu ausið yfir Chongsin í þsjá klukkufíma í nafni sameinuðu þjóðanna gereyddi floti Vestur- veldanna í gær borgina Chongjin norðarlega á austur- strönd Kóreu. Herskip frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada usu í þrjá klukkutíma sprengjum yfir Chongjin. Fréttaritarar með flotanum segja, að skotið hafi verið tveim tonnum sprengi- kúlna á mínútu. Áð lokinni stórskotahríð herskipanna vörp uðu flugvélar frá flugvélaskip- um sprengjum yfir rústirnar. Fréttaritari Reuters með her- skipunum segir, að borgin hafi verið jöfnuð við jörðu. Chonj- in er 60 km frá landamæruiu1 Kina og 80 km frá landamær-( um Sovétríkjanna. Herstjórn Bandaríkjamanna sagði í gær, að dregið hefði úr mótspyrnu alþýðuhers Kór- eumanna og helzt væri að sjá að hann ætti að taka sér, stöðu umhverfis höfuðborgina, Pyongyang. ,_J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.